Tíminn - 01.11.1990, Page 1

Tíminn - 01.11.1990, Page 1
 Stöðugt fleiri koma auga á nýja auölind: Stórsala á fersku vatni að hefjast Svo virðist sem stórútflutningur á fersku drykkjarvatni sé að hefjast frá íslandi. Nú þegar er undirbúningur að vatnsútflutningi allvíða í gangi, en hjá þrem aðilum er hann kominn allvel á veg: Búðahreppur hefur unnið að undirbúningi vatnsútflutnings í samvinnu við svissneskt fjármögnunarfýrir- tæki, sem nú athugar hagkvæmni vatnsút- flutnings frá Fáskrúðsfirði. Vatnsveita Reykjavíkur er þessa dagana að byrja á að bora sérstaklega eftir vatni til útflutnings. Vatnið verður leitt úr nýju holunni í verk- smiðjuna Vífilfell sem mun pakka því í neyt- endaumbúðir. Hagkaup munu svo sjá um að flytja það út. Á Sauðárkróki hafa um nokk- urra ára skeið verið fýrirætlanir á döfinni um vatnsútflutning og hefur .Byggðastofnun nú samþykkt að taka þátt í stofnun félags um vatnsútflutning frá Sauðárkróki. • Blaðsíða 2 Tollverðir í Reykjavík fundu við leit í Brúarfossi i fyrradag nokk- urt magn af vodka og suður-amerísku nautakjöti. Um er að ræða 216 Iftra af vodka, ýmist í eins lítra fiöskum eöa fimm Iftra plastbrúsum, og tæplega 100 kg af kjöti. Áfengið fannst í ruslabrennara sem staðsettur er á vélagangi í skipinu, en kjötið var hins vegar tekið við landganginn. Timamynd: Ami Bjama Sveitalífið fer vel með tennur barnanna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.