Tíminn - 09.10.1990, Side 9

Tíminn - 09.10.1990, Side 9
Stólræður séra Guðmundar Arnar Ragnarssonar á Seltjarnarnesi vekja athygli. Menn eru ekki á eitt sáttir um innihald þeirra: Nálastungulækningar og félög utan kirkjunnar hinu „Ég sagði nú við einn mann, sem sagði að presturinn væri búinn að dæma alla Lions- menn út í ystu myrkur að hann yrði þá að byrja biskupnum sínum, ég er nefnilega Lionsmað- ur“, sagði Ólafur Skúlason biskup í gær. Ástæð- an fyrir þessum ummælum biskups er sú að séra Guðmundur Örn Ragnarsson farprestur, sem þjónar á Seltjamamesi meðan að sóknar- presturinn, séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, er í bamsburðarleyfi, hefur í stólræðum sínum sagt eitt og annað sem sóknarbömunum hefúr ekki líkað alls kostar við. Guðmundur hefur í ræðum sínum sagt öllu kvakli stríð á hendur og hefur m.a. beint spjót- um sínum að nálastungulækningum. Þá hefur hann sagt að félagsstarfssemi sem ekki væri á vegum kirkjunnar væri óæskileg og af hinu illa. Einmitt þau ummæli hans hafa orðið til þess að formaður Öryrkjabandalagsins hefur ritað Biskupi íslands bréf þar sem m.a. er spurt hvort túlka megi þessi ummæli prestsins sem skoðun þjóðkirkjunnar. Það stendur sem sagt stormur um prestinn á Seltjamarnesi og í gær hélt biskupinn yfir ís- landi fund á skrifstofu sinni með sóknamefnd- inni á Seltjamamesi og prestinum, sr. Guð- mundi. Hvort tekist hafi að ná sáttum eða að hemja yfirlýsingagleði prests vitum við ekki, þar sem fundarmenn vom allir þöglir sem gröf- in um það sem fram fór á fundinum. Þá aftók sr. Guðmundur með öllu að ræða við blaðamann Tímans um málið. Eftir umræddan fund í gær var rætt við biskup íslands, hr. Ólaf Skúlason um þetta mál. Hann sagði að sér virtist fólk taka það úr samhengi sem séra Guðmundur Öm væri að segja og þess vegna væri um þennan misskilning að ræða. í sambandi við félagsstarfsemina hefði Guð- mundur einfaldlega sagt að kirkjan ætti að vera okkur nægjanleg bæði sem félagslegur vett- vangur og trúarlegur og þá þyrftum við ekki á öðm að halda, eins og t.d. þessum sérhópum, svo sem Lionsklúbbum. Þetta hafi hann sagt og þetta stæði hann við. Biskupinn, hr. Ólafur Skúlason, sagðist sjálfur vinna að kirkjulegum málefhum nótt sem nýt- an dag. Engu að síður hefði hann mjög gaman af því að hitta félaga sína í Lions aðra hverja viku - „og ég tel mig jafn góðan kristinn mann og áður“. Hann sagði að sr. Guðmundur hefði að vísu sagt eitthvað í þessa vem, en átt við það að fólk noti oft þessa klúbba og félög sér til af- sökunar fyrir því að hafa ekki tíma fyrir kirkju sína. Fundur með sóknamefnd Seltjamamess, prestinum og biskupi í gær Skoðanir Guðmundar hafa vakið mikla at- hygli á Seltjamarnesi og í gær var haldinn áð- umefndur fundur með sóknamefndinni, prest- inum og biskupi fslands þar sem ræddar vom skoðanir prestsins, ýmis ummæli hans í stól- ræðum ásamt ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið á kirkjulegri þjónustu í sókninni. Formaður sóknarnefridarinnar sagði eftir fundinn að nefndarfólkið sækti reglulega styrk til biskups og leiðbeiningar og þessi fundur hefði verið haldinn í þeim tilgangi. Þau fari út af þessum fundi með hans leiðbeiningar að vegar- nesti og ætli að reyna að starfa áfram í kirkjunni eins og þau hafi áður gert - fyrst og fremst vegna trúar þeirra á Jesú Krist. Aðspurður um það hvort skoðanir prestsins samrýmdust skoð- unum sóknarnefndarinnar sagði einn nefndar- manna að presturinn gæti ekki predikað svo öllum líki. Biskup íslands, séra Ólafur Skúlason, sagði eft- ir fundinn að engin formleg kvörtun hefði bor- ist út af ummælum prestsins eða embættis- færslu. Því væri þó ekki að neita að það hefðu rætt við hann menn sem bent hefðu á ýmislegt sem þeim hefði fundist miður fara. „Ég hef rætt við prestinn oftsinnis og við erum ágætis vinir en erum ekki á sömu boðunarlínu á öllum svið- um. Hann skilur mína afstöðu og tekur tillit til hennar. Auðvitað hefúr prestur visst svigrúm í sambandi við boðun og áhersluatriði en hann á að fara eftir því sem boðað er í evangelísku-lút- hersku kirkjunni sem er þjóðkirkja á íslandi og 93% íslendinga tilheyra," sagði biskup. Að- spurður hvort það sem sr. Guðmundur prediki samrýmist ekki lútherskum sið sagði Ólafur að Eftir Stefán Eiríksson viss áhersluatriði væru önnur hjá sr. Guð- mundi, en ekkert hefði komið fram í samtölum þeirra sem benti til þess að hann væri ekki ev- angelísk- lúterskur og predikaði sem slíkur. Ól- afur sagði að sóknamefndin stæði einhuga með prestinum, þau hefðu sagt eins og hann að það væru viss áhersluatriði sem þau hefðu gjaman viljað að væru öðruvísi en þau meti hans boðun og hans starf mikils. Biskup sagði að ýmislegt væri að athuga við þennan nýaldar-óhemjugang sem nú fengi að vaða uppi. Svo væri komið að varla væri hægt lengur að opna útvarp eða sjónvarp eða fletta blöðum án þess að nýaldarmenn væm ekki all- staðar að þenja sig. Ástandið væri orðið þess eðlis, að hans áliti, að kirkjan yrði að vara fólk við. Margtafþví, sem nýaldarmenn kenna, sam- rýmist alls ekki því sem kirkjan sé að boða. Biskup sagði að það væri býsna athugavert að bera t.d á borð fyrir almenning indverska heim- speki þar sem hverjum og einum er kennt að hugsa um sjálfan sig framar öllu öðm, og betl- arinn fyrir utan gluggann skipti engu máli. Slíkum kenningum ætti íslensk þjóð alls ekki að sinna, hvað þá heldur að gleypa við. Nomaveiðar á tuttugustu öld Eins og áður sagði hefur Guðmundur beint spjótum sínum gegn hug- og kvakllækningum ýmis konar og hefur það mátt skiljast á honum að Hallgrímur Magnússon, sem er læknir og beitir nálastunguaðferðum við lækningar, sé útsendari djöfulsins. Hallgrímur sagði í samtali við Tímann að Guðmundur væri með ýmsar kenningar um það að hann og kollegar hans væri af hinu illa vegna þess m.a. að þeir stundi ekki kirkju og fari ekki eftir útlistingum Guð- mundar á biblíunni og þama væri því nánast um nornaveiðar á tuttugustu öld að ræða. Hall- grímur sagði að Guðmundur tilheyrði einhverj- um sértrúarsöfnuði og að hann túlki í ræðum sínum það, sem standi í biblíunni, langt um- fram það sem þjóðkirkjan geri og sýni ekki eins mikið umburðarlyndi og þjóðkirkjan, sem hún, sem kristin kirkja, eigi að gera. Hallgrímur sagði að þeir hefðu rætt um þess- ar nálastungulækningar og Guðmundur héldi því stíft og stöðugt fram að þær væru af hinu illa. Hann hafi þau rök að þetta sé ekkert annað en kínversk trúarbragðafræði sem liggi á bak við nálastungumar og kínversk heimspeki sam- ræmist ekki boðskap biblíunnar og þ.a.l. sé þetta verk djöfúlsins því annað hvort ertu af hinu góða eða hinu illa, „og þess vegna er ég út- sendari djöfulsins", sagði Hallgrímur. „Það er nú málfrelsi hér í landinu og því er manninum heimilt að segja svona en þar sem hann er þjón- andi prestur þá er þetta óneitanlega óviðkunn- anlegt.“ Kirkjan hefur brugðist að mörgu leyti Hallgrímur sagði að Guðmundur teldi nýald- arhreyfinguna einnig vera af hinu illa. Nýaldar- hreyfingin hefði hins vegar komið fram fyrst og fremst vegna þess að kirkjan hefði brugðist hlutverki sínu. Margir hefðu ekki fundið sér stað í kirkjunni vegna þess að kirkjan hafi ekki getað tekið á móti því fólki. „Kirkjan vill ekki sveigja sig eða breyta sér til þess að geta tekið á móti þessu fólki og hún er ekki hinn andlegi leiðari sem hún á að vera.“ Hallgrímur sagði að ef maður túlkaði biblíuna með opnu hjarta að þá væri þar að finna mikið til það sama sem ný- aldarhreyfingin væri að boða, m.a. að kærleik- urinn eigi að yfirvinna jörðina og kærleikurinn sé mestur af öllu og þetta væri það nákvæmlega það sama og stæði í biblíunni. Fólkið í nýaldarhreyfingunni vill kannski ekki ganga eins stíft ffam með það að þessi eini guð sé sá rétti. Það vill meina að guð sé skapari alls og það sé í rauninni sami guðinn þó svo hann sé kallaður Guð faðir hér á landi en Allah í löndum Múhameðstrúarmanna og í rauninni sé það að- eins einn skapari sem sé á bak við alla jörðina. Hins vegar sé indverska heimspekin mesta dell- an í nýaldarhreyfingunni. „Kristin trúarsetning er komin svo miklu lengra með því að mynda kærleikann og gefa kærleikann til annarra, til meðbræðra sinna, og með því að elska fólkið í kringum þig að þá geturðu fyrst virkilega farið að ná þér í meiri þroska. í indversku heimspek- inni ertu alltaf að spekúlera í þér sjálfum og engum öðrum. Indverjamir segja að þú sért fæddur svona og þess vegna sértu fátækur eða það sem þú ert og verðir þannig alltaf. Þetta er þitt karma og út úr því getirðu ekki losnað“, sagði Hallgrímur. —SE , r,.|jp g| ý 1 |p|| ' I IBHHBHflílilBflBHBBHBfiSflH 8 Tíminn Þriðjudagur 9. október 1990 Þriðjudagur 9. október 1990 vTíminn 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.