Tíminn - 27.10.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 27.10.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn.:, t Laugandaguc 27». .október. 1990 Mikilí verðmunur á norskum, sænskum og dönskum blöðum: Norskur Donald duck helmingi ódýrari en danskur Andrés önd: Norsk blöð 100 krónum ódýrari en þau dönsku „Það er vegna þess að það er enginn umboðsaðili fyrir norsku blöðin og búðin flytur þau inn beint.“ Þetta er ávallt fyrsta svar starfsfólks bókaverslana, þegar það er spurt um ástæður fyrir hinum mikla verðmun norsku, sænsku og dönsku vikublaðanna. Þrátt fyrir einna hæst verð í heimalandinu er t.d. norskt Hjem- met hér nær 100 krónum ódýrara en danskt Hjemmet og sænskt Hemmet er svo þar nokkurnveginn mitt á milli. Fer þjóðin kannski að tileinka sér tungu norskra frænda sinna í aukn- um mæli? Eigi dönsku blöðin jafn stóran þátt í dönskukunnáttu land- ans og ýmsir vilja vera láta, sýnist ekki óraunhæft að norskan fari fýrr en varir að vinna á í samkeppni við dönskuna. Kannski þama sé að finna að hluta skýringuna á hrak- andi dönskukunnáttu íslendinga, sem danskir skólamenn ráku sig ný- lega á? Norsk blöð á sama verði og í Noregi Norskur Donald duck er t.d. helm- ingi ódýrari hér á landi heldur en danskur Andrés önd, þótt í raun sé þar um eina og sömu „persónu" að ræða. Norskt Hjemmet kostar að- eins 170 krónur á sama tíma og sænskt Hemmet kostar 210 krónur og danskt Hjemmet 267 krónur, eða nærri hundrað krónum meira en það norska. Skráð erlent verð á kápu þessara blaða er þó mjög svip- að, frá 14-17 danskar, sænskar og norskar krónur. Allar þessar krónur kosta nú tæplega 10 krónur íslensk- ar. Hæsta verðið er raunar á norska blaðinu í heimalandinu, þótt það sé langódýrast hér á landi. Vekur raunar sérstaka athygli að við getum keypt norsku blöðin nán- ast á sama verði og Norðmenn sjálf- ir, eða 170 krónur fyrir blöð sem kosta 17 krónur norskar í Noregi. Frjáls innflutningur á norsku blöðunum Sem áður segir er fyrsta skýring bóksalanna ávallt sú að enginn um- boðsmaður sé hér fyrir norsku blöð- in, þannig að hver og ein bókabúð flytji þau inn sjálf. Heildsöluálagn- ing sé því engin og smásöluálagning auk þess lág (raunar of lág, sagði viðmælandi í einni bókabúð) vegna harðrar samkeppni á milli bókabúð- anna. Einn bóksalanna sagði þetta líka hafa leitt til þess að hann selji núorðið talsvert meira af helstu norsku blöðunum en þeim dönsku — t.d. af norska Hjemmet en því danska. Hins vegar sagði hann ein- okun á innflutningi dönsku og sænsku blaðanna. Innflytjandinn verði því m.a. að fá sína heildsölu- álagningu af þeim, sem vitanlega muni töluvert um þegar smásölu- álagningin kemur svo þar ofan á. Donald 105 kr. en Andrés 221 kr. í bókabúð kostar norskur Donald duck 105 kr. en íslenskur og dansk- ur Andrés önd hins vegar 221 krónu. Hátt verð á íslenskum Andr- ési er skiljanlegt, vegna lítils mark- aðar. Sama verð á dönskum Andrési skýrði bóksalinn hins vegar þannig að útgefandinn sé einn og hinn sami og forðist því að fara í verð- samkeppni við sjálfan sig með því að selja danska blaðið ódýrara. Þrátt fyrir meira en helmings verðmun sagði hann norska Donald ennþá seljast fremur dræmt Einna helst giskaði hann á að þar ætti nafnið stærstan hlut að máli. Allir íslend- ingar þekkja Andrés, en miklu færri Donald duck - - enn sem komið er að minnsta kosti. Afsláttur og flutningskostnaður Innkaupasamband bóksala er stærsti innflytjandi erlendra blaða hér á landi. „Verð blaðanna hér fer allt eftir af- sláttum að utan. Áður fyrr var það þannig, að verð blaðanna var reikn- að beint eftir gengi, þannig að ís- lenskir kaupendur fengu ekki að njóta þess afsláttar sem erlendir út- gefendur blaðanna gáfu, heldur hélt innflytjandinn þeim mismun. Núna er þetta hins vegar orðið þannig, að gefi erlendi útgefandinn t.d. 10% af- slátt frá skráðu verði, þá verður blaðið sem því svarar ódýrara hér á Iandi,“ sagði Ragnhildur Bender hjá Innkaupasambandinu. Innkaupasambandið kaupi t.d. blöð frá þrem aðilum í Danmörku. Allir gefi þeir mismunandi afslátt og sami aðili jafnvel mismunandi af- slátt frá einum titli til annars. Það ásamt öðru verði til þess að ekki þurfi endilega að vera beint sam- band á milli þess verðs sem skráð er á blöðin og verðs þeirra hér í bóka- búðum. Sömuleiðis sagði Ragnhildur kostnað við flutning blaðanna til landsins mjög mismunandi. Stund- um éti flutningskostnaðurinn upp þann afslátt sem útgefendur gefa. Flutningur í pósti, sem algengastur sé t.d. á sænsku blöðunum, kosti t.d. mun meira heldur en ef blöðin eru send sjóleiðis með öðrum vör- um. Séu blöðin send í ábyrgð, eins og stundum eigi sér stað, kosti það ennþá meira. Innflytjandi þurfi auk þess stundum að borga sérstaklega fyrir umbúðakostnað en stundum ekki. Danir gefa minnstan afslátt Hvað varðar norsku blöðin, sagði Ragnhildur það t.d. muna töluverðu að Norðmennirnir borga sjálfir undir sín blöð til íslands, sem við njótum þá góðs af. Innflytjendur verði hins vegar að borga allan flutningskostnað sænsku og dönsku blaðanna. Aðspurð sagði hún langerfiðast að fá afslátt af skráðu verði hjá dönsk- um útgefendum. Þeir séu sömuleið- is flestum harðari hvað varðar tíma- mörk fyrir endursendingu óseldra blaða. Giska má á að þama séu danskir blaðaútgefendur að notfæra sér þá yfirburði, sem þeir hafa lengi haft umfram granna sína á íslenska blaðamarkaðnum. Spumingin er hins vegar hvort þeir vara sig á því aukna verðskyni og hagsýni, sem nú þykir gæta hér á landi. Fer þeim íslendingum ekki fjölgandi, sem láta sig muna um hvort eitt vikublað kostar 100 krón- unum meira eða minna? Hjá þeim sem kaupa blað vikulega, fer mun- urinn upp í um 5.000 krónur á heilu ári. - HEI Formannafundur BSRB krefst breytinga á vinnutímanum, landbúnað- arstefnunni og skattakerfinu. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: „Þjóðarsáttin er krafa um róttækar breytingar" Tafla 1 Svor allra launþega greind cftír launþegasaintökum. Allir BSRB ASÍ BHM BIÍMR Sjóinenn SÍU Samkva-mt taxta 63.9 89,1 52,4 21 76,9 55.1 9'i, ó Nlcö yiii D./viÖrn. í taxta 21,3 9,1 27,2 57 15.4 18,4 6,4 Samningur án taxta 13,8 1.4 19,7 21 7.7 18,4 0 óskilgieind laun 0,9 0,5 0,7 0 0 8,2 0 l'jökli 951 220 569 (14) 52 (49) (47) AU»s. Tar sem grunmölur svarendahóps eru settar í sviga ber aöcins að skoða niöurstöður scm vísbcndingar, vcgna þess hventu svarendahópurinn er h'tíll og skekkjurnörk stór í slikum tílvikurn. „Þjóðarsáttin er einarðasta krafa sem hér hefur komið fram um langt skeið um uppstokkun og breytingar í þjóðfélaginu. Hún er krafa um að bæta kaupmátt kauptaxta og bæta hag almenns launa- fólks á íslandi. Þjóðarsátt er ekki sátt um óbreytt ástand,“ sagði Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, en í vikunni var haldinn for- mannafundur BSRB, þar sem samþykktar voru margar stefnu- markandi ályktanir. Fundurinn krafðist sömu tekna fyrir dagvinnu til handa Iauna- fólki og það hefur nú fyrir dag- vinnu og yfirvinnu. Ögmundur sagði þetta gamla kröfu BSRB, sem menn vildu nú fylgja fastar eftir. Hann sagði að óhóflegur vinnutími fólks væri orðinn meinsemd, sem stæði í vegi fyrir framförum. „Stjórnvöld hafa brugðist við þessari kröfu með því einu að skera niður eftirvinnuna hjá fólki. Það gengur náttúrlega ekki, því að það eitt og sér leiðir bara til þess að fólk nær ekki end- um sarnan." Ögmundur viðurkenndi að það væri ekki einfalt mál að breyta þessu kerfi. Hann sagði BSRB vilja hvetja samtök launafólks og atvinnurek- enda og stjórnvöld til að ræða sam- an um hvaða leiðir séu færar til að breyta launakerfinu með það að markmiði að stytta vinnutímann. Nú stendur yfir samningsbundin endurskoðun á gildandi kjara- samningi. Ögmundur sagði að í þeirri vinnu yrði m.a. að taka mið af þeim breytingum í efnahags- og atvinnulífi landsmanna, sem kynnu að verða ef hér verður byggt álver. Á fundinum var sam- þykkt ályktun, þar sem samnings- aðilar eru hvattir til að hefja við- ræður um hvernig koma megi í veg fyrir að verðbólguskriða fylgi í kjölfar byggingar álversins. Ög- mundur sagði þá hættu vera fyrir hendi að mikið launaskrið hjá vissum launahópum yrði meðan verið er að byggja álverið, en aðr- ir launahópar, ekki síst félagar í BSRB, sætu eftir. Formannafundurinn hvatti mjög ákveðið til þess að lagður yrði skattur á fjármagnstekjur. Bent var á að miðað við núverandi skattstofn fjármagnstekna gætu tekjur ríkissjóðs orðið 1,7 millj- arðar, væru þessar tekjur skatt- lagðar. Landbúnaðarmál voru ítarlega rædd á fundinum. Menn voru sammála um að hægt væri að spara verulegar upphæðir á hverju ári, verði landbúnaðar- stefnunni breytt. Talan 10 millj- arðar var nefnd í þessu sam- bandi. Orðrétt segir í ályktun, sem samþykkt var um landbún- aðarmál: „Almennur vilji er fyrir því að varðveita byggð í sveitum og menn vilja fórna peningum í það. En athuga verður að mikill hluti af þessum milljörðum er ekki styrkur til bænda, heldur hreinlega kostnaður af óhag- ræði.“ Á fundinum voru lagðar fram tölur frá Félagsvísindastofnun Háskóla íslands um fyrirkomulag launagreiðslna á vinnumarkaði. Tæplega þúsund launþegar voru spurðir hvort þeir fengju greidd laun samkvæmt taxta eða hvort um væri að ræða yfirborganir af einhverju tagi. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar að því leyti að þær gefa til kynna að einungis um 52% félaga í ÁSÍ þiggja laun sam- kvæmt taxta, en 89% félaga í BSRB eru hins vegar á strípuðum töxtunum. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.