Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 7
— l . ' Föstudagur 24. ágúst 1990 pniínlT Tíminn 7 Fimm stjörnu útlegð Fjölskylda emírsins í Kúvæt lifir svipuðu lífi í útlegðinni og hún gerði þegar hún var heima hjá sér, aðeins betra lífi en hinn almenni Kúvætbúi en ekki of miklu betra. Emírinn af Kúvæt, Jaber al-Sabah, og nánasta fjölskylda hans flúðu höllina í þyrlu morguninn sem innrásin var gerð en fjarskyldari ættingjar voru skildir eftir og urðu að sjá um sig sjálfir. Líkt og þúsundir annarra Kúvætmanna flúðu þeir með bílum yfir eyðimörkina til Saudi-Arabíu og Bahrain. Rykugir Benzar og Jagúarar fylla nú bílastæðin við Sheraton hótelið í Bahrain þar sem nokkrir tugir með- lima al-Sabah íjölskyldunnar dvelja nú, fylla þar allar svítur og eru jafh- vel famir að láta sér nægja venjuleg hótelherbergi. Sendiráð Kúvæt kemur almennum flóttamönnum fyrir á ekki alveg eins flnum hótel- um, t.d. Holiday Inn. Aðalmunur- inn felst í því að forsætisráðherra Bahrains fer í kurteisisheimsókn daglega til flóttamannanna á Shera- ton. „Þetta er lítið land,“ segir einn Ba- hrainbúi hálfafsakandi. „Við eigum ekki nógu margar hallir fyrir svona marga tigna gesti.“ Fjölskyldumeðlimir emírsins vilja ekki láta hafa neitt eftir sér undir nafni, þar sem þeir telja að emírinn eigi að vera talsmaður þeirra á slík- um erfiðleikatímum. En nokkrir létu þó í Ijós sorg sína og kvíða. Bæði varðandi hið glataða ríki sitt og ótrygga ffamtíð fjölskyldunnar. „Við vitum ekki hvar helmingur fjöldkyldunnar er niðurkominn," segir ung kona, og rennir fingrun- um óstyrk i gegnum sítt, dökkt hár sitt. Sex konur úr fjölskyldunni eru saman komnar í litlu hótelherbergi. Af andlitum þeirra og klæðnaði má lesa þær breytingar sem orðið hafa á högum fjölskyldunnar frá einni kynslóð til annarrar. Elsta konan, sem er á áttræðisand- liti, er með blátt húðflúr í andlitinu sem er einkennandi fyrir þann ætt- flokk bedúína sem hún er af, dökk húðin ber þess merki að hún hafi ætt æsku sinni utandyra í eyðimerk- urloftslagi Kúvæt. Hún talar ein- göngu arabísku og er iklædd abaya (svörtum serk). Yngsta konan er alger andstæða hennar. Hún er í glæsilegum græn- um kjól, talar reiprennandi ensku og ijómalit húðin er talandi dæmi um þann munað og hóglífi sem hún hefur lifað við í 25 ár. Al-Sabah fjölskyldan hefur ríkt í Kúvæt síðan 1752, valin að meira eða minna leyti úr hópi hirðingj- anna sem á sínum tima settust að við ísaltar uppsprettumar við Persa- flóann. En þar til í seinni heims- styijöldinni þegar olíuiðnaðurinn byijaði fyrir alvöru í Kúvæt voru það svo sem engin forréttindi að vera þjóðhöfðingi í Kúvæt. Árið 1918 skrifaði breskur liðsforingi að þjóðhöfðinginn og synir hans „væru líklega með þeim verst klæddu og byggju í lélegustu hreys- unum á staðnum“. Eldri Kúvætar muna þá tíð þegar sjeikinn Salim, níundi leiðtoginn, reið í gegnum souk (markaðinn) til að spjalla við þegna sína og hlust- aði á kvartanir þeirra yfir kaffibolla á kaffihúsinu Abu Nashi. Slíkt lagðist af þegar veldi Kúvæt jókst en ein al-Sabah kona heldur því ffam að Jaber, núverandi leið- togi, vefji stundum höfuðklút sín- um utan virðulegt skeggið og fari og versli á fiskmarkaðnum til að heyra almannaróminn. Dóttir eins fyrrverandi leiðtoga segist muna þá tíð er hún var að alast upp í hinum „konunglega" bústað — sem á þeim tíma var hálfgerður leirkumb- aldi með engri loftræstingu. Oliuauðurinn breytti öllu með því að færa al-Sabah fjölskyldunni stjamffæðilegar upphæðir. Fjöl- skyldan varð milljarðamæringar, en jafiiffamt urðu margir aðrir Kúvæt- ar milljónamæringar. Jafnvel þeir lægst settu horfðu upp á bömin sín verða fjöltyngda lækna og verk- ffæðinga vegna góðs og ókeypis menntakerfis ríkisins. „Enn má finna fátækan Saudi-Araba,“ segir vestrænn sendifulltrúi, „en fátækur Kúvæti er ófinnanlegur." Innrás íraka getur komið til með Al-Sabah fjölskyldan hefur ekki sloppið við hneykslismál. Hér gefur að líta aðra prinsessuna sem dæmd var fyrir að misþyrma þjónustustúlku sinni. að breyta því. Sumir meðlimir al- Sabah fjölskyldunnar hafa komið allslausir til Bahrain og þurfa að treysta á opinbera aðstoð til að kaupa sér vindlinga hvað þá annað. Flestir þeirra hafa þó litlar áhyggjur af íjárhagnum, annaðhvort vegna þess að í þeirra augum er fátækt óhugsandi eða að fjárhagsáhyggjur verða að víkja fyrir öðram þyngri. I anddyrinu á Sheraton hópast karlmenn fjölskyldunnar saman — sumir í hefðbundum síðum, hvítum thobe, aðrir í Lacoste sportskyrtum — og lesa fféttatilkynningar á töflu sem þar er. „Þótt við séum al- Sabah menn vitum við ekki meira um hvað er að gerast en þú,“ segir einn þeirra. George Bush, forseti Bandaríkj- anna, hefur lýst því yfir að hann vilji að al-Sabah fjölskyldan setjist aftur að völdum i Kúvæt. Fjöl- skyldan sem hann styður hefur stjómað vel og með fyrirhyggju, ávaxtað fé sitt og komið á stofn gildum „sjóðum fyrir komandi kyn- slóðir“, á meðan aðrar olíuþjóðir hafa gengið á fé sitt og jafnvel tek- ið erlend lán. Fjölskylda emírsins hefur jafnvel komið á vísi að lýðræði, þótt aðeins tíu prósent af 1,7 millónum íbúa landsins hafi kosningarétt og stjómir hafi verið settar af ef þær hafa minnst á hugsanlega spillingu innan fjölskyldunnar eða gagnrýnt valdamikla nágranna Kúvæt. 60% íbúa landsins era ekki kúvæskir rik- isborgarar og fá litla hlutdeild í auðæfum ríkisins. Þó svo að Kúvæt þýði „Iítið virki“ er engin hemaðarlegð hefð í land- inu. Það hefur komist af til þessa dags með kænlegri utanrikispólitík og ófrávíkjanlegu hlutleysi. Al-Sabah íjölskyldan hefur ekki sloppið við hneyksli frekar en aðr- ar fjölskyldur af svipaðri stærð. í fyrra dæmdi breskur dómstóll tvær konur úr fjölskyldunni til að greiða indverskri þjónustustúlku skaða- bætur eftir að hún hafði kært þær fyrir að misþyrma sér og niður- lægja. Dæmigerðari er þó Hussa al- Sabah, sem er menntuð í Oxford og er yfirmaður íslamssafhs Kúvæt. Hún og maður hennar, sem einnig er í fjölskyldunni, hafa notað per- sónuleg auðæfi sín til að kaupa ís- lamska listmuni, allt frá demant- skreyttum rýtingum til sjaldgæfra persneskra teppa, sem allir era til sýnis almenningi í safninu. Örlög safnsins era þó óviss núna þegar stöðugar fréttir berast af sprenging- um og ránum í Kúvæt. I viðtali skömmu fyrir iruirásina lét Hussa í ljós áhyggjur sínar af því að valdamiklir og óútreiknan- legir nágrannar gætu „gleypt“ Kú- væt. Hún hafði líka áhyggjur af kynslóð 19 ára gamallar dóttur sinnar—al-Sabah fólk sem hafi al- ist upp óvitandi um að til væra erf- iðleikar og hlutir sem takast þyrfti á við. „Fólk af minni kynslóð þekkti perlukafarana og kaupmennina sem þurftu virkilega að hafa fyrir þvi að sjá sér farborða,“ sagði hún. „Eg óttast að bömin okkar verði of- dekrað, hafi að engu að stefna.“ Nú hefur innrásin gert þessar áhyggjur ástæðulausar. Þó svo kunni að fara að Kúvæt verði ffels- að og ættin komist aftur til valda mun uppbyggingin verða mikið átak. Einn hinna konunglegu flótta- manna sagði: „Við stöndum nú ffamrni fyrir hörmulegri ógæfu.“ UR VIÐSKIPTALIFINU NY AUÐHUMLA? Liölega áratugur er liðinn, síð- an Monsanto, iyfjagerð í St. Louis í Bandaríkjunum, sendi frá sér hormónalyf, bovine so- matropin, BST, fyrir kýr, til að betur mjólki. Vænti firmað þess, að sala lyfsins næmi brátt 1 milljarði $ á ári. Þær vonir þess hafa ekki ræst. Ec- onomist sagði svo frá 11. ág- úst1990: „A engum hinna helstu markaða hefur sala BST enn verið heimiluð. Svo mjög hafa samtök neytenda lagst gegn því. Monsanto hefur nú verið tilkynnt, að eftirlitsnefnd dýraafurða (Veterinary Products Committee, VPC) á Bretlandi leggi til, að sala BST verði ekki heimiluð, því að áhyggjuefni er, að lyfið skaði skepnur og hvemig það er unnið. — Hvers vegna á BST í slíkum vand- ræðum? Visindamenn, sem rann- sökuðu BST snemma á níunda ára- tugnum, töldu, að fyrir áhrif þess mundu kýr mjólka um 40% meira en ella. í reynd er 20-30% sönnu nær. Mjólkur-bændur hafa óttast, að lyfið hrekti suma þeirra af búum sínum, og hafa gert-mikið úr hliðarverkuiH um BST í viðræðum við stjómvöld og neytendahópa. Monsanto og þrír aðrir ffamleiðendur BST, Eli Lilly, American Cyanid og Upjohn, kom- ust þá óðar í vamarstöðu. Gagnstætt keppinautum sínum tók Monsanto upp hanskann. Það réð sér fulltrúa vegna almannatengsla til að halda uppi málsvöm fyrir BST og að lægja ótta við það. Sú ráðabreytni hefur angrað suma neytendur og stjóm- völd. EBE hefur lagt bann við BST fram til nóvember 1991. í apríl 1990 var lyfið bannað fram til júlí 1991 í Minnesota og Wisconsin, tveimur mjólkurbúa-ríkja Bandaríkjanna. Samt við sig kveðst Japan bíða átekta og sjá hveiju ffam vindur í öðram löndum, áður en það tekur af skarið um BST. Lyfið hefur hlotið þá viðurkenn- ingu matvæla- og lyfja- eftirlitsins I Bandaríkjunum, að fólki sé óhætt að neyta þess. En til að lægja ótta al- mennings hefur eftirlitið stigið það skref, sem er án fordæmis, að leggja gögn sín um BST fyrir Science í því skyni, að sérfræðingar tlmaritsins leggi á sínum vegum mat á lyfið. Innan fárra vikna mun það birta grein sína og er hún sögð hliðholl BST.“ Stígandi TEKIÐ FYRIR B0DUN FJAR? Fjárböðun eiturlyflasala var rædd á fundi forystumanna sjö helstu iðnríkja í París 1988. Á fót settu þeir vinnuhóp úr fjármálaráðu- neytum, seðlabönkum og lög- gæslustofnunum í löndum sín- um, sem átta önnur lönd sendu síðan fulltrúa sína í. Var hópnum falið að semja álitsgerð og tillög- ur. Áliti sínu skilaði starfshópur- inn 19. apríi 1990. Tillögur hóps- . ins eru í þremur liðum: < í fyrsta lagi hafi bankar og aðrar peningastofnanir betri gætur en nú á aðstreymi fjár. Starfshópurinn lagðist þó gegn því, að þeim verði gert að skyldu sem bandariskum peninga- stofhunum að tilkynna fjárfærslur umffam 10.000 $. í öðra lagi kunni peningastofnanir deili á viðskiptamönnum sínum, jafhvel þótt eiturlyfjasalar hafi yfir- leitt staðgengla til fjársýslu. • Lþriðja lagi verði staðfest sam- komulagsgerðin í Vín 1988 um ráð- stafanir gegn sölu eiturlyfja. Hafa 80 lönd samþykkt samkomulagið, en aðeins 4 lönd staðfest það. En sam- komulagsgerðin gengur ekki í gildi, fyrr en 20 lönd hafa staðfest hana. I álitsgerð starfshópsins segir, að í smásölu nemi samanlagt andvirði þriggja helstu eiturlyfjanna, kókains, heróíns og marijuana (cannabis), um 122 milljörðum $ á ári. Um 85 millj- arðar $ þeirrar upphæðar fara tilböðr unar í peningastofnunum. Sú áætlun- artala er fundin þannig, að fundið eit- urlyfjafc er tifaldað. Andvirði seldra eiturlyfja í smásölu ($-milljarðar) Eiturlyf Bandarikin Evrópa Kókaín 28,8 6,71 Heróín 10,0 2,13 Kannabis 67,2 7,52 Heimild: Report of fínancial task force onmoncylaugdering. iitnfmr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.