Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. ágúst 1990 Ttmifih 5 Sérfræðingar á Rannsókna- stöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá, sem hætta störfum hjá stöðinni á næstu vikum, hafa tekið í sína vörslu mikið af rannsóknargögnum um til- raunir sem þar eru í gangi. Þetta gerðu þeir m.a. á grund- velli laga um höfundarrétt Til- raunimar, sem sumar hafa staðið í nokkur ár, eru einskis virði án þessara gagna. Ljóst þykir að tugmilljóna tjón hefur orðið á Mógilsá sem beint eða óbeint má rekja tii deilnanna sem þar hafa veríð í sumar. í kjölfar uppsagnar Jóns Gunnars Ottóssonar forstöðumanns Rann- sóknastöðvarinnar sögðu allir starfs- menn hennar upp störfum að einum undanskildum. Sumar þessara upp- sagna hafa þegar tekið gildi en aðrar taka gildi 1. október næstkomandi. Starfsmennimir sem eiga að hætta þá eru nú í sumarffíi en eiga að koma aftur til starfa um næstu mánaðamót. Olíklegt er talið að þeir muni gera það. Áður en þeir fóm í sumarffí og áður en nýr forstöðumaður tók til starfa á stöðinni tóku sérffæðingamir með sér rannsóknargögn um þær rannsóknir sem þeir hafa unnið að síðustu ár. Þetta gerðu þeir á þeirri forsendu að gögnin tilheyrðu þeim en ekki stöð- inni. Tilraunimar væm skipulagðar og unnar af þeim og því væm þær höfundarverk þeirra. Gögnin séu einnig þess eðlis að nýir vísindamenn hafi takmarkað gagn af þeim án ítar- legra útskýringa þeirra sjálffa. Fagráð stöðvarinnar er ekki sammála þessu áliti sérffæðinganna. „Við teljum að ekki leiki neinn vafi á að gögnin til- heyra Rannsóknastöðinni,“ sagði Jón Loftsson skógræktarstjóri þegar Tim- inn leitaði álits hans á þeirri stöðu sem nú er komin upp á Mógilsá. Jón sagði að á næstunni yrði rætt um þetta mál við sérffæðinganna. Ekki væri öll von úti um að hægt væri að komast að samkomulagi. Jón tók Þaö voru fáir á féríi í Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá í gær. Timamynd: Ami Bjama ffam að fagráði væri hvorki kunnugt um hve mikið af gögnum hefðu horf- ið ffá stöðinni né hvers eðlis þau væm. Engar líkur em á að sérffæð- ingamir haldi áffam störfum hjá stöðinni. Þeir hafa boðist til að ljúka þeim tilraunum sem þeir hafa verið að vinna að sem verktakar. Þessu til- boði hefur verið hafnað. Skógræktarstjóri útilokaði ekki að málið færi fyrir dómstóla en kvaðst vona að til þess þyrfti ekki að koma. Hann sagði þá stöðu sem nú er kom- in upp á Mógilsá sýna hve mikil harka er í þessari deilu. Tíminn ræddi við Kristján Þórarins- son sérffæðing í skordýraffæði um deiluna um gögnin. Kristján sagðist hafa unnið á Mógilsá í það skamman tíma að mjög lítið af rannsóknar- gögnum lægju eftir sig. Um gögn annarra sérffæðinga sagði Kristján að þau væm á mjög mismunandi stigum og í sumum tilfellum í óaðgengilegu formi. Mjög erfitt væri fyrir aðra vís- indamenn að ljúka þeim tilraunum sem fyrrverandi starfsmenn hefðu hafið. Aðeins einn starfsmaður er starfandi á Mógilsá í dag ef nýráðinn forstöðu- maður, Ámi Bragason, er undanskil- inn. Rannsóknastöðin hefur verið lömuð í allt sumar. „Það er ljóst að sumarið er að mestu leyti glatað,“ sagði Ámi í samtali við Tímann. Ámi vildi að öðm leyti ekki tjá sig um stöðu mála á Mógilsá fyrr en eft- ir fund í fagráði en sá fundur verður í næstu viku. Deilumar á Mógilsá hafa valdið skógrækt á Islandi miklu fjárhags- legu tjóni. Hve miklu er erfitt að meta en fullyrða má að tjónið skiptir mörgum milljónum króna. Sumar- vinna starfsmanna hefúr ekki nýst. Séð er ffam á að tilraunir sem sumar hafa staðið í mörg ár munu eyði- leggjast eða skila litlum árangri. Kristján Þórarinsson sagðist telja að tjónið skipti tugum milljóna og mörg ár muni líða þar til stöðin verði kom- in í fullan gang að nýju. Jón Loftsson viðurkenndir að fjárhagslegt tjón sé umtalsvert en segir erfitt að mæla það. Skógrækt á íslandi hefur einnig orðið fyrir vemlegu áfalli en það felst m.a. í glötuðum ræktunartil- raunum. Tilraunum sem miðuðu að því að gera ísland skógi vaxið á ný. -EÓ Rannsóknastöó Skógræktar ríkisins á Mógilsá hefur veriö lömuð í sumar. ____Mörg ár tekur að koma starfseminni í fullan gang aö nýju: Öll gögn um tilraunir hurfu með starfsmönnum Rekstrarkostnaður sjúkrahúsanna 15.770 milljónir í fyrra (250 þús.kr. á meðalfjölskyldu): Spítalakostnaður að lækka Hvað verður um Miklagarð? Eftir helgina verður haldinn stjómar- fundur í Sambandinu og þar verður einkum rætt um skipulagsmál. Ekki er ósennilegt að þar verði einnig rætt lun verslunarmálin en eins og kunn- ugt er hefur enn ekki verið ákveðið hvemig málefnum Miklagarðs skuli skipað. Vegna formgalla var hluta- fjárútboð í Miklagarði lagt til hliðar og nú er víst að Sambandið verður aðaleigandi. Hins vegar er ekki ljóst hvort Mikli- garður hf. og verslunardeild Sam- bandsins verði rekin sem eitt fyrir- tæki eða að verslunardeildin verði áffam látin sjá um heildsöluna og Mikligarður um smásöluna. Miklar likur em hins vegar á því að úr þessu verði eitt fyrirtæki, segja heimildir Tímans, og um það gæti ákvörðun legið fyrir um miðja næstu viku enda er einnig boðaður fundur í stjóm Miklagarðs í vikunni. -hs. Heildarútgjöld 55 sjúkrastofnana á íslandinámu 15.770 milljónum króna á síðasta ári. Hækkun ffá árinu 1988 var 12,8% í krónum talið sem að mati ríkisendurskoðunar svarar til þess að rekstrarkostnaðurinn hafi í raun lækk- að um 0,9% eða 136 millj.kr. milli ára. Sú lækkun er ekki síst athyglis- verð í ljósi þess að sjúkrarúmum fjölgaði um 111 milli þessara sömu ára. Þessi fjölgun rúma skiptist nokk- uð að jöfnu: Annars vegar nýbygg- inga og svo hins vegar vegna þess að dvalarheimilisrýmum var breytt í hjúkrunarrými fyrir aldraða. Eigi að síður varð um 500 milljón króna halli á rekstri spítalanna á síðasta ári. En hann hafði þó hlutfallslega minnkað töluvert frá árinu á undan. Rekstrarkostnaður Ríkisspítalanna var rúmlega þriðjungur (35%) af heildar rekstrarkostnaði allra sjúkra- stofnana í landinu eða um 5.500 millj.kr. á síðasta ári. Um 1,9% raun- lækkun á rekstrarkostnaði Ríkisspítal- anna milli ára svaraði til rúmlega 107 m.kr. spamaðar. Af heildar rekstrar- kostnaði sjúkrastofnana í landinu fer um 58,4% til reksturs stóru sjúkrahús- anna þriggja í Reykjavík. Þess má geta að kostnaður hjá Landakotsspít- ala lækkaði í raun um 4,6% i fyrra - þ.e. miðað við fast verðlag. Af alls 55 sjúkrastofnunum fá 27 ffamlög beint af fjárlögum (fjölgaði um 9 á árinu). Meira en helmingur þeirra sýndi lækkun á rekstrarkostn- aði milli ára miðað við fast verðlag, að meðaltali um 1,5% lækkun, eða sem svarar 195 millj.kr. Það er veru- leg breyting ffá árinu 1988 þegar rekstrarkostnaðurinn hækkaði um rúmlega 6% ffá árinu áður reiknað á föstu verðlagi. Spamaðinum í fyrra mun að mestu hafa verið náð með lokun sjúkradeilda. Stofnanir sem reknar em á dag- gjaldakerfi geta hins vegar ekki fækkað legudögum án þess að tekjur þeirra skerðist um leið. Á daggjaldakerfi em reknar 28 sjúkrastofnanir. Samanlagður rekstr- arkostnaður þeirra var rúmlega 2.750 milljónir kr. Það var að meðaltali 2,2% hækkun (59 m.kr.) ffá fyrra ári miðað við fast verðlag. Hjá tíu þess- ara stofnana hafði þó orðið raun- lækkun milli ára — mest hjá Sjúkra- stöðinni Vogi 21%. Rekstrarkostnaður á Vogi og endur- hæfingarstöðvunum á Sogni og Stað- arfelli var í kringum 200 milljónir króna á síðasta ári. Rikisendurskoðun bendir á að sá uppgjörsmáti að greiða upp halla hvers árs með svonefndum halladag- gjöldum sé beinlínis útgjaldahvetj- andi kerfi og ýti lítt undir spamað i rekstri stofnana. Kvartmilljón á fjölskyldu Til að átta sig betur á því hvað rekst- ur sjúkrahúsanna kostar í raun má t.d. benda á að tekjur ríkissjóðs af tekju- skatti duga ekki nærri því til rekstrar sjúkrahúsanna. Þessi 15.770 milljóna kr. útgjöld á síðasta ári svara til um 62.500 króna á hvert mannsbam I landinu; þ.e. í kringum 250 þús. krónum að meðaltali á hvetja fjög- urra manna fjölskyldu. Tekið skal ffam að þama er aðeins um kostnað við sjúkrahúsin að ræða en þar við bætist lækniskostnaður utan þeirra og þúsunda milljóna lyfjakostnaður sem rikið borgar. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.