Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudágur'gfoktöbér 1990 Tírríinn 15 IÞROTTIR ^ Körfuknattleikur—Urvalsdeild: „STOLARNIR" BYRJA VEL — Pétur Guðmundsson sterkur í sínum fýrsta leik Tindastólsmenn „frá Sauðárkróki" unnu öruggan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda á sunnudagskvöld 91-85. Tindastóll hafði undirtökin í leiknum nær allan leikinn, voru vfir í leikhléi 36-51, en Valsmenn náðu að minnka muninn undir lokin, þegar Pétur Guðmundsson og Tékkinn Ivan Jonas voru farnir af leikvelli með 5 villur. Stigin Valur: Grissom 30, Magnús 26, Ari 12, Svali 6, Ragnar 5, Matthías 4 og Helgi 2. Tindastóll: Pétur 23, Jonas 22, Einar 22, Valur 15, Sverrir 7 og Karl2. ÞórvannUMFG Þórsarar frá Akureyri byrjuðu keppn- istímabilið með glans, er þeir lögðu Grindvíkinga að velli 106-89 á Akur- eyri á sunnudagskvöld. Þórsarar náðu 18 stiga forskoti í fyrri hálfleik, en Grindvfkingar minnkuðu muninn í 2 stig fyrir hlé 50-48. í síðari hálfleik náðu heimamenn aftur góðri forystu og sigur þeirra var öruggur. Stigin Þór: Evans 34, Sturla 18, Kon- ráð 18, Guðmundur 12, Jón Örn 11, Björn 7 og Jóhann 6, UMFG: King 29, Guðmundur 18, Steinþór 13, Jóhann- es 10, Ellert 8, Sveinbjörn 8 og Marel 3. ÍR-ingar steínlágu Njarðvíkingar unnu yfirburðasigur á ÍR-ingum í Seljaskóla 50-99. Eftir jafnar upphafsmínútur skoruðu Njarðvíkingar 28 stig í röð, en þá beittu þeir pressuvörn og í leikhléi var staðan 25-57. Gestirnir þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum í síðari hálfleik og lokatölur voru 50-99. Stigin ÍR: Björn B. 12, Karl 8, Jó- hannes 8, Pétur 7, Brynjar 7, Gunnar 4, Andri 2 og Aðalsteinn 2. BL Handknattleikur 1. deild: SIGURÐUR SA RAUn - þegar Stjarnan vann léttilega sigur á Fram 21-28 Það var mikill getumunur á liðum Fram og Stjömunnar, sem mætt- ust í 1. deildinni í handknattleik í Laugardalshöll á laugardag. Stjarn- an hafði yfirburði á öllum sviðum handknattleiksins og vann því auð- veldan sigur 21-28. Stjarnan gerði 3 fyrstu mörkin f leiknum og Fram komst ekki á blað fyrr en eftir 8:30 mín. Engu að síður náðu Framarar að jafna 3-3 og 5-5, en þá skildu leiðir. Stjarnan gerði 5 næstu mörk 5-10 og í leikhléi var 5 marka munur 7-12. Stjarnan, sem gert hafði 2 síðustu mörkin í fyrri hálfleik, átti 7 fyrstu mörk síðari hálfleiks 7-19 og allt út- lit fyrir að Framarar fengju alvarlega flengingu. Um miðjan hálfleikinn náðu Framarar aðeins að rétta sinn hlut 11-23, en þá var leikurinn nán- ast orðinn að leikleysu. Sigurður Bjarnason fékk að líta rauða spjaldið hjá dómurum leiksins fyrir mót- mæli og eftir það var Stjörnuliðið hálf vængbrotið og áhugalaust. Síð- ustu mín. leiksins gekk allt á aftur- fótunum hjá leikmönnum Stjörn- unnar og Framarar náðu að minnka muninn. Lokatölur voru 21-28 og virtust leikmenn beggja liða jafn fegnir þegar flautað var til leiksloka, enda úrslitin löngu ráðin. í Framliðinu eru margir ungir og efnilegir leikmenn sem eiga fram- tíðina fyrir sér. Þeir eru f sömu spor- um og Stjörnumenn voru fyrir nokkrum árum, en þeirra tfmi kem- ur síðar. Þeir Jason Ólafsson, Páll Þórólfsson, Gunnar Andrésson og Halldór Jóhannsson vöktu allir at- hygli og markverðir liðsins, þeir Þór Björnsson og Guðmundur A. Jóns- son, áttu góðar rispur en duttu nið- ur þess á milli._________________ Hjá Stjörnunni átti Brynjar Kvaran stórleik, varði 18 skot þar af 2 víti. Sigurður Bjarnason var óstöðvandi að vanda, en hann þarf að læra að hemja skap sitt þegar honum mis- líkar, ekki hvað síst þegar dómarar leiksins eru annars vegar. Brottvikn- ing Sigurðar hafði greinilega mjög slæm andleg áhrif á Stjörnuliðið, sem leikið hafði mjög vel í 45 mín. í stað Sigurðar kom Grænlendingur- inn Peter Sikemsen inná og vakti hann athygli fyrir mikinn stökkkraft og ákveðni. Patrekur Jóhannesson var að vanda fastur fyrir í vörninni. Sigurjón Guðmundsson lék vel í síð- ari hálfleik og Magnús Sigurðsson er óðum að finna sinn takt með Iið- inu. Síðustu mín. leiksins kom vara- markvörðurinn Ingvar Ragnarsson inná og varði 3 skot með stuttu millibili, þar af vítakast. Leikinn dæmdu þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Ólsen. Frammi- staða þeirra var í meðallagi. Mörkin Fram: Halldór Jóhannsson 6, Gunnar Andrésson 3, Páll Þórólfs- son 3, Jason Ólafsson 3/1, Hermann Björnsson 2, Gunnar Kvaran 2, Jón Geir Svavarsson 1 og Egill Jóhann- esson 1. Naumt hjá Val Valsmenn unnu naumlega sigur á KA-mönnum 23-22 á Hlíðarenda, en KA hafði forystu í leikhléi 10-12. Valdimar Grímsson skoraði flest mörk Valsmanna, 10, en Sigurpáll Arni Aðalsteinsson skoraði 7 mörk fyrir KA. Víkingar heppnir á Selfossi Víkingar skoruðu sigurmark sitt gegn Selfyssingum nokkrum sek- úndum fyrir leikslok og eru því enn með fullt hús stiga í deildinni. Loka- tölur voru 21-22. Gústaf Björnsson skoraði 9 mörk fyrir Selfyssinga, en Sovétmaðurinn Alexej Turuvan skoraði 9 mörk fyrir Víkinga og Birgir Sigurðsson 7. Spenna á Nesinu Haukar unnu nauman sigur á Gróttu 21-22 á Seltjarnarnesi í spennandi leik. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið fyrir grófan leik. Páll Björnsson skoraði 6 mörk fyrir Gróttu, Vladimir Stephanov 5, en fyrir Hauka voru Steinar Birgis- son og Peter Bamruk markahæstir með 5 mörk hvor. ÍR-ingar á blað ÍR-ingar unnu sinn fyrsta leik í deildinni, er þeir mættu ÍBV í Selja- skóla á laugardag. Leikurinn var jafn og spennandi eins og flestir leikir umferðarinnar. Ólafur Gylfason skoraði sigurmark ÍR-inga úr víta- kasti og lokatölur voru 24-23 (11- 11). Ólafur var markahæstur ÍR- inga með 8 mörk, en Jóhann Péturs- son gerði 6 marka ÍBV og Gylfi Birg- isson 5. Fyrsta stig FH FH-ingar voru klaufar að ná sér að- eins í eitt stig þegar þeir mættu KR- ingum í Kaplakrika á sunnudags- kvöld. FH hafði yfir 12-9 og þegar 3 mín. voru til leiksloka var munur- inn enn 3 mörk. En KR-ingum tókst að jafna 22-22 og Hðin deildu því með sér stigunum. FH-ingar fengu þar með sitf fyrsta stig í deildinni eftir 3 tapleiki. Stefán Kristjánsson skoraði flest mörk FH- inga, 7, en þeir Óskar Ármannsson og Guðjón Arnason skoruðu 5 mörk hvor. Fyrir KR voru markahæstir Konráð Ólafs- son með 9 mörk, Páll Ólafsson með 5 og Sigurður Sveinsson með 4. Búslóða- flutníngar Búslóða- geymsla Flytjum búslóðir um land allt. Höfum einnig búslóðageymslu Sími 985-24597 Heima 91-42873 LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníseraö þakjám. Gott verð. Söluaðilar: Málmiðjan hf. Salan sf. Sími 91-680640 BILALEIGA með útibú allt í kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyrí 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar Pétur Guðmundsson átti góðan leik með Tindastól á sunnudagskvöld og til- koma Péturs setur skemmtilegan svip á deildina Tfmamynd Pjetur. Staðan í 1. deild í handknattleik: Víkingur .......5 5 0 0 132-107 10 Stjarnan........5 5 0 0 119-98 10 Valur.............5 5 0 0 123-103 10 KR.................5 2 2 1 117-115 6 Haukar..........4 3 0 1 93-97 6 KA.....................42 02 96-89 ÍBV....................4 2 0 2 96-92 ÍR......................5 1 0 4 116-127 FH.....................4 0 1 3 88-97 Grótta...............5 0 14 102-121 Fram.................5 0 1 4 98-119 Selfoss...............5 014 92-117 4 4 2 1 1 1 1 BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.