Tíminn - 17.10.1990, Side 2
2 Tíminrtr
Miðvrkuctagur 17*. október 1990'
Steingrímur J. Sigfússon ekki sammála umhverfisráðherra varðandi mengunarvarnir við nýtt álver:
Annað en vothreinsi-
búnaður er tilslökun
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra hefur kynnt áfangaskýrslu sér-
stakrar sérfræðinefndar, sem unnið hefur tiliögur um mengunar-
varnir í tengsium við nýtt álver á Keilisnesi. Þar er ekki gert ráð fyr-
ir að álverið notist við vothreinsibúnað, en talið er að besta meng-
unarvömin sé gott eftirlit með mengun gegnum ítarlegar mælingar
og þannig verði hægt að grípa inní ef eitthvað fer úrskeiðis. Stein-
grímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra, segist
ekki vera sammála niðurstöðu sérfræðinganna. „Ég hlýt að lýsa
vonbrigðum mínum með þá niðurstöðu, ef slaka ætti á í þeim efn-
um.“
Hann sagði að fullyrt hafi verið í
marga mánuði, að ekkert annað
komi til greina en fullkomnustu
mengunarvarnir. „Til þess að upp-
fylla það, samkvæmt orðanna hljóð-
an, þá þarf vothreinsibúnað. Brenni-
steinsdíoxíðmengun verður hér
margfalt meiri en ella, ef ekki verður
komið upp vothreinsibúnaði. Vissu-
lega er hægt að draga úr henni um-
fram það sem verst gerist, með því
að nota hrein skaut, en það breytir
ekki hinu að vothreinsibúnaður er
lang áhrifaríkasta aðferðin við að ná
Evrópskar bíómyndir
sýndar í Háskólabíó
Ákveðið hefur verið að hefja reglu-
legar sýningar á evrópskum úrvals-
myndum í Háskólabíó. Er ætlunin
að auðkenna þessar myndir sér-
staklega í bíóauglýsingum. Er það
von Háskólabíós að þessari ný-
breytni verði vel tekið, svo það geti
unnið sér fastan sess í bfómynda-
vali Reykjavíkur..
Af þeim myndum, sem Háskólabíó
hefur sýnt á þessu ári, eru tvær sem
hafa verið í sýningu á áttunda mán-
uð, þ.e. Vinstri fóturinn, sem er írsk
mynd, og Paradísarbíóið en hún er
ítölsk. Báðar hlutu þessar myndir
Óskarsverðlaun og eru enn í sýn-
ingu.
Af öðrum evrópskum myndum,
sem sýndar verða á næstunni, má
nefna: Bresku bíómyndirnar Krays
bræðurnir og Hinrik V, franska
mynd er nefnist Nikita, sænska
mynd er nefnist Kronvittnet og
spænska mynd er nefnist Atema.
Fleiri myndir eru væntanlegar í Há-
skólabíó í vetur, en ætlunin er að
kynna myndirnar sérstaklega þegar
þær verða teknar til sýninga. khg.
Samherji á Akureyri
eignast togarann Víði
frá Hafnarfirði
Útgerðarfyrirtækið Samheiji hf. á
Akureyri ætlar að kaupa Hvaleyri
hf. í Hafnarfirði, sem var áður Bæj-
arútgerð Hafnarfjarðar.
Samherji nýtir þar með forkaups-
rétt sinn á hlutabréfum Hagvirkis og
Jóns Friðjónssonar, en Samherji átti
fyrir 48% í Hvaleyri. Á móti kaupum
Samherja kaupir Hagvirki frystihús
Hvaleyrar og hefur verið haft eftir Jó-
hanni G. Bergþórssyni, forstjóra
í tilefni
mynd-
birtingar
Vegna mistaka í vinnslu blaðsins
I gær var hægt að þekkja ung-
linga, sem mynd birtíst af í opn*
unni, þar sem andlit þeirra voru
ekki máð út eins og fil stóð. Við
viljum því taka fram að myndin
var hugsuð sem raunsönn skýr-
ingarmynd við efni greinarinnar
og ætlað að sýna einhverja ung-
Hnga, en ekki tiltekna. Mynda-
textí mióaðist við það og er þvf
rangur hvað varðar þessa tilteknu
ungiinga. Víð hörmum þessi mis-
tök. —Fréttastj.
Hagvirkis, að unnið sé að endursölu
hússins.
Samherji eignast þar með togarann
Víði og jafngildi 2.200 tonna þorsk-
kvóta. Margir Hafnfirðingar hafa ótt-
ast að þessi kvóti myndi fara frá Hafn-
arfirði með sölu Víðis. Meðal annars
var bókað í atvinnumálanefnd Hafn-
arfjarðar, að þegar eigendur Hvaleyr-
ar hf. keyptu eignir Bæjarútgerðar-
innar 1989, hafi þeir gengist inn á að
starfrækja fyrirtækið í Hafnarfirði.
Það komi m.a. skýrt fram í kaup-
samningum sem gerðir voru. Sam-
herjamenn hafa hins vegar gefið út
þá yfirlýsingu að þeir muni gera Víði
út frá Hafnarfirði. Ekki náðist í for-
svarsmenn Samherja hf. í gær, þar
sem þeir eru erlendis. -hs.
Ný sóknarnefnd
Guðmundur Þorsteinsson dómpró-
fastur hefur ákveðið að efna til safn-
aðarfundar í Seltjamamespresta-
kalli, mánudaginn 22. október n.k.
Þar verður væntanlega kosin ný
sóknamefnd.
Sóknamefnd á Seltjarnarnesi sagði
af sér þann 12. október sl., vegna
deilna sem náðu hámarki með undir-
skriftarlista sem hátt á annað hundr-
að sóknarbarna skrifuðu undir. Þar
var mótmælt meðal annars breyting-
um á skipulagi safnaðarins. khg.
niður þeirri mengun. Þar með eru
jafnvel möguleikar á, að hreinsa
einnig koldíoxíð með tiltekinni
kölkunaraðferð."
Steingrímur taldi nauðsynlegt að
gera í þessu sambandi allra ströng-
ustu kröfur. „Hugsunarháttur af því
tagi, að við eigum inni mengunar-
kvóta, því hér sé enn sem komið er
lítill iðnaður, hugnast mér ekki sér-
lega vel.“ Ef til stæði að gera meng-
unarmælingar reglulega, þá væri
það af hinu góða. Það breytti hins
vegar ekki því, að ef sleppt væri úr
4500 tonnum af brennisteinsdíoxíði
á ári, þá væri það gert, hvort sem
mælt yrði einu sinni á dag eða aldr-
ei. „Ef hægt er að koma þessu niður
í 700-800 tonn með vothreinsun, þá
er það geysilegur árangur."
Hann taldi mengunarmálin vera
eitt af þremur veigamestu málunum
í hans huga, sem skiptu máli varð-
andi byggingu nýs álvers. „Það er að
segja umhverfismálin, raforkuverð-
ið og staðsetningin og byggðaáhrif-
in, sem ég hef aldrei dregið neina
dul á að er veigamikið atriði fyrir
mér.“ -hs.
Skráðum atvinnuleysisdögum snarfækkaði í september:
1,9% atv innuleysi
það sem af er ári
í yfirliti atvinnumálaskrífstofu
félagsmálaráðuneytisins kemur
fram að skráðir atvinnuleysis-
dagar á þriðja ársfjórðungi árs-
ins voru 115 þúsund á landinu
öllu. Þar með eru atvinnuleysis-
dagar það sem af er árinu orðnir
472 þúsund.
472 þúsund atvinnuleysisdagar
jafngilda því að 2400 manns hafi að
jafnaði verið atvinnulausir lyrstu níu
mánuði ársins. Það svarar til 1,9% af
mannafla. í fyrra voru skráðir 407
þúsund atvinnuleysisdagar á sama
tíma sl. árs, eða 16% færri en nú.
í septembermánuði sl. hefur hins
vegar atvinnuástandið lagast nokk-
uð, því að þá var minnsta atvinnu-
leysi sem verið hefur í nokkrúm öðr-
um mánuðum yfirstandandi árs. í
ágúst voru atvinnuleysisdagar þann-
ig 14 þúsund fleiri. Þess skal þó getið
að september er jafnan sá mánuður
þegar atvinnuleysi mælist minnst.
I septembermánuði mældist at-
vinnuleysi mest á Vesturlandi, eða
1,8%. Konur vógu mjög þungt í
þeirri tölu, því atvinnuleysi meðal
þeirra var 3,6% en meðal karla 0,7%.
Atvinnuleysi var minnst á Vestfjörð-
um, eða 0,6%. Þar af var 1,0%
kvenna en 0,6% karla. —sá
Kaupfélag Kjalnesinga fertugt:
Bærinn fylltist af bíl-
um og búðin af fólki
„Það var þvílík örtröð að það var
algjört kaos héma inni. Röðin af
fólki náði langt út fyrir búðina og
planiö fyrir framan var troðfullt af
bílum og bflarööin teygói sig út
um allan Mosfellsbæ. Ég hef unn-
Ið hér í fimm ár og hef aldrei orð-
ið vitni að öðm eins,“ sagði öm-
ólfur Ömólfsson, kaupfélagsstjórí
í Kaupfélagi Kjalarnesþings í Mos-
fellsbæ.
Ástæðan fyrir þessari örtröð við
og í búðlnni var sú að á mánudag-
inn var haldið upp á fjömtíu ára
afmæli Kaupfélagsins. í tilefni
dagsins var viðskiptavinum boðið
upp á rjómatertu, gosdrykk), kaffi,
sælgæti og ijómaís. Þá vom 90
vörur f búðinni á sérstöku tilboðs-
verði og vom seldar með óvenju
miklum afslætti. Þar að auki var
veittur 10% afsláttur á öllum vör-
um við kassann. „Hillumar í búð-
inni tæmdust gjörsamlega og
klukkan þijú um daginn vomm
við búnir að sejja víkuskammt úr
kjötborðinu,*4 sagði Ömólfur.
„Þrjúhundmð manna ijómaterta
var búin um hádegið og eftir há-
degið höfðu 4 bakarar elcki við að
útbúa rjómatertur ofaní mann-
skapinn. Þetta tókst annars af-
skaplega vel og við emm mjög
ánægð með útkomuna en áttum
alls ekki von á öllum þessum
fjölda." Aðspurður um það hvort
haldið yrði upp á fimmtugsafmæl-
„Aldrei önnur elns örtröð eins og á afmælinu.44 Ömóifur Ömótfsson,
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Kjalnesínga. Tfmamynd: Ami Bjama
ið með svipuðum hætti, sagði eiga afmæli, enda hefði það verið
Öraólfur að starfsfólkið hefðl gert gjörsamlega búið að vera eftír
þá kröfu að Kaupfélagið hætti að daginn. —SE