Tíminn - 04.10.1990, Side 8

Tíminn - 04.10.1990, Side 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. október 1990 Guðmundur Daníelsson - í tilefni áttræðisafmælis - Guðmundur Daníelsson rithöfundur hefði orðið áttræður í dag, 4. október, ef hann hefði lifað, en hann lést fyrr á þessu ári. Það æxlaðist svo fyrir um það bil áratug að við Guðmundur kynnt- umst allvel. Svo vildi til að á sjötugsafmæli hans bað Ríkisút- varpið mig að fara nokkrum orðum um skáldskap hans í dagskrá af því tilefni. í framhaldi af því þróuðust mál svo að ég tók að mér að skrifa yfirlit um sagnagerð hans fram til þess tíma, og kom það út sem lítið bókarkver og fylgdi tíu binda ritsafni hans sem út var gefið árið eftir. Vinnan við þetta kver varð mér að mörgu leyti sérkennileg reynsla. Oftar en ekki, þegar við bók- menntafræðingar tökum okkur fyrir hendur að gera yfirlit um skáldskap einhvers höfundar, þá er þar um að ræða menn sem um lengri eða skemmri tíma, jafnvel aldir, hafa Iegið í gröfum sínum. Hér horfðu mál öðru vísi við, höf- undurinn var enn í fullu fjöri, og það sem meira var, hann var sjálfur áhugasamur um verkið og raunar samvinnufús í besta máta. Og ekki gat ég annað en dáðst að Guðmundi fyrir þolinmæðina og stillinguna sem hann sýndi í þessu samstarfi okkar. Ég sat yfir honum langtímum saman og spurði hann spjörunum úr um það hver hefði verið meining hans með þessu eða hinu í einni bókinni eftir aðra. Við öllu gaf hann greinargóð svör og gaukaði reyndar ýmsu að mér um- fram það sem ég spurði. Ég kynntist því raunar betur síðar að hann var vissulega metnaðar- fullur höfundur fyrir eigin hönd og síður en svo sama um það sem sagt var á prenti um verk hans. En þama stillti hann sig svo vel að ég get enn fúllyrt að hann lét mig al- gjörlega sjálfráðan um það hvað ég setti saman um sögumar. Veit ég ekki hvort allir höfundar hefðu ráðið við að gera það sama í þess- um sporum. Og fyrir mig persónu- lega varð það svo vitaskuld ánægju- legast að ekki gat ég annað fundið að loknu verki en að hann væri að minnsta kosti allvel ánægður með árangurinn. Upp úr þessu urðum við Guð- mundur svo allgóðir kunningjar og áttum oft ánægjuleg samtöl um bókmenntimar og um landsins gagn og nauðsynjar. Varðandi per- sónu hans er mér minnisstæðast hvað maðurinn var allur hress og víllaus í besta máta. Skáldlistina tók hann vissulega alvarlega og ræktaði hana af fullum þunga lista- mannsins. En þess á milli var hann í allri framkomu rétt eins og við hinir, tilbúinn í grín og glens þegar svo bar undir. Þar tókst afburða- listamanni og einum af mestu rit- höfundum þjóðarinnar að skilja svo á milli listar og daglegra hátta að hvorugt truflaði hitt. Núna er Guðmundur hins vegar genginn á vit feðra sinna. Það breytir nokkuð afstöðu okkar til verka hans, að því leytinu til að núna er orðið hægt að líta yfir þau í heild og reyna að vega og meta gildi þeirra, sem og það hver þeirra séu liídegust til langlífis. Ég fullyrði að í heild er skáldskap- ur Guðmundar það rismikill að engin ástæða er til að ætla annað en að sögur hans verði lesnar áfram um fyrirsjáanlega framtíð. Þó verður að gera ráð fýrir að sumt endist þar betur en annað líkt og gerist um öll mannanna verk. Mér þykir til dæmis líklegt að sögur hans af Suðurlandi muni máski ekki endast eins vel og ýmislegt annað. Þær eru í talsverðum mæli bundnar stað og stund, nánar til tekið raunverulegum mönnum sem Guðmundur fór ekki í felur með að væru þar fyrirmyndir að einstökum persónum. Þess vegna má vera að þegar þeir eru frá, sem muna þessa menn, þá kveiki sög- urnar ekki lengur sama áhugann og þegar þær komu út. Annars er það sannast sagna að Guðmundur var svo afkastamikill höfundur að nánast ókleift er að gera nothæft yfirlit um verk hans nema í talsverðu máli. Hann átti langan starfsferil og kom mjög víða við. Þekktastur er hann fyrir skáld- sögur sínar, en hann skrifaði margt annað, smásögur, ljóð, viðtöl, ferða- þætti, og töluvert vann hann að þýðingum, einkum hin síðari árin. Skáld mannsins Þó má geta þess að Guðmundur var allt frá upphafí vega fýrst og fremst skáld mannsins og manns- sálarinnar, en miklu síður skáld þjóðfélagsins. Þetta á sér vafalaust að stórum hluta rætur í þeirri mót- un sem hann hefur fengið í upphafi sem skáld. Til skýringar má geta þess að hann var fæddur 1910 og gaf út fyrstu bók sína 1933. Á bemskuárum hans var nýróm- antíkin allsráðandi í íslenskum bókmenntum. Það fól í sér að þá voru skáldin sérstaklega upptekin af sálarlífi sínu og innri manni - segja má að tilfinningalífið hafi þá verið sett í öndvegi - en þjóðfélags- þróunin, stéttabaráttan, kjaramál- in, og hvað það var annað sem snerti efnislega og efnahagslega framþróun samfélagsins, var hins vegar nánast algjörlega utan við áhugasvið þeirra. Að vísu væri það of mikil einföldun að halda því fram um Guðmund Daníelsson að hann hafi einvörðungu verið ný- rómantískt skáld, en þetta segir okkur samt, að ég hygg, töluvert mikið um það sem nefna mætti meginatriðin í skáldlegum sér- kennum hans. Þegar tískan sveigð- ist svo yfir til hinna þjóðfélagslegri og pólitískari yrkisefna - reyndar meðan hann var enn ungur maður - þá hélt hann sínu striki og lét engan segja sér fýrir verkum. í samræmi við þetta var það svo að Guðmundur byrjaði mjög snemma á rithöfundarferli sínum að fást við það sem best liggur við að tala um sem sterka menn - sterka einstak- linga. Honum varð þar miklu frekar nærhendis að kryfja mannlega ein- staklinga heldur en að skoða þjóð- félagið og einstaka drætti þess, sem þó var hvað mest í tísku um þær mundir. Og þessu má segja að hann hafi haldið áfram allar götur síðan. Af þeim sökum má segja að það hafi tiltölulega snemma orðið aðals- merki hans sem höfundar hvað honum lét vel að lýsa tilfinningalífi fólks. Þessa gætir að vísu mismikið í sögum hans, og í ýmsum af hinum gamansamari má vissulega segja að persónurnar búi ekki yfir tiltakan- lega miklum innri átökum. En í ýmsum af bestu sögum sínum hygg ég að hann lýsi svo miklum tilfinn- ingalegum átökum og af svo mikilli leikni að þar fari ekki margir höf- undar í fótspor hans. Skáldsögumar Á eftirstríðsárunum hélt hann þessu mjög fast til streitu í fjórum stuttum sögum undir nóvelluformi sem hann birti þá. Þessu tímabili lauk með Blindingsleik, einu mergjaðasta verki hans fýrr og síðar. Eftir það snéri Guðmundur hins vegar blaðinu að nokkru leyti við og fór að skrifa veigameiri skáld- sögur með sögulegri uppistöðu. Þær urðu tvær þarna, Hrafnhetta, um ógæfusama erlenda stúlku sem kom hingað til lands snemma á átj- ándu öld og bar hér beinin, og Son- ur minn Sinfjötli, sem sækir efni langt aftur í fjarlæga fortíð, allar götur til Völsunga á forsögulegum germönskum tíma. Guðmundur Daníelsson rithöfundur Að því loknu færði Guðmundur sig hins vegar nær samtímanum í tíma og rúmi, er hann fór að skrifa sögur sem sóttu efni sitt í nálægan tíma, nánar til tekið fólk og atburði á Suðurlandi, og gott ef ekki í Ár- nessýslu einni saman. í því áhlaupi urðu til sögurnar Húsið, Tuminn og Teningurinn og Jámblómið. Hér skulu þessar sögur ekki raktar í smáatriðum, en þess eins getið að í þeim er eins konar heimilda- sagnagerð á ferðinni, auk þess sem þar er enn áberandi áhugi þess höf- undar sem skoðar manneskjuna fremur en þjóðfélagsgerðina. Og máski má segja að enn hafi Guðmundur verið á Suðurlandi í næstu og kannski mergjuðustu bók sinni fýrr og síðar, en það er Bróðir minn Húni. Það er for- kunnarvel skrifuð bók, ákaflega vel hnitmiðuð og yfirveguð, og kannski það verk hans þar sem ein- staklingshyggjan, sem ég gat um, kemur hvað skýrast fram hjá hon- um. Eftir það hélt hann síðan enn áfram og skrifaði Vestangúlp garró, skáldsögu sem gerist á Suðumesj- um, nær í lýsingum sínum fram undir síðara stríð og minnir í ýmsu á það sem hann hafði áður gert í Blindingsleik. Og við þetta bætti hann síðan tveimur sögulegum skáldsögum um forfeður sína sunnanlands, Dómsdegi og Bók- inni um Daníel. Með þessum fjór- um verkum var hann þar með bú- inn að skapa sagnabálk sem fæst við breytingatímann hér á landi, þegar samfélagið var að þróast frá frumstæðu sveitaþjóðfélagi og yfir í áttina að því tæknisamfélagi sem við búum við í dag, og er með þeim orðum aðeins drepið á mikið efni og forvitnilegt sem leynist innan spjalda þessara bóka allra. Énn bætti hann svo við sögunni Tólftónafuglinn, þar sem hann hvarf aftur til nóvelluformsins og beitti markvisst kímni með lýsing- um á persónum sem engum kunn- ugum duldist að áttu sér fýrir- myndir af holdi og blóði. Og síðasta skáldsaga hans var svo Vatnið, enn ein sagan um sterkan einstakling, sem að þessu sinni var kona sem sett var niður við Þingvallavatn og kraftur þess látinn mynda með meistaralegum hætti togstreitu við persónur bókarinnar. Margt fleira mætti segja um ein- stök skáldverk Guðmundar Daní- elssonar, og sérstaklega væri ástæða til að minna á þá hressilegu kímni sem víða gætir í verkum hans. Líka er full ástæða til að benda á það einkenni hans sem skáldsagnahöfundar að hann var ákaflega góður sögumaður; í því felst að honum lét mjög vel að segja frá, byggja upp söguþráð og skapa áhugaverðar og eftirminni- legar persónur, sem vitaskuld er mikill styrkur hverjum rithöfundi. Bróðir minn Húni Ef horft er eftir því hverjar af sög- um Guðmundar séu líklegastar til langlífis þá kemur Bróðir minn Húni óhjákvæmilega fljótt upp í hugann. Sú saga er sérstæð að formi fýrir þá sök að í henni segja í rauninni tveir bræður úr íslenskri sveit frá, annar látinn og hinn sem hefur komist í eftirlátin blöð hans. Togstreitan þar skapast fýrir tilstilli Reykjavíkurstúlku sem verður þeim skeinuhætt, og þó fýrst og fremst öðrum þeirra, Húna. Sá er mjög sérstæður að skapgerð, fullur af eldmóði og ofurmennisdýrkun, svo að einna helst minnir á hetju- hugsjón íslendingasagna. Hann vill nýta krafta sína, sýna yfirburði sína og hvorki meira né minna en vinna sigur á öllu því sem verður á vegi hans. Honum tekst þetta framan af, en þegar stúlkan úr höf- uðborginni verður á vegi hans þá kemur í Ijós að hann hefur ekki í fúllu tré við hana. Þarna er að vísu fleira gefið í skyn en sagt berum orðum, en þessum átökum lýkur þó þannig að Húni bindur sjálfur enda á líf sitt, velur þann kostinn sem þar er nefndur að deyja standandi. Bókin er vissu- lega flóknari en svo að hægt sé að gera henni nægilega rækileg skil hér. En í stuttu máli er hún það mergjuð lýsing • á sérstæðum mannlegum hetjupersónuleika að það má mikið vera ef hún á ekki eftir að draga að sér áhugafólk um bókmenntir og skáldskap enn um langa hríð. Blindingsleikur Tvær aðrar bækur Guðmundar leita líka á hugann þegar horft er eftir lífvænlegustu sögum hans. Önnur þeirra er Blindingsleikur. Guðmundur benti mér sjálfur á að þar myndi hann hafa skrifað undir áhrifum frá sögunni Réttarhöldin eftir Franz Kafka, og fer held ég ekki á milli mála að þau áhrif eru greinileg. Þessi saga Guðmundar er sérstæð og áhugaverð fýrir þá sök að þar má segja að söguþráður eða persónur séu ekki meginatrið- ið, þótt vissulega sé hvort tveggja vel til sniðið og býsna margslung- ið, svo sem endranær hjá höfundi sínum. Það sem telja má höfuðatriði sög- unnar er hins vegar rannsókn eða úttekt á refsingunni sem slíkri, án þess að endilega þurfi að liggja refsiverður glæpur þar að baki. Þetta má þykja mótsagnakennt, en þó er hér meðal annars lýst manni sem ekki verður séð að hafi neitt refsivert til saka unnið, en bíður þess eigi að síður að taka út refs- ingu, og tekur hana út að lokum. Viðfangsefnið hér er þannig sér- stætt og sérkennilegt, og má reyndar einnig rökstyðja að hér séu harmsöguleg efnistök á ferðinni, líkt og við þekkjum til að mynda úr íslendingasögum, svo sem í von- lausri baráttu Njáls á Bergþórs- hvoli við forlögin og ósigur hans fýrir þeim. Það sem mér virðist þannig vera einna sérstæðast og áhugaverðast við þessa bók er það hvemig í henni er lýst vonlausri baráttu við að komast undan refsingu sem ekki hefur verið unnið til. Þetta má með hversdagslegra orðalagi orða þann- ig að stundum er eins og mönnum gangi illa og þeim sé líkt og refsað fýrir eitthvað sem þeir hafa alls ekki gert. Ég minnist þessi ekki í fljótu bragði að annar íslenskur höfúndur hafi tekið jafn afmarkað á þessu viðfangsefni, hvað þá skilað því með jafn listargóðum hætti og Guðmundur gerði í þessari bók. Vestangúlpur garró Hin bókin er Vestangúlpur garró, skáldsaga sem að minni hyggju hefur alls ekki vakið þá athygli sem hún verðskuldar. Hún er á svipað- an hátt og hin kmfning á glæpn- um, í anda Kafka, nema hvað hér má segja, ef eitthvað er, að öllu lengra sé gengið í því að kafa niður í mannlegt eðli, nánar til tekið þann þátt þess sem framkallar glæpi og afbrot, og kallar þannig á refsingu. Einhvem tíma hef ég komist svo að orði um þessa sögu að hún sé glæpasaga, og styðst það við byggingu hennar, sem er þess eðlis að í henni er lesandi leiddur beint inn í glæpasamfélag og kynntur fýrir persónum sem em ótíndir glæpamenn og ekkert ann- að. Hins vegar er þetta ekki glæpa- reyfari af þeirri tegund þar sem byrjað er á því að framinn er glæp- ur og sagan síðan byggð upp sem leit að hinum seka. Þvert á móti má rökstyðja það að í þessari sögu sé glæpurinn, sem raunar er ekki framinn fýrr en undir bókarlok, aukaatriði, en aðalatriðið sé sál- fræðileg kmfning á glæpum, glæpamönnum og atferli þeirra öllu. Og jafnframt er það sérkenni þessarar bókar að nánast óhugs- andi er að skilgreina hana sem hefðbundið ádeiluverk, allra síst fé- lagslegt, á glæpi og orsakir þeirra. Þvert á móti er hér enn eina ferðina um að ræða þann áhuga höfundar á sérstæðum einstaklingum og mannlegu eðli sem kannski gerir hvað mest af frábæmm árangri hans á sviði sagnagerðar. Og af sjálfu leiðir þá að Guðmund- ur Daníelsson hefur sem skáld ver- ið nokkuð á skjön við samtíð sína. Síðustu sextíu árin hafa sem kunn- ugt er verið mikið umbrotatímabil í pólitískri sögu þjóðarinnar. Sér- staklega hafa vinstri og félagslegar hreyfingar margs konar verið hér áberandi. Er það kunnari saga en svo að rekja þurfi, sem og hitt hve slíkar skoðanir hafa sett mark sitt á meginpartinn af þeim nýja sagna- skáldskap sem hér stóð lengst upp úr þennan tíma. En slík sögulega þróun eða tilvilj- un má samt ekki verða til þess að menn útiloki allan annan skáld- skap og afskrifi hann sem óferj- andi. í áhuga sínum á sterkum ein- staklingum og mannlegu eðli yfir- leitt kaus Guðmundur að berjast áfram til hliðar í strauminn. Það dylst engum, sem kynnir sér til dæmis þessar þrjár sögur hans, að þær eru ákaflega kjarngóður skáld- skapur og máski sígildari og þar með vænlegri til langlífis en margt það sem meira hefur verið hossað. Þess vegna kæmi mér ekki á óvart þó að margt í þeim yrði því meira lesið því lengur sem tímar líða fram. Eysteinn Sigurðsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.