Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. ágúst 1990 Tíminn 3 Verðlagsstofnun með verðkönnun í matvöruverslunum á Norðurlandi vestra í apríl og júlí: Obreytt vöru- verð eða lægra í 58% tilvika í aprfllok sl. gerði Verðlagsstofnun verðkönnun á 50 algeng- um tegundum af mat-, drykkjar-, snyrti-, og hreinlætisvörum í 17 matvöruverslunum á Norðurlandi vestra. Þremur mánuð- um síðar, þ.e.a.s. í júlí, var aftur farið í sömu verslanir og kannað verð á sömu vörutegundum. í Ijós kom að vöruverð í júlí var óbreytt eða lægra en í apríl í 58% tilvika, meðalverð- hækkun var 2,2% og í einni verslun, Kaupfélagi V-Húnvetn- inga á Hvammstanga, lækkaði verð að meðaltali um 2,5%. Alls voru skráðar 599 verðupplýs- ingar í könnun Verðlagsstofnunar í júlímánuði og voru 347 þeirra eða 58% óbreyttar eða höfðu lækkað frá því í apríl. Til samanburðar má benda á að 56% verðupplýsinga voru óbreyttar eða höfðu lækkað frá því í apríl samkvæmt sams konar könnun sem gerð var á höfuðborg- arsvæðinu. Að meðaltali hækkaði verðið á vörumun 50 um 2,2% á tímabilinu apríl-júlí í þeim verslimum sem könnunin náði til. Meðalhækkunin í verslunum á höfuðborgarsvæðinu var 2,8% á sama tíma. Meðalverð í einstaka verslunum hækkaði um 0,8%-5,0%. Eins og áður sagði lækkaði verð í einni verslun um 2,5% en i versluninni Tindastóli á Sauðárkróki hækkaði meðalverð hins vegar um 5,0%. Lægsta meðalverðið er að finna í verslun Gests Fanndal á Siglufírði og hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga á Hvammstanga. Hæsta meðalverðið var hjá Kaupfélagi Húnvetninga, Hólanesútibúi á Skagaströnd, og næsthæst hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga á Hofsósi. —SE SAMANBURDim Á MEDAI.VERDI í NOKKRIJM MAIVÖRUVERSI.l'NUM Á NV-IANDI f JUI.l 1990. (mcflitlvcrö = 100) Vcrösaman- btiröur (mcöalvcrö=100) Fjöldi vöruteg. McOalvcrö- brcyting npríl-júÍfDO Gestur Fiinndal, Siglut'. 91,5 31 0,8% Kaii|)f. V-Hún.,I Ivammstanga 94,2 46 -2.5% Skiigfiröingabúö, Sauöárkróki 95,5 45 1,5% Vísir, Blönduósi 95,9 45 2.9% Utibú, Kaupf. Eyfirðinga, Sigluf. 98,6 43 0,0% Haraldur Júlíusson, SauÖárkróki 98,9 21 2.1% Fiskbúó Siglufjaröar, Sigluf. 99,5 14 1.2% Knupf. Hrúlfirfiinga, Boröeyri 100,2 34 2,5% Vcrsl. Tindastóll, SauÖárkróki 100,7 37 . 5,0% Vöruhús Hviimmstíingii 100,9 40 2,1%. Kaupf. Steingrímsfj., Hólmavík 101,6 40 1,2% Knupf. A.-I Iún., Blcinduósi 101,8 43 3.4% Verslunarfél. Asgeir, Sigluf. 102,5 42 4,0% Kaupf. Skagf. VarmithlíÖ 103,0 40 3,9 % Matvörubúöin hf.,S<iuöárkróki 103,5 43 3,0% Kiiupf. Skagfirftingii, Hofsósi 105,0 39 2,2% Kaupf. Hún., I lólanesútibú, Skagaströnd 105,9 36 3,8% Til þess að gefa neytendum hugmynd um verðlag í einstökum versl- unum var reiknað út meðalverð hverrar einstakrar vöm í könnuninni eins og það var í lok júlí. Meðalverðið var síðan notað sem stuðull til viðmiðunar sem ákveðinn var 100. Vömverð í verslun með meðaltöl- una 100 er því í meðallagi miðað við þær verslanir sem vom með í könnunmni. Frávik frá meðaltalinu gefa hugmynd um hve mikið verð í einstökum verslunum er fýrír neðan eða ofan meðalverð. Þá er lengst til hægrí sýnt hve mikil breyting varö á meðalveröinu ffá apríl til júlí. Koivisto kemur ekki Búið er að afboða komu Mauno Koivisto, forseta Finnlands, hing- að til lands. Koivisto ætlaði að koma hingað í einkaheimsókn á laugardaginn og vera hér í þijá daga. Ástæðan fýrir af- boðuninni er hversu ástandið í al- þjóðamálum er ótryggt um þessar mundir. Von er á Francois Mitterrand Frakk- landsforseta í opinbera heimsókn og kemur hann til landsins að öllu óbreyttu 29. ágúst næstkomandi. Heimsókn hans stendur í tvo daga. —SE Mauno Kohristo, forseti Finnlands. ORÐASAFN ÚR TÖLFRÆÐI Út er komið á vegum fslenskrar málnefndar Orðasafn úr tölfræði, bæði íslenskt-enskt og enskt-ís- lenskt. í orðasafninu er að finna nærrí 800 íslensk heiti og rúmlega 600 ensk á tæplega 500 hugtök- um úr tölfræði. Flest hugtök eru skýrð eða skilgreind á íslensku. Höfundar þessa orðasafns eru fjórir kunnir tölfræðingar: Helgi Þórsson, Hólmgeir Bjömsson, Sigrún Helga- dóttir, og Snjólfur Ólafsson. Fyrir tveimur ámm sendu þau ffá sér Lítið orðasafn í tölfræði, en það hefur nú verið aukið mjög og endurbætt. Auk höfunda hafa margir sérfræðingar komið við sögu þessa nýja orðasafhs. Ritstjórar em Sigrún Helgadóttir og Snjólfur Ólafsson. Órðasafn úr tölfræði er fimmta ritið í ritröð Islenskrar málnefhdar. Áður hafa komið í þeim ritflokki: Tölvu- orðasafn í tveimur útgáfum (1983 og 1986), Orðasafh úr uppeldis- og sál- arffæði (1986) og Réttritunarorðabók handa gmnnskólum (1989). Af ritum sem væntanleg em á næstu mánuðum má nefna sögu íslenskrar málhreins- unar eftir Kjartan G. Ottósson, hag- ffæðiorðasafh og flugorðasafn. Orðasafh úr tölffæði er 60 blaðsíður og verður til sölu í Bóksölu stúdenta. —SE Gert við gamla bryggju. Eins og sjá má á þessarí mynd er nú unnið að viðgerð á gömlu timburbryggj- unni við Kaffivagninn. Bryggjan, sem er komin nokkuð til ára sinna, var orðin töluvert löskuð, einkum vom brotnir undir henni ytrí staurar þar sem bátar berja stöðugt á. Nýir staurar verða reknir niður í staðinn og einn- ig verður dekkið lagað. Timamynd: Aml Bjama Ný þjónusta viö mjólkurframleiðendur Jötunn og Alfa-Laval, framleið- andi mjaltakerfa sem em út- breiddust hér á landi, hafa sam- einast um að hrínda af stað átaki til aukinnar þjónustu við bændur. Þetta er gert núna með hliösjón af nýjum reglum og kröfum sem gerðar em til mjólkurffamleið- enda. Til að mæta þessum kröfum hefur Jötunn fengið fiillkomna verkstæðis- og varahlutabiffeið. Pétur Guð- mundsson, sérfræðingur Jötuns í Alfa-Laval mjaltakerfum og búnaði til nota í gripahúsum, hóf ferð sina um landið um siðustu helgi. Hlutverk hans er að endumýja, lagfæra og að- stoða bændur innanhúss til betri bún- aðar við mjaltastörfm og annað. Fyrst um sinn mun Pétur leggja áherslu á það að k}mna mjólkurbú- stjórum og mjólkureftirlitsmönnum þessa þjónustu. Viðtökur hjá þeim sem hann hefur nú þegar haft samband við eru já- kvæðar. Hafði Pétur eftir einum þeirra að aukahlutir sem hann hefði á boðstólum væru allt saman hlutir sem hefðu mikið notagildi fyrir bændur. Jötunn hvetur alla þá sem á þessari þjónustu þmfa að halda, að hafa sam- band við sinn mjólkureftirlitsmann eða Jötunn í síma 91-670000. Þjón- Pétur Guðmundsson fýrír framan bílinn góða á Akureyrí. ustubiffeiðin er með farsíma 985- 22862. Alfa-Laval hefur verið í fremsta hlutverki hér á landi i yfir 70 ár varð- andi vélar til mjólkurffamleiðslu. Allar vélar og verkfæri sem þeir setja á markað er áður þrautreynt á stórum tilraunabúum, sem þeir reka. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.