Tíminn - 17.10.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 16. október 1990
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason
SkrffstofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Örlög Líbanons
Ævintýramaðurinn Mikael Aoun, hershöfðingi í Líban-
on, hefur nú gefíst upp með liðsmönnum sínum eftir að
hafa hafst við í neðanjarðarbyrgjum í Beirút síðustu mán-
uði.
Aoun er í hópi kristinna Líbana og var forsætisráðherra
um skeið, en hefur að undanfomu farið sínu fram með
eins konar einkaher sér til stuðnings og barist gegn stjóm
landsins eins og hver annar pólitískur úrræðaleysingi
sem látið heíur örvæntingarfull vonbrigði um þróun mála
í landinu stjóma gerðum sínum.
Fram á síðustu daga reyndi Aoun að halda við hreysti-
mannlegum yfirlýsingum sínum um að berjast til síðasta
manns og falla heldur en gefast upp. Hann hefur reyndar
leyst sjálfan sig undan þeim eiði og flúið á náðir franska
sendiráðsins í Beirút. Hefur Frakklandsforseti heitið
hershöfðingjanum pólitísku hæli og lagt þar við æm sína.
Saga Mikaels Aouns er spegill hinnar átakanlegu sögu
Líbanons og libönsku þjóðarinnar í hálfan annan áratug.
Og saga Líbanons er skýr táknmynd af ástandi mála í
Austurlöndum nær, þar sem ófriður hefur verið viðvar-
andi áratugum saman og flækjur hagsmuna og stjómmála
hafa reynst óleysanlegar.
Fregnir um það að Mitterand Frakklandsforseti hafí
ákveðið að bjarga Mikael Aoun úr höndum fjandmanna
sinna, þ.e. ríkisstjóm Líbanons eins og hún er nú, er ekki
aðeins lýsandi dæmi um mannúðarverk gagnvart sigmð-
um manni, heldur engu síður uppriQun á hlut erlendra
ríkja í styijaldarástandinu í Líbanon í 15 ár. Glæfraleg
íhlutunarstefna og vopnastuðningur utanaðkomandi ríkja
hefur haldið við borgarastyijöldinni í Líbanon allan
þennan tíma, svo að segja má að landið liggi í rúst.
Sú var tíðin að Líbanon var í augum vestrænna þjóða
eins konar lýðræðislegt vonarland innan Arabaheimsins.
Landið hafði sérstöðu að því leyti að múslímskur siður
var þar ekki allsráðandi, heldur var kristni útbreidd í
landinu. Menntunarástandið í Líbanon var talið miklu
betra en í öðrum löndum Araba og vestræn menningar-
áhrif meiri, ekki síst frönsk, því að landið var vemdar-
gæslusvæði þjóðabandalagsins gamla í umsjá Frakka.
Líbanskt ríki var sett á stofii í miðri heimsstyijöldinni
1941, þótt Frakkar réðu þar öllu framan af eigi að síður.
Þótt út í frá sýndist stofhun sjálfstæðs ríkis í Líbanon sig-
ur fyrir lýðræðishugsjónina, var ekki litið eins á það af
nágrönnunum í Sýrlandi. Það eitt hlaut að vera ófriðartil-
efhi, sem valdið hefur Líbönum öryggisleysi frá fyrstu.
Þar við hafa síðan bæst deilur ísraela og Araba sem gert
hafa Líbanon að orustuvelli vegna endurtekinna innrása
ísraela og vaxandi íhlutunar Sýrlendinga af því tilefni.
Afskipti vestrænna ríkja og Sovétríkjanna og fylgiríkja
þeirra hafa síður en svo leitt til friðsamlegrar lausnar á
deilum í Líbanon. Friðargæsla á vegum Sameinuðu þjóð-
anna hefur verið tómt handarbakaverk og ekki annað en
dæmi um getuleysi þeirra lengst af til að halda uppi friði
1 heiminum.
Uppgjöf Aouns hershöfðingja er að vísu ósigur eins
manns, en eigi að síður skýr áminning um ófriðarflækj-
umar í Miðausturlöndum og að þær em ekki til komnar
vegna atburðanna við Persaflóa, heldur er Persaflóadeil-
an miklu fremur nýjasta afbrigði óskapnaðarins í þessum
heimshluta.
ingabragur «5 komast á Morfiun-
ins. Garri heiur wrið að gera sér
mann.
nenra
vHI minni ríkisumsvif. í
Cuðmundar fær iildungaJ
flóknu samspili ólikra hagsmuiu,
sumpart persónuicgra hagsmuna
kjóscndur 1 aldrínum 18-35 ára um
77\t&$má aiHðilu S landinu öllu,
enda, Englnn á þeim aldri er í nti-
nranna.“ i»að sem vekur mesta
athygli er að citt af því sem Guð-
mundur telur ástæðu til að nefha
hann hafi skrifeð Iciðara og aðrar
Morgunblaðið, blað allra lands-
manna. Guðmundur er með þessu
fuHtrúi íyrir þær skoðanir sem
cn aðrir og má nokkuð sjá h\-aöa EaI:-'?ÍLf
þiugmenn td. hafa áhyggjur af sæti , S'; ‘ ,
sínu. Guðmundur H. Garðarsson
virðist þannig ekki hafa trú á að störf hafa vaxið verulega að um-
bann geti haldið þingsætinu bar- fangi á síðari árum, enda sjálfs-
áttulaust á meðan Friðrik Sóphus- traust hans eldd af þcirri stærðar-
son notfærir sér aðstöðu sína á Al- gráðu sem hinn almenni maður á
jþtagi ttl að auglýsa sig með því aó
spytja forsætisiáöherra kúnstugra
landafræðispuminga eins ogþehrrar
hvort hann te|ji að Vatnsfcysu-
strandarínppur sé í Reykjavík.
flokki sjálfstæðismanna er meðal-
aldurinn einhver sá hæsti sem
þekkist í vestrænum fóðræðisríkj-
tíma er Bjöm Bjaraason, aðstoðar-
ritstjóri Motgunblaðsins, þátttak-
ljóst eraðsú stofnun sem Morgun-
það sjálfsagt óþarfa og þylur þess í íó veit sem er? aðtvo ungur maður hlutverki sem blaðinu er ætlað áh
rauninni cidd sinnt starfi sínu sem í Sldungaráðinu enda benda raunir á Alþingi. Þetta framboð Morgun-
sMdi án þess að vera jafiifíramt fbrmanns fiokksins á þehn vett- blaðsins « pmflgörínu og hugsan-
þingmaður. Kn fari fiarri að hann vangi til slíks. lega til Alþingis er án efa eitt það at-
muni ienda í vandræðum með að Unga fólkið sækir að úr öDum átt- hygiisverðasta rið piúfkjörsslaginn
sinna báðum þessum Störfum sam- um en fáir vtrðasl sækja af eins í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.
forystumanna flokksins eins og ússon. Guðmundur lætur sór eldá þó búast viö að cf Morgunblaðið fær
Bjama Benediktssonar, Geirs Hali- nægja að auglýsa i Morgunblaðinu, menn kosna á þing muni það koma
grímssonar og Gunnars Thorodd- heldur hefur hann nú látíð gefa út úr felum og jáia stjómmálatcngsl
sen. EJdri vhðist borgarstjórinn um sig litprentaðan bækling sem síh. Garrí
hafa áhyggjur af því að b*ði Iressi dreifl er tii Rcykvíkinga. i»ar er lit-
VITT OG BREITT
Atvinmilíf og umhverfisvernd
Fjölmiðlar hafa síðustu daga verið
fullir af fréttum og umræðum um
umhverfis- og mengunarmál hér á
landi. Þar ber e.tv. hæst þá frétt, að
samningamenn f álviðræðum séu að
falla frá kröfunum og vothreinsibún-
aði en leggi nú áherslu á brenni-
steinssnauð rafskaut, og er ekki
nema von að menn vilji vita eitthvað
um gæðamun þessara aðferða. Þá
hefúr Áburðarverksmiðjan verið út-
skrifúð sem áhættulaust fyrirtæki
inni í miðri íbúðarbyggð, en hins
vegar er sitthvað óljóst um gerð og
gæði olíuleiðslnanna í Reykjavíkur-
höfn, eða hver ósköpin það eru sem
valdið hafa endingarleysi þeirra með
þekktum afleiðingum.
AHomn vitneslga
Hvað sem er um þessi mál að segja
er ekki úr vegi að minna á umhverf-
ismál sem eitt af meiriháttar við-
fangsefnum þjóðmála, reyndar
heimsmála, því það er löngu sannað
að framleiðsluhættir og lffsstfll nú-
tímamannsins valda umhverfis-
spjöllum og mengun, sem beinlínis
er talið að stofiii sjálfúm tilveru-
grundvelli mannkynsins í beina
hættu. En þótt slík sönnun liggi fyrir
er ekki þar með sagt að almennt hafi
menn meðtekið þennan sannleika.
Það er varla von að almenningur
skilji þessar svartsýnu kenningar um
fortöpun mannkynsins vegna sinna
eigin lífshátta, þegar ráðamenn þjóð-
anna og forkólfar framkvæmda og
athafna færast undan því að hlutgera
þessa vitneskju í verkum sínum.
Þessi undanfaersla athafriamanna að
taka tillit til þekkingar vísindanna á
tengslum framleiðsluhátta og um-
hverfisspjalla er útbreidd vanrækslu-
synd í flestum löndum heims, enda
víðast hvar ríkjandi pólitískur slapp-
leiki í þessum málum, þegar til kast-
anna kemur. Umhverfisspjöll, jarð-
vegseyðing og mengun eru að vísu
orð sem margir taka sér í munn, en
færri sem fylgja þeim eftir í verki. En
hvað er þá hæft í þessu svartsýnistali
um bölvun umhverfisspjallanna?
Um það skal vitnað til orða manns
sem kann á þessu góð skil og er m.a.
framkvæmdastjóri umhverfisnefnd-
ar Sameinuðu þjóðanna.
Kapitalisti segir firá
Sá maður sem hér um ræðir heitir
Maurice Strong og er í rauninni am-
erískur viðskiptahöldur, en þó eng-
inn venjulegur kapitalisti, svo virkur
sem hann er sem baráttumaður fyrir
hugsjón umhverfisvemdar. Hann er
því í senn trúr kapitalisti og um-
hverfishyggjumaður. Maurice
Strong fjallar um þessi áhugamál sfn
í tímaritinu World Link, sem er eins
konar málgagn auðvaldssinnaðra
umhverfishyggjumanna. Strong tel-
ur að atvinnulífið eigi að viðurkenna
umhverfisvemd sem óhjákvæmileg-
an kostnaðarþátt í rekstri og fjárfest-
ingu fyrirtækja. Hann kallar það
skammgóðan vermi að ætla að vikja
sér undan slíkum skyldum. Hann
segir það hinn mesta misskilning,
þegar þvf sé haldið fram að strangar
kröfúr í umhverfismálum séu vís
vegur til að draga úr hagvexti eða
gera hagvöxt að engu. Þvert á móti er
sú viðtekna venja athafnamanna að
komast hjá þessum kostnaði örugg
leið til þess að stöðva hagvöxt, segir
Maurice Strong. „Um það þarf ekkert
að deila að framleiðsluhættir flestra
tegunda ríkjandi atvinnustarfsemi
hafa víðtæk óheillaáhrif á umhverfið
svo að ekki er hægt að þola það, ef
lagt er á það pólitískt maL Sá tími er
liðinn að menn geti valið þá leið að
hunsa afleiðingar þess framferðis að
hafa að engu rök skynsamlegrar hag-
fræði, stjómmála og umhverfis-
vemdar að því er tekur til umhverfis-
mengunar. Ef menn á annað borð
ætla að tryggja efnahagslegar fram-
farir, þá verða menn að taka tillit til
þess sem náttúran þolir.“
Vísað tíl vegar
Maurice Strong bætir við:
,Miðað við þá stefriu sem viður-
kennd er í umhverfismálum, er
óhætt að halda því fram að það er
rekstrarhagfræðin sem þarf að laga
sig að kröfúm umhverfisvemdar, en
ekki hið gagnstæða, eins og sumir
halda. Tíunda áratuginn verður að
nota sem aðlögunartíma að þessum
kröfum."
Greinarhöfundur leggur áherslu á
að þessi viðhorf séu í fúllu samræmi
við sjónarmið markaðshyggjunnar,
þar sem gengið sé út ffá því að taka
beri tillit til allra þátta rekstrarkostn-
aðar þegar ráðist sé f atvinnurekstur.
Ef atvinnulífið sjálft svíkst undan í
þessu efni lendir það á samfélaginu.
Menn verða að átta sig á því að hag-
vöxtur sem náð er með því að spilla
umhverfi og ganga á auðlindimar
leiðir um það er lýkur til hvors
tveggja í senn: umhverfisgjaldþrots
og efnahagsgjaldþrots, segir Maurice
Strong.
Þessi boðskapur á mikið erindi til
ÍSlendinga. Að nokkru leyd hefúr
hann gert það, Ld. í stjóm fiskveiða
og í uppgræðslu- og gróðurvemdar-
málum. Stofnun umhverfisráðu-
neytis er grundvölluð á þessum við-
horfúm og ýmsar aðrar stofnanir.
Hins vegar er engin vissa fyrir því að
atvinnurekendur hafi áttað sig á
skyldum sínum í þessu efni. Þeir lifa
enn í hugarheimi undanbragðanna
og em seinir til frumkvæðis í því að
taka ótilkvaddir tillit til þess sem um-
hverfisvemd og mengunarvamir
krefjastaf þeim I.G.