Tíminn - 19.09.1990, Page 10

Tíminn - 19.09.1990, Page 10
10 Tíminn Miðvikudagur 19. september 1990 rbvi%r\i7«j ■ Mnr Virðum líf - Vemdum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september nk. Dagskrá: Kl. 10:20 Ráðstefnan sett Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. 10:30 Norrænt umhverfisár Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi i framkvæmdastj. Norræna fé- lagsins. 11:00 Umhverfið er dýrmætt Sigurbjörg Sæmundsdóttir hagverkfræðingur 11:40 Umhverfísmál í Vestmannaeyjum Birna Þórhallsdóttir, áður í heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyja. Eftir hverja framsögu er hægt aö bera fram fyrirspurnir 12:00 Matarhlé 13:20 Hópvinna 15:05 Miðdegishlé 15:20 Niðurstöður hópa kynntar/umræður 16:25 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórar Oddný Garðarsdóttir og Svanhildur Guð- laugsdóttir 17:00 Skoðunarferð um Vestmannaeyjar 19:45 Kvöldverður og kvöldvaka í umsjón heimakvenna. Kvöldið og nóttin frjáls. Ráðstefnan er öllum opin. Þeir sem þurfa gistingu og flug, vin- samlega hringi í Svanhildi í s. 98-12041 e.h. og Þórunni í s. 91- 674580 fyrir 24. september nk. Landssamband framsóknarkvenna REYKJAVÍK Laugardaginn 22. september kl. 10.30 verður „Léttspjallsfundur" að Höfðabakka 9, 2. hæð. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi, mun innleiða og stýra umræðum um starf að borgarmálum í upphafi nýs kjörtímabils. Fulltrúaráðið. Signín Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftirfarandi stöðum ef næg þátttaka fæst. Námskeið nr. 3 dagana 2.10. og 3.10. á Egilsstöðum „ „ 4 „ 3.10. og 4.10. áHomafirði „ „ 5 „ 10.10. og 11.10. áÞórshöfn „ „ 6 „ 23.10. og 24.10. áAkureyri „ „ 7 „ 25.10. og 26.10. áSauðárkróki „ „ 8 „ 29.10. og 30.10. á Grundarfirði „ „ 9 „ 31.10. og 1.11. í Vestmannaeyjum „ „10 „ 5.11. og 6.11. á Patreksfirði „ „11 „ 7.11. og 8.11. í Reykjavík „ „ 12 „ 12.11. og 13.11. „ „ „13 „ 14.11. og 15.11. „ Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda ísíma 91-681122. Geymið auglýsinguna. Löggildingarstofan T raktor til sölu FERGUSON 50A iðnaðartraktor 65 ha. með tví- virkum ámoksturstækjum og jafnvægisstillingu á skóflu árg. '73 til sölu. Upplýsingar í síma 91-619450. DAGBOK Bragi Ásgeirsson með fugla og erótík í Gallerí Borg Fimmtudaginn 20. septcmber opnar Bragi Ásgeirsson sýningu á nýjum mynd- um í Gallcrí Borg við Austurvöll. Bragi Ásgeirsson cr fæddur í Reykjavík 1931. Hann stundaði nám við Handiða- skólann 1947 til 1950, Det Kgl. Akadcmi í Kaupmannahöfn 1950 til 1952, Statens Kunstakadcmi og Handværks og Kuns- tindustriskole í Oslí 1952-1953 og 1958- 1960 við Akademi der Bildende KUnste í Miinchen. Bragi er fýrir löngu orðinn þekktur fyrir list sína og hefur haldið fjöldann allan af einkasýningum og tckið þátt í samsýning- um hér hcima og erlendis. Verk eftir Braga er að finna í öllum helstu söfnum hér heima. Bragi hefur um langt bil verið kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Bragi hefur skrifað myndlistargagnrýni í Morgunblaðið í fjölda ára. Á sýningunni nú, scm Bragi nefnir „Fuglar og erótík“, sýnir hann nýjar myndir sem allar tcngjast þessu viðfangs- efni, myndimar era flestar smáar og eru allar til sölu. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 20. september kl. 17.00 til 19.00 en hún stcndur yfir til þriðjudagsins 2. október. Kvikmyndasýningar hefjast að nýju í MÍR Rcglubundnar kvikmyndasýningar á sunnudögum kl. 16 eru nú að hefjast að nýju eftir sumarhlé í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10. Fyrsta sýningin verður nk. sunnu- dag, 23. septcmber, og þá sýnd syrpa af teiknimyndum úr ýmsum áttum. Þamæsta sunnudag verður hin fræga mynd Eisen- steins um Alexander Névskí sýnd. Að- gangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Þann 25. ágúst voru geftn saman í hjóna- band í Víðistaðakirkju af séra Sigurði Guðmundssyni, Laufey Karlsdóttir og Gunnar Sigurbergsson. Hcimili þcirra er að Flyðrugranda 4. Ljósm. Sigr. Bachmann Þann 25. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Háteigskirkju af séra Ragnari Fjal- ar, Hildur Svavarsdóttir og HaUdór G. Svavarsson. Heimili þeirra cr að Víku- rási 8. Ljósm. Sigr. Bachmann Opið bréf til dómsmálaráðherra Ég leita enn til ykkar, ráðherra og ráðuneytisstjóri dómsmála, vegna umbjóðanda míns, Inga B. Ársæls- sonar, og vísa til fyrri opinna bréfa minna til ykkar. Bréf til ráðherrans eru dags. 15. janúar og 5. mars 1990 og bréf til ráðuneytisstjórans er dags. 14. febrúar 1990. Erindi mitt nú er árétting fyrri bréfa, þ.e. er beiðni um opinbera rannsókn á atriðum tengdum uppsögn umbj. míns úr starfi sem fulltrúa í Ríkisend- urskoðuninni eftir rúmlega aldar- fjórðungsstarf, sem var ólögleg, sbr. bætur til hans síðar, en einnig sérstök fyrirspum til ráðuneytisstjórans, um tilurð og hvarf opinbers skjals, hvers afrit umbj. minn fékk við samninga um starfslok hans hjá Ríkisendur- skoðuninni. Er áréttað að umbj. minn fullyrðir, að þú, herra ráðuneytis- stjóri, hafir átt hlut að gerð skjalsins, sem síðan skilaði sér ekki til efhda um hækkuð laun og möguleg eftir- laun umbj. míns. Um réttmæti þess, að opinber rannsókn fari fram á þess- um málum vísast enn til III. kafla laga um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins nr. 38/1954. Umbj. minn velur þann kost að bíða með framhald reksturs bæjarþings- máls síns i Bæjarþingi Reykjavíkur nr. 17155/1988 gegn fjármálaráð- herra og ríkisendurskoðanda fyrir hönd Ríkissjóðs, þar til fyrir liggja niðurstöður þeirrar opinberu rann- sóknar, sem óskað hefúr verið eftir og hér er áréttuð ósk um. Ástæður þess eru m.a. þær, að báðar þessar stofhanir, þ.e. Fjármálaráðu- neytið og Ríkisendurskoðunin, hafa fjármálaleg afskipti og eftirlitsvald með þeim stofhunum, þ.e. dómstól- um, sem málið er rekið fyrir og kynni að verða skotið til. Einnig kemur til, að áhrif Ríkisendurskoðunar á rekst- ur dómstóla virðast miklu meiri en lög gera ráð fyrir. Þar er átt við ákvarðanir tengdar meintum brotum við störf fyrrverandi forseta Hæsta- réttar, þar sem álit Ríkisendurskoð- unar var látið ráða gegn hvaða fyrri forsetum Hæstaréttar mál var höfðað og ekki var fylgt ákv. III. kafla laga nr. 38/1954 um þau meintu brot, sem hinn opinberi starfsmaður var talinn hafa framið. Ég nefni einnig þá und- arlegu gerð að forstöðumanni að Mó- gilsá er vikið úr stöðu sinni vegna meintra brota í starfi án rannsóknar samkv. III. kafla laga 38/1954. En svo virðist sem Rikisendurskoðun sé síðan falið, eftir brottför, að athuga mál forstöðumannsins sérstaklega og gera skýrslu um meint brot hans. Loks nefni ég mjög umfjallað mál, tengt níu ára bami og móður þess, en senda átti bamið úr landi, án þess að aðilum þess gæfist tækifæri til að fá efnislegan dóm hjá íslenskum dóm- stólum um réttmæti aðgerðanna. Vís- ast í þessu sambandi til lokaákvæðis 2. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944, en í því segir: „Dómendur fara með dómsvaldið.“ Virðist þetta ákvæði gróflega sniðgengið í máli móðurinn- ar og bamsins. Þessi dæmi em nefnd hér til að sýna veika stöðu dómstóla okkar. Virðingarfyllst, Tómas Gunnarsson, lögm. Gísli Ágústsson frá Hofsstöðum, Gufudalssveit Fæddur 16. júní 1926 Dáinn 5. september 1990 Gísli Ágústsson, fymim bóndi og oddviti frá Hofsstöðum í Gufudals- sveit, er látinn. Hann var á ferð á heimaslóðum þegar hann lést, þann 5. september. Hann var fæddur þann 16. júní 1926. Foreldrar Gísla vom hjónin Reb- ekka Þórðardóttir og Ágúst Sigur- brandarson á Hofsstöðum. Móðir hans var dóttir hjónanna Þórðar Jóns- sonar og Jófríðar Jónsdóttur, sem bjuggu á Hofsstöðum ffá 1902 til 1925. Faðir hans var fæddur og upp- alinn i Skáleyjum, sonur Sigurbrand- ar Jónssonar og Rósamundu Sig- mundsdóttur. Foreldrar Gísla hófu búskap á Hofsstöðum 1925. Gísli var elstur af sínum systkinum, en þau em: Kristín, Jón Þórður, Ingveldur, Bima Sigriður, Guðbjörg, Gunnar og Fríða. Þetta var stór hópur, eins og þá var algengt. Gísli og systkini hans vöndust því snemma á vinnusemi heima og heiman. Hann fór til sjós, á vertíðir, í vegavinnu o.fl. sem til féll. Heilsa föður hans bilaði og var hann alveg á sjúkrahúsi uns hann dó. Það varð því hlutverk Gísla að standa fyr- ir búi með móður sinni ffá árinu 1953 meðan heilsa og aldur hennar leyföi. Það var árið 1978 sem Gísli hætti bú- skap og þau mæðginin fluttu til Reykjavíkur. Móðir hans lést á sjúkrahúsi í april á síðasta ári. Eftir að suður kom fékk Gísli starf við Lax- eldisstöðina í Kollafirði og vann þar ávallt síðan og líkaði vel. Búskapur Gísla var ekki stór í sniðum, en snyrtilegur og fóðmn og hirðing til fyrirmyndar. Sjávarhætta var á Hofs- stöðum meðan vetrarbeit var notuð og mikill erill við pössun á að fé flæddi ekki á skeijum. Hann ræktaði tún við erfiðar aðstæður og lagði mikla vinnu og natni við að vanda þau sem best. Hjálpsemi Gísla við sveitunga og granna var einstök. Við í Gufudal nutum þess og oft var hann kominn óbeðinn ef hann vissi að þörf var á hjálp. Það er margs að minnast en orðin skortir. Farskóli var í sveitinni, þijá mánuði í hvoram sveitarhluta. Oft var hann á Hofsstöðum. Það var eina menntunin sem Gísli hlaut, eins og var með fjöldann í afskekktari sveitum á þeim ámm. Sjálfsmenntun og lífsreynsla varð að duga. Gísli var einn af þeim sem öfluðu sér þekkingar af eigin rammleik. Sveitungar sýndu honum traust. Hann var oddviti hreppsnefndar í all- mörg ár, formaður sóknamefndar, í stjóm sjúkrasamlags meðan það var og fleira mætti telja. Mér er þó efst í huga hjálpsemi hans og lagni við dýralækningar. Það brást varla að hann gat leyst margan vanda á því sviði og alltaf var hann fljótur til aðstoðar þegar kallað var, hvemig sem á stóð. Gísli var maður knár, léttur á fæti og lipur á sínum yngri ámm. Hann var ákveðinn í skoðunum og lét varla haggast firá því sm hann taldi rétt. Hann var fljótur til sátta ef eitthvað bar á milli. Eftir að hann flutti suður hafði hann áhuga fyrir þvi sem var að gerast í sveitinni og gladdist yfir þvf sem til framfara horföi. Hann kom ávallt vestur í sveitina í frium, fyrstu árin með móður sinni en síðar einn eða með sveitunga með sér. I slíkri ferð var hann þegar hann var kallaður í aðra lengri ferð sem allir eiga fyrir höndum að fara. Ég og fjölskylda mín þökkum honum fyrir samfylgdina og vottum systkinum hans og fjölskyld- um þeirra samúð okkar. Ég kveð hann með orðum skáldsins á Kirkjubóli í Hvítársíðu um látinn sveitunga: Og lífið eins og áður gang sinn gengur. Kom, gróðurdis, ogyfir vötnin svíf. Kveð vökusönginn, varma bjarta lif, kveð vorsins drápu. Hann var góður drengur og bundinn fast við sína heimahaga i hjarta sínu alla sína daga (G.B.) Kristinn frá Gufudal.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.