Tíminn - 25.09.1990, Side 13

Tíminn - 25.09.1990, Side 13
Þriðjudagur 25. september 1990 Tíminn 13 Unnur Siv Sigurbjörg Virðum líf- Verndum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september nk. Dagskrá: Kl. 10:20 Ráðstefnan sett Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. 10:30 Norrænt umhverfisár Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi í framkvæmdastj. Norræna fé- lagsins. 11:00 Umhverfið er dýrmætt Sigurbjörg Sæmundsdóttir hagverkfræðingur 11:40 Umhverfismál í Vestmannaeyjum Birna Þórhallsdóttir, áður í heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyja. Eftir hverja framsögu er hægt að bera fram fyrirspurnir 12:00 Matarhlé 13:20 Hópvinna 15:05 Miðdegishlé 15:20 Niðurstöður hópa kynntar/umræður 16:25 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórar Oddný Garðarsdóttir og Svanhildur Guð- laugsdóttir 17:00 Skoðunarferð um Vestmannaeyjar 19:45 Kvöldverður og kvöldvaka í umsjón heimakvenna. Kvöldið og nóttin frjáis. Ráðstefnan er öllum opin. Þeir sem þurfa gistingu og flug, vin- samlega hringi í Svanhildi í s. 98-12041 e.h. og Þórunni í s. 91- 674580 fyrir 24. september nk. Landssamband framsóknarkvenna Borgnesingar, nærsveitir Spiluð verður félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 28. sept. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Keflvíkingar - Suðurnesjamenn Verð með opinn fund í Framsóknarheimilinu, Hafnargötu 62, Keflavík, í kvöld kl. 20.30. Jóhann Einvarðsson. Jóhann Einvarðsson Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Akranes — bæjarmál Opinn fundur með bæjarfulltrúum laugardaginn 22. sept. kl. 10.30 f Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Rætt verður um það sem efst er á baugi í bæjarmálum. Veitingar á staðnum. Bæjarmálaráð Aðalfundur F.U.F. í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 1. október 1990. Venjuleg aðalfundarstörf. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, eropin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R. Konungleg afbrýðisemi Mágkonumar og fyrrum vin- konumar Di og Fergie em víst heldur betur upp á kant þessa dagana. Ástæðan er sögð vera sú að lafði Díana sé viti sínu fjær af afbrýðisemi vegna allrar þeirrar athygli sem Fergie fær eftir að hún grennti sig og gerðist hasa- kroppur. Klögumálin ganga á víxl. Di klag- ar Fergie fyrir að haga sér eins og smástimi frá Hollywood og Fergie klagar Di fyrir slettirekuskap og merkilegheit. „Það mætti ætla að hún væri þegar orðin drottning, þessi grindhoraða fuglahræða," er haft eftir Fergie. Fergie eignaðist dóttur í ágúst sl. og eftir það grennti hún sig og kom vexti sínum í svo gott form að breska pressan stendur á öndinni af hrifningu. Fergie er að vonum hæstánægð með nýja vöxtinn og klæðist stuttum pilsum og flegnum kjólum og hlýtur að launum óskipta athygli fjölmiðla — og bræði og afbrýðisemi Díönu mág- konu sinnar. „Heimildamaður innan hallarinn- ar“ segir að afbrýðisemin logi í aug- um Díönu þegar hún horfir á Fergie. Eftir að Fergie fór að verða alvarlegur keppinautur um vin- sældir og athygli vill Díana helst ekki láta sjá sig með henni opinber- lega. Þær voru þó ágætis vinkonur áður, þegar Fergie lét sér nægja að vera bara bústna mágkonan. Díana er sögð binda vonir sínar við það að drottningin, tengdamóðir þeirra, setji Fergie bráðlega stólinn fyrir dymar hvað varðar framkomu og klæðaburð. En þangað til mun þessi fremur óvirðulega samkeppni halda áfram. t*m**~‘ Tengdadætumar f Buckingham Palace eiga nú í harðvítugrí samkeppni um það hvor þeirra sé meiri kroppur. Hollywood- brúðkaup Brúðkaupin í Hollywood eru yfir- leitt haldin með miklum glæsi- brag, eins og annað á þeim slóð- um. Nýlega voru gefin saman þar í heilagt hjónaband þau Virg- inia Madsen og Danny Huston. Virginia Madsen er góðkunn leik- kona, sem m.a. lék vondu prinsess- una í Dune og sellóleikarann í Electric Dreams. Nýlega lék hún á móti Don Johnson í kvikmyndinni Hot Spot sem Dennis Hopper leik- stýrði. Danny Huston er sonur leikstjór- ans fræga Johns Huston og hefur hann fetað í fótspor föður síns og hefur stjómað nokkrum kvik- myndum, þrátt fyrir að hann er að- eins 28 ára. Faðir hans studdi hann þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa numið leikstjórn í London. Danny kveðst ekki skammast sín fyrir að hafa þegið aðstoð föður síns, enda lýsti faðir hans því margoft yfir að það væri vegna hæflleika sonarins en ekki eingöngu vegna ættartengslanna. John Huston lést meðan Danny vann að síðustu kvikmynd sinni, Mr North, en Anjelica Huston, syst- ir hans, fer þar með aðalhlutverkið. Hjónin nýgiftu kynntust fyrir sex árum við upptöku á kvikmyndinni Under the Volcano, sem var leik- stýrt af John Huston eins og kunn- ugt er. Virginia Madsen og Danny Huston eru glæsilegt par og eiga vonandi f vændum glæsilega ftamtíð. Brúð- armyndimar voru teknar á strönd- inni og eru brúðhjónin berfætt með sand á milli tánna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.