Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. október 1990 vTíminn 9 esi vekja athygli. Menn eru ekki á eitt sáttir um innihald þeirra: ningar og félög hinu illa ¦¦¦¦¦ V * %. 11 WBM heimilt að segja svona en þar sem hann er þjón- andi prestur þá er þetta óneitanlega óviðkunn- anlegt" Kirkjan hefur brugðist að mörgu leyti Hallgrímur sagði að Guðmundur teldi nýald- arhreyfinguna einnig vera af hinu illa. Nýaldar- hreyfingin hefði hins vegar komið fram fyrst og fremst vegna þess að kirkjan hefði brugðist hlutverki sínu. Margir hefðu ekki fundið sér stað í kirkjunni vegna þess að kirkjan hafi ekki getað tekið á móti því fólki. „Kirkjan vill ekki sveigja sig eða breyta sér til þess að geta tekið á móti þessu fólki og hún er ekki hinn andlegi leiðari sem hún á að vera." Hallgrímur sagði að ef maður túlkaði biblíuna með opnu hjarta að þá væri þar að finna mikið til það sama sem ný- aldarhreyfingin væri að boða, m.a. að kærleik- urinn eigi að yfirvinna jörðina og kærleikurinn sé mestur af öllu og þetta væri það nákvæmlega það sama og stæði í biblíunni. Fólkið í nýaldarhreyfingunni vill kannski ekki ganga eins stíft frarn með það að þessi eini guð sé sá rétti. Það vill meina að guð sé skapari alls og það sé í rauninni sami guðinn þó svo hann sé kallaður Guð faðir hér á landi en Allah í löndum Múhameðstrúarmanna og í rauninni sé það að- eins einn skapari sem sé á bak við alla jörðina. Hins vegar sé indverska heimspekin mesta dell- an í nýaldarhreyfingunni. „Kristin trúarsetning er komin svo miklu lengra með því að mynda kærleikann og gefa kærleikann til annarra, til meðbræðra sinna, og með því að elska fólkið í kringum þig að þá geturðu fyrst virkilega farið að ná þér í meiri þroska. í indversku heimspek- inni ertu alltaf að spekúlera í þér sjálfum og engum öðrum. Indverjarnir segja að þú sért fæddur svona og þess vegna sértu fátækur eða það sem þú ert og verðir þannig alltaf. Þetta er þitt karma og út úr því getirðu ekki losnað", sagði Hallgrímur. —SE e -:~; I v.'"''¦¦¦'-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.