Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 25. október 1990 Fimmtudagur 25. október 1990 Tíminn 11 margra minnka leika á að fá sér einhverja aðra vinnu, því það er sem betur fer ekki mikið um atvinnu- leysi á þessum stöðum. Beint tekjutap kem- ur því harðast niður á síldarsaltendunum". Frysting takmörkuð af ýmsum ástæðum Hermann sagði söltunarstöðvarnar á Höfn undanfarin ár hafa verið með 10-12% af heildarsöltuninni. Frystingu á síldinni í stað söltunar sagði hann geta takmarkast af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi afkastagetu í frystihúsunum á hverjum stað og í öðru lagi af stærð síldar- innar og gæðum þegar henni er landað. „En mér sýnist alveg ljóst, eftir þessar frétt- ir frá Rússum, að menn geta ekki nýtt nema um 30-35% af heildaraflanum til manneldis, þ.e. í söltun á aðra markaði og frystingu. Hefðum við hins vegar getað saltað í þær 50 þús. tunnur sem samningur var um og feng- ið nýjan samning upp á 150 þús. tunnur, sem mátti telja eðlilegt, hefðu hins vegar 60-70% farið til manneldis", sagði Her- mann. Mikið áfall fyrir Eskifjörð „Þetta er stórt og mikið áfall fyrir Eskifjörð. Við reiknuðum með að salta um 7 þúsund tunnur á Rússland en söltum nú ekki eina einastu af þeim. Við söltum nú aðeins 1.220 tunnur á vertíðinni í staðinn fyrir 8.700 ella“, sagði Búi Þór Birgisson hjá síldarsölt- unarstöð Hraðfrystihúss Eskifjarðar. í gær var verið að salta fyrir Finnland en Búi bjóst við að allri söltun, sem byrjaði 16. október, verði nú lokið fyrir helgi. „Þetta kemur ekki síst illa við verkafólk í landi, sem hefði náð jafnvel upp í 300 til 350 þús. kr. tekjur yfir vertfðina ef allt hefði gengið eðli- lega fyrir sig. Launin hjá þessu fólki minnka nú um helming og allt niður í þriðjung af þessari upphæð. Þetta verður því æðistórt áfall fyrir marga“, sgði Búi. Bara 5 krónur í gúanó Hann sagði þetta líka mikið áfall fyrir út- gerðina. Þeir fá aðeins 5 kr. á kflóið fyrir sfld í gúanó í stað 10-11 kr. í söltun eða frystingu. En sfld í frystingu verður að vera bæði stór og góð. „Við flokkum núna stóru sfldina úr í flökun og frystingu. Hún er hins vegar mis- jöfn að gæðum, því á bátunum mörgum hverjum er því miður ekki farið nógu vel með sfldina. Það er alveg geysilegur munur á milli báta að því leyti hvað sumir koma með miklu betri sfld en aðrir", sagði Búi. Gæðin sagði hann ráðast bæði af frágangi um borð og ísun. Stóra og góða sfld sagði hann geta nýst allt upp í 70% í frystingu en oft líka margfalt minna. „Við tókum hér t.d. 60 tonn úr ein- um bát og þar af fóru ekki nema 10 til vinnslu, en hitt allt í gúanó“. Nýjar vélar fyrir milljónir en... Búi nefndi sem dæmi kostnað sem sfldar- söltunarstöðvar hafa lagt í og hafa nú lítið upp úr. Hjá honum var í fyrra lagt í kaup á tveimur hausskurðarvélum fyrir hálfa þriðju milljón. Nú verða þær aðeins í notk- un í 2-3 vikur. Aðra staði vissi hann um þar sem nýbúið er að setja upp slíkar vélar sem verða nú líklega ekkert notaðar. Spurður um afköst þessara véla sagði Búi að þau væru álíka eftir vél mannaða 5 stúlkum eins og hjá 12 söltunarstúlkum sem skæru upp á gamla mátann. Síldarbátur stoppaður á Akranesi „Þetta olli því m.a. að sfldarbátur héðan frá Akranesi var stoppaður á meðan menn eru að skoða stöðuna. Hann landaði í gær í sölt- Kemur illa við alla „Þetta hefur auðvitað víðtæk og slæm áhrif á mörgum stöðum. Enda kemur þetta til með að minnka heildarverðmæti sfldarafl- ans verulega", sagði Hermann Hansson kaupsfélagsstjóri á Höfn, sem verið hefur einn af stærstu söltunarstöðum landsins. En á hverjum bitnar þetta verst: Útgerð og sjómönnum, söltunarstöðvunum, verka- fólkinu eða þá þjóðfélaginu í heild? „Þetta kemur illa við þá alla í sameiningu. En ég held að það komi samt verst niður á sfldarsaltendum. Bátarnir hafa að einhverju leyti möguleika á að koma sfldinni í verð í frystingu og bræðslu. Hins vegar hefur síld- arsaltandinn nánast enga möguleika. Hann getur nú ekki saltað nema brot af því sem hann hefði getað miðað við eðlileg viðskipti. Auðvitað er þetta svo líka slæmt fyrir þann fjölda fólks sem ætlaði sér að vinna við sölt- unina. Fólkið hefur þó væntanlega mögu- un, frystingu og bræðslu og átti að fara á sjó í morgun en því var frestað“, sagði Hervar Gunnarsson sem rætt var við hjá Verkalýðs- félagi Akraness. Atvinnuleysi hefur sem kunnugt er verið töluvert á Akranesi, einkum meðal kvenna. Hervar telur varla vafa á að stöðvun á sfldar- söltun fyrir Sovét hafi gert að engu vonir þeirra margra um að ná inn sæmilegum tekjum á síldarvertíðinni. Það sem hér að framan er rakið er glöggt dæmi um það hvað aðstæður á einum stað eta haft mikil og víðtæk áhrif á öðrum stað. þessu tilfelli kemur t.d. í ljós að efnahags- vandræði Sovétmanna hafa bein áhrif á auraráð fjölmargra fjölskyldna í verkalýðs- stétt uppi á íslandi. Það geta þess vegna ver- ið bein tengsl á milli Islandssfldar á diski ungs Moskóvíta og t.d. jólapakka jafnaldra hans á Austfjörðum. -HEI um nær helming Tómir gjaldeyrissjóðir Sovétmanna, sem koma í veg fyrir sflarkaup þeirra héðan á þessu hausti, hafa um leið mikil og bein áhrif á afkomu fjölda íslenskra fyrirtækja og sömuleiðis á auraráð mörg hundruð ís- lenskra fjölskyldna og þar með t.d. jólainn- kaup þeirra. Að sögn Gunnars Jóakimssonar er verið að vinna í þessu máli á vegum Síld- arútvegsnefndar. Óskað verður eftir viðræð- um við Sovétmenn um þá stöðu sem komin er upp og Ieitað nánari skýringa. Ósk um stöðvun allrar afgreiðslu á saltsíld til þeirra, eftir að sfldarvertíð er hafin, hefur komið mönnum mjög í opna skjöldu. Enda sfldar- kaup Sovétmanna verið árviss í fjóra ára- tugi, t.d. á milli 150 til 200 þúsund tunnur nú undanfarin ár. Helmingi lægra verð í gúanó Áhrifin af afpöntun Rússa á allri saltsfld þetta haustið veldur því m.a. að um 1/3 sfld- arafla þessarar vertíðar mun nú fara til manneídis í staðinn fyrir um 2/3 ella. Bræðsla síldarinnar skilar bæði miklu minni verðmætum í þjóðarbúið og miklu minni vinnu við sfldina heldur en þegar hún fer f söltun. Fjöldi sfldarsaltenda, sem kostað hafa til undirbúnings, m.a. vélakaupa fyrir sfldar- söltun haustsins fá nú sára lítinn afrakstur upp í þann kostnað. Útgerðarmenn og sjó- menn fá helmingi minna fyrir sfld sem þeir verða nú að landa í bræðslu í staðinn fyrir söltun. „Söltunardrottningarnar", sem tekist hef- ur að hala inn allt að 300 þús. króna tekjum á sfldarvertíðinni, verða nú í staðinn að sætta sig við þrisvar sinnum lægri laun í tímavinnu við síldarflökun og frystingu, ef þær komast þá þar að á annað borð. Það sama á við um fjölda annarra karla og kvenna sem unnið hefur við sfldarsöltunina á haustin. Og miklu minni síldartekjur bæði sjómanna og landverkafólks en vænst var koma síðan niður í minni veltu og þar með slakari afkomu hjá verslunum og þjón- ustufyrirtækjum á fjölda útgerðarstaða, allt frá Vopnafirði vestur til Akraness. Rúmar 870 milljónir í fyrra Samkvæmt útflutningstölum Hagstof- unnar keyptu Sovétmenn héðan um Eftir Heiði Helgadóttur 15.000 tonn af saltaðri síld fyrir rúmlega 870 milljónir kr. eftir síðustu síldarvertíð. Það var 65% af útflutningsverðmæti allr- ar saltsíldar á árinu sem alls var um 1.340 milljónir króna. Svíar keyptu saltsíld fyr- ir tæpar 240 millj.kr., Finnar fyrir tæpar 140 m.kr. og Pólverjar fyrir tæpar 70 milljónir. Um 14 þúsund tonn af frystri sfld, bæði heilli og í flökum, var flutt út á síðasta ári fyrir um 600 milljónir króna. Þar af fór lang- mest til Bretlands og Frakklands. Afpöntun Sovétmanna á saltsíld hefur mikil áhrif f íslenskum síldarbæjum: Tekjur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.