Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn
21. flokksþing
™ Framsóknarflokksins
21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu,
Reykjavík dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á
flokksþingi segir í lögum flokksins eftirfarandi:
7. grein.
Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar
flokksfélaga. Hvert flokksþing hefur rétt til að senda einn fulltrúa
á flokksþing fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar
skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á
félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir.
8. grein.
Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjórn, framkvæmdastjórn,
þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og
kjördæmissambanda.
Dagskrá þingsins verður auglýst síðar.
Framsóknarflokkurinn.
Skrifstofa
Framsóknarflokksins
hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu)
Sími91-674580.
Opið virka daga kl. 9.00-17.00.
Veriö velkomin.
Framsóknarflokkurinn.
Aðalfundur Framsóknarfélags
V-Skaft.
verður haldinn I Tunguseli fimmtudaginn 11. okt. kl. 21:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing og flokksþing.
3. Onnur mál.
Nýir félagar velkomnir.
Stjómin.
Siglfirðingar
Almennur félagsfundur hjá framsóknarfélögunum á Siglufirði verður
haldinn að Suðurgötu 4 miðvikudaginn 10. október 1990 kl. 20.30.
Dagskrá: 1. Bæjarmál.
2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing.
3. Önnur mál.
Stjórnirnar.
Frá SUF
2. fundur framkvæmdastjórnar SUF verður haldinn fimmtudaginn 11
október kl. 17.30 að Höfðabakka 9.
Selfoss - Nágrenni
Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15 kl. 20.30 2. október, 9.
október og 16. október. Þriggjakvöldakeppni. Kvöldverðlaun. Heildar-
verðlaun.
Allir velkomnir.
Stjórn Framsóknarfélags Selfoss.
m
REYKJAVÍK
m
Aðalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík verður
haldinn á Hótel Sögu Átthagasal miðvikudaginn 17. októberoq hefst
kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kl. 20:30 Setning
Finnur Ingólfsson formaður.
2. Kl. 20:35 Kosning starfsmanna fundarins
a) fundarstjóra,
b) fundarritara.
3. Kl. 20:40 Skýrsla stjórnar
a) formanns,
b) gjaldkera,
c) húsbyggingasjóðs.
4. Kl. 21:00 Umræður um skýrslu stjórnar
5. Kl. 21:20 Lagabreytingar
6. Kl. 21:30 Kosningar
7. Kl. 21:45 Tillaga um leið á vali frambjóðenda á lista framsókn-
armanna fyrlr Alþingiskosningarnar 1991.
8. Kl. 23:00 önnur mál
Stjórnin
Þriðjudagur 9. október 1990
UTLOND
Forsetakosningar í Póllandi:
Baráttan harðnar
í fréttum pólska sjónvarpsins á fimmtudag lýsti Tadeusz Mazo-
wiecki forsætisráðherra því yfir að hann hefði ákveðið að bjóða sig
fram til embættis forseta landsins, en forsetakosningar munu fara
fram í Póllandi 25. nóvember nk. í ræðu sinni sagði hann m.a.:
„Það verður að halda áfram og ekki snúa við á þeirri leið sem Pól-
land hefur valið sér, leið sem miklu hefur verið fórnað fyrir síðast-
liðið ár. Þeirri leið má ekki stofna í hættu.
Það verður að halda áfram, betur,
hraðar, öruggar, en eftir þessari leið
og engri annarri. Það er nauðsynlegt
fyrir Pólland, sem nú hefur mögu-
leika á að gera sig gildandi í heimin-
um og Evrópu, að halda núverandi
stefnu. Stefna að viturri stjórn lands-
ins, byggja á kristilegu verðmæta-
mati, verða vingjarnleg og umburð-
arlynd þjóð. Þjóð sem á gott samstarf
við alla sína nágranna."
Þessi yfirlýsing forsætisráðherrans
hefur leitt það í Ijós að hann hyggst
berjast gegn leiðtoga Samstöðu,
Lech Walesa, sem þegar hefur hafið
kosningabaráttu sína.
Tálsmaður flokks lýðræðissinna
kvað flokkinn fagna þessu framboði
forsætisráðherrans. Hún sagði að
fylgismenn framboðsins væru þegar
byrjaðir að safna þeim 100 þúsund
undirskriftum sem þarf til að fram-
boðið öðlist gildi.
Lech Walesa tilkynnti framboð sitt
til forsetaembættisins þann 16. sept-
ember, daginn áður en hann átti
fund með erkibiskupi Póllands. Sam-
stöðufélagar alls staðar í Póllandi af-
hentu honum stuðningsyfirlýsingu
Lech Walesa hefúr nú fengið
keppinaut um embætti forseta
Póllands.
sína 3. október og hann hóf kosn-
ingabaráttu sína á mánudag á fundi
með kjósendum.
í ræðu á aðalfundi Samstöðu sagði
Walesa: „Það verður að skila þjóðinni
því sem frá henni hefur verið tekið.
Afhendum hverjum og einum 100
milljón zloty til að kaupa fyrir hús-
næði eða atvinnutæki. Gefum Pól-
verjum Pólland í stað þess að selja
það Bandaríkjamönnum sem vilja
loka 75% vinnustaða og reka fólkið."
Aðalfundurinn sendi frá sér ályktun
þar sem segir að kosningasigur Wa-
lesa yrði hápunktur tíu ára baráttu
fyrir frelsi og sjálfstæði, lýðræði og
markaðshagkerfi í Póllandi. „Lech
Walesa tryggir kröftugri og skilvirk-
ari starfsemi ríkisins og á þessum
erfiðu tímum þarfnast þjóðin hug-
rekkis hans, framsýni og dugnaðar,"
segir í ályktuninni.
Skömmu eftir að Mazowiecki til-
kynnti framboð sitt átti hann fund
með þremur fréttamönnum í sjón-
varpssal. Hann sagði þar að ekki væri
enn búið að ákveða valdsvið forseta
því umræður um nýja stjórnarskrá
færu ekki fram fyrr en að kosningun-
um loknum og þá fyrst yrði tekin
ákvörðun um hvernig embættinu
yrði hagað.
Kosningabarátta Lech Walesa bygg-
ist á því að forsetaembættið verði
valdamikið, sterkur forseti sem geti
haft áhrif á gang mála meðal þjóðar-
innar og leyst úr vandamálum henn-
ar. Fylgismenn Mazowieckis líta aft-
ur á móti á forsetann sem samein-
ingartákn en ekki sem pólitískt virkt
embætti. Mazowiecki hefur enn ekki
lýst yfir afstöðu sinni til þessa.
Sovétríkin:
Sjóherinn fer um borö
í skip grænfriðunga
Sovéski sjóherinn réðst til upp-
göngu í skip grænfriðunga sem
voru að mótmæla því að fyrirhugað
er að taka upp aftur tilraunir með
kjarnorkuvopn á eynni Novaya
Zemlya, að sögn baráttuhópsins.
„Fimmtán vopnaðir menn af skipi,
sem stjórnað er af KGB, hafa farið
um borð í skip grænfriöunga á Bar-
entshafi," sagði í tilkynningu frá
grænfriðungum, og þeir bættu því
við að þeir hefðu misst talstöðvar-
samband við ms Greenpeace.
„Þeir brutust inn í læstan fjar-
skiptaklefa," sagði Lena Ag á skrif-
stofu grænfriðunga í Stokkhólmi.
Grænfriðungar í Moskvu munu vera
að reyna að ná sambandi við yfirvöld
þar vegna þessa atviks. Grænfrið-
ungar eru reiðir og hneykslaðir
vegna uppgöngunnar.
Engar kjarnorkutilraunir hafa ver-
ið framkvæmdar á Novaya Zemlya í
að minnsta kosti ár en sovésk yfir-
völd eru að velta fyrir sér að flytja
tilraunir sínar þangað frá Kazakhst-
an í Mið-Asíu, en þar hafa verið gíf-
urleg mótmæli að undanförnu.
í síðasta mánuði fór sovéski sjóher-
inn um borð í skip norskra um-
hverfissinna, sem nefna sig Bellona,
þegar þeir voru að mótmæla við
strendur Novaya Zemlya. Skipið var
flutt til hafnar í Murmansk og þar
var áhöfnin yfirheyrð áður en skip-
inu var gefið fararleyfi.
Sex af þrjátíu og átta manna áhöfn
ms Greenpeace eru Sovétmenn.
Tveir bandarískir læknar, Joseph E.
Murray og E. Donnall Thomas,
fengu í gær Nóbelsverðlaunin í
Iæknisfræði fyrir þróun aðferða til
líffæraflutninga.
Karolinska stofnunin í Stokkhólmi
tilkynnti að þeir myndu skipta á
Skipið hefur verið í mótmælaleið-
angri við Sovétríkin undanfarnar
tvær vikur vegna fyrirhugaðra
kjarnorkutilrauna á Novaya Zemlya.
Ríkisstjórnir á Norðurlöndum hafa
látið í ljós áhyggjur sínar vegna
þessa og ótta við að geislavirk efni
komist til landa þeirra. Novaya
Zemlya er um 600 km norðaustur af
Noregi.
milli sín verðlaununum, sem nema
fjórum milljónum sænskra króna,
fyrir uppgötvanir sínar varðandi
flutning á líffærum og vefum í bar-
áttunni við sjúkdóma sem herja á
mannkynið.
Bandarískir læknar fá
Nóbelsverðlaun fyrir
líffæraflutninga
w Persaflói:
írakar loka flugvellinum í
Kúvæt fyrir almennri umferð
írakar hafa lokað fiugvellinum í Kúvæt fyrir almennri fiugumferð,
að sögn yfirmanns hjá íraska flugfélaginu í gær.
Hann sagði flugvellinum hafa verið
lokað af tæknilegum ástæðum, en
gat ekki sagt um hvenær almenn
flugumferð var stöðvuð eða hvenær
hún yrði tekin upp að nýju.
Bandaríkjastjórn hefur leigt flugvél
til að flytja konur og börn frá Kúvæt
á morgun.
Bandarískur sendifulltrúi sagði að
sendiráði BNA í Bagdad hefði verið
tilkynnt að þessi fyrirhugaða flug-
ferð yrði að vera frá borginni Basra í
suðurhluta írak en þar er alþjóðleg-
ur flugvöllur. Hann bætti því við að
ekki væri vitað hvort lokunin væri af
öryggisástæðum eða í mótmæla-
skyni.
Fulltrúi íraska flugfélagsins sagði
að félagið hefði flogið fimm til sex
sinnum á dag til Kúvæt þar til vell-
inum var lokað. Önnur flugfélög
hafa ekki flogið til Kúvæt frá því
innrásin var gerð þann 2. ágúst.
Bandaríkjamenn hafa leigt flugvél
hjá íraska flugfélaginu fyrir fólks-
flutningana á morgun. Það verður
fyrsta flug Bandaríkjamanna frá írak
síðan 21. september. Fyrri fólks-
flutningar Bandaríkjamanna hafa
allir farið fram frá Kúvæt.