Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1990, Blaðsíða 1
frjálslyndi og framfarir í sjö tugi ár ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 - 194. TBL 74. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU KR. 90,- Hagfræðingarnir, sem segja álver þjóðhagslega óhagkvæmt, enn í felum: „Eins og að glíma við drauga", segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Skýrsla eftir ókunna hagfræðinga, unnin af ókunnum ástæöum, hefur orðiö eitt helsta umræðuefni áhuga- manna um álmálið eftir að fréttastofa sjónvarps greindi frá efnisinnihaldi hennar á sunnudagskvöld. í skýrsl- unni er þjóðhagsleg hagkvæmni byggingar álvers með tilheyrandi virkjunarframkvæmdum stórlega dregin í efa og Þjóðhagsstofnun m.a. harðlega gagnrýnd fyrir mat sitt á áhrifum álvers á íslenskt efnahagslíf. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir erfitt að bregð- ast við þessari gagnrýni án aðgangs að greinargerð skýrlunnar eða höf- undum hennar. Þetta sé í raun líkara glímu við drauga, en rökræðu um áþreifanlega hluti. Tímanum er kunn- ugt um að á Þjóðhagsstofnun, í ráðu- neytum og raunar miklu víðar hafa menn verið að leita að huldumönnum þeim, sem skýrsluna gerðu, til að geta kveðið niður „draugaganginn" og hafið rökræður um málið. í gærkvöldi hafði það ekki tekist, en aðspurður kvaðst forstjóri Þjóðhagsstofnunar ekki vita um hvort þörf væri á sér- stakri sveit draugabana (ghostbust- ers) í málið, þó vissulega væri það óvenjulegt. • Blaðsíða 5 LandSbergÍS á íslandÍvytautasLandsbergis.forseti Æðsta ráðs Lithaugaiands, kom í gær til íslands í boði Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra. Hann mun eiga viðræður við Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson um stuðning íslendinga við sjálfstæðisbaráttu Lithauga. Landsbergis sagði við komuna í gær að pól- itískur stuðningur íslendinga hafi verið og væri mjög þýðingarmikill og viðræður hans við íslensku ráðherrana myndu snúast um útfærslu á þeSSUm StUðnÍngÍ. Tlmamynd:PJetur Farpresturínn ....................................... tjarnarnesi segir Lions keppinaut Þj Biskupinn er í Lions • Opnan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.