Tíminn - 14.08.1990, Qupperneq 13

Tíminn - 14.08.1990, Qupperneq 13
Þriðjudagur 14. ágúst 1990 Tíminn 13 Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnaö aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 25. ágúst. Meðal dagskráratriða: Ræða, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Nánar auglýst síðar. Nefndin. Þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 31. ágúst til 2. september. Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þingsins og er hægt að ná í hann hér á Tímanum í síma 686300 frá kl. 9.00-13.00. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir júlí er 15. ágúst nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Pósturogsími Laus störf við jarðsímalagnir í Reykjavík og nágrenni: Verkstjóri verkamanna — þarf að vera vanur jarðvinnu. Verkamenn. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91- 636760. Laus staða Með vísan til 6. gr. sbr. 13. gr. laga nr. 58/1978 um þjóðleikhús, er staða þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar. Nýr þjóð- leikhússtjóri skal taka við starfi 1. september 1991, en ráðið verður I stöðuna frá 1. janúar 1991. Umsóknum ber að skila til Menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 3. september 1990. Menntamálaráðuneytið, 13. ágúst 1990 PÓSTFAX TÍMANS Vera var sönn Ku Klux Klan kona. Einn liður í KKK samkomunum var að brenna krossa og fara með bænir uppfullar af hatri. KU KLUX KLAN Eiginmaður Gloriu, David, í fullum skrúða. - eiginkona segir frá. 123 ár lifði Gloria Craig í hræðslu og niðurlægingu. Eiginmaður hennar David var meðlimur í Ku Klux Klan hreyfíngunni en þeirri hreyfingu hafði Gloría mikla skömm á. En sem eiginkona Dav- ids var hún neydd til að taka þátt í samkomum og athöfnum þeirra. í dag er hún frjáls ffá þessari mar- tröð því eiginmaður hennar verður settur í fangelsi vegna manndráps. ,JLíf mitt var hryllilegt og ég hafði alltaf byssu með mér hvert sem ég fór. Fólk hataði mig fyrir að vera eiginkona KKK manns. Það héldu allir að ég gerði þetta með ánægju og að ég hataði svertingja. En það var ekki satt því ég var neydd til þess af eiginmanni mínum,“ segir Gloría. Hún var stöðugt í hættu og fékk oft hótanir í gegnum síma frá fólki sem var á móti KKK. Henni var hótað lífláti og barsmíðum. „A þessum samkomum þurfti ég að klæðast þessum hryllilega bún- ingi sem ég hataði. Er ég horfði á þá brenna krossa og fara með djöf- ullegar bænir grét ég. Hatrið var svo ráðandi hjá manni mínum og öðrum í þessari hreyfingu. David var alltaf hræddur um að aðrir meðlimir sæju mig gráta og þá myndi hann lenda í vandræðum fyrir að eiga ekki sanna KKK konu,“ segir Gloría. David skamm- aði hana fyrir að vera ekki trú hreyfingunni. Markmið hans var að verða yfirmaður KKK í Ameriku. Gloría og David eignuðust fjögur Gloría ásamt hlutum ertilheyra Ku Klux Klan hreyfingunni. böm saman. „í staðinn fyrir að kenna bömunum bænir Guðs kenndi David þeim að hata svert- ingja og sagði þá vera af hinu illa. Hann sagði að hvitt fólk ætti að ráða yfir mannkyninu því það væri þess verðugt". Er David var farinn á fundi var Gloría vön að fara með bömin inn á klósett og loka og læsa og hvísla að þeim að þetta væri rangt sem faðir þeirra segði. „Ég bað þau um að lofa að segja David aldrei frá því að ég hefði sagt þetta. Hann hefði drepið mig hefði hann komist að því“. David yfirgaf Gloríu vegna ann- arrar konu, Veru. Hún var sönn KKK kona. En Vera var gift og í sameiningu ákváðu þau David að myrða eiginmann hennar og það gerðu þau. En upp komst um morð- ið og þau vom bæði handtekin. „Loksins er ég laus úr prísundinni og get lifað eðlilegu lífi án þess að vera alltaf hrædd“, segir Gloría að lokum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.