Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 3. október 1990 Miðvikudagur 3. október 1990 Tíminn 9 Þýsku ríkin sameinast Þýsku ríkin tvö verða formlega sameinuð í þinghúsinu í Berlín í dag. Eftir rúmlega 40 ára aðskilnað munu Þjóðverjar sameinast undir einni stjórn og innihald stjómarskrár Sam- bandslýðveldisins, grundvallarlögunum, verða loks orð að sönnu, „að viðhalda með frelsi og fullveldi sameiningu og sjálfstæði Þýskalands" og „að stuðla að heimsfriði sem sjálfstæður hluti Evrópu". Sameiningin á gmndvöll sinn í tveimum samningum sem ríkin hafa gert sín á milii. Fyrri samningurinn gekk í gildi 1. júlí 1990 og kvað á um sammna efnahags, gjaldmiðils og félagskerfis ríkjanna. Sá síðari gengur í gildi í dag. Hann inniheldur nauðsynlegar breyting- ar á gmndvallarlögunum, samræmingu laga og þau málefni sem ekki er unnt að leysa með breytingum eða viðbótum við gildandi lög. A-Þýskaland heyrir sögunni til Fjörutíu og einu ári eftir stofnun sína hættir austur-þýska Alþýðulýðveldið að vera til sem sjálfstætt ríki. í þess stað koma fimm „Lander" (sambandsríki): Sachsen, Thuringen, Sach- sen-Anhalt, Brandenburg og Mecklenburg- Vorpommern (Austur-Berlín verður hluti af sambandsríkinu Berlín). Lög þessara ríkja verða í fullu samræmi við gmndvallarlögin, frjálslyndustu stjómarskrá sem hingað til hef- ur þekkst í Þýskalandi. Ríkið — framkvæmda- vald, dómsvald og löggjafarvald — verður byggt á lýðræði. Markaðsbúskapur verður tek- inn upp. Eftir 40 ár undir ógnarhrammi kommúnismans munu Austur-Þjóðverjar eiga sér von um framtíð. Þróun ríkjanna Drögin að skiptingu Þýskalands vom lögð fljótlega eftir stríðslok 1945. Þó svo að sigurvegumnum tækist að komast að samkomulagi um framtíðarskipulag Þýska- lands á Potsdam-ráðstefnunni kom djúpstæð- ur ágreiningur Sovétríkjanna og vesturveld- anna í Ijós á þeim friðarráðstefnum sem eftir komu. Stalín hafði í hyggju að beita áhrifum sínum á allt Þýskaland. Eitt dæmi þar um var nauðungarsammni Sósíaldemókrataflokksins og Kommúnistaflokksins á því svæði sem Sov- étmenn réðu yfir, sem leiddi til myndunar a- þýska kommúnistaflokksins. Undir stjóm Walthers Ulbrichts og Erichs Honecker var Al- þýðulýðveldinu breytt í „einræði öreiganna". í Sambandslýðveldinu vom gmndvallarlögin samþykkt 23. maí 1943 og þar með lagður grunnurinn að lýðræði og efnahagslegri fram- þróun. En hvorki „einskis manns landið“ á landamæmnum né bygging Berlínarmúrsins, sem stjórn kommúnista reisti 13. ágúst 1961 til að koma í veg fyrir flótta A-Þjóðverja vestur, gátu kveðið niður þá tilfmningu Þjóðverja að þeir væm ein þjóð. Frá upphafi barðist Sambandslýðveldið fyrir því að ná fyrri stöðu sinni í Evrópu og sam- starfí Atlantshafsþjóða. Efnahagsstefnan var tekin á frjálsan markaðsbúskap. í sameiningu varð þetta til þess að byggja upp stöðugleika ríkisins bæði innanlands og utan. Hvað gerði Vestur-Þýskaland að „hliði til frelsis"? Svarið er einkum að finna í þeirri stefnu sem mótuð var af Konrad Adenauer, fyrsta kanslara ríkisins. í utanríkismálum stefndi hann að samvinnu við vestræn ríki og f efnahagsmálum að frjálsum markaðsbúskap. Með aukinni viðurkenningu vesturveldanna treystist Iýðræðið heima fyrir og ríkið hlaut stöðugt meira fullveldi og efldist og styrktist á allan hátt. í hrópandi mótsögn var þróunin í A-Þýskalandi, þar sem sjálfræði var tekið af fólki og ferðafrelsi þess stórlega skert. Leikurinn æsist Sumarið 1989 benti ekkert til annars en að ástandið héldist óbreytt, a.m.k. út öldina. En þá tóku atburðir að gerast sem hugmyndarík- ustu stjórnmálafræðingar höfðu ekki látið sér hvarfla í hug. Austur-Þjóðverjar tóku að flýja þúsundum saman til vesturs í gegnum Ungverjaland, sem hafði opnað landamæri sín. Fjöldaflótta fylgdu fjöldamótmæli. Menn flykktust út á stræti Leipzig, Dresden, A-Berlínar og fleiri borga og hrópuðu: „Við erum þjóðin.“ Ráðamenn ríkis- ins, sem voru í óða önn að skipuleggja hátíða- höld vegna 40 ára afmælis Alþýðulýðveldisins, gerðu sér vonir um að geta bælt fólkið sem fyrr. En þær vonir urðu að engu. Frelsiskröf- urnar urðu sífellt háværari. Þessi tiltölulega friðsama bylting náði há- marki sínu 9. nóvember 1989. Frá þeim degi tóku kommúnísk yfirvöld A-Þýskalands að missa tökin. Hinn fýrrum allsráðandi komm- únistaflokkur og leiðtogar hans misstu kröfu sína til stjómar og illræmd rannsóknarlög- regla ríkisins, með 80.000 starfsmenn í fullu starfi og nokkur hundruð þúsund uppljóstrara á sínum snæmm, var afhjúpuð. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, vísaði veginn til sam- einingar með tíu liða áætlun sinni, sem hann lagði fram þann 28. nóvember 1989. Hann gerði sér ljóst á undan öðrum stjórnmála- mönnum að einungis væri hægt að uppfylla óskir Austur-Þjóðverja með því að sameina ríkin sem fyrst. Hann hét þeim skjótri og skil- virkri aðstoð gegn því að þeir stefndu hraðbyri að lýðræði. Fyrstu frjálsu kosningar í Austur- Þýskalandi, sem haldnar vom 18. mars sl., komu á allan hátt á óvart. Met var slegið í kjörsókn, en 93,3% þjóðarinnar nýttu atkvæðisrétt sinn. Arftaki Kommúnistaflokksins fékk háðulega útreið, aðeins 16,3% atkvæða. Kristilegir demókratar stóðu með pálmann í höndunum, hlutu 40,6% atkvæða, og sósíaldemókratar, sem hafði verið spáð stórsigri, fengu aðeins 21,8%. Nýi forsætisráðherrann, Lothar de Ma- iziere, úr röðum kristilegra demókrata, átti samstarf með stjóminni í Bonn og lagði lín- urnar að samningunum tveimur um samein- ingu ríkjanna sem verða endanlega staðfestir í sameiginlegum kosningum þann 2. desember. Margir feður Sameining Þýskalands á sér marga feður. Ungverjaland ruddi fyrsta ljóninu af veginum milli austurs og vesturs er það opnaði landa- mæri sín. Á fjölmörgum fundum tókst Helmut Kohl kanslara og Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra V-Þýskalands, að sannfæra sigurvegara heimsstyrjaldarinnar síðari um að sameinað Þýskaland væri ekki ógn við um- heiminn, heldur myndi sameiningin auka tengsl austurs og vesturs. Á fundi þeirra tveggja með Mikhail Gorbatsjov 15. og 16. júlí sl. greiddi Gorbatsjov ríkjunum leiðina til sameiningar með því að samþykkja að Þýska- landi væri frjálst að ákveða hvaða hemaðar- bandalagi það kysi að tilheyra. Frá þeim degi er sameiningin ætti sér stað, væri Þýskaland frjálst og fullvalda ríki. Sameining Þýskalands bindur loks enda á kalda stríðið. Með friðarsamningi þeim, sem kom út úr „tveir plús fjórir“-viðræðum Þjóð- verja annars vegar og fjórveldanna hins vegar, hefur striki verið slegið yfir heimsstyrjöldina síðari. Þessar farsælu málalyktir áttu sér upp- haf í ofbeldislausri byltingu Austur-Þjóðverja. Þrautagangan er orðin löng Sameining Þýskalands rifjar upp hversu oft vonir Þjóðverja um að lifa í sameinuðu ríki hafa orðið að engu. 1806: Hinu heilaga rómverska keisaraveldi, þýsku þjóðinni — samansafni ríkja sem verið hafði við lýði frá 9. öld — er splundrað í Na- póleonsstríðunum. Verkamenn raða saman skjaldarmerkinu í þinghúsi sameinaðs Þýskaiands. 1814-1815: Vínarráðstefnan. Þýska sam- bandsríkið, sem samanstóð af 39 aðskildum ríkjum, er stofnað. 1817 og 1832: Andstaða almennings gegn „prinsastjórrí' og þrá eftir sameiningu og frelsi brýst út í mótmælum stúdenta. 1848: Almenn uppreisn í Þýska sambandsrík- inu. í Pálskirkju í Frankfurt viðurkennir þýska þingið „Grundvallarréttindi þýsku þjóðarinn- ar“. Konungur Prússlands afsalar sér krúnu þýska keisaradæmisins, er honum er boðin, þar sem hann vill ekki þiggja hana úr höndum byltingarmanna. 1866: Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, sameinar þýsku ríkin norðan Main í Sambandsríki Norður-Þýskalands. 1871: Öll þýsku ríkin sameinast í styrjöldinni við Frakka. Eftir að sigur vannst var Vilhjálm- ur I Prússakonungur útnefndur Þýskalands- keisari í Versölum. 1918: Lok fyrri heimsstyrjaldarinnar; keisar- inn segir af sér. Weimarlýðveldið. 1933: Hitler kemst til valda. 1945: Lok síðari heimsstyrjaldar. Þýskalandi er skipt upp í fjögur hemumin svæði milli fjórveldanna, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Breta og Frakka. Stór svæði í austri em sett undir stjóm Sovétmanna og Pólverja. 1949: Sambandslýðveldið Þýskaland er mynd- að úr svæðum hernumdum af vesturveldun- um. Alþýðulýðveldið Þýskaland er stofnað á yf- irráðasvæði Sovétmanna. 1953: Almenningur í Austur-Þýskalandi rís upp og krefst frelsis og sameiningar. 1989: 9. nóvember brjótast Austur-Þjóðverjar undan einræði kommúnismans og efriahags- legri óstjórn. 1990: Sameining efnahags, gjaldmiðils og fé- Iagskerfis ríkjanna tveggja þann 1. júlí. 3. október er skrefið til sameiningar ríkjanna stigið til fulls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.