Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 9. október 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Steingrfmur Glslason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ræða Þorsteins Forystumenn Sjálfstæðisflokksins færa sig sífellt upp á skaftið í áróðri sínum fyrir því að íslendingar búi sig undir að ganga í Evrópubandalagið á næstu árum. Davíð Oddsson hafði forystu fyrir því í stefnu- skrárnefnd flokksins að síðasti landsfundur sjálf- stæðismanna ályktaði í þeim anda, og nú hefur Þor- steinn Pálsson lýst skoðun sinni um nauðsyn þess að vera við öllu búinn í þessu efni. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins á fundi Sam- taka fiskvinnslustöðva á föstudaginn er skýr vís- bending um að flokkurinn muni beita sér fyrir aðild íslands að Evrópubandalaginu. Það getur ekki liðið nema stuttur tími þangað til landsfundur Sjálfstæð- isflokksins ályktar skýrum stöfum um þá stefnu, úr því að formaðurinn er orðinn svo eindreginn stuðn- ingsmaður málsins sem nú er komið á daginn. Fram til þessa hafa ýmsir alið þá von í brjósti að Þorsteinn Pálsson myndi standa gegn þeim öflum í flokknum sem áköfust eru í aðild að Evrópubandalaginu, en nú er sú von horfin. Formaðurinn ætlar að hafa for- göngu um málið. Orð hans verða ekki misskilin. Hitt er reyndar satt að Þorsteinn Pálsson studdi mál sitt að hluta til þrasrökum af því tagi sem ís- lenskir stjórnmálamenn temja sér þegar þeir eru að munnhöggvast í návígi á fundum. Þrasrökin sem þarna var um að ræða, voru þau að hann (Þorsteinn Pálsson) sæi ekki betur en að viðræðurnar milli EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði, sem ís- lendingar taka þátt í undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar, stefni að því að EFTA-ríkin verði úr því aðilar að Evrópubandalaginu, því að evrópska efnahagssvæðið geti aldrei orðið að veruleika. Þor- steinn Pálsson er m.ö.o. að segja það að raunveru- lega sé Jón Baldvin að semja kland inn í Evrópu- bandalagið. Og til þess að gera þrasrökin ekki enda- slepp verða ályktunarorðin í þessari hundalógík Þorsteins Pálssonar þau að núverandi ríkisstjórn sé komin svo langt í samningum um inngöngu í Evr- ópubandalagið að íslendingar eigi ekki annars úr- kosti en að búa sig undir að ganga krókalaust í þessa ríkjasamsteypu. Svona falsrök eru auðvitað glær í gegn. Þau gætu e.t.v. hentað riddurum aulafyndninnar, en fara Þor- steini Pálssyni illa. Sannleikurinn er sá að íslenskir stjórnmálamenn í öllum flokkum þurfa að setjast niður til að ná sáttum um að bjarga sjálfstæði og fullveldi íslands, áður en nýkapitalistar og tækni- kratar taka völdin endanlega af þeim um að ráða fram úr stöðu íslenska lyðveldisins í hópi ríkja heims. Þess vegna ber að harma það að formaður stærsta stjórnmálaflokksins skuli nú herða áróðurinn fyrir því að ísland gangi í Evrópubandalagið. Andstæð- ingar þessa máls mega ekki láta orð Þorsteins Páls- sonar þegjandi fram hjá sér fara, síst af öllu þeir flokksmenn hans sem andvígir eru afsali pólitískra þjóðréttinda fyrir ímyndaðan efnahagsávinning. GARRI Sigla svörtu skipin Eitt síðasta þjóðskald okkar orti um svörtsldp $em sfgMu. Ög þeg- ar Davfð Oddson, bojgarstjári, kom ut á tröppur buss sín* til aft tílkyima f sjónvarpi, að hann hefði ákveöið að taka þátt í prófkjöri Sjálfsfa-ðisflokksins i tteykjavík fýrir þingkosningaraar í vor, var hann klæddur í duggarapeysu, cins og hann vaeri byrjaður á grá- sleppunni. Vertíðin er að vísu ektó hafin, en það má alltaf mata peys- una utan vcrtíðar. Með yfirlýsiogu Davífts er iokift nokkurri óvissu um framboðið í Reykjavík. Harm þraaitóst lengi víft að taica áTcvörð- un, og sannast sagna ber framboð hans tíl þings upp á tíma, sem er bæfti óhentugur hoaum og flokkn- um. Davíð er nýleg* búin að Itiða flokk sinn til umtalsverðs sigurs I borgarstjórnarkosningunum. Enginn sambærilcgur borgarstjóri er í augsýn innan flokks Davíðs, og staða Jians getur orftift erfift, þott i honum sé" aft heyra aft hann ætíi aft verfta borgarsffóri áfram. Ekki þarf annað en mál æxlíst þannig, að hann vcrði ráðherra. Þá vcrður nú fátt um fína drætti hjá borgarsrjórnarmeirihlutanum. Köttur í ból gamalmenna Hér í'Tímanum hefur vérift bent á, aft þingflokkur Sjálfsfæðis- flokksins hefur hæstan meöalald- ur þingflokka. Búist hafði verið við því aö Davíð niyndi kjósa aö bíöaþangaótilhorfurvrðuáþvíað þíngflokkurinn yngdist upp. Mad- ur með skaplyndi Davíðs og meft tilliti til þcirrar valdastöðu sem hann gegnir veróur hann eflaust svolítið kringlóttur í framan þegar __MMMM»MHMM«._M_M___MH-M__^^^_ hann kemur » þittgflokkinn. Þar taka stórstjöraur landsmálaooa við honum, líta á hann sem gam- ansaman strák seot engin ástæða sé tíi aft bia aJvartega, og hreykja sér yfir hann með nokkur þúsund alkvæði á bak við sig. Áft auki mun sjötugum þingmonnum þykja skörin vera að facrast upp f bckk- inn, þegar uogur maður ætlar aft fara að láta til sín taka. Vlð þessa reynslu býr formaður flokksins. Hann gæti uppiýst Davíð um clli- heimilið og hcfur eflaust gert það. Þaðan stafar sú kurteisi f Davíð, aft segja aft haim vilji bara vera óbrcyttur þingmaður og borgar- stjóri í Reykjavík. Hann er scm sagt nú þcgar farinn aft biðja öld- Uttgana afsökunar á því, að hann svona ungur, skuli leyfa sér aft fara íframboð. :¦::;¦.;.':' Ljóta Njálan Fleiri framboftsmál Sjálfstæðis- flokksins sæta nokkrum tfftind- um. Eggert Haukdai hefur boðist til aö taka þriðja sæti á lista flokks- ins á Suðurlandi. Ekki var við því tilboði litið. Kjördæmaráðiö ákvaft aft efna tíl prófkjörs. VJft þaft fcilur tilboð Eggerts um sjálft sig. Talíð er aft annað sætió á listanum falii Arna Johnsen í skaut, en hann er sériegur þingmaftur Vestmanna- eyja og cinskonar Gauji Valdason Morgunblaösins, tJm fyrsta sætíð á listanum þarf eJdá að tala. Það sldpar l»orstcinn Páisson. Tvær konur eru taldar hklegar í þriðja sætift, komi tíi þcss ao Eggert falii ár því. Önnur er Rangæingur, Drífa Hjartardóttir, en hln er prestsmaddaman á Sclfossi, frú Arndís Jónsdóttir. Urn það ieytí sem prófkjörið var ákveðið kom ¦___MM_________—J_________«MMMB— upp kvittur um dreifibréf, sem tal- ió hefur verið runnið undan rifjum Eggerts Haukdal, |>ar eru bornar ýmsar sakir á gamla féndur Egg- erts, sem aidrei hafa gefið honuin stundarhié í innansveitarmálum. Þetta deifibréf kemur á undarleg- um tíma, og sýnir að cnn er vegist á f Rattgárþingi. Ljót var Njála, en Njálan um Eggcrt ér litlu betri. Fari svo að tvær konur saeld að honum í prófkjörinu fer fyrir hon- um eids og Gunnari á Hiíftarenda. Þær munu neita honum um lok- Jdnn um það bil sem ands tæðingar hans hafa rofið þekjuna yfir hon- HlBi Án endurnýjunar Þótt skrautlegasta viðureignin muni eiga sér stað í kjördæmi Þor- steins Pálssonar, er ekki þar meft sagt aft átök um fraroboð kunni ekkJ að Játa á sér kræla annars staðar. Sýnt er að í Reykjavík falla einhverjir út af Usta, sem hafa ver- ift í þingsætum. ttagnhildur Hclgadóltir hefur kosið að hætta á þingi. En flokkinn skortir lítt fnunbærilcga kvenskiirunga. Þar má nefna Þuríði Pálsdóttur, söng- konu, sem meft list siani hreif iiueyrendttthfr áftur fyrr, Þuríftur er vösk aft hverju sem hún gengur ag ómyrk f mílt EWd er hægt aft spá hvaft um hana yrði á eiliheim- iii flokksins á þingi. ósyngjandi yröi hensi ckki sökkt i gráma þingflokksins. En eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn stefnir f næsttt kosningar án teljandi end- urnvjunar. Þar mun sama gamla gengift rafta ríkjum meft sömu gömlu og þreyttu úrræðin á prjón- urtum. ,.Garri VÍTT OG BREITT | 500 daga áætlunin íslendingar hafa fengið nokkum forsmekk af efnahagsvanda Sovét- ríkjanna að undanförnu í því að óeðlilegur dráttur varð á greiðslum fyrir íslenskar fiskafurðir sem flutt- ar voru út þangað. Hér var að vísu um að ræða verulega fjárhæð á ís- lenskan mælikvarða, en sýnist eins og dropi í hafinu, þegar hugsað er til stærðar sovésks heimsveldis, svo að menn undrast að það skuli ekki vera borgunarmaður á réttum tíma fyrir ekki hærri peningasummu en þama var um að ræða, 500-600 millj. ís- lenskra króna. En þessi greiðsludráttur er dæmi- gerður fyrír efhahagsástandið f Sov- étríkjunum. Jafnframt því sem gamía efnahagskerfið er dæmt úr leik fer því fjarri að grundvölllur hafi verið lagður að nýjum fram- leiðsluháttum og vioskiptafyrir- komulagi. Þess vegna er enn notast við gamla efnahagskerfið, þótt það sé komið að fótum fram og enginn geri ráð fyrir að það eigi sér neitt líf fyrir höndum. Frægð að utan Enginn vafi er á því að meginmark- mið umbótastefnu Gorbatsjovs og samherja hans, sem komust til valda árið 1985, var að bæta efna- hagskerfið og lífskjörin. Hvorugt hefur þó gerst, efnahagskerfið er enn óbreytt í höfuðatriðum og lífs- kjörin hafa fremur versnað en batn- að. Hins vegar hefur stefna Gorbat- sjovs leitt til lýðræðisbyltingar sem segir vissulega til sín í Sovétríkjun- um sjálfum, en hefur þó ekki síst haft áhrif á alþjóðavettvangi. Hin hröðu stjómmálaumskipti í Austur- og Mið- Evrópu, sem náð hafa há- marki með sameiningu þýsku ríkj- anna, eru ávöxtur lýðræðisbyltingar í Sovétríkjunum. Bætt sambúð risa- veldanna sem birtist í mórgum myndum, m.a. í sömu afstöðu til innrásar lraks í Kúvæt, er til komin vegna gerbreyttrar utanríkisstefhu Sovétríkjanna undir stjóm Mikhails Gorbatsjov. Því er ekki að undra að Gorbatsjov hefur öðlast traust og aðdáun í vest- rænum lýðræðislöndum. Lýðræðis- sinnar um allan heim hafa fulla ástæðu til að vænta sér mikils af því að hafa slíkan mann í forystu í Sov- étríkjunum. En því miður kann svo að fara að Gorbatsjov dugi það ekki til lengdar að frægð hans komi öll að utan, því að auðvitað hefur lýð- ræðisbylting sú sem hann hefur komið á heima fyrir, leyst frjálsar umræður svo úr læðingi að hann getur ekki jafnframt verið einráður um það, hvað hugsað er og talað í Sovétríkjunum. Aróður eða óraunsæi Umbótastefha Gorbatsjovs liggur því undir áföllum heima fyrir. Það hafa gerst hlutir sem umbótasinnar frá 1985 áttu ekki von á, s.s. einbeitt aðskilnaðar- og þjóðfrelsisstefna einstakra sovétlýðvelda, sem getur ekki endað með öðru en að ríkja- sambandið verði endurskipulagt, og harðvítugar deilur um skipan efna- hagskerfisins. Allir eru sammála um að gamla kerfið sé óhæft, en samt er óeining um, hvernig eigi að byggja upp nýtt framleiðslu- og viðskipta- skipulag. Þar er tekist á um hug- myndir og útfærslur, þótt svo eigi að heita að nú sé stefht að því að kom- ið verði á markaðskerfi á „500 dög- um" eins og markmiðsáróðurinn hljóðar um, en hefur eigi að sfður svo holan hljóm að varla nokkrum manni dettur í hug að slíkt geti staðist í bókstaflegri merkingu. Þessi vantrú á að skilja beri 500 daga áætlunina bókstaflegum skiln- ingi kemur fram í grein sem sovésk- ur hagfræðingur hefur birt í News- vveek, þar sem hann segir að leiðin til markaðsbúskaparins hljóti að verða lengri og sársaukafyllri fyrir Sovétríkin en önnur kommúnista- ríki. Hann bendir hins vegar á að Sovétríkin séu auðug að náttúm- auðlindum og telur að treysta megi dugnaði og framtaki fólksins við endurskipulagningu efnahagslífs- ins. „Um aldamót má búast við að hinni löngu göngu verði lokið," seg- ir greinarhöfundur. „Þá verður búið að leysa þá fjötra sem fáránlegt kerfi hefur lagt á efnahagslega afkasta- getu og einstaklingsframtak áratug- um saman. Þá held ég að heimurinn eigi eftir að verða vitni að nýjum kafla í sögu Sovétríkjanna — sov- éska efnahagsundrinu." í grein sov- éska hagfræðingsins er það raunar athyglisvert að hann telur að Gor- batsjov verði að leita „erlendrar að- stoðar" við uppbyggingu nýs efna- hagskerfis og hefur þá greinilega í huga bæði Bandaríkjamenn og Jap- ana. Hins vegar útskýrir hann það ekki nánar hvemig sú aðstoð ætti að fara fram, þótt fróðlegt væri að fá á því skýringu. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.