Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Holnoítiusinu v Tryggvagotu. S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. y AKTUÁ SUBARU [bæní)átry(Á;ing | A Inqvar j m Helgason hf. Sævarhofóa 2 Sími 91-674000 SJÓVÁdlOALMENNAR Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER1990 Þrjú olíufélög áforma að byggja bensínstöðvar í Borgarnesi: Olíufélagið byggir nýja bensínstöð í Borgarnesi Olíufélagið hf. og Kaupfélag Borgfirðinga hafa ákveðið að byggja 850 fermetra hús á svokölluðu Gíslatúni við Borgarfjarð- arbrúna. í húsinu verður verslun, veitingastaður og bensínstöð. Olíufélagið Skeljungur hefur hug á að stækka sitt húsnæði og Oltuverslun íslands á lóð sem áformað er að byggja á. Það verð- ur því ekki annað sagt en að olíufélögin ætli sér stóran hlut í Borgamesi í framtíðinni. Kaupfélag Borgfirðinga hefúr um nokkurra ára skeið áformað að byggja verslunarmiðstöð á Gísla- túni. Léleg aðstaða er í Borgarnesi til að taka á móti þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem þar fer um á hverju ári. Með byggingunni á Gíslatúni er áformað að bæta úr brýnni þörf. Kaupfélagið hefur ekki treyst sér til að fara út í svo stóra fjárfestingu fram til þessa. Olíufélagiö og Kaupfélagið koma til með að fjármagna bygginguna sameiginlega, Olíufélagið þó að stærri hluta. Samningar milli Kaupfélagsins og Olíufélagsins eru ekki frágengnir en frá þeim verður væntanlega gengið á næstu dögum. Áætlað er að kostnaður við bygg- inguna verði ekki undir 100 millj- ónum. Komi ekkert óvænt upp á er búist við að ffamkvæmdir á Gísla- túni heQist á næstu dögum. Allri jarðvinnu á lóðinni var lokið fyrir meira en ári síðan. Olíufélagið rekur í dag bensínstöð Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Davíð ætlar að verða þingmaður Davíð Oddsson borgarstjóri mun taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sem fer fram 26. og 27. október. Allir þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri nema Ragnhildur Helgadóttir. Þingmennirnir Birgir ísleifur Gunnarsson, Eyjólfur Konráð Jóns- son, Friðrik Sophusson, Geir H. Ha- arde og Ingi Björn Albertsson gefa kost á sér í prófkjörinu. Aðrir sem verða í kjöri eru: Davíð Oddsson borgarstjóri, Björn Bjarnason að- stoðarritstjóri, Guðmundur Magn- ússon sagnfræðingur, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Hreinn Loftsson lögfræðingur, Kristján Guðmunds- son trésmiður, Lára Margrét Magn- úsdóttir hagfræðingur, Ólafur ís- leifsson hagfræðingur, Rannveig Tryggvadóttir húsmóðir, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur og Þuríð- ur Pálsdóttir yfirkennari. Friðrik Eysteinsson, rekstrarhag- fræðingur skilaði einnig inn fram- boði í gær en framboðið fullnægði ekki kröfum um fjölda meðmælenda þannig að það var úrskurðað ógilt. Hugsanlegt er talið að sjálfstæðis- menn geti valið úr fleiri nöfnum, en kjörnefnd hefur heimild til að bæta nöfnum á listann. Tíminn leitaði álits hjá Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa á ákvörðun borgarstjórans. Sigrún sagði að ákvörðunin kæmi sér ekki á óvart. í borgarstjórnarkosningun- um hefði margsinnis verið minnt á þessi áform Davíðs, en hann hefði þá ekki haft kjark til að segja kjósend- um í Reykjavík frá fyrirætlunum sínum. Sigrún sagði þá yfirlýsingu Davíðs að hann vilji ekki verða ráð- herra athyglisverða. Davíð hafi hing- að til sagst vera tilbúinn til að axla ábyrgð. Hún sagði að löngun hans til að vera áfram borgarstjóri mætti skýra á þann hátt að hann treysti engum öðrum til að gegna embætt- inu. Hún taldi líka að einhver þáttur í þeirri ákvörðun gæti verið löngun hans til að vera við vígslu ráðhúss- ins. -EÓ í Borgamesi. Það húsnæði er orðið nokkuð gamalt og þarfnast við- gerða. Olíufélagið Skeljungur hefur sótt um til byggingamefndar Borgar- ness að stækka nýlega bensínstöð sína. Forráðamenn Skeljungs eru ekki alls kostar ánægðir með áform Olíufélagsins um byggingu á Gísla- túni. Þeirra bensínstöð er staðsett nokkra tugi metra frá nýju bensín- stöðinni. Vakin hefur verið athygli skipulagsyfirvalda á því að búið er að bæta við nýrri aðkeyrslu af Borg- arfjarðarbrú að bensínstöð Skelj- ungs. Svo virðist sem hún hafi ver- ið lögð án samþykkis skipulagsyfir- valda. En það eru fleiri en Essó og Shell sem áforma að fjárfesta í bensín- stöðum í Borgamesi. Olís hefur verið úthlutað lóð undir bensínstöð í Borgarnesi. Sú lóð er við vegamót- in þar sem saman kemur umferð frá Snæfellsnesi og úr Norðurárdal. Borgnesingar þurfa því ekki að ótt- ast að bensínþurrð verði í plássinu á næstu ámm. -EÓ wmmwmmmmm^mmmmmmmm Fundur íslenskra og bandarískra stjórnvalda: 3,5 milljarðar til framkvæmda Að sögn Stefáns Friðfinnssonar Ijúka verkum sem þegar hafði ver- mun starfsemi fslenskra Aðal- ið byrjað á og hefðbundin vlð- verktaka á næsta ári vera með haldsverkefni yrðu tckin fyrir. svipuðu móti og síðustu ár. Stefán Friðfinnsson sagði að hér Fækkun á starfsfólld hjá varaar- væri ekki um endanlega verk- liðinu virðist því ekki hafa tnikil samninga að ræða heldur einung- áhrif á starfsemi Aðalverktaka. is viijayfirlýsingu bandarískra í síöustu viku fór fram samn- stjómvalda. Samt sem áður hefði ingafundur miili íslenskra og reynslan sýnt að endanlegir bandarískra stjómvalda um verk- samningar væru mjög svipaðir framkvæmdir Islenskra Aðalverk- þessum viljayfirlýsingum. Verk- taka á næsta Qárhagsárí 1991. samningar í fyrra, milli íslenskra Fulltrúi íslands í þessum viðræð- Aðalverktaka og bandaríska hers- um var Róbert TVausti hjá Varnar- ins, hljóðuðu upp á um 3,2 millj- málaskrifstofu. Að sögn Róberts arða króna en í fjárhagsáætlun hafa fundir sem þessi verið árviss fyrirtældsins fyrir árið 1991 er atburður síðan 1954 en þá hófu gert ráð fyrir samningu upp á um íslensk fyrirtæki að taka að sér 3,5 miUjarða króna. Þá sagði verk fyrir bandaríska herinn. Á Stefán að alit benti til að samn- fundinum í síðustu vUtu kom ingar í ár yrðu mjÖg svipaðir og fram að starfsemi Aðalverktaka fjárhagsáætlun segði til um þó verður með mjög svipuðu sniði og heldur minni ef eitthvað væri. undanfarin ár. Talað var um að khg. Heimaey: Eldur í bfl Eldur kviknaði í sendiferðabfi í Nýja-hrauni í Heimaey um tvö leyt- ið í gær þegar hann var að fara með rusl á haugana. Ökumaður bfisins fann reykjarlykt í bfinum þegar hann var að keyra og stöðvaði bílinn til að athuga hverju það sætti. Þegar hann kíkti ofan í vélina, gaus upp á móti honum eldstrókur og áður en varði var bfilinn orðinn alelda. Sendibfiinn, sem kominn var til ára sinna, gjöreyðilagðist. Svo kald- hæðnislegt, sem það kann að virð- ast, var þessi ferð á haugana síðasta ferð sendibfisins. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.