Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn ÖC<i! ÞriÖjudagúr 9. oktöber í 990' Eyjafjörður: Sameining hrepp- anna samþykkt Mikill meirihluti hreppanna þriggja innan Akureyrar, Saurbæjar- hrepps, Öngulstaðahrepps og Hrafnagilshrepps, greiddi atkvæöi með því aö hrepparnir yrðu sameinaðir í kosningum sem fram fóru á laugardaginn. Samhliða kosningunum voru greidd atkvæði um nýtt nafn á tilvonandi sveitarfélag. Eyjafjarðarbyggð hlaut flest at- kvæði eða 58. Næsta skrefið í sameiningarmálun- um er síðan kosning sveitarstjórnar fyrir hið nýja sveitarfélag, og er stefnt að því að ganga til kosninga 17. nóvember. í hinni nýju sveitar- stjórn munu eiga sæti 7 manns. Að öllum líkindum munu fráfarandi sveitarstjórnir bjóða fram einn sam- eiginlegan lista, og verður val fram- bjóðenda miðað við hlutfall íbúa- fjölda í gömlu hreppunum. Þ.e. Öngulstaðahreppur fengi 3 fulltrúa, Hrafnagilshreppur og Saurbæjar- hreppur 2 fulltrúa hvor. Úrslit úr kosningunum urðu sem hér segir: í Öngulstaðahreppi voru 260 á kjörskrá, 135 greiddu atkvæði, eða 51,9%. 102 voru samþykkir, 31 á móti og 2 seðlar voru auðir. í Hrafnagilshreppi voru 209 á kjör- skrá, 116 greiddu atkvæði eða 55,5%. 95 voru samþykkir, 20 á móti og 1 seðill var auður. í Saurbæjar- hreppi voru 166 á kjörskrá, 90 greiddu atkvæði, eða 54,2%. 83 voru samþykkir, 6 á móti og 1 seðill var auður. íbúar hreppanna þriggja vilja greinilega tengja nafn hins nýja sveitarfélags Eyjafirði. Eins og áður sagði hlaut Eyjafjarðarbyggð 58 at- kvæði, Eyjafjarðarsveit 57 atkvæði, Eyjafjarðarhreppur 52 atkvæði, Grundarþing 49 atkvæði, Staðar- byggð 26 atkvæði og Vaðlaþing 25 atkvæði. Önnur nöfn fengu lítið sem ekkert hiá-akureyri Framsóknarfólk Húsavík Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn sunnudaginn 14. október nk. [ Félagsheimilinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 4. Kosning fulltrúa á flokksþing. 5. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra ræðir um stjórnmálaviðhorfið. 6. Önnur mál. Nú mætum við hress og kát til starfa. Kaffiveitingar. Sflómin. Guömundur BJamason Frá Kjördæmissambandi framsóknarmanna á Vestfjöröum Á þingi sambandsins 8.-9. september sl. var samþykkt að gang- ast fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna vegna framboðs ( komandi alþingiskosningum. Hér með er auglýst eftir þátttöku frambjóðenda (umrædda skoðanakönnun, sem fyrirhugað er að halda í lok októbermánaðar, og nánar verður tilkynnt um síðar. Þátttaka tilkynnist skriflega til Framboðsnefndar, Hafnarstræti 8, 400 Isafirði, fyrir 15. október nk. Nánari uppíýsingar veita: Kristjana Sigurðardóttir, ísafirði, sími: 94-3794 Sigriður Káradóttir, Bolungarvík, sími: 94-7362 Magnús Björnsson, Bíldudal, sími: 94-2261 Einar Harðarson, Flateyri, sími: 94-7772 Guðbrandur Björnsson, Hólmavík, sími; 95-13331 Framboðsnefhd. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra 35. kjördæmisþing K.F.N.E. verður haldið að Hótel Húsavlk dag- ana 10. og 11. nóvembernk. Þann 11. nóvember verður einnig haldiö auka kjördæmisþing. Dagskrá verður nánar auglýst síöar. Skrifstofa K.F.N.E. að Hafnarstræti 90, Akureyri er opin mánu- daga til fimmtudaga kl. 17.00-19.00 og föstudaga kl. 15.00- 17.00. Starfsmaður er Sigfríður Þorsteinsdóttir og mun hún veita allar nánari upplýsingar I síma 21180. Stjórn K.F.N.E. Selfoss Framsóknarfélag Selfoss boðartil aðalfundar23. októbernk. kl. 20,30 að Eyrarvegi 15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþingið sem verður á Hvolsvelli. önnur mál. Félagar, fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Ath. breyttan fundartima. Stjórnin. >' • ¦ ¦ . *"~ ———--1 WmT í. 1 ;< j L ¦¦1 ^H $m? f ./'.¦í*',¦'¦.,' H A '•' '-..••^ £' 3 14 BJliB Félagar í Heiðursráði Krabbameinsfélagsins ásamt formanni félagsins. Frá vinstrí: Davíð Ölafsson, Ottó A. Michelsen, Vigdís Finnbogadóttir, Tómas Árni Jónasson, Ólafur Bjarnason og Almar Grímsson, formaöur. Hjörtur Hjartarson og Gunnlaugur Snædal voru fjarverandi. Þrír valdir í Heiöursráö Krabbameinsfélags íslands Davíö Ólafsson, Ottó A. Nichelsen og Tómas Árni Jónasson hafa verið valdir í Heiðursráð Krabbameinsfélags íslands, en það er æðsta viðurkenning sem félagið veitir. í ráðinu eru „heiðursfélagar sem til þess eru valdir fyrír frábært starf í þágu félagsins", eins og segir í reglum um ráðið. Þremenningunum voru afhent skrautrituð heiðursskjöl í móttöku eftir formannafund Krabbameinsfélagsins, sem haldinn var í Hafnarfirði á föstudaginn. Davíð Ólafsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri, sat í Vísindaráði Krabbameinsfélagsins frá stofnun þess 1985 og þar til á þessu ári. Síðustu tvö árin var hann formað- ur ráðsins. Þá hefur hann lagt fé- laginu lið á ýmsan hátt. Ottó A. Michelsen, fyrrverandi forstjóri, var virkur þátttakandi í skipulagi þjóðarátaks gegn krabba- meini árið 1982 í Reykjavík og söfnunar meðal fyrirtækja í kjölfar þess átaks. Hann var fremstur í flokki þegar Krabbameinsfélaginu var afhent verðmæt tölvugjöf er það flutti í Skógarhlíð 8 haustið 1984. Þá vann hann að undirbún- ingi þjóðarátaksins 1986 og veitti söfnunarnefnd Bústaðasóknar for- ystu í þjóðarátakinu 1990. Tómas Árni Jónasson yfírlæknir var í stjórn Krabbameinsfélags ís- lands í ellefu ár, frá 1979 til 1990, og í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur í fimmtán ár, þar af formaður frá 1979 til 1988. Áður hafa fj'órir verið valdir í Heiðursráð Krabbameinsfélagsins. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands og verndari félagsins, var kjörin í ráðið fyrst allra á 35 ára af- mæli félagsins árið 1986. Hjörtur Hjartarson, fyrrverandi forstjóri og stjórnarmaður félagsins 1952- 1987, var kjörinn í ráðið á aðal- fundi 1987. Ólafur Bjarnason, fyrr- verandi prófessor, formaður félags- ins 1973-1979, og Gunnlaugur Snædal prófessor, formaður félags- ins 1979-1988, voru kjörnir í ráðið haustið 1988. khg. Stríðsvindar, Stikilsberja-Finnur og Hrafninn flýgur: Skammdegisdagskrá ríkissjónvarpsins Hugmyndasmiðir sjónvarpsins eru tilbúnir með vetrardagskrána, fram að jólum að minnsta kosti. Margt athyglisvert verður á boð- stólum fyrir áhorfendur sjónvarpsins til að stytta sér stundir við í skammdeginu. Innlendri dagskrárgerð er sniðinn aðeins þrengri stakkur en síð- ustu ár. Ýmsir gamalkunnir gestir munu þó birtast á ný, jafnframt því sem bryddað verður upp á nýjungum, jafnt að efni sem umsjón- arfólki. Þættir eins og Nýjasta tækni og vís- indi, Skuggsjá, Poppkorn og Fólkið í landinu verða allir á dagskrá sjón- varpsins í vetur. Hemmi Gunn verður á sínum stað sem og Stundin okkar. Af nýju efni má nefna þætti eins og Líf í tuskum og Ný tungl. Líf í tuskum kemur til með leysa Spaugstofuna af fram að jólum og er það Jón Hjartarson leik- ari sem skrifar handrit þessara gam- anþátta. Þátturinn Ný tungl fjallar um dulræn mál, Helgi Sverrisson og Jón Proppé heimspekingur stóðu að gerð þessara þátta en kynnir verður Arthúr Björgvin Bollason. Af ís- lenskum kvikmyndum sem sýndar verða má nefna Eins og skepnan deyr eftir Hilmar Oddsson og mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur. Leikið efhi af erlendum toga skipar stóran sess í dagskrá sjónvarpsins eins og oft áður. Byrjað verður að sýna framhald hinna vinsælu fram- haldsþátta, Stríðsvindar, og verður þráðurinn tekin upp þar sem frá var horfið í sögu Henry fjölskyldunnar. Derrick mun leysa Matlock af í vetur og á föstudagskvöldum hefst ný þáttaröð er nefnist Eurocops. Staupasteinn, Hver á að ráða og Fyrirmyndarfaðir verða sem fyrr á skjánum í vetur og af barnaefni má nefna efni eins og Töfraglugginn, Al- freð Önd, Kisuleikhúsið og Vic the Viking sem er nýr bandarískur myndaflokkur í 52 þáttum um ævin- týri mishugaðra forfeðra okkar hér á norðurslóð fyrir þúsund árum. Margháttað tónlistarefni mun ber- ast áhorfendum og má þar nefna tónleika með The Rolling Stones, Tinu Turner og Yes. Af sígildri tón- list má nefna óperuna Vilhjálm Tell eftir Rossini, en sýnt verður frá upp- færslu í Scala á síðasta leikári. Marg- ar bíómyndir verða á dagskrá sjón- varpsins í vetur og er þar helstar að nefna óskarsverðlaunamyndina Platoon, Uppreisnina á Bounty með þeim Mel Gibson, Anthony Hopkins og Laurence Olivier í aðalhlutverk- um, þá verður sýnd bandarísk bíó- mynd um Stikilsberja-Finn er gerð var árið 1981. -khg. á minningargrein um Ásgerði Rósu Jóhannsdóttur frá Ármúla við ísa- fjarðardjúp sem birtist í Tímanum fimmtudaginn 4. október. Þar mis- ritaðist nafn hálfsystur Ásgerðar Rósu. Hún hét Guðrún Hallfríður, en ekki Guðfríður Hallfríður. Er beð- ist velvirðingar á mistökunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.