Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. október 1990 Tíminn 7 Þann veg er búið að tefla álviðræðunum að sýnt þykir að annað- hvort rís álver á Keilisnesi eða að ekki verður af byggingu þess. íslendingar hafa fulla þörf fyrír uppbyggingu atvinnulífsins og viðhorf þeirra til stóríðju er almennt jákvætt. Fyrirtæki með 600 manns í vinnu er rísafyrírtæki á íslenskan mælikvarða og vissu- lega skapast miklar væntingar þegar rætt er um svo stórar fram- kvæmdir. Slíkar væntingar mega aldrei verða til þess að menn missi sjónar á aðalatriðinu. Aðalatriðið er hvort hér sé um arð- bæra framkvæmd að ræða er spilli þó ekki íslenskri náttúru til mikilla muna meira en önnur atvinnustarfsemi. Þar er þó teflt á tæpasta vað. Hitt er þó öllu athyglisverðara að þeir sem fyrst og fremst eiga að bera áhættuna af verksmiðjunni eru ekki eigendur hennar heldur raforkuseljendurnir, þ.e. Lands- virkjun. Ástæðan fyrir þessu er sú að hugmyndin er að tengja raf- orkuverðið heimsmarkaðsverði á áli og eins og allir vita sveiflast það upp og niður. Hér er því um mikla áhættu að ræða. Það hlýtur að vera óhjákvæmilegt að setja eitthvað lágmark á raforkuna en með því móti tækju eigendur væntanlegs álvers á sig hluta áhættunnar. Einnig er ljóst að aðrir raforku- kaupendur, sem kaupa raforku af Landsvirkjun, geta ekki búið við þá áhættu að raforkuverð til þeirra sveiflist til eftir álverði í heimin- um. Frá því verður að ganga mjög tryggilega að svo verði ekki. í dag er staðan sú að árið 2005 verða all- ar skuldir Landsvirkjunar upp greiddar, þar með taldar skuldir vegna Blönduvirkjunar. Þá er mið- að við óbreytt verð til þeirra raf- orkukaupenda sem nú eru. Allt bendir því til þess að hægt sé að lækka verð raforku til neytenda. Áhættuþáttinn af nýju álveri verð- ur því Landsvirkjun að taka út á eiginfjárstöðunni. Raforkuverðið sem álverinu er ætlað að greiða er því aðalatriði þessa máls sem því miður er ekki viðunandi í dag. Staðsetning álversins Ekkert bendir til þess að iðnaðar- ráðherra hafi nokkurn tíma dottið í hug að staðsetja álver við Eyja- fjörð eða Reyðarfjörð. Margt bend- ir til þess að hann hafi ætlað sér að fá sem flesta til stuðnings við stór- iðju með því að láta í það skína að sennilegt væri að hún risi í ná- grenni við þá. Vitað var að stóriðja yrði til þess að hækka fasteigna- verð á stóru svæði umhverfis væntanlega verksmiðju. Vissulega var mönnum þetta ljóst og það jók væntingarnar. Nú er iðnaðarráð- herra aftur á móti orðið ljóst að reiði manna er meiri en hann telur hóf að og boðar nú að þjóðarhagur hljóti að víkja til hliðar hagsmun- um Eyjafjarðar og Reyðarfjarðar. Iðnaðarráðherra var mikill bar- áttumaður fyrir því að Bifreiða- skoðun íslands hf. varð að veru- leika og einnig sá hann um söluna á Útvegsbankanum. í báðum til- fellum ætla ég að þingmönnum hafi fundist hann beita blekking- um og af mér er það að segja að ég trúi orðið illa Jóni Sigurðssyni. Ég ætla að þannig sé einnig komið fyrir mörgum í Norðurlandskjör- dæmi eystra og Austfjarðakjör- dæmi. Hver er þjóðarhagur í þessu máli? Þjóðarhagur er óumdeilanlega sá að við nýtum auðlindir þessa lands. En því aðeins erum við að nýta auðlindirnar okkur til góðs varðandi raforkuframkvæmdir að viðunandi raforkuverð náist. Við erum fámenn þjóð í landi með miklar auðlindir. Það er gjörsam- lega vonlaust að þjóðarsátt geti skapast um að standa svo að nýt- ingu auðlinda landsins að fólks- flótti í stríðum straumum eigi sér stað frá landsbyggðinni til suðvest- urhornsins. Þess vegna verður ákvarðanataka um atvinnuupp- byggingu vítt og breitt um landið að eiga sér stað og fjármögnun hennar að vera jafntrygg og upp- bygging álversins. Það verða engar hálfkveðnar vísur teknar gildar í þessum efnum. Ráðherranum verður að vera ljóst að það ófriðar- bál sem kveikt hefur verið verður ekki slökkt nema ljóst sé að unnið er að framför landsins alls. Ríkið hefur þær skyldur að tryggja at- vinnutækifæri til mótvægis upp- byggingunni á Keilisnesinu. Það þýðir ekkert að halda því fram að í uppbyggingu úti á landi eigi að fara fyrir gróðann af nýju álveri eftir aldamót. í þá uppbyggingu þarf að fara samhliða hinni. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur stjórnað betur þessu landi en margar ríkisstjórnir sem á undan henni hafa setið. Þess vegna er mér það ærið áhyggjuefni ef henni er ekki ljós alvara þessa máls. Fyrsti togari íslendinga strandaði við Keilisnes og betri örlög vil ég þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Henni er því nauðsyn að gá að sér í stöðunni. Það er hægt að ná sátt- um um álver á Keilisnesi ef menn vilja sættir. Þær sættir snúast um þjóðarhag, þær sættir snúast um uppbyggingu um land allt er tryggi íslenskri þjóð nýtt hagvaxtarskeið, byggt á stöðugleika sem náðst hef- ur í efnahagsmálum. Áskell Einarsson: í takt við tilveruna Vera Það er skoðun sumra þjóðfélagsfræðinga að sam- vinnustefnan eigi betur við á einu þjóðfélagsskeiði en öðru og hjá sumum þjóðfélagshópum frekar en öðr- um. Fyrir þessu eru viss rök, t.d. þegar í hlut eiga þjóðfélagshópar, þar sem um er að ræða nokkurt efnahagslegt jafnræði á milli manna, ef um er að ræða hópa, sem sameinast um að losna undan arð- ráni. Þessi einkenni voru til staðar í íslensku efna- hagslífí, þegar landið var að losna úr viðjum erlendr- ar verslunar og var vamarbarátta gegn því að innlend- ir verslunaraðilar næðu sömu tökum og hinar er- lendu selstöðuversianir höfðu áður. Til viðbótar þessu er að sumar byggðir og íbúar þeirra mynduðu samtök um kaup á nauðþurftum og sölu afurða, m.a. vegna þess að engum þótti arðbært að eiga við þá viðskipti, með alhliða vöruvali. Það er ekki að undra, þótt sam- vinnufélögin hafi verið hluti sjálf- stæðisbaráttu þjóða, þegar leysa hefur þurft af hólmi erlent arðrán, einkum þar sem innlendir gróða- aðilar höfðu augastað á betri gróðavegum. íslensk samvinnuhreyfing er komin yfir þetta skeið. Eiginlega á milli vita um að vaxa frá grasrót- inni, þar sem hver félagsmaður gat látið til sín taka og hafði vegna nærveru sinnar skyn á starfsem- inni. Það einkenndi samvinnuhreyf- inguna á mótunarskeiðinu að horfið var frá stórum samflotum til smærri kaupfélaga. Þau voru nánast við hverja vík, þar sem hægt var að skipa upp vörum og koma afurðum frá sér. Ástæða þessa var sú, að með þessum hætti var hægt að komast hjá kostnaði af verulegu mannahaldi og stofn- kostnaði. Þannig aðlöguðust kaup- félögin að sannvirðishugsjóninni í fullum skilningi og nýttu fórníýsi þeirra er störfuðu á vegum þeirra, sem oft voru sjálfboðaliðar eða unnu fyrir lágum launum. Þessi smækkun kaupfélaganna gerði þau háðari Sambandi ísl. samvinnufélaga, heldur en ef leið svæðakaupfélaganna hefði verið valin. Slík hefur samvinnuhreyf- ingin verið, að þótt ýmis kaupfélög hafi lent undir borðinu, hefur Sambandið tekið að sér hlut þeirra. Þannig hélt samvinnu- hreyfingin höfði lengi vel, þótt stórar landfræðilegar eyður mynd- uðust í sjálfri samvinnustarfsem- inni í landinu. Eftir stendur Sam- band ísl. samvinnufélaga á brauð- fótum og einskis megnugt að lið- sinna kaupfélögunum og starfar í engu samræmi við sannvirðishug- sjónina. Helst er til ráða að breyta deildum þess í hlutafélög og leita fanga um aukið hlutafé til þeirra er hafa gróðamat efst boðorða um rekstur. Kaupfélagið í höfuðstaðn- um er hætt rekstri eigin búða og er nánast eignarhaldsfélag, án raunverulegra eigna. Allir sjá að áhrif félagsmanna eru langsótt í þess konar félagsskap og nánast ekki meiri en hins almenna borgara, sem kallaður er í kjörklef- ann á fjögurra ára fresti, til að stjórna landinu. Menn spyrja: Er þetta framtíðin og hlutskipti fé- lagsmanna kaupfélaganna á kom- andi árum? Eitt er víst að grasrót- artímabilið er liðið undir lok. í staðinn komi samstæður fyrir- tækja, sem krefjast einbeittrar stjórnunar um miskunnarlausar nýtingar, fjármagns og vinnuafls. Þrátt fyrir hugsjónina er það arð- semin sem blífur, en ekki hin fé- Iagslega velvild og samkennd, sem einkennt hefur íslenskt samvinnu- starf hingað til. Valið er um hvort Hér erum við komin að kjarna málsins. Er það þess virði fyrir hinn al- menna borgara að stuðla að eignarhalds- félögum um verslunar- samstæður, í þeirri von að þannig sé stutt að hóflegu verðlagi eða lækkuðu vöruverði, þegar best lætur? Ljóst er að ekki lengur dugar það eitt að láta innrita sig, sem félagsmaður, í kaupfélag og staðfesta það með tíu króna greiðslu. Allt krefst fjár- magns. Langtíma upp- þornun eigin fjár er meginmein samvinnu- rekstursins í landinu. arðsemin fari í heilu lagi til fjár- magnseigenda eða hluti þess komi fram í lækkuðu vöruverði og í bættu afurðaverði. Hér erum við komin að kjarna málsins. Er það þess virði fyrir hinn almenna borgara að stuðla að eignarhaldsfélögum um verslun- arsamstæður, í þeirri von að þann- ig sé stutt að hóflegu verðlagi eða lækkuðu vöruverði, þegar best lætur? Ljóst er að ekki lengur dug- ar það eitt að láta innrita sig, sem félagsmaður, í kaupfélag og stað- festa það með tíu króna greiðslu. AHt krefst fjármagns. Langtíma uppþornun eigin fjár er megin- mein samvinnurekstursins í land- inu. Samvinnufélögin hafa lent í því hlutverki að verða nauðvörn fólks- ins og því hefur búsetu- og byggðaröskun síðustu áratuga lamað kaupfélögin, ennfremur lagt á herðar þeirra skuldbinding- ar, sem ekki eiga skylt við tilgang- inn með starfsemi þeirra. Leggja fram fé til atvinnurekstrar, sem tekið er að láni og vitað er að gefúr aldrei arð, setur mark sitt á afkom- una, ef ekki eru til staðar aðrir þættir sem jafna þetta. Öðru máli gegnir um sveitarfélögin, sem sækja eigin fé sitt í vasa skattborg- aranna. Við þetta bætist að samvinnu- hreyfingin er í félagslegri stöðnun. Ekki eru farnar nýjar brautir í samvinnustarfseminni. Spurning er hvernig samvinnuhreyfingin á að komast í takt við veruleika sam- tímans. Ljóst er að sá tími er liðinn að kaupfélögin hafi efni á því að vera efnahagslegar félagsmála- stofnanir. Þá spyrja margir: Til hvers kaupfélög og samvinnu- rekstur? Það sem er að gerast í íslensku efnahagslífi, er að fjármagnið leið- ir þróunina. Spurningin er þessi: Tekst hér á landi að breyta saam- vinnufélögum í öflug eignarhalds- félög um atvinnureksturinn í land- inu eða eiga kaupfélögin að koðna niður hvert á sínum stað? Við höfum hér á íslandi dæmi um nýtísku verslunarhætti, t.d. hjá Hagkaupum, þar sem stórrekstur- inn hefur skapað hagkvæmni um vöruverð og um leið fyllstu arð- semi. Svo er nú komið að heild- salastéttin óttast þessa þróun. Það er leitt að íslenskir samvinnu- menn skuli ekki hafa verið braut- ryðjendur í þessum efnum. Hér þarf að viðhafa nýjar vinnu- aðferðir. Verslunarstarfsemi Sam- bandsins er orðin sá dragbítur, sem kaupfélögin sniðganga, þegar svo sýnist. 'fakist samvinnuhreyf- ingunni ekki að komast í takt við veruleikann sannast kenningar sumra íhaldssamra hagfræðinga um að samvinnustefnan eigi ekki við nema í vanþróuðum þjóðfélög- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.