Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 2
2'-'Tínrinnn' þostuífágU M W& ‘fððð Fjórðungsþing Norðlendinga: Atvinna og umhverfið helstu áhersluatriðin 32. Fjóröungsþing Norölendinga verður haldið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 31. ágúst til 1. september nk. Aðaimál þingsins verða tvö. Fyrri dag- inn verður athyglinni fyrst og fremst beint að umhverf- ismálum, en seinni daginn verður umræðufundur sem ber yfirskriftina „Snúum vörn í sókn — Norðurland á tímamótum". Bjöm Sigurbjömsson, formaður Fjórðungssambandsins, setur þingið kl. 10 á föstudagsmorgun. Að því búnu hefst umræðufúndur um um- hverfismál, og verða ffamsögumenn þrír. Július Sólnes umhverfisráðherra fjallar um stjómsýslulega þætti um- hverfismála, Sveinn Guðmundsson, heilbrigðisfúlltrúi Norðurlands vestra, ræðir um umhverfismál og Ingvi Þorsteinsson magister fjallar um gróðurvemd. Seinni þingdaginn hefst umræðu- fúndur kl. 14. Þar em atvinnumálin í brennidepli og er yfirskrift fúndarins „Snúum vöm i sókn — Norðurland á tímamótum." Framsögumenn verða Qórir. Jón Sigurðsson viðskipta-og iðnaðarráðherra fjallar um ýms mál er heyra undir ráðuneyti hans, Jón Þórðarson, forstöðumaður sjávarút- vegsdeildar Háskólans á Akureyri, fjallar um Háskólann, búsetu manna og ýmsa áhrifaþætti þar að lútandi. Bjami Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ól- afsfirði, fjallar um fiskveiðistefnuna og byggðaþróun og Helena Dejak, ffamkvæmdastjóri ferðaskrifstofúnn- ar Nonna, ræðir um ferðamál. Um 80 fúlltrúar munu sækja þingið og er það nokkur fækkun ffá siðasta þingi. Fækkunin er tilkomin vegna þess að sýslunefhdir sem ffam til þessa hafa átt fúlltrúa á þinginu hafa verið lagðar niður og sveitarfélögum á Norðurlandi hefúr fækkað. hiá-akureyri. Atján arnarung- ar í sumar Á þessu árí komust upp átján arnarungar úr tíu arnarhreiðr- uro. Auk þess er vitað um 20 arnar- pðr sem hafa helgað sér óðal en varp hefur misfarist hjá þeim. Örninn er afar viðkvæmur varpfugl og verði hann fyrir ónæði á meðan hann liggur á eru miklar lfkur á að varp hans misfarist. Þegar arnarstofninn er á upp- leið er algengt að annar fuglinn af pari sé ekki orðinn kyn- þroska, en ernir verða ekki kyn- þroska fýrr en á fimrnta til sjö- unda árl. Nú er álitið aö arnar- stofninn sé á uppleið. Lambakjöt á lágmarksverði: Verðtilboði að Ijúka Mikil sala hefúr verið í hálfum lambsskrokkum, söguðum f grill- sneiðar, í sumar undir slagorðinu „Lambakjöt á lágmarksverði" enda sumarið vinsæll grillsteikingartími. Nú um mánaðamótin, 31. ágúst, verður hætt að bjóða upp á kjötið grillsneitt og því er hver að verða síð- astur að nýta sér þessi kjarakaup. Aðeins lambakjöt í heilum og hálf- um skrokkum er háð verðlagsákvæð- um og því hefúr verið unnt að bjóða grillkjötið á einu föstu verði um alit land eða á 417 krónur kílóið. Kjötið í þessum pokum hefúr verið sérstak- lega sneitt og snyrt til grillsteikingar og verið boðið á sérstöku tilboðs- verði, að meðalatali um 2.500 krónur fyrir sex kíló af úrvals kjöti. Hluti söluátaksins í sumar var skipulagður í félagi við Spaugstofúna í tengslum við leikförina „I gegnum grínmúrinn" þar sem meðal annars var leitað að „Léttustu lundinni 1990“. Hlutskarpastur í þeirri keppni var hressilega spaugsamur Vest- mannaeyingur, Sigurbjöm Guð- mundsson, sem sigraði í úrslita- keppninni f íslensku óperunni í júlí sl. Verslunarráð telur sölu ÁTVR á óáfengum vínum stangast á við lög um ÁTVR: Óáfengt vín ekki áfengi Verslunarráð íslands hefúr sent fjár- málaráðherra bréf þar sem sala og inn- flutningur ÁTVR á óáfengu víni er harðlega gagnrýnt. Segir í bréfinu að salan stangist á við lög um starfssvið og tilgang ÁTVR, innflutningur á slíkum vörum er fijáls og þær hafa verið seldar i matvöruverslunum um árabil. Verslunarráð bendir á lög um ÁTVR írá 1969, en þar segir að hlutverk áfeng- isverslunarinnar sé að annast innflutn- ing á vínanda, áfengi, og tóbaki. Enn- fremur er ÁTVR veitt einkaleyfi til starfiækslu tóbaksgerðar og framleiðslu áfengra drykkja, annarra en öls. Versl- unarráð segir að þama séu skýr fýrir- mæli um hvað ÁTVR skuli gera og á hvaða sviði hún á að starfa. Verslunarráð segir að verslun með óáfengt vínlíkd falli ekki undir skilgrein- ingu laganna, enda sé það ekld áfengi. Slíkir drykkir jafiiast fremur á við mjólk, gosdrykki eða aðra álíka drykki. Þess vegna leggur Verslunarráð til að ÁTVR hætti nú þegar mnflutningi og dreifingu á óáfengu víni, eða vínlíki ems og Verslunarráð vill kalla það. Jafhftamt því verði hafin heildarendurskoðun á lögum um ÁTVR, og kannað hvort hag- ur rikissjóðs og neytenda vaxi ekki bet- ur tryggður með því að færa starfsemi ÁTVR yfir til einkarekstursins. „Væri nær að stefna að þvi að leggja ÁTVR niður og snúa sér að nútimalegri við- skiptaháttum í samræmi við reglur helstu viðsldptaþjóða okkar,“ segir í bréfinu. -hs. Krossanesverksmiðjan: Jóhann Andersen ráð- inn framkvæmdastjóri Stjóm Krossanesvcrksmiðjunnar á Akureyri hefur ráðið Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóra Krossa- nesverksmiðjunnar. Jóhann Pétur hef- ur undanfarið starfað sem fram- kvæmdastjóri Fiskimjöls og Lýsis hf. í Grindavík. Jafhffamt hefúr Hilmar Steinarsson verið ráðinn verksmiðju- stjóri. Jóhann Pétur Andersen er Vest- mannaeyingur að uppmna og lærður viðskiptaffæðingur. Jóhann bjó á Ak- ureyri áður en hann tók við ffam- kvæmdastjórastöðunni í Grindavík og starfaði þá m.a. sem fjármálastjóri hjá Slippstöðinni og hjá Niðursuðuverk- smiðju KJónsson og co. hiá-akureyrí Grindumar sem settar voru i Svartá kostuðu um 300 þúsund krónur og mikið magn af Jámstólp- um, steypustyrktarjárnum og rörum þurfti tll að búa þær til Hluti af Svartá í Skagafirði girtur af og laxi sleppt út í: 130 sem sleppt var i ana í Svartá í Skagafirði hefur verið komið fyrir grindum í ánni með u.þ.b. kílómetra bili og á milli grindanna hefur verið sieppt um 130 hafbeitarlöxum og 50 blelkjum. Hjön- in Sigurður Fríðriksson og Klara Jónsdóttir, sem reka ferðamiðstöðina Bakkaflöt, standa að þessu ásamt Rún- arí Friörikssyni sem er bróðlr Slgurðar. Sigurður sagði að búið væri aö veiöa um 60 af þelm 130 löxura sem þeir settu f ána frá mánaða- mótunum júní/júlí. Gkki heföi veríð hægt að setja upp grindurn- ar fyrr en þá vegna þess hve mik- ið bæríst með ánni langt fram eft- ir sumri. Grindurnar sem þeir nota tU að girða ána af hefðu gef- ið sig ef þeir hefðu sett þær upp fyrr. Laxinn sem settur var í áaa er hafbeitarlax og þeir stærstu í kringum 15 pund, en flestir rúm- lega 10 pund. Enginn göngulax er þetta ofar- lega í ánni þar sem Reykjafoss, sem er um 14 metra hár, stöðvar laxagönguna. Eitthvað er um urriða fyrir ofan fossinn en Sig- urður sagði að hann væri varla mannamatur. Svartá heitir reyndar aðeins Svartá niður að fossinum og kaUast þá Húseyjar- kvísl. í Húseyjarkvísl er laxveiði og hefur hún verið nokkuð eftir- sótt veiðiá upp að fossinura. Landeigendur við Svartá höfðu þvi engar nytjar af ánni fyrr en nú þegar hafbeitarlaxi var komið þar fyrir. Veiðileyfi eru seld í ferðamiðstööinni Bakkaflöt og kostar 1000 kr. að veiða í klukku- tíma og ekkert aukagjald er fýrir klukkutíma og er það met Sigurður sagðist ekld vita til þess annars staðar á iandinu að hluti af á væri girtur af og laxi sleppt í hana. Eitthvað er um það að ár séu gjrtar og laxinn færður tU í ánni, t.d. upp fyrir foss. Meira er um það að laxi, þá bæði eldislaxi og hafbeitarlaxi, sé sleppt i vötn. í Bakkaflöt, sem er i Lýtings- staðahreppi f Skagafirði, er einnig önnur þjónusta við ferðamenn. Þar er hægt að gista, bæði i upp- búnu rúmi og í svefnpokaplássi, þá er þar veitingastaður, söluturn og tjaldstæði. A tjaldstæðinu er góð eldunaraðstaða og einnig er þar sumarhús sem leigt er út til ferðamanna. Þá eru þar sundlaug og sturtur. Þeir í Bakkaflöt sjá eiunig um að útvega leyfi tii að skjóta gæsir og rjúpur hjá eigend- um landa og þá geta þeir útvegað hesta í gegnum hestaleigu sem er á Varmalæk. Ferðamiðstöðin hóf rekstur 1987 og hefiir sifellt aukið við þjónustuna og æ fleiri ferða- Sigurður Friðriksson rokur ferðamiðstöðina Bakkaflöt ásamt konu sinni Klöru Jóns- rekstun“n ,b*rinJ. en dóttur oneitanlega væn það nokkuð djarft að vera með svona ferða- veidda fiska. Aðsóknin f veiðina í miðstöð sem ekki er beinlínis i ak sumar hefur verið góð og jteir faraleið en Bakkaflöt er ura 10 aflahæstu hafa veitt 4-5 laxa á kilómetra frá þjóðvegi nr. 1 þar klukkutimanum. í fyrra veiddi þó sem hann liggur um Varmahlíð i ein veiðiklóin 9 laxa á einum Skagafirði. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.