Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1990, Blaðsíða 4
Tíminn 4 FRÉTTAYFIRLIT Sibiu, Rúmenia: Nicu Ceausescu hefur tímabund- ið verið sleppt úr varðhaldi til að hann geti leitað sér lækn- inga. Á meðan er því haldið fram í rúmenskum dagblöð- um að faðir Nicolae hafi ver- ið fórnarlamb valdaræningja frekar en almennings í upp- reisnarhug. Bagdad: Að sögn dag- blaða í Irak hafa um fimm milljónir manna gengið til liðs við hersveitir Saddams Hus- sein í því skyni að verjast hugsanlegri árás andstæð- inga undir forystu Banda- ríkjamanna. Brussel: Evrópuráðið hef- ur lofað að veita 1,3 milljörð- um dala til aðstoðar við að koma fióttamönnum frá Irak og Kúvæt burt frá Jórdaníu. Ruweished, Jórdaníu: Landamærum Jórdaníu og Irak var lokað þó ennþá séu um tvær milljónir erlendra ríkisborgara staddar í Irak og Kúvæt. Lokunin er aðeins sögð vera tímabundin og sendiráðsmönnum og smá- um hópum verður hleypt í gegn ef stjórnvöld viðkom- andi landa sjá um flutning fólksins frá Jórdaníu. 100 þús. flóttamenn bíða á landamærunum eftir að verða hleypt í gegn. Amman: Hussein, kon- ungur Jórdaníu.flaug til Ye- men í gær sem milligöngu- maður friðarviöræðna ar- abaríkjanna. En stjórn Ye- men er klofin í afstöðu sinni til þess hvernig eigi að virða refsiaðgerðir Sameinuðu Þjóðanna án þess að styggja bandamenn sína Ir- aka. Gert er ráð fyrir að frá Yemen fari Hussein til Bagd- ad. Jerúsalem: Þau tilmæli hafa borist frá varnarmála- ráðuneyti (sraels að lands- menn birgi sig upp af mat- vælum og öðrum nauðsynja- vörum til tveggja vikna vegna hættu á stríði við lr- aka. Bahrain: Innrás Iraka í Kú- væt hefur vakið upp öfluga mótspyrnu auðugra Kúvæt- búa og mun neðanjarðar- starfsemi andspyrnunnar þegar hafa valdið írökum töluverðum erfiðleikum. Tókýo: Bæði Bandaríkja- menn og ýmis arabaríkjanna beita Japani nú miklum þrýstingi til að þeir síðast- nefndu gerist virkari í mót- mælum og aðgerðum gegn Irak. Japanir vonast eftir leyfi til að koma löndum sínum út úr Kúvæt og eru því ekki til- búnir til frekari aðgerða að sinni. Lukasa: Forseti Zambíu lét hafa eftir sér að hann myndi ekki láta af störfum fyrr en Ijárhagur landsins hefði verið réttur við. En hann hefur óspart verið hvattur til að binda enda á 17 ára einræði sitt. Beijing: Fellibylurinn Yancy hefur að sögn yfir- valda orðið að minnsta kosti 144 manns að bana í suður- hluta Kína. Föstudágur 24. ágúst 1990 ÍUTLONDi Irakar segjast tilbúnir að banna kjarna- og efnavopn fyrir botni Persaflóa: „Guðsgjöf til Saddam“ í hálftíma ávarpi, sem Saddam Hussein flutti í gær, hvatti hann Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, til að ganga til liðs við sig og leggja til atlögu við synduga Saudi- Araba. Saddam hélt því fram að sér hefði áskotnast „gjöf frá guði“, hljóðsnælda frá 9. júlí síðastliðnum þar sem færðar væru sönnur á að konungur Saudi-Arabíu hefði fyrir löngu ráð- lirs gert samsæri gegn Irak. Þá var Saddam sýndur í sjónvarpi á tali við hóp útlendinga, þar með talin nokkur vestræn böm. „Ég hefði gjaman viljað kynnast ykkur við aðr- ar kringumstæður, en ég vil bara skýra ykkur frá að þið eruð ekki gísl- ar. Sem Irakar, Arabar og manneskj- ur berum við hag ykkar fyrir bijósti og vonum að þið þurfið ekki að dvelja hér lengi,“ sagði Saddam við fólkið með hjálp túlks. En fyrir utan tilkynningar um guðs- gjafir og manneskjulegheit Saddam, þá hafa Irakar sakað erlent herlið í Saudi-Arabíu um að stofna öryggi alls svæðisins í hættu með því að hafa kjamavopn undir höndum. Að sögn Abdul-Rahim al Kital, fúlltrúa íraka í viðræðum um bann við fjölg- un kjamavopna í Genf, em stjóm- völd í írak fylgjandi því að banna kjamavopn alfarið á svæðinu. „Við emm sömuleiðis tilbúnir að banna allar tegundir efnavopna og sam- þykkja alþjóðlegt eftirlit með því að banninu verði ffamfylgt,“ sagði hann, að viðstöddum fulltrúum yfir 100 þjóða. Al-Kital benti jaffiframt á að Saudi- Arabar væm aðilar að samningi um bann við fjölgun kjamavopna, sem og írak og Kuwait. Af þessum sökum sagði hann vem erlends herliðs í Saudi-Arabíu vera brot á alþjóðalög- um. Þá gagnrýndi hann þá stefnu andstæðinga íraka að ætla sér að svelta landsmenn til hlýðni með verslunarbanni. Al-Kital sagði eina möguleikann á því að gengið yrði til samninga vera þann að erlent herlið hyrfi tafarlaust á brott. Þá ítrekaði harm nauðsyn þess að allar þjóðir gerðust aðilar fyrmefhds samnings, en samtals hafa 141 þjóð skrifað und- ir samninginn. Einkum sagði Al-Ki- tal nauðsynlegt að Israelsmenn gengjust undir ákvæði hins 20 ára gamla samnings. Markaðssérfræðingar hræðast áframhald- andi hækkanir olíu og afleiðingar: 0 IÍU' i/ei rðu ipi P Úl ■ ■ ro i va lc Verðbréf féllu á meðan olíuverð hækkaði og gengi dollars lækkaði í gær, sökum hræðslu við að orðum verði skipt út fyrir öflugri vopn í átökunum fyrir botni Persaflóa. Utlitið á þremur stærstu verðbréfa- mörkuðum heims, í London, New York og Tokyo, hefur ekki verið verra allt þetta ár. En verðbréfasalar reyna hver sem betur getur að losna við bréfin, vissir um að efnahags- legar afleiðingar átakanna verði slæmar hvemig sem málum lyktar. „Verð bréfa er í heild mjög lágt, en ofboð verðbréfasala hefur dregið það enn frekar niður,“ sagði verð- bréfasali í London. Verð olíu er nú hærra en það hefur verið síðastliðin átta ár. Til að mynda hækkaði breska fyrirtækið Brent Blend, sem vinnur olíu úr Norðursjó, tunnuna upp fyrir 31 dollara markið, sem ekki hefur ver- ið farið upp fyrir síðan árið 1982. Aðrir söluaðilar miða sinar verð- ákvarðanir almennt við verð þessa fyrirtækis. „Hækkunin er mjög al- varlegt mál og kemur til með að valda mikið aukinni verðbólgu," sagði Michael Metz, markaðssér- fræðingur Oppenheimer og Co. í New York. Þessa dagana hafa menn mestar áhyggjur af því lykilhlutvcrki sem Saudi-Arabar gegna á olíumörkuð- um. En Saudi-Arabar eru að jafnaði stærstu útflutningsaðilar OPEC og hafa þar að auki lofað Sameinuðu þjóðunum að bæta aðildarríkjum það magn olíu sem venjulega er flutt frá Irak og Kuwait, en sending- ar þaðan hafa stöðvast vegna refsi- aðgerða. „Ef til þess kemur að út- flutningur Saudi-Araba riðlast vegna vopnaðra átaka fyrir botni Persaflóa, gæti svo farið að verð ol- íutunnu hækkaði upp i allt að 40 til 50 dollara," sagði Jeremy Elden hjá Phillips og Drew í London. Verð olíu hækkar nú upp úr öllu valdi á meðan verðbréf falla og dollarinn sígur. Algjör engill. Armenía: SJALFSTÆÐI Armenar lýstu yfir sjálfstæði lands- ins í gær. Armenar áskilja sér sjálfs- ákvörðunarrétt viðvíkjandi vamar-, utanrikis- og efnahagsmálum auk þess sem þeir segjast sjálfir munu ráða fram úr þeim vanda að sameina héraðið Nagomo-Karabakh- lýðveld- inu. Samþykkt var með meirihluta at- kvæða armenska þingsins að komið skyldi á fót her. Flest önnur riki, sem áður töldust til Sovétrikjanna en hafa nú lýst yfir sjálfstæði, hafa látið stofhun hers eiga sig. Ekki var því lýst yfir að öllum sam- skiptum við Moskvu skyldi slitið, en að öðm leyti samþykkti þingið sjálf- stæðisyfirlýsingar varðandi svo til alla þætti stjómsýslu. Þar með er tal- ið sú samþykkt að komið verði á fót armenskum gjaldeyri og eigin banka- kerfi. Sömuleiðis áskilja Armenar sér rétt til að leyfa utanaðkomandi her- setu í landinu, svo ffamarlega sem samþykki þingsins fæst. Sjálfstæðis- yfirlýsingunni var ætlað að taka gildi þegar í stað. Sameinast 3. október Að afloknum löngum og ströng- um fundi austur-þýskra stjómvalda var tilkynnt að þann þriðja október myndi sameining Þýskalands fara ffarn. Þessi ákvörðun bindur enda á illvígar deilur kristilegra demó- krata og jafnaðarmanna innan stjórnarinnar. Það var forsætisráðherra Austur- Þjóðverja, De Maiziere, sem kall- aði saman fundinn í því skyni að leysa málið í eitt skipti fyrir öll. Dagsetningin hefur þegar hlotið nauðsynlegt samþykki þingsins. En til að svo gæti orðið varð að nást a.m.k. samþykki tveggja af hverjum þrem jjingmönnum. Nú liggur því fyrir að austur-þýsk stjóm endar lífdaga sína fjórum dögum fyrir 41. afmælið. Vestur- Þjóðverjar hafa lýst yfir ánægju sinni með ákvörðunina. ÞRIÐJUNGI HOPSINS SLEPPT trðsk stjórnvðld hafa að sögn sænskra yfirvalda dregið til baka loforð um að hleypa ðllum Svíuni úr landi. Af þeim 90 flóttamönnum sem staddir eru á landamærum Týrklands verður einungis nm þriðjungi leyft að yflrgefa Jrak, einkum konum og börnum. í hópn- um, sem er sá fyrri af tveimur, eru einnig Finnar og Austnrrfkismenn. „Auðvitað ernm við mjög von- sviknir yflr því að írakar skuli meina fólkinu að fara yfir landa- mærin og heim til Svíþjóðar. Við lít- um á það sem mjðg alvarlegt brot á alþjóðalögum að melna þegnum annarra rfkja að snúa til síns heimalands,“ sagði utanrfkisráð- herra Svíþjóöar, Sven Andersson. Siðari hópurinn lagði af stað frá Kúvst áleiðis til Tyrklands í gær- morgun. Ekki er vitað um íslend- ingana. Að sögn ítalska utanríkisráðuneyt- isins flýðu meira en 130 aðrir þegn- ar vestrænna ríkja Kúvset f gær. Að sögn talsmanns utanrikisráðuneyt- isins, Gianni Castellaneta, er ekki vitað hvort flóttafólkinu verður hleypt út úr trak. í Kúvæt eru enn- þá hópar Evrópnbúa sem ekki hafa afráðiö hvort halda skuii til Bagd- ad. Aðspurður um viðbrögð vcstrænna stjórnvalda ef yfirvöld íraka gera alvðru úr þeirri bótun sinni að loka sendiráðnm á miðnætti f nótt sagðl Casteilaneta: „Viðbrðgð okkar velta á því hvað þeir nákvæmlega gera. En okkur gæti dottið f hug að svara í sðmu mynt t.a.m. með þvi að loka sendiráðum íraka í vestrænum rfkjum.“ Utanrfldsráðherra Italfu, Gianni de Michelis, sagði fyrr i þessari vlku að einnig gœti komið til greina að safna sendiráðsmönnum ýmissa landa saman f nokkur sendi- ráð. Hann sagði málið þó ekki verða tekið fyrir á fundi stjórnar Efna- hagsbandalagsins sem haldinn verð- ur f Róm f dag. „Umrseða stjórnar- innar kemur fyrst og fremst til með að snúast um það hvernig EB beri að haga sfnum samskiptum við írak og nágrannalönd eins og Tyrkland og Egyptaland. Hins vegar gæti koraið til greina að kalia saman sír- stakan fund utanrfkisráðherra EB- landanna, t.d. á laugardag ef írakar yfirtaka sendiráð okkar.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.