Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 9
Tíminn 8 Laugardagur 11. ágúst 1990 Laugardagur 11. ágúst 1990 Tíminn 17 Öm Friðriksson varaforseti Alþýðnsambands íslands: ÞRÝSTINGI BEITT BAKVIÐ TJÖLDIN Nú er rúm vika liðin frá því að rikisstjóm- in gaf út bráðabirgðalög, sem frestuðu launahækkimum Bandalags háskólamanna í þjónustu ríkisins þar til tími þjóðarsáttar- samninganna er runninn út. Lagasetningin var gerð að höfðu samráði við aðila vinnu- markaðarins og kom í raun í veg fyrir að dagar febrúarsamninganna væm taldir. Nú eftir að „hættuástandið“ er liðið hjá hefur borist hörð gagnrýni úr ýmsum áttum á forystu verkalýðshreyfingarinnar fyrir þeirra aðild að málinu. Öm Friðriksson, varaforseti Alþýðusambands Islands, ræð- ir að þessu sinni við Tímann um bráða- birgðalögin, stöðu verkalýðshreyfmgar- innar, pólitískan þrýsting á meðan á BHMR deilunni stóð og fleira. En hafa for- ystumenn verkalýðshreyfingariimar bmgðist rétt við í þessu máli? „Miðstjóm Alþýðusambandsins hefur ekki fjallað um bráðabirgðalögin,“ segir Öm. „Lög, sem sett em á samninga em bæði óæskileg og hættuleg. Þau verða til þess að það sem aðilar em að fást við í sín- um samningum er dæmt ómerkt. Séu lög sífellt sett á samninga getur það kallað á að sú ábyrgð sem menn taka á sig við gerð samninganna hverfi og þeir vísi til þess að það sé hægt að semja um alla mögulega hluti, það komi alltaf lög á samninganna. - BHMR deilan hefur öðrum þræði verið innanflokksmál í Alþýðubanda- laginu. Var reynt að beita menn pólitísk- um þrýstingi á meðan verið var að reyna að leysa þessi mál án lagasetningar? „Ég er ekki í Alþýðubandalaginu eða öðr- um stjómmálaflokkum en maður gæti í sjálfu sér hugsað sér hvaða flokk sem er í þessari stöðu. Vafalaust kemur þetta til með að hafa áhrif innan stjómmálaflokk- anna. Það fer ekkert á milli mála að í tengslum við þetta mál vom símhringingar og viðræður þar sem verið var að leggja að okkur eitt og annað og þau samtöl komu ffá hinum ýmsu pólitísku flokkum. Við sem fórum með þessi mál fyrir Alþýðu- sambandið létiun þessi samtöl ekki hafa nein áhrif á okkar afstöðu. Hún byggðist einfaldlega á þvi sem við sögðum við okk- ar félagsmenn þegar við lögðum samning- ana fyrir. Okkar loforð gagnvart umbjóð- endum okkar var að við sögðumst reyna að tryggja að sama launaþróun gilti fyrir alla. Þetta er grundvallarforsenda í samningim- um og við reynum að standa við hana. Auðvitað var lagst á okkur með það að hafa ekki uppi þá kröfu að fara ffarn á sömu launahækkanir og aðrir. En okkar samningur segir einfaldlega til um það að launaþróun skuli vera sú sama alls staðar og það kom ekki til greina að við færum að svíkja okkar félagsmenn í því efhi.“ - Hverjir settu þá þessar kröfur fram við ykkur? „Sú spuming kom ffam frá ýmsum aðil- um hvort það væri ekki til i dæminu að hægt væri að falla frá því að Alþýðusam- bandið fengi 4,5% ef BHMR fengi þessa hækkun. Ég vil ekki nefha neina sérstaka í því efni en okkar svar var „nei!“ Hvaða leiðir voru færar í BHMR deil- unni? ,d>að var í fyrsta lagi að gerður yrði samn- ingur á milli rikisins og BHMR um lausn á þessu máli. í öðru lagi að annað hvort BHMR eða ASÍ, og félögin innan þess, féllu ffá kröfunni um víxlverkun launa- hækkana á milli þessara aðila. Ef þetta var hvorugt inn í myndinni stóðum við ffammi fyrir stöðugum 4,5,% launahækkunum á víxl milli BHMR og annarra verkalýðsfé- laga. Reyndar er þetta ekki bara spumingin um 4,5%, það kemur ffam hjá háskóla- mönnum að þeir telji sig þurfa að jafha launamun upp á 20% til 40%. Þar ofaná bætast allar launahækkanir sem aðrir laun- þegar semja um, samkvæmt ákvæði í samningi BHMR ffá í fyrra. Allir sjá að þetta gengur ekki upp á sama tima og stefht er að lækkandi verðbólgu. Það getur svo verið misjafnt hvað menn vilja vera raunsæir og viðurkenna stað- reyndimar. Ekkert er auðveldara en að hlaupa út í hom og loka augunum fyrir því að á þessum málum varð að taka - Segja „það átti ekkert að setja lög,“ en benda ekki á hvaða leiðir aðrar vom mögulegar, eftir að það varð staðreynd að það náðist ekki samkomulag á milli þessara aðila. - Nú snérist málið um að BHMR félag- ar vildu, samkvæmt sínum samningi, fá meiri launahækkun heldur en aðrir og voru ekki tilbúnir tii þess að faila frá því. Var þá ekki lagasetning eina leiðin til þess að bjarga kjarasamningunum á almenna vinnumarkaðinum, sem kali- aðir hafa verið þjóðarsátt? „Hefði þessi launahækkun BHMR gengið ffam, hafa sumir sagt að það hefði engin áhrif vegna þess að þetta væri svo lítill hópur. Staðreyndin er hins vegar sú að í beinu ffamhaldi af því að þeirra launa- hækkun hefði gengið fram hefðu komið aðrir hópar í kjölfarið. Ég nefhi sem dæmi alþingismenn, ráðherra, ýmsa embættis- menn og fleiri þar sem þeirra kjör eru ákvörðuðu í beinu samhengi við kjör BHMR manna. Þar með hefðum við feng- ið stóran hóp af fólki á góðum launum sem hefði fengið þessar hækkanir BHMR samningsins á stærðargráðunni 20% - 40%. Síðan hefðu komið aðilar í einkageir- anum, vafalaust háskólamenntaðir menn fyrst, og krafist þessara hækkana líka. Það þarf engin að halda að þessar hækkanir hefðu ekki síðan gengið út yfir almenna markaðinn, þó einna síst hjá því fólki sem „I tengslum við þetta mál voru símhringingar og viðrœður... þau samtöl komu frá hinum ýmsu pólitísku flokk- um “ „ I haust verður árangurinn met- inn, þá fer fram uppgjör sem skiptir máli “ er með lægstu launin.“ - Þess er skemmst að minnast að ASÍ vísaði máli til Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar þar sem einmitt var verið að kæra setningu bráðabirgðalaga á ykkar samninga. Núna þegar verið er að setja lög á annað fólk heyrist lítið frá ykkur. Eru iaunahópar í stríði innbyrðis og er verkalýðshreyfingin á íslandi að liðast í sundur? Þau lög sem vimað er til, snéru að Al- þýðusambandi Islands á sínum tíma og tóku af okkur samningsréttinn. Bráða- birgðalögin núna tóku ekki af samnings- réttinn. Þetta eru lög sem ffesta launa- hækkunum hjá einum tilteknum hópi. Það hefur gerst áður. Strax í febrúar vom verk- ffæðingar að semja um hækkun á útseldri vinnu. Það var stöðvað í Verðlagsráði. í byggingaiðnaðinum gerðist það allt í einu skömmu eftir febrúarsamninginn að mæli- einingum, sem notaðar em í uppmælingu, fjölgaði og byggingavísitalan hækkaði um fram það sem annars hefði verið. Þetta var líka stöðvað. Varðandi það sem snýr að einstökum hóp- um, stóðum við frammi fyrir því að í okkar fjölmennu samtökum em margir hópar, sem gera kröfur um leiðréttingu launa sinna. í þessu tilviki fór ekki saman að gera leiðréttingar og jafnffamt að ná þeim markmiðum að ná niður verðbólgu og vöxtum. Okkar aðildarfélagar féllust á það að bíða með sínar kröfur um leiðréttingar gegn því að aðrir gerðu það líka. Við rædd- um við BHMR menn um það í janúar að þeir reyndu að aðlaga sinn samning þess- um heildarmarkmiðum. Það varð ekki nein niðurstaða af þeim viðræðum. Við ræddum tvívegis við þá fyrir rúmlega hálfitm mán- uði síðan og þeir töldu sig hvorki hafa að- stæður né vilja til þess að breyta sínum samningum í þessa átt. En er verkalýðshreyfingin að liðast í sundur? Ég held að það sé alveg af og ffá að hún sem slík sé að liðast í sundur. Það hafa alltaf verið uppi átök og ágreiningur um launahlutföll. Þetta kom mjög skýrt ffam núna þegar einn ákveðinn aðili bygg- ir sinn samning á því að fá alltaf eitthvað meira en aðrir.“ - Sjómannafélag Reykjavíkur, Féiag kvenna á vinnumarkaði og að sjálfsögðu BHMR hafa fordæmt lagasetninguna og sjómenn kalia vinnubrögð ykkar í verkalýðsforystunni lágkúruleg. Er þetta ekki áfellisdómur yfir ykkur? „Ég hef lesið þessi stóryrði sem beinast gegn miðstjóm ASÍ, formönnum lands- sambandanna og forystu BSRB. Þeir sem gert hafa þessar samþykktir hafa ekki leit- að upplýsingar um málið hjá okkur. Og ég hlýt að spyrja: Er verið að gera kröfu ASÍ á hendur VSI að launaþróun hjá okkar fólki verði sú sama og hjá öðrum? Eða beinist gagnrýnin gegn því að okkur tókst að koma í veg fyrir að lögin tækju af réttinn til að endurskoða samningana í haust? Það var öllum ljóst að annað hvort yrði hleypt af stað endalausum víxlhækkunum launa og meiri verðbólgu en áður hefði þekkst, eða sett yrðu lög sem stöðvuðu þá þróun. Menn geta svo leikið sér að því að koma á eftir og ásaka forystuna fyrir það að horfast í augu við staðreyndir ef þeir hafa það geðslag. I haust verður árangur febrúar- samningsins metinn. Þá fer fram það upp- gjör sem skiptir máli.“ - Voru vinnubrögð BHMR óábyrg í þessu máli? „Ég skil viðbrögð þeirra ósköp vel. Þeir hafa í höndum samning sem tryggir þeim miklu meiri kaupmáttaraukningu en öllum öðrum í landinu á þann hátt að þeir fá allar launahækkanir og kjarabætur sem ASÍ og BSRB semja um og sérstakar hækkanir að auki. Þeir vilja eðlilega halda í þennan ár- angur. Það sem ég er hins vegar ósáttur við er sú afstaða þeirra að febrúarsamningur- inn komi þeim ekkert við eins og þeir hafa sagt skýrt og greinilega. Þjóðarsáttin tekur á mjög almennum atriðum eins og vöxtum og verðlagi. Háskólamenn komast ekkert hjá því að njóta þess sem sá samningur gef- ur. Auðvitað hefði verið hægt að láta allar þessar launahækkanir þeirra ganga ffarn og reyna að segja við okkar fólk: „Við skulum bara sætta okkur við það að þessi hópur fái miklu meira en þið“. Það er aftur á móti jafn ljóst að fólkið í okkar félagasamtökum hefði svarað „nei takk, það gengur ekki“.“ - Er aigengt að stjórnmálaflokkar reyni að beita pólitískum þrýstingi þegar við- kvæm deiiumál koma upp? „Ég hygg að það hafi verið meira um það áður fyrr, en ég hef ekki orðið var við að forystumenn í ASI láti undan neinu í þeim efhum. Þann tíma sem ég hef verið í þessu starfi hef ég ekki fiindið fyrir því að menn hefðu endilega sömu afstöðu og þau stjóm- málasamtök sem þeir fylgja heldur hafa þeir byggt afstöðu sína á málefnalegum forsendum.“ - Kemur þjóðarsáttin til með að halda og skila því sem menn gerðu sér vonir um í upphafi? „Það liggur ljóst fyrir að verðbólgan hef- ur náðst niður eins og menn gerðu sér von- ir um. Kannski skiptir þó meira máli að al- menningur í landinu hefur mun meiri áhrif á þróun verðlags en var. Kaupmenn og aðr- ir hækka ekki vörur jafh sjálfkrafa og var. Hitt verð ég líka að segja að Vinnuveit- endasambandið hefur staðið sig betur í ýmsum þessum málum en ég bjóst við. Þeir hafa lagt að sínum félagsmönnum að taka til baka ýmsar af þeim hækkimum sem þeir hafa verið komnir af stað með. Ég hafði við gerð samninganna talsverða tor- tryggni við gagnvart því að þeir myndu standa við sitt. Þeir mega eiga það að í flestum tilvikum hafa þeir staðið vel að þessum málum - en þeir geta gert betur og það getum við líka.“ Árni Gunnarsson. Timamynd PJetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.