Tíminn - 30.08.1990, Side 5
Fimmtudagur 30. ágúst 1990
Tíminn 5
F.v. Varautanríkisráöherra Frakka, Edwige Avice, forseti Frakklands, Francois Mitterand, forsætisráðherra íslands, Steingrímur Hermannsson og utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin
Hannibalsson, héldu fund með fréttamönnum í gær, þar sem greint var frá viðræðum sem fram fóru fýrr um daginn. Tfmamyndin Ami Bjama.
Francois Mitterand, forseti Frakklands á blaðamannafundi í gær:
Skil sérstöðu Islands
í viðræðum EFTA og EB
Á fundi, sem haldinn var með fréttamönnum í gær, lýsti forseti
Frakklands, Francois Mitterand, því yfir að hann skildi vel sér-
stöðu íslands viðvíkjandi samningum EFTA- ríkjanna sex og
Efnahagsbandalags Evrópu og að Frakkar væru boðnir og
búnir að styðja málflutning íslendinga. Einnig saaðist hann
skilja afstöðu ráðamanna hérlendis gegn því að íslendingar
gengjuí Evrópubandalagið,sjálfurteldi hann hentugastaðls-
lendingar semdu sérstaklega við EB.
Fundurinn var haldinn á Hótel Sögu í kjölfar viðræðna Stein-
gríms Hermannssonarforsætisráðherra, Jóns Baldvins Hanni-
balssonar utanríkisráðherra og forsetans Mitterand, sem fram
fóru í Ráðherrabústaðnum við Suðurgötu.
Steingrímur Hermannsson fbrsætisráðherra físlands og firú Edda Guðmundsdóttir, voru meðal þeinra ertóku
á móti forseta Frakklands, Francois Mitterand, viö komuna til landsins í gær.
Sérsamningar
íslands við EB
„Þó Mitterand hafi aðeins staldrað
við hér á íslandi i nokkrar klukku-
stundir, tel ég miklu hafa verið kom-
ið í verk“, sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra. „Við
ræddum meðal annars um samskipti
EFTA og EB, þróun innan NATO
með sérstakri áherslu á afvopnun,
almenna þróun mála innan Evrópu,
fund CSCE í nóvember um öryggi í
Evrópu og deiluna i Mið-Austur-
löndum. Allar þessar umræður voru
mjög gagnlegar", sagði Steingrímur
og Mitterand tók í sama streng.
Varðandi viðræður EFTA og EB
lýsti Mitterand yfir skilningi á sér-
stöðu íslendinga í þeim viðræðum
þar eð meginhluti íslensks efhahags-
lífs stendur og fellur með fiskveið-
um og vinnslu sjávarafurða. Við ætt-
um því eðlilega erfitt með að deila
fiskimiðum okkar með öðrum þjóð-
um og að ganga inn í eitt sameigin-
legt markaðssvæði. Mitterand tiltók
einnig aðrar ástæður svo sem fólks-
fæð hérlendis, miðað við lönd innan
EB, og nauðsyn þess að vemda ís-
lenska náttúru og menningararf.
Hann sagðist því telja hyggilegast
að Islendingar gerðu sérsamning við
EB en bjóst þó ekki við að slíkra
samningsdraga mætti vænta íyrir
lok ársins 1991. Einkum þar sem
EB- ríkin ættu eftir að útkljá fjölda-
mörg atriði sín á millum og þar að
auki hefðu samningar EFTA og EB
forgang. Hann ítrekaði því næst að
Frakkar hefðu skiining á málefnum
Islendinga og fullan hug á að styðja
málstaðinn í þeim viðræðum sem
ffam undan eru.
Steingrímur Hermannsson bætti
því við, að þó hann teldi ísland ekki
eiga heima í EB, teldi hann náið
samstarf einstaklega mikilvægt.
Hætta eykst á
vopnuöum átökum
Sjávarútvegur var til umræðu á
fleiri stöðum en t Ráðherrabústaðn-
um. Sjávarútvegsráðherra Frakk-
lands Jaqcues Mellic, hélt fund með
ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðu-
neytisins, Ama Kolbeinssyni, og
fleirum tengdum sjávarútvegi á ís-
landi, m.a. frá Hafrannsóknarstofn-
un. Þar kynntu íslendingar sjónar-
mið ráðamanna og eftir fundinn lá
fyrir, að samningur varðandi inn-
flutning lifandi skeldýra til Frakk-
lands yrði undirritaður i haust.
Málefni Mið-Austurlanda voru
mikið rædd á fundi fréttamanna i
gær. Mitterand ítrekaði þar fyrri að-
varanir og sagði hættu á vopnuðum
átökum fyrir botni Persaflóa aukast
dag frá degi. Hann sagðist engar
sannanir hafa fyrir því að írakar létu
verða af því að leysa úr haldi konur
og böm eins og lofað hefur verið. En
þó svo yrði myndi það eitt og sér
ekki nægja til að leysa deiluna, því
írakar hefðu margbrotið alþjóðalög
og reglur. Hann sagðist hins vegar
binda töluverðar vonir við árangur
af för forseta Sameinuðu Þjóðanna
til íraks. Mitterand talaði einnig um
mikilvægi öryggisráðsteínunnar og
afvopnun, bæði hvað varðar kjama
og efnavopn.
Tók íslenska
listamenn tali
Þá héldu menntamálaráðherrar
landanna fund. Umræðuefnið var
samvinna á sviði menningarmála.
Ráðherramir undirrituðu samninga
um samvinnu við gerð kvikmynda,
útgáfu orðabóka og að gera sérstakt
átak i menningarsamskiptum þjóð-
anna á árinu ‘92-’93 i tilefni tíu ára
afmælis sáttmála Frakklands og ís-
lands um menningar- og visinda-
samstarf. Þá heimsóttu ráðherramir
ýmis listasöfn. Meðal annars var
komið við í Listasafni Siguijóns Ól-
afssonar og rætt við nokkra íslenska
myndlistarmenn. Jafnframt stofn-
uðu utanríkisráðherra íslands og
varautanrikisráðherra Frakklands
fransk-íslenskt verslunarráð. For-
maður þess er Magnús Gunnarsson.
Samningur var einnig undirritaður
um aðgerðir til að forðast tvískött-
un.
Matarboð og
Sykurmolar
Forseti íslands tók á móti Francois
Mitterand við komuna. Eftir að
Mitterand haföi lagt blómsveig við
minnismerki um franska sjómenn í
kirkjugarðinum við Suðurgötu tók
forseti Islands á móti honum og þau
skiptust á gjöfum. Vigdís færði
Mitterand ffumútgáfu bókarinnar
„Ferð um norðurhöf1 í franskri þýð-
ingu og ritverkin „Heimsljós",
„Kristnihald undir jökli“ og „ís-
landsklukkuna“ eftir Halldór Lax-
ness, einnijg i ffanskri þýðingu.
Forseti Islands bauð síðan hátt í
þrjú hundmð gestum til hádegis-
verðar til heiðurs Frakklandsforseta
i gær. En þar kom saman allt tylgd-
arlið forsetans, íslenska rikisstjóm-
in og aðrir ráðamenn auk fleiri
gesta. I ræðu sinni minntist Vigdís
m.a. á samskipti þjóðanna í tímans
rás, bæði þá hlið er snýr að menn-
ingu og öðm. Hún endaði síðan
ávarpið á ósk um að íslendingar og
Frakkar mættu eiga jafn staðfasta
samleið i framtíð sem á liðnum tím-
um.
I gærkvöld hlýddu forsetar land-
anna, menntamálaráðherrar, ásamt
fleiri gestum, á tónleika Sykurmol-
anna í Duus-húsi. Vigdís hélt að því
búnu forseta Frakklands og fýlgdar-
liði kvöldverðarboð i Listasafni ís-
lands þar sem snæddur var graflax,
lúðukinnar í smjördeigskænu með
íslenskum kryddjurtum og aðalblá-
ber i eftirétt. Við svo búið lauk op-
inberum hluta heimsóknarinnar.
Mitterand heimsækir Ámastofnun
og verður flogið í þyrlu að Gull-
fossi, Geysi og til Þingvalla í dag og
hann heldur heim á leið síðdegis.
jkb
Menntamálaráðherrar Frakklands og íslands, Jack Lang og Svavar
Gestsson undirrituðu meðal annars samning um samstarf landanna á
sviði kvikmyndagerðar á fundi sínum í gær.