Tíminn - 30.08.1990, Side 3

Tíminn - 30.08.1990, Side 3
Fimmtudagur 30. ágúst 1990 Tíminn 3 Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands í ræðu sinni á aðalfundi sambandsins í gær: Þjóðarsátt ríki um landbúnaðinn „Segja má að búvörusamningar hafi hingað til nær einvörðungu flallað um verðábyrgð ríkisins á tiiteknu magni mjólkur og kindakjöts. f yfirstandandi viðræðum er hins vegar veríð að flalla um heildarramma fýrir þróun land- búnaðaríns til lengri tíma“, sagði Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bandsins í ræðu sinni á aðalfundi sambandsins í gær. Haukur kom víða við í ræðu sinni, Qallaði meðal annars um stöðu einstakra búgreina, búvöni- samninginn, GATT- viðræður og fleira og greinir frá því heista hér á eftír. Til að byija með vék Haukur i ræðu sinni að mikilvægi landbúnaðar í mat- vælaframleiðslu. .J'ramleiðsluvörur landbúnaðarins eru á borðum hverrar einustu fjölskyldu dag hvem og skipt- ir þvi verð þeirra og gæði meira máli en flest annað sem fólk kaupir." Hann benti á að trygging fyrir þvi að fá dag- lega nægan og hollan mat sé sama eðl- is og jægar fólk kaupir sér tryggingu fyrir skakkafollum á sviði sem því finnst mest um varða. „Sá beini og óbeini stuðningur sem landbúnaður- inn nýtur frá samfélaginu er iðgjaldið af slíkri tryggingu. Það skýtur því skökku við, að þegar við þurfúm að greiða þetta iðgjald, þá kveður við annan tón og sú trygging er af ýmsum talin óþörf. Að sjálfsögðu er ekki sama hvað þessi trygging kostar og sameiginlega þurfúm við að stuðla að því að hún sé sem ódýrust.“ Haukur kynnti skýrslu stjómar Stétt- arsambandsins, en þar eru rakin helstu viðfangsefúi hennar á liðnu starfsári. Einkum greindi hann ffá stöðu ein- stakra búgreina, verðlagningu búvara og ffamkvæmd búvörusamninga. Þá vék Haukur að því sem hann kall- aði „tímamót í starfssögu Stéttarsam- bandsins", sem er þátttaka þess í þjóð- arsáttinni. „Febrúarsamningamir eru merkilegir á margan hátt og marka að líkindum ákveðin timamót. í fyrsta lagi vegna þess að þeir voru gerðir vegna ffumkvæðis fúlltrúa atvinnu- lífsins án verulegra afskipta rikis- valdsins. I öðru lagi vegna hinnar víð- tæku samstöðu sem um þá hefúr náðst og í þriðja lagi vegna þess að bændur vom nú í fyrsta sinn beinir þátttakend- ur í slíkri samningsgerð." Haukur taldi margt benda til þess, að niðurstöður yfirstandandi GATT- við- ræðna og viðræðna EB og EFTA um sameigmlegan markað 18 Evrópu- þjóða, geti haft í for með sér verulegar breytingar fyrir íslenskan landbúnað. Varðandi GATT sagði Haukur: „í grófúm dráttum má segja að í þessum viðrasðum takist á tvenn sjónarmið. Annars vegar sjónarmið þeirra landa, sem stunda útflutning búvara í mild- um mæli, þ.e. Bandarikjanna, Argent- ínu, Astralíu og Nýja-Sjálands. Þessi lönd vilja afnema flest allar hömlur á millirikjaviðskiptum með búvörur. Hins vegar em svo sjónarmið Evrópu- bandalagsins, Norðurlanda, Japans o.fl. ríkja, sem vilja sjálfar fullnægja eigin þörfúm fyrir búvörur sem mest og styrkja landbúnað sinn á þann hátt sem nauðsynlegt er talið í því skyni. Þessar þjóðir leggja áherslu á, að hlut- verk landbúnaðarins sé ekki eingöngu matvælaffamleiðsla heldur þurfi einn- ig að taka tillit til byggðasjónarmiða, umhverfismála og öryggissjónarmiða hvað varðar fæðuöflun." Haukur taldi það þó til bóta, þrátt fyrir það að vara mætti við neikvæðum áhrifúm sem GATT- samkomulag um landbúnaðar- mál gæti haft fyrir íslenskan landbún- að, að fastari skipan í alþjóðaviðskipt- um með búvörur gæti komist á. Um viðræður EB og EFTA sagði Haukur að þær gætu á margan hátt haft bein og óbein áhrif á íslenskan landbúnað, þó annað hafi verið sagt í upphafi. „Enn er of snemmt að spá um hver verður niðurstaða þessara við- ræðna, en liklegt má telja að þær leiði til aukins ffelsis í viðskiptum með bú- vörur. Niðurstaða þeirra mun hafa í för með sér aukna beina og óbeina samkeppni við íslenskan landbúnað á næstu árum og verulega breytt rekstr- arumhverfi ffá því sem nú er.“ Haukur sagði einkum þrenn grund- vallar markmið vera til umræðu við gerð nýs búvörusamnmgs. í fyrsta lagi væri áframhaldandi aðlögun ffam- leiðslunnar að innlendri markaðsþörf og hvemig hún geti orðið með viðráð- anlegum hætti. I öðru lagi hvers konar starfsumhverfi landbúnaðinum verði tryggt á komandi árum og i þriðja lagi hvemig auka megi hagkvæmni í ffam- leiðslunni, styrkja þannig stöðu bú- vara á markaðinum og gera landbún- aðinn samkeppnisfærari um vinnuafl og fjármagn. Haukur rakti þann mikla samdrátt, sem orðið hefúr á sölu kindakjöts ffá því fyrst var farið að gera búvöru- samning við ríkið árið 1985, á sama tíma og tekist hefúr að koma skikki á mjólkurffamleiðslu. Árið 1985 var kindakjötssala á mann rúmlega 39 kíló á mann, en á síðasta ári var hún kominn niður í rúmlega 33 kíló og nemur sá samdráttur 1500 tonnum á ársgrundvelli. Þess vegna er aðlögun í kindakjötsffamleiðslu óumflýjanleg og sagði Haukur sauðfjárbændur standa ffammi fyrir þeirri spumingu, hversu hratt sú aðlögun geti farið ffam. „I þessu sambandi þurfa stjóm- völd að átta sig á þvi að fyrir bænda- stéttina er hér um gífúrlega viðkvæmt mál að ræða og sá tími, sem gefinn verður til þessarar aðlögunar, kann að ráða úrslitum um það hvort Stéttar- sambandið, sem hagsmunasamtök bænda, treystir sér til samstarfs um þetta verkefni." Hann sagði að áður en afstaða væri tekin til markaðstengingar nýs bú- vömsamnings, þyrfti að fást svör við ýmsum veigamiklum spumingum, t.d. að hvaða marki stjómvöld væm reiðu- búin að tryggja starfsskilyrði í land- búnaði. „Jafhffamt þarf að vera tryggt, að ekki verði gerðar minni kröfúr til Hundsbit á Dalvík: Eigandinn ákærður hundurinn aflífaður Lögreglurannsókn í máli manns- ins, sem sigaði hundi sínum á lögregluna á Dalvík s.l. sunnu- dag, er nú lokið og hefur málið veríð sent bæjarfógetanum á Ak- ureyrí tíl umfjöllunar. Bæjarfógeti hefúr þegar gefið út ákæm og var eigandanum birt ákær- an i gær. Hundurinn hefúr þegar ver- ið aflífaður. Að sögn Eyþórs Þor- bergssonar fúlltrúa bæjarfógeta verð- ur dómsrannsókn hraðað eins og unnt er, sökum þess að maðurinn er á leið utan. Maðurinn hefúr ekki verið sett- ur í farbann en hugsanlegt er að það verði gert. Maðurinn hefúr starfað erlendis undanfamar vikur og skrapp til ís- lands gagngert til þess að sækja hundinn. Hundurinn var aflífaður þar sem ekki þótti fært að hafa hann í vörslu eiganda síns og fúlltrúar ákvæuvaldsins sáu ekki aðrar leiðir færar. Grunur leikur á, að annað hvort eigandi hundsins eða félagi hans hafi ekið ofúrölvi ffá Dalvík til Akureyrar. En þar sem ekkert hefúr sannast í því efni hefúr formleg ákæra ekki verið gefin út. - HIÁ Akureyri FIMMTI GÍR í ÞÉTTBYU ! u UMFERÐAR RÁÐ Flensborgarskóli í Hafnarfirði: w SKOLAS ETNING Á MÁNUI Af gefnu tilefúi skal það tekið fram að skólaseming og afhending stundataflna í Flensborgarskóla í Hafnarfirði verður mánudaginn 3. september, eins og áður hafði verið auglýst. DAGINN Fundum kennara, sem áttu að vera nú i vikunni, hefur verið frestað fram í næstu viku en það hefur eng- in áhrif á fyrirhugaða skólasetn- ingu. Nemendur eiga því að mæta á mánudaginn í skólann. —SE Haukur Halldórsson. innfluttra búvara en innlendra varð- andi aðbúnað á ffamleiðslustigi, ffam- leiðslumeðferð, hollustuhætti og heil- næmi. Svörin við þessari spumingu hafa óhjákvæmilega úrslitaáhrif á það hvort Stéttarsambandið treystir sér til þess að ganga til undirritunar á nýjum búvömsamningi." Haukur vakti einnig máls á því í ræðu sinni að endumýjun í bænda- stéttinni hafi verið hæg á undanföm- um ámm, sem sést best á því að á rúmum áratug hefúr meðalaldur bænda hækkað úr 49 áram í 52 ár. „Þessi þróun er ákaflega hættuleg. Landbúnaðurinn þarf að komast aflur í þá stöðu að hann sé áhugaverður kostur fyrir imgt fólk þegar það velur sér lífsstarf. Ef það gerist ekki er hætta á atgervisflótta á næsta leiti.“ Niðurlag setningarræðu Hauks var eftirfarandi. „Nauðsynlegt er að sú landbúnaðarstefna, sem fylgt er, njóti meirihlutafylgis með þjóðinni. Sé ekki svo, er hún dæmd til að mistak- ast. Við verðum því að starfa í sátt við þjóðina og við verðum að starfa í sátt við umhverfið. Það er von mín að þær hugmyndir, sem nú em reifaðar í nýj- um búvörusamningi, geti orðið grand- völlur að slíkri „þjóðarsátt" um land- búnaðinn.“ -hs. EIMSKIP HLUTHAFAFUNDUR í Hf. Eimskipafélagi íslands verður haldinn í Súlnsa) Hótels Sögu fimmtudaginn 13. september næstkomandi og hefst kl. 15:00. Fundurinn er boðaður skv. 3. mgr. 20. gr. samþykkta félagsins. A dagskrá fundarins verður tillaga um staðfestingu á samþykkt hluthafafundar hinn 28. ágúst 1990 um aukningu hlutafjár Hf. Eimskipafélags íslands um allt að 86 milljónir króna. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins frá 10. september til hádegis 13. september. Reykjavík, 29. ágúst 1990 STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.