Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. október 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Hörður Bergmann: Hjálpum heilbrigðisráðherra gegn sérfræðingaveldinu Heilbrigðisráðherra hefur af veikum mætti reynt að gæta al- mannahagsmuna og framkvæma stjórnarsáttmálann með því að reyna að koma böndum á tvo stóra kostnaðarliði í heilbrigðis- kerfinu: lyfjakostnaðinn og kostnaðinn við rekstur sérfræðinga- þjónustu á einkastofum. Báðir þessir liðir hafa undanfarin ár jafnan farið út fyrir mörk sett í fjárlögum, eins og lesendur Tím- ans hafa oft fengið yfirlit um. Þeir hafa einnig fengið góðar upp- lýsingar um fáránleikann sem fylg- ir því fyrirkomulagi að ríkið greiði hvers konar reikninga þeirra sér- fræðinga sem þóknast að opna stofu og fara að praktisera. Og heimilar um og yfir 60% álagningu í ábatasömustu verslun sem stund- uð er í landinu: lyfjasölu apóteka. T.d. skýrði Heiður Helgadóttir fyrir ekki löngu síðan hvernig dreifing- arkostnaður þeirra væri álíka hár og innkaupsverð lyfja á ári hverju. Þær litlu lækkanir, sem ákveðnar hafa verið á álagningunni, breyta því miður ekki miklu um fjár- streymið úr sjóði almennings í vasa apótekara. Það mun halda áfram að gera íslenskum stjórnvöldum erfitt um vik. Valda sínu um það að ekki verða til peningar til að reka sjúkrahús sæmilega og efla göngu- deildir þeirra og frumheilsugæsl- una. Óánægðir hátekju- menn Nú má ráða af fréttum að annar fjárfrekur einkarekstrarhópur telji sig ekki hafa nóg. Tvöhundruð og tuttugu sérfræðingar hafa sagt upp samningnum sínum við Trygg- ingastofnun skv. frétt í sjónvarpinu 30. sept. Orsökin er óánægja með að þurfa að veita stofnuninni af- slátt, að því er segir í fréttinni. Högni Óskarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, gat þess í viðtali að kostnaður hefði hækkað og væri að nálgast 75%! Óánægjan minnir á það alþekkta lögmál að mikið vill meira. í umbúðaþjóðfé- Iagi hefur enginn nóg, síst af öllu þeir sem hafa mest. Óánægjan stafar, ef að er gáð, af því að skv. núgildandi samningi verða sérfræðingar með einka- rekstur að gefa Tryggingastomun 10% afslátt af reikningum sem fara yfir tæp 450 þúsund á mánuði. Og 30% af þeirri upphæð sem kann að fara yfir 560 þúsund. Þetta gildir um þá sem hafa reksturinn að aðal- starfi. Hjá þeim sem hafa hann að aukastarfi eru tölurnar helmingi lægri. Þeir geta haft allt að 225.000 kr. fyrir aukavinnuna sína án þess að til afsláttar komi. Upphæðin breytist í samræmi við verð á svo- kallaðri einingu, verkeiningu í ákvæðisvinnu sem greiddar eru um 112 kr. fyrir um þessar mundir. Þegar samið var um þennan af- slátt í árslok 1988 voru ábyrgir stjórnmálamenn orðnir hræddir við veldisvöxtinn sem var hlaupinn í útgjöld ríkissjóðs vegna læknis- starfa á einkastofum. Þau höfðu tvöfaldast að raungildi á fimm ár- um þótt ekki væri kunnugt um neinar sérstakar breytingar á heilsufari þjóðarinnar á þeim tíma. Með afsláttarfyrirkomulaginu átti að reyna að gæta almannahags- muna og stöðva þróun sem fyrir- sjáanlegt var að endaði með þeim ósköpum að mest af þvf fé, sem til- tækt yrði til heilbrigðisþjónustu, mundi er árin líða renna í einka- reknar sérfræðingastofur og apó- tekara með einkaleyfi. Hvað yrði þá um frumheilsugæslu og sjúkra- hús? Afsláttarfyrirkomulagið virtist ætla að skila þeim árangri að koma jafnvægi á. Veldisvöxturinn var úr sögunni. Menn höfðu því ástæðu til að ætla að skynsamleg skipting fjárveitinga til neilbrigðiskerrisins væri framundan. Engum datt í hug að fólk með 450 þúsund í tekjur á mánuði mundi láta sér detta í hug að lýsa óánægju með þróunina. Síst af öllu eftir að ljóst varð að talsverður áhugi var á því meðal þjóðarinnar að sætta sig við að engin kjarabót yrði um skeið. Enda eins gott eftir að Hafrannsókna- stofnun hafði kunngjört að fram- undan væru fimm mögur ár, þorskveiðar yrðu að byggjast á fimm lélegum þorskárgöngum. Þar sem ljóst er orðið að þótt fólk- ið með 50-100 þúsund á mánuði ætli að huga að sultarólinni mögl- unarlaust en þeir sem hafa 4-5 sinnumhærri laun bíta í skjaldar rendurnar er ljóst að heilbrigðis- ráðherra þarf móralskan stuðning. Nú er mikilvægt að fjölmiðlar og almenningur átti sig á réttri skil- greiningu almannahagsmuna. Nið- urstaðan af raunsærri skoðun, sem byggir á þekkingu, kann að verða sú að fagna beri uppsögn sérfræð- inganna. Tækifærið eigi að nota til að byggja upp nýtt kerfi sem sam- ræmist vistfræðilegum staðreynd- um og hugsjónum félagshyggju. Sóunarkerfið Nú greiðir Tryggingastofnun reikningana frá verktökum sem vinna læknisverk í ákvæðisvinnu skv. umsaminni gjaldskrá. Fárán- leika kerfisins má draga saman þannig: 1) Það leiðir til oflækninga. Verk- takinn vill gera sem mest á sem skemmstum tíma og ákveður sjálf- ur hvað það er. Því fleiri endur- komur, rannsóknir og aðgerðir því betra! 2) Það leiðir til þess að verktakinn reynir að blása út kostnaðarliðina. Gjaldskráin er há vegna þess að kostnaður telst 50% í samningi TR og læknanna! Þetta er auðvitað fjarri lagi. Hvað þá fullyrðingin um 75% í kostnað. Sérfræðingarnir, sem senda mánaðarlega frá sér reikninga til Tryggingastofnunar uppá hálfa milljón eða svo, hafa ekki 250.000.- kr. í mánaðarlegan kostnað eða meira! Almennt hefur leiga fyrir atvinnuhúsnæði lækkað og þeir sem leigja stofu hjá apótek- urum eða gleraugnasölum borga afar lága húsaleigu. Og kostnaður- inn getur ekki verið tvöfalt meiri en hjá þeim sem senda frá sér helmingi lægri reikninga. Húsa- leiga er t.d. að lfkindum sú sama og óverulegur munur á símakostnaði. Einkarekstur, sem leitast við að hafa kostnaðarliði sem hæsta og semja um það við ríkið, á ekki rétt ásér. Frekari útgjöld ríkissjóðs vegna ofnotkunar á einkarekinni sér- fræðiþjónustu ber að stöðva sem fyrst. Athuganir hafa leitt í ljós að innan við 2% af heimsóknum íbúa hinna dreifðu byggða til heilsu- gæslustöðvar endar með tilvísun til sérfræðings. Á Reykjavíkur- svæðinu mun hins vegar meiri- hluti þeirra, sem sækja til læknis, fara beint til sérfræðings og þar eru þeir margfalt fleiri hlutfallslega en nokkurs staðar annars staðar í ver- öldinni. Lesendur Tímans hafa oft séð harða gagnrýni Skúla Johnsens borgarlæknis á þróunina og m.a. það að stór hluti af verkum heimil- islækna sé hjá sérfræðingum. Og um ástandið segir Guðjón Magnús- son, þáverandi aðstoðarlandlæknir, í viðtali við Tímann 20.1. 1989: „Það er mjög slæmt hvernig þessi þróun hefur orðið í heilsugæslunni í Reykjavfk. Sérfræðingar hafa í raun stéttarfélög lækna á valdi sínu í krafti fjölda síns. Þeir eru að höfðatölu mun fleiri en heimilis- læknar og stjórna læknasamtökun- um." Betri leið Verði samningar við sérfræðinga ekki endurnýjaðir þarf að leita nýrra réttlátra leiða í þróun heil- brigðisþjónustunnar. Hugmyndir Ingólfs Sveinssonar læknis um endurvakningu sjúkrasamlaga koma þá til álita, en slík þróun tek- ur langan tíma. Þetta segir Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslu- læknir í grein í Morgunblaðinu 7. des. 1989, sem nefnist „Um heil- brigðisþjónustuna, sparnað og hagsmuni". Það eru ekki réttindi að eiga kröfu á framlagi úr opin- berum sjóðum vegna ómarkvissrar leitar að lausn heilsuvanda síns hjá hinum ýmsu sérfræðingum. Slíkt fyrirkomulag getur varla verið fag- legt kappsmál nokkurs læknis. Hins vegar eiga allir sjálfsagðan rétt á því að fara milliliðalaust til hvaða sérfræðings sem er, ef við- komandi vill greiða heildarkostn- aðinn að fullu." Margt vinnst með því að allir, sem sækja til sérfræðings, greiði reikn- inginn að fullu og sjái um hver verðlagningin er. Það eykur t.d. kostnaðarvitund sem full þörf er á. En hins vegar hafa ekki allir, sem hafa ástæðu til að sækja til sér- fræðinga, jafn-góð efhi á að borga kostnaðinn. Tryggingastofnun get- ur þá komið inn í myndina og greitt eftir því sem tekjur viðkom- andi gefa tilefhi til. T.d. alveg fyrir þá sem hafa tekjur undir skattleys- ismörkum og að nokkru fyrir þá sem hafa tekjur undir 100.000.- kr. Með því að efla göngudeildir sjúkrahúsa og heilsugæslustöðvar má sinna mörgum sem hingað til hafa sótt til sérfræðinga, t.d. vegna endurtekinnar meðferðar húð- og gigtarsjúkdóma. Einfaldar sjón- prófanir þurfa ekki að vera í hönd- um sérfræðinga í augnsjúkdómum og meðferð hálsbólgu á ekki endi- lega heima hjá sérfræðingi í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum. Með slíkum ráðstöfunum mundu heim- sóknir til sérfræðinga fljótlega falla í svipað horf á Reykjavíkursvæðinu og annars staðar á landinu. Of- framboð á sérfræðiþjónustu á frjálsum markaði mundi lækka taxtana samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn. Sérgreina- læknarnir myndu leitast við að draga úr kostnaði en ekki blása hann út eins og gerist með ríkis- greiðslunum. Með markvissum aðgerðum í þessa veru getum við eignast skil- virkara heilbrigðiskerfi en nú er rekið. Ég vil að lokum skora á les- endur Tímans að leggja sitt til upp- byggilegrar umræðu um hvað við á að taka í stöðunni. Hyggja að því hvaða skipan þjónar best almanna- hagsmunum þegar til lengdar læt- ur í landi með auðlindir sem greinilega eru takmörk sett og meðal þjóðar sem ekki hefur tekist að framkvæma réttláta tekjuskipt- ingu meðal þegnanna. ÚR VIOSKIPTALÍFINU Kreppir að Fílabeinsströnd Kakaóverð í heiminum Fflabeinsströnd hefur fram til þessa verið eitt þeirra lýðvelda í Afrfku sunnan Sahara, sem allvel hefur vegnað, þótt vel hafi ekki ár- að fyrir landinu að undanfórnu. Tveir þriðjungar landsmanna, sem telja 11 milljónir, hafa viðurværi af ræktun kaffibauna og kakaó, sem eru nálega eini útflutningur lands- ins. En frá 1986 til 1989 lækkaði útflutt kaffi og kakaó um 48% og 55% að raunvirði. Samanlagður útflutningur þeirra lækkaði að andvirði úr 1,5 milljörðum $ 1985 í 776 milljónir $ 1988. Þótt úr inn- flutningi væri dregið, tvófaldaðist greiðsluhalli landsins á tveimur síðastliðnum árum upp í 1,2 millj- arða $. Af þeim sökum hefur Ffla- beinsströnd ekki staðið í skilum á greiðslum vaxta og afborgana af útlendum skuldum sínum, um 14 milljörðum $. Til að skýla ræktendum við verð- fallinu hefur markaðsstofnun kaffi og kakaó, Caistab, ríkisstofnun, greitt þeim eigið ábyrgðarverð, hærra markaðsverði. Til þess tók Caistab lán hjá innlendum bönk- um, allflestum í tengslum við út- lenda banka. En stofnunin komst fljótlega í vanskil, sem námu 145 milljónum $ í júlí 1989. í nóvem- ber 1989 stungu bankar við fæti. Hljóp Alþjóðlegi bankinn þá undir bagga með 216 milljóna $ láni, en setti upptöku nýrrar stefnu í efna- hagsmálum að skilyrði fyrir frekari fyrirgreiðslu. Við því varð ríkis- stjórn Houphouet-Boigny forseta. Og fyrir áramótin síðustu boðaði hún aðgerðir sínar í þremur meg- inliðum: (i) Markaðsverð á kaffi- baunum og kakaó til ræktenda, en jafnframt stuðning við nýmæli í landbúnaði. (ii) Einkavæðing í iðnaði. (iii) Lækkun útgjalda ríkis- ins og bætt skattheimta. Á fram- fylgd stóð ekki. I árslok 1989 lækkaði Caistab kaupverð kakaó um 50% og kaffi um 33,3%. — Frá 1980 til 1987 voru sett á fót 5.400 fyrirtæki, en aðeins 13% þeirra til framleiðslu á iðnvarningi og um 60% þeirra í verslun. Á vegum ríkisins var 71% iðnframleiðslu 1987. Er nú einka- væðing hafin. — Ríkisstarfsmönn- um verður fækkað, jafnvel ráð- herrum (úr 39 í 29). Hert verður á innheimtu jarðaskatta og aðstöðu- gjalda (sem leggja bæjum til 40% tekna þeirra). Vænst er, að á fjár- lögum verði útgjöld ríkisins lækk- uð um 993 milljónir $ 1990. Efnahagsstefnu þessari til árétt- Daglegt verð ICCO (cent á pund að meðaltali) 160 ! 120 ingar hefur Alþjóðlegi bankinn veitt Fílabeinsströnd 819,5 millj- óna $ lán og útlendir opinberir lánaaðilar og lánastofnanir (París- ar-klúbburinn) hafa veitt landinu frest á greiðslu 700 milljóna $ vegna vaxta og afborgana. Tilsvar- 71 fifl fiS fiðl Holmlld: Glll & Dufluj Cocoa Statlsticj andi fyrirgreiðslu mun Fílabeins- strönd líka hafa hlotið frá öðrum lánadrottnum sfnum, viðskipta- bönkum og lánastofnunum einka- aðila (Lundúna-klúbbnum). Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.