Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 3. október 1990 Búslóða- flutningar Búslóða- geymsla Flytjum búslóðir um land allt. Höfum einnig búslóðageymslu Sími 985-24597 Heima 91-42873 _________________J ARCOS-hnífar fyrir: Kjötiðnaðinn, veitingahús og mötuneyti. Sterkir og vandaðir hnífar ______fyrirfagmennina.___ Fyrir heimilið Með sterkum og bitmiklum hnífum getur þú verið þinn eigin fagmaður. Vlð bjóðum þér 4 valda fagmannshnifa og brýni ð aöeins kr. 3.750,- Kjötöxi 1/2 kg á kr. 1.700,- Hnífakaupin gerast ekki betrí. Sendum í póstkröfu. Skrifið eða hringið. ARCOS-hnífaumboðið Pósthólf 10154,130 Reykjavik. Simi 91-76610. Jarðýta Til sölu jarðýta TD-15C í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 98-66767. Ræktunarsamband Hrunamannahrepps. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl, 10-21 alla daga vikunnar. tJiíiMÍaiín'J Miklubraut68 S13630 *\ Sjáum um erfisdrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför Helgu Sigurðardóttur Hraunbæ 68. Fyrir hönd aðstandenda. Sævar Snorrason Unnur Ágústsdóttir Þórunn Sævarsdóttír Sigurður Gestsson Anna Kristín Sævarsdóttir Jón Sigurösson Snorri Sævarsson Magnhildur Sigurðardóttir Sigrún Sævarsdóttír Ágúst Sigurðsson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug í veikindum, við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Ingimundar Gíslasonar Hnappavöllum, Öræfúm. Guðrún Bergsdóttír Ingibjörg Ingimundardóttír Gunnar Bjamason Guðjón Ingimundarson Sigurður Ingimundarson María Rós Newman Einar Páll Ingimundarson og bamaböm. DAGBÓK Félag eldri borgara Fjölbreytt skemmtun verður á Hótcl Sögu í kvöid, miðvikudaginn 3. október, kl. 21. Borgarstjórinn á Mallorca kemur og sýnir myndir frá Mallorca. Fjölbreytt skemmtiatriði. Allir vclkomnir. Sjóminjasafnið Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sími: 52502, er opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14 till 8. Ársþing Samtaka fámennra skóla Dagana 7.-8. sept. var haldið ársþing Samtaka fámennra skóla að Laugum í S.-Þingeyjarsýslu. Þingið sóttu um 70 manns af öllu landinu. Tilgangur sam- takanna er að efla samstarf og samskipti fámennra skóla og standa vörð um hags- muni þeirra. Þing samtakanna verður haldið árlega og verður það næsta haldið á Austur- landi. Undirbúningsnefnd næsta þings skipa: Rúnar Sigþórsson Grunnskólan- um Eiðum, er hann formaður nefndar- innar og jafnframt formaður samtak- anna. Sigfús Grétarsson Hallormsstað. Guðrún Jónsdóttir Reyðarfirði. Þorbjörg Amórsdóttir Hrollaugsstaðaskóla. Freyja Friðbjamardóttir Djúpavogi. Á þinginu voru einkum rædd sérmái fá- mennra skóla, samkennsla árganga, hvemig á að fá fleiri réttindakennara til starfa við skólana, nauðsyn þess að kenn- aranemar í KHÍ fái reynslu af sam- kennslu árganga í sínu námi og faglega undirstöðu í slíkri kennslu, að við náms- efnisgerð verði tekið mið af þörfum nemenda í strjálbýli. Einnig var lögð rík áhersia á að koma á dreifðri og sveigjan- legri kennaramenntun. Þingfulltrúar fengu fræðslufundi um notkun umhverfis í kennslu og um tölvusamskipti. Á þinginu var að lokum gerð grein fyrir því samstarfi fámennra skóla, sem þegar er orðið í fræðsluumdæmunum. í undirbúningsnefnd fyrir þetta þing sátu: Ólafur Amgrímsson Litlulauga- skóla, S.-Þing. Svanhildur Hermanns- dóttir Bamaskóla Bárðdæla. Jenný Karlsdóttir Grunnskólanum Svalbarðs- strönd. Gunnar Gíslason Gmnnskólan- um Svalbarðsströnd. Skilnaður og söknuður Hjá Námsgagnastofnun er komin út les- örkin Kveðja og er hún nýjasta bókin í flokknum lcsarkasafn grunnskóla. Kvcðja er ætluð nemcndum í 5.-7. bekk grunn- skóla og hefur skilnað og söknuð að meg- incfni. Efhi bókarinnar er úr ýmsum átt- um, frumsamið og þýtt, gamalt og nýtt. Þórður Helgason valdi efnið og samdi kennslulciðbeiningar. Aðalheiður Skarp- héðinsdóttir teilaiaði myndir. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar. Bólcin er 128 bls. i brotinu A5, sctt og brotin hjá Námsgagnastofnun, prentuð í Steinholti hf. og bundin hjá Félagsbókbandinu-Bók- felli hf. Hagsaga í hnotskurn Komin cr á markaðinn ný bók eftir dr. Magna Guðmundsson: Líf og landshagir. í formála segir m.a.: „Inngangskafli grcinir frá atriðum sem spegla tíðarand- ann á uppvaxtarárum höfúndar. Þá koma þjóðmálin í röð stuttra þátta, er samcigin- lega mynda hagsögu í hnotskum." í bók- inni cr að finna snarpa gagnrýni á ríkis- fjármálin og peningakerfið. Sýning Nenu Allen í Menning- arstofnun Bandaríkjanna 28. scptember, var opnuð sýning á nýleg- um myndverkum Nenu Allen í Menning- arstofbun Bandaríkjanna, Neshaga 16. Nena Allen er Fulbright-styrkþegi og dvaldi á íslandi sumarið 1989. Sýningin stcndurtil 14. október. Happdrætti Strandamanna Þann 23. september var dregið í Happ- drætti Átthagafélags Strandamanna f Reykjavík, til styrktar byggingu félags- heimilis á Hólmavík. Vinningar komu á eftirtalin númen 1. vinningur: 1118 2. vinningur: 549 3. -5. vinningur: 20 2958 374 6.-13. vinningur: 745 2543 913 2589 894 1696 21 2683. Vinningshafar hafi samband við Sigur- björn Finnbogason í síma 73310 eftir 11. október. Sjúkrahúsiö í Húsavík 20 ára Á þessu ári eru 20 ár liðin síðan Sjúkra- húsið í Húsavík sf. flutti í núverandi hús- næði. Af því tilefni hefur stjórn Sjúkrahússins ákveðið að minnast þessara tímamóta. Þann 6. október næstkomandi verður stofnunin opin almenningi milli kl. 14 og 18. Þá gest öllum kostur á að skoða húsið og kynnast starfseminni þar. Kvikmyndasýningar MÍR Félagið MIR, Menningartengsl íslands og Ráðstjómarrikjanna, gengst að vcnju fyrir rcglubundnum kvikmyndasýningum á sunnudögum í haust og vctur í bíósal fé- lagsins að Vatnsstíg 10. Sýningamar hefj- ast kl. 16 hvcm sunnudag og sýndar verða gamlar og nýlegar sovéskar kvikmyndir úr safni félagsins, leiknar myndir, heim- ildarmyndir og tciknimyndir. Fram að áramótum verða sýningar sem hér segir: 7. október: Grimmileg hefhd Stakhs kon- ungs, leikstjóri Valerí Rubintsik. 14. október: Sólaris, leikstjóri Andrci Tarkovskí 21. október: Hvft sól eyðimerkurinnar, leikstjóri Vladimír Motyl. 28. oktober: Sýning fellur niður. 4. nóvember: Sjötti júll, leikstjóri Júlí Karssik. 11. nóvember: Hviti Bim Eymablakkur, leikstjóri Stanislav Rostotskí. 18. nóvember: Síberíuhraðlestin, leik- stjóri Eldar Urazbajev 25. nóvember: Rall, leikstjóri Alois Brcnch. 2. desember: Évgení Onegín, ópem- mynd. 9. desember: Spaðadrottningin, ópem- mynd. 16. desember: Gætið ylckar! Skjaldbalca!, leikstjóri Rolan Bykov. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan hús- rúm Ieyfir. íslandspóstur Út er kominn íslandspóstur, tímarit ís- lendinga í Svíþjóð. Ritið er að þessu sinni meira um sig en venjulega og er það meðal annars í tilefni af tíu ára af- mæli íslenska landssambandsins í Sví- þjóð. Upplag ritsins er 3000 eintök. Samkvæmt síðustu tölum losar nú fjöldi íslendinga í Svíþjóð fimm þúsund og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á íslandi teldist fimm búsund manna byggð til stærri bæja. Islandspóstur vill eins og landsmálablöðin íslensku, hvort sem er í Keflavík eða á Neskaupstað, minna á til- veru og hagsmunamál sinna heima- manna. Að þessu sinni eru kvaddir til leiks í ís- landspósti fjölmargir höfundar, svo leik- ir sem lærðir, en allir eiga höfundarnir það sameiginlegt að hafa dvalist í Svíþjóð um lengri eða skemmri tíma. Meðal höfunda eru Haukur Þorsteins- son, forseti Landssambandsins; Þórður Einarsson sendiherra, rithöfundarnir Einar Bragi, Steinunn Jóhannesdóttir og Hrafn Gunnlaugsson, auk íslenskra skálda sem búsett eru í Svíþjóð. Þá eru ritinu fréttir af félagsstarfsemi íslend- inga og viðtöl við Georg Franklínsson, starfsmann Landssambandsins, og Brittu Gíslason, cinn af stofnendum sambandsins. Ritstjórar íslandspósts eru að þessu sinni þeir Jóhann árelfuz og Anton Helgi Jónsson. Halldóra Guðmundsdóttir Miðengi Fædd 26. febrúar 1891 Dáin 22. september 1990 Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suður- iands 22. september sl. og fer jarðar- för hennar fram í dag frá Fossvogs- kirkju. Hún var fædd 26. febrúar 1891, dóttir hjónanna Katrínar Jakobs- dóttur og Guðmundar Sveinbjörns- sonar, bónda að Valdastöðum í Kjós. Hún giftist 14. júní 1910 Benedikt Einarssyni, bónda og kennara. Þau fluttust að Miðengi í Grímsnesi vor- ið 1923 og bjuggu þar um 20 ára skeið. Þau eignuðust þrjú börn, Halldór, Guðmund og Helgu. Þegar Benedikt og Halldóra hættu búskap, tóku við búi á Miðengi Helga dóttir þeirra og tengdasonur, Kristinn Guðmundsson, þar átti Halldóra alltaf heima, hjá kærri fjölskyldu, þar sem hún unni hag sínum vel og gat í mörg ár starfað mikið að sínum áhuga- og félagsmálum. Halldóra gekk í Kvenfélag Grímsneshrepps og var virkur og góður félagi, var formaður þess í meira en tvo ára- tugi. Hún var áhrifaríkur og traust- ur fulltrúi kvenfélags síns hjá Sam- bandi sunnlenskra kvenna og var kosin formaður þess árið 1948 og gegndi því starfí í 15 ár, eða til 1963. Á þessum árum voru örar breyting- ar í þjóðfélaginu og mikið starf að vera formaður S.S.K. í stóru og dreifbýlu héraði við erfiðar aðstæð- ur. Halldóra var dugleg og vel gefin, hún trúði því að kvenfélögin í Ár- nes- og Rangárvallasýslu, sameinuð undir merki S.S.K., gætu komið mörgum góðum málum fram, sunnlenskum byggðum til heilla. í skólanefnd Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni var hún lengi og vann þar mikið starf. Fyrsta orlof húsmæðra á Laugar- vatni var framtak Halldóru og henn- ar samstarfskvenna áður en frum- varp til laga var samþykkt frá Al- þingi um orlof húsmæðra. Á orlof- sviku á Laugarvatni naut Halldóra sín vel í hópi húsmæðra á Suður- landi. Umræður um byggingu sjúkrahúss á Suðurlandi var stór þáttur í störf- um S.S.K. á stjórnarárum hennar og lagði hún oft mikið á sig til að stuðla að byggingu nýs sjúkrahúss á Suðurlandi og að allir skyldu vera sáttir og sameinaðir. í rúm sex ár hefur hún legið á Sjúkrahúsi Suðurlands, eftir að hún lærbrotnaði og gat ekki lengur verið heima hjá fjölskyldu sinni á Mið- engi. Störf Halldóru á Miðengi eru skráð í sögu S.S.K. og njótum við þeirra með þökk og virðingu. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðú fyrir félagsstörf. Að lokum þökkum við líf og störf Halldóru í Miðengi og færum börn- um hennar og öðrum vandamönn- um innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Sambands sunnlenskra kvenna Sigríður Th. Sæmundsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.