Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. október 1990 Tíminn 5 SAS flugfélagið ráðgerir að fjölga ferðum sínum til landsins frá Kaupmannahöfn: Tekjur SAS af íslands- ferðum aukast um 44% SAS flugfélagið ráðgerir að fjölga áætlunarferðum félagsins hing- að tii lands frá Kaupmannahöfn á næsta sumri. Nú flýgur félagið tvisvar í viku til landsins, en gert er ráð fyrir að fjölga þeim ferðum um eina. Mikil aukning farþega er í þessum ferðum félagsins og hafa heildartekjur vegna þeirra aukist um 44%. „Með sumaráætlun, sem tekur gildi í lok mars á næsta ári, bætum við þriðju ferðinni á viku milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar við“, sagði Jóhannes Georgsson yfirmað- ur SAS á íslandi. ,Að öðru leyti er stefnumótun okkar á næstu tveimur til þremur árum, að auka flug til ís- lands og meðal annars að bæta Ósló og Stokkhólmi inn í þessa áætlun, en ekki er búið að ákveða það neitt frekar.“ Varðandi fargjöldin hefur gilt sama verðskrá, sem hefur gengið fyrir bæði flugfélögin, SAS og Flugleiði og sem eru samþykkt af samgöngu- ráðuneytinu hér á landi. „Með auknu frjálsræði og breytingum í milliríkjasamningum og öðru, er Ijóst að frjálsræði kemur til með að aukast eitthvað í fluginu. En hvað hún kemur til með að hafa áhrif á verðlagningu er ekki alveg eins ljóst.“ Flug SAS hingað til lands skiptist í starfsemi þar sem farþegar eru flutt- ir á milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafriar, og hins vegar farþega sem halda áfram yfir hafið. Heildar- velta fyrirtækisins í sölu af þessu tvennu á íslandi er áætluð um 400 milljónir á næsta ári. Töluverð aukning hefur orðið í farþegaflutn- ingi SAS á þessari leið. Fyrstu átta mánuði þessa árs jókst farþegafjöld- inn um 47% frá því í fyrra, en það er 17.300 farþegar í það heila. Að sama skapi hafa tekjur félagsins aukist um 44%. Varðandi fjölda þeirra farþega, sem félagið flytur eingöngu á milli fslands og Kaupmannahafnar, voru 6.400 fyrstu átta mánuðina, sem er tekjuaukningin um 70% frá síðasta ári. -hs. Verkamannafélagið Hlíf vill að sett verði lög sem takmarki eða banni útflutning á ferskum fiski þegar hráefnisskortur er í íslenskum frystihúsum: Eriendir aöilar settir skör ofar í hráefnisöflun í ályktun, sem samþykkt var á fundi hjá Verkamannafélaginu Hlíf 18. október sl., segir að mjög mikil- vægt sé að fullvinna sem mest af sjávarafla okkar íslendinga hér heima. Hins vegar virðast íslensk stjómvöld setja hagsmuni Breta og Þjóðveija skör ofar, þar sem árlega sé heimilaður útflutningur á fersk- um fiski í tugþúsundum tonna, án þess að minnsta tillit sé tekið til hráefnisþarfa íslensku fiskvinnsl- unnar og atvinnuöryggis fisk- vinnslufólks. f ályktuninni segir, að núverandi reglum Aflamiðlunar verði að breyta þannig að hún fái einnig og ekki síð- ur það hlutverk að fylgjast með að nægilegt framboð sé á fiski á inn- lendum mörkuðum. Þá hvetur Verkamannafélagið Hlíf til þess að lög verði sett sem heimili að út- flutningur á ferskum fiski verði tak- markaður eða jafnvel bannaður þeg- ar hráefni skorti til innlendrar fisk- vinnslu. „Þá kemur ekki síður til álita að sett verði lög um að öllum ferskum fiski, sem fara á til útfiutn- ings, verði fyrst landað á fiskmörk- uðum hérlendis og gefa með því ís- Ferskur fiskur fluttur út í gámi. lenskum fiskvinnslufrrirtækjum kost á að kaupa hann. A þann hátt væri komið í veg fyrir brask og mis- ferli eins og upp hafa komið á und- anförnum mánuðum varðandi út- flutning", segir í ályktuninni. í loka- orðum ályktunarinnar segir að ekki eigi að ráðstafa okkar mestu auð- lind, fiskinum, af gróðasjónarmið- um fárra, heldur eigi hagsmunir og velferð þjóðarinnar að sitja þar í fyr- irrúmi. —SE Samband málm- og skipasmiðja um álvers- og virkjanaframkvaemdir: sammngum f ályktun sem framkvæmda- stjóra Sambands málm- og skipasmiðja samþykktí í fyrra- dag vekur sambandið athygli á því að fyrirhugaðar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir skipta gríðarlega miklu máli fyrir ís- lenskan málmiðnað og framtíð hans. Síðan segir f ályktuninni að þar komi ekki aðeins til verk- efni, sem fyigja slíkum fram- kvæmdum, heidur einnig tæld- færi til að koma á legg þróuðum framleiðsluiðnaði sem geti keppt á alþjóðlegum mörkuð- um. „Því skiptir miklu að ís- lensk fyrirtæki geti átt drjúgan hlut í þessum framkvæmdum og aukið með því tæknl- og verkþekkingu sína. SMS leggur áherslu á að formlegum samn- ingum um álvers- og virkjunar- framkvæmdir ljúld sem fyrst og samkvæmt þeim tímaáætlunum sem fyrir liggja. SMS lýsir áhyggjum yfir því að deilur stjórnmálamanna um einstaka efnisþætti samninganna leiði til þess að framkvæmdir tefjist eða þær tefll samningunum í tví- sýnu. SMS skorar því á að víð- komandi aðila að sameinast um að ganga frá samningum sem fyrst til hagsbota fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf." —SE Borgarar kannast ekkert við Heima- stjórnarsamtökin Formaður og framkvæmdastjórn Borgaraflokksins vill að gefnu til- efni taka fram að svokölluð Heima- stjórnarsamtök eru með öllu óvið- komandi Borgaraflokknum og fé- lagasamtökum hans og hefur flokkurinn ekki haft nein afskipti af stofnun þeirra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkn- um. Samkvæmt skrá yfir lagafrumvörp, sem var fylgiskjal með stefnuræðu forsætisráðherra, verður mikið um að vera á þinginu í vetur: Ríkisstjórnin mun flytja 133 lagafrumvörp á komandi vetri í fylgiskjali með stefnuræðu forsæt- isráðherra kemur fram, að unnið er að og áformað í ráðuneytunum að flytja alls 133 lagafrumvörp á þeirra vegum á 113. löggjafarþinginu. Ekki er allra frumvarpa getið, sem líklegt er að verði flutt, og í skjalinu segir að atvik geti einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. Ýmis frumvörp eru endurflutt og kann þeim að verða breytt frá upphaflegri mynd, áður en þau verða flutt að nýju. Þá eru taldar upp tillögur til þings- ályktunar og skýrslur sem ætlunin er að flytja. Samkvæmt skjalinu eru það menntamálaráðherra og fjármálaráð- herra sem ætla að flytja flest laga- frumvörp. í ráðuneyti Svavars Gests- sonar er unnið að 20 frumvörpum til laga en í næsta nágrenni, í ráðuneyti Ólafs Ragnars Grímssonar, er unnið að 19 frumvörpum. í umhverfisráðu- neytinu er unnið að 15 frumvörpum, 14 í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, 11 frumvörpum í félags- málaráðuneytinu og 11 í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 10 í sam- gönguráðuneytinu, landbúnaðar- ráðuneytið vinnur að 9 lagafrumvörp- um, viðskiptaráðuneytið að 8, verið er að undirbúa 7 lagafrumvörp í forsæt- isráðuneytinu, 5 í iðnaðarráðuneyt- inu og 4 í sjávarútvegsráðuneytinu. í utanríkisráðuneytinu er ekki unnið að neinu frumvarpi til laga, en það áformar að flytja 6 tillögur til þings- ályktunar og 3 skýrslur. Af frumvörpum má m.a. nefna frum- varp til laga um opinbera réttarað- stoð, frumvarp til laga um breytingar á barnalögum og frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti sem dóms- og kirkju- málaráðherra mun flytja. I félags- málaráðuneytinu er m.a. verið að vinna að frumvarpi til laga um breyt- ingar á lögum um stjómsýslulega stöðu Húsnæðisstofnunar og stofnun umdæmisstjóma, frumvarpi til laga um búseturétt og húsnæðissam- vinnufélög og frumvarpi til laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og frumvarp til laga um tímabundna lækkun aðflutnings- gjalda af bensíni em meðal athyglis- verðra hluta sem til vinnslu em í fjár- málaráðuneytinu. í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti er verið að vinna að frumvarpi til laga um ákvörðun dauða, frumvarpi til laga um brottnám líffæra og kmfningar, frumvarpi til laga um almannatrygg- ingar og frumvarpi til laga um breyt- ingu á lyfjalögum. Iðnaðarráðuneytið vinnur að frumvarpi til laga um Se- mentsverksmiðju ríkisins og frum- varpi til laga um heimild til samninga um nýtt álver ásamt fleiru. Landbún- aðarráðuneytið vinnur m.a. að frurn- varpi til laga um héraðsskóga og frumvarpi til breytinga á lögum um búvöm. í menntamálaráðuneytinu er m.a. unnið að fmmvarpi til laga um Þjóðleikhús og frumvarpi til laga um Sinfóníuhljómsveit íslands, í sam- gönguráðuneytinu er unnið að frum- varpi til laga um skipulag ferðamála og tillögu til þingsályktunar um stað- festingu á samningi um gerð jarð- ganga undir Hvalfjörð ásamt öðm. Sjávarútvegsráðuneytið vinnur að frumvarpi til laga um Sfldarverk- smiðjur ríkisins og frumvarpi til laga um breytingu á stjórnsýslu á sviði fiskveiða þ.á.m. varðandi eftirlit og úr- skurði um ólögmætan sjávarafla. í umhverfisráðuneytinu, sem jafnframt hýsir samstarfsráðherra Norðurlanda, er unnið að frumvarpi til laga um stað- festingu íslands á norrænum samn- ingi um gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum eftir þriggja ára nám að loknu stúdentsprófi og frumvarpi til laga um vemdun hálendis íslands. í utanríkisráðuneytinu er verið að vinna að tillögu til þingsályktunar um full- gildingu samnings um vemd einstak- linga varðandi vélræna vinnslu per- sónuupplýsinga ásamt öðru. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.