Tíminn - 01.11.1990, Síða 7
Fimmtudagur 1. nóvember 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Guðmundur Jónas Kristjánsson:
Þjóðfrelsið sölustimplað
Það fer ekki á milli mála, að senn líður að kosningum. Öll stjóm-
málaumræða og undirbúningur ber þess víðar merki þessa dag-
ana, enda mikið í húfi. í þeim verður nefnilega ekki bara kosið
um það áframhaldandi jafnvægi og þann stöðugleika í efnahags-
málum, sem ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hefur tekist
að skapa á ótrúlega stuttum tíma, við mjög erfiðar aðstæður. f
komandi kosningum verður ekki síður tekist á um ýmis framtíð-
armálefni íslenskra stjómmála, s.s. Evrópumálefnin, velferðar-
og umhverfismálin.
Mikilvægur
árangur
Ekki verður á móti mælt, að sá
mikilvægi árangur sem náðst hef-
ur í verðbólgumálum, og aðgerð-
um til að rétta við afkomu útflutn-
ingsframleiðslunnar, sem var að
þrotum komin síðla árs 1988, und-
ir forystu Þorsteins Pálssonar og
Sjálfstæðisflokksins, er ótrúlegur.
Þær fjölmörgu ráðstafanir sem
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar greip til á haustdögum 1988,
hafa skilað þýðingarmiklum ár-
angri. Á grundvelli þeirra tókst
m.a. að skapa hér svokallaða þjóð-
arsátt varðandi kaup og kjör, og
heilsteypta efnahagsstefnu, sem
tók á öllum helstu efnahagsþátt-
um samtímis. Árangurinn er sá, að
þessa dagana búa Islendingar við
eina lægstu verðbólgutölu í ára-
tugi, útflutningsframleiðslan er
rekin með hagnaði, enda gengið
raunhæft, viðskiptajöfnuður við
útlönd er að taka á sig rétta mynd,
og vaxtaokri frjálshyggjunnar er
Iokið.
Kjósendur taka ekki
áhættu
Það er þess vegna ekki nema eðli-
legt, að margur maðurinn, bæði í
hópi launþega og atvinnurekenda,
óttist mjög hvað taki við að kosn-
ingum loknum. Þar sem íslend-
ingar eru í eðli sínu skynsöm þjóð,
er klárt, að þeir hugsi sig vel um
áður en að kosningum kemur, og
hleypi ekki aftur að stjórnleysis-
tímabili frjálshyggjuaflanna í Sjálf-
stæðisflokknum. Nýleg skoðana-
könnun DV bendir reyndar til, að
hinn almenni kjósandi sé þegar
farinn að óttast um sinn hag. Þau
ánægjulegu tíðindi hafa nefnilega
gerst, að fylgisaukning Sjálfstæð-
isflokksins er byrjuð að hrökkva til
baka.
Málsvari aðildar að
EB
En það verða ekki bara efnahags-
málin sem kosið verður um í kom-
andi kosningum. Eitt stórmál
verður þar í brennidepli umfram
önnur, en það er Evrópubandalag-
ið, og samningar okkar við það.
Eftir yfirlýsingu formanns Sjálf-
stæðisflokksins á dögunum þess
efnis, að kominn væri tími til að
taka umræðuna um aðild íslands
að Evrópubandalaginu á dagskrá
íslenskra stjórnmála, er ljóst, að
mikil tíðindi hafa gerst í íslenskum
stjórnmálum. Það liggur nú fyrir,
að Sjálfstæðisflokkurinn mun
koma til með að verða helsti mál-
svari aðildar íslands að Evrópu-
bandalaginu innan skamms tíma.
Forvitnilegt verður þess vegna að
fylgjast með því, hvernig hinir
stóru hagsmunaaðilar í sjávarút-
vegi, svo ekki sé minnst á þá fjöl-
mörgu í Iandbúnaði, sem hingað
til hafa fylgt Sjálfstæðisflokknum
að málum, bregðast við þessum
ótíðindum. Þá verður ekki síður
eftirtektarvert að fylgjast með við-
brögðum meðal þeirra fjölmörgu
kjósenda Sjálfstæðisflokksins, sem
vilja að farið verði að öllu með
mikilli gát í þessu viðkvæma stór-
máli.
Þjóðfrelsið sölu-
stimplað
Allt hugsandi fólk á íslandi í dag,
gerir sér nefnilega fulla grein fyrir
því, að aðild íslands að EB mun
stórskerða íslenskt fullveldi, sem
hlýtur að hafa ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar í för með sér fyrir ekki
stærra samfélag en okkar. Við er-
um jú ekki nema rúmar 250.000
sálir, að Þorsteini Pálssyni með-
töldum. Jafnvel sá ágæti maður,
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands ís-
lands, hefur varað mjög við öllum
hugmyndum um aðild, enda veit
Einar Oddur manna best hvað er í
húfi. Það er þess vegna hörmulegt,
að formaður stærsta stjórnmála-
flokks þjóðarinnar skuli nú hafa
opinberað sig sem fanga versluna-
rauðvaldsins og örfárra iðnjöfra á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem allt
vill til vinna að íslendingar selji sig
Evrópubandalaginu á hönd. Upp-
gjafarafla, sem hafna því að leitað
verði eftir skynsömum viðskipta-
samningum með þjóðlegri reisn,
eins og ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar hefur verið að
vinna að undanfarin misseri. Meira
að segja sú helgasta hugsjón okkar
íslendinga, að vilja vera frjálsir ís-
lendingar í eigin landi, sú þjóð-
frelsishugsjón virðist líka vera far-
in að fá á sig sölumennskustimpil
nýkapitalistanna og frjálshyggju-
gauranna í Sjálfstæðisflokknum.
Er von að menn setji hljóða!
Afleiðing alls þessa hlýtur því að
verða sú, að Sjálfstæðisflokkurinn
verði fyrir miklu fylgishruni á
næstunni. Réttmæt þjóðernis-
kennd okkar íslendinga og ásköp-
uð sjálfsbjargarviðleitni hlýtur að
koma þar til sem sterkt andsvar.
Fyrsta vísbending um það er jú ný-
leg skoðanakönnun DV.
Hin skorinorða
yfirlýsing
Andspænis uppgjafaryfirlýsingu
formanns Sjálfstæðisflokksins
stendur hins vegar hin skorinorða
yfirlýsing Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra, þess efnis,
að það versta sem gæti komið yfir
íslenskt þjóðfélag væri það, að ís-
lendingar gerðust aðilar að Evr-
ópubandalaginu. Þessi yfirlýsing
forsætisráðherra hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Hefur forsætis-
ráðherra upplýst, að á löngum
stjórnmálaferli sínum hafi hann
aldrei fengið eins sterk og jákvæð
viðbrögð við nokkurri annarri yf-
irlýsingu sem þessari. Þetta gefur
svo sannarlega til kynna, að þorri
íslendinga vilji fara með mikilli
gát í þessu máli, enda öllum sem
lesið hafa Rómarsáttmálann full-
Ijóst, að innlimun okkar t' stór-
þjóðabandalag EB jafngilti enda-
lokum íslensks sjálfsforræðis um
^kkar helstu málefni, og þar með
íslendinga sem sjálfstæðrar þjóð-
ar.
Höldum vöku okkar!
Á þeim miklu pólitísku umróts-
tímum sem við lifum nú á, þegar
heilu hugmyndakerfin sem mótað
hafa heimsstjórnmálin síðustu
áratugi, hrynja til grunna á einni
nóttu, er nauðsynlegt að smáþjóð-
ir eins og íslendingar haldi vöku
sinni. Viðleitni í þá átt væri að
stórefla þau pólitísku öfl og
stjórnmálamenn, sem vilja koma
fram af þjóðlegri reisn og ábyrgð.
Forsætisráðherra okkar hefur sýnt
það og sannað, að hann er slíkri
ábyrgð og vanda vaxinn. Þess
vegna ætti það ekki að koma nein-
um á óvart, að hann og flokkur
hans yrðu sigurvegarar komandi
kosninga.
BOKMENNTIR
Iris Murdoch: Sartrc — Romantic Rationa-
list. Penguin Books 1987.
Noel Riley Fitch: Sylvia Beach and the Lost
Gcneration. A History of Literary Paris in
the Twenties and Thirties. Penguin Books
1985.
Bumke/Cramer/Kartschoke: Ceschichte der
deutschen Literatur im Mittelalter I-III.
Deutscher Taschenbuch Verlag 1990.
Robert Harrison: Pharaoh's Dream. The
Secret Life of Stories. Secker & Warburg
1988.
Iris Murdoch er af írsk-enskum
ættum, fæddist í Dyflinni. Það er
áberandi hversu margir ágætir
breskir höfundar eru af þessum
ensk-írska stofni á írlandi og
Murdoch er ein af þeim.
Sartre skrifaði læsilega, útlistaði
kenningar sínar á þann hátt að
auðvelt var að skilja, forverar hans
og lærifeður voru Kierkegaard,
Jaspers og Heidegger, existential-
isminn var kenningin með marx-
ísku ívafi og þátttöku í pólitískum
átökum. Örlög Sartre urðu þau að
vera dáðastur kenningasmiða
næstu tuttugu árin eftir síðari
heimsstyrjöldina eða rúmlega það.
Tímarit hans, Les Temps Modern-
es, var „tímaritið", meðan það var
og hét. Hver bókin rak aðra og
áhrif hans á meðvitund yngra fólks
voru meiri en flestra annarra.
Hann trúði því að maðurinn gæti
umskapað heiminn í viðsættan-
lega mynd. Murdoch segir þessa
sögu, fjallar um verk hans og
áhrif. Sartre taldi einstaklinginn
borinn til frelsis og réttar. Hann
aðhylltist stefnu, sem hafði sömu
markmið uppi í orði, en andstæða
þessa var á borði. Það síðasta, sem
birtist eftir Sartre, voru viðtöl í Le
Nouvel Observateur í fjórum heft-
um frá 16. mars til 30. mars 1980.
Af þeim viðtölum má augljóslega
marka, að hann var þá vonsvikinn
maður, óg taldi ávinning baráttu
sinnar lítinn eða engan. Þann 15.
apríl var hann látinn. Bók
Murdochs kom fyrst út 1953, og á
ekki síður erindi nú en þá.
Shakespeare & Company var fræg
bókabúð í París; þar var einnig
hægt að fá lánaðar bækur og þang-
Dieter Kartschoke;
Geschichte
der deutschen
Líteratur
im frúhen Mittelalter
dtv
að komu meðal annarra James
Joyce, T.S. Eliot, Ernest Heming-
way og Gertrude Stein. Búðin varð
þegar frá leið einn helsti viðkomu-
staður enskra og bandarískra
skálda og höfunda í París. Pound
hélt þar hrókaræður yfir aðdáend-
um sínum, hann hvatti þá og
fræddi. Ýmsir franskir höfundar
komu gjarnan í búðina, meðal
þeirra Paul Valéry. Svo gerist það
1922 að Sylvia Beach gefur út
Ulysses eftir Joyce í trássi við öll
bönn. Þar með varð þessi áhuga-
sama bandaríska prestsdóttir fræg.
Þegar þessi bók Noel Rileys Fitchs
kom út í fýrstu, var hún lofuð og
þrísuð og hún átti það sannarlega
skilið. Þetta er langt rit, yfir 400
blaðsíður, og þótt svo sé, þá renn-
ur frásögnin greiðlega um meðvit-
undina.
dtv-útgáfan gefur ekki ósjaldan út
frumútgáfur af stórmerkum ritum
Joachim Bumke:
Geschichte
der deutschen
Literatur
im hohen Mittelalter
rr n
g 11 j**, ■
:■ i ■' " ' ' ’•
1 Jtöi; | ******v
i > *
tetfa»*****&.' .
■ ÍtSSÉ*
’ 1
'i |Wv. .,
dtv
í kiljuformi. Geschichte der deut-
schen Literatur im Mittelalter er
eitt þeirra. Höfundarnir eru kunn-
ir fræðimenn og höfundar merkra
rita, t.d. Joachim Bumke, sem er
höfundur Höfische Kultur. Liter-
atur und Gesellschaft im hohen
Mittelalter, sem kom út hjá dtv
1986. Hann skrifar annað bindi
bókmenntasögunnar sem spannar
tímana um 1200 og á 13. öld. Diet-
er Kartschoke skrifar um upphaf
þýskra bókmennta. Stafrófið,
klerkarnir, trúarskipt.in, munnleg
geymd og bókgeymd, þetta er upp-
hafið. Þriðja bindið er ritað af
Thomas Cramer um síðmiðaldir
og nær það fram á 16. öld.
Höfundarnir fjalla hér um ástæð-
ur, tilgang og höfunda eftir því
sem næst verður komist. Þáttur
kirkjunnar var lykilþáttur en forn
skáldskaparhefð og munnleg
geymd lifði kristnitöku og síðar
Thomas Cramer;
Geschichte
der deutschen
Literatur
im spaten Mittelalter
dtv
umbreyttust fornar heiðnar hetjur
í kristnar hetjur þegar á leið. Höf-
undar ræða um áhrif kristinnar
hugmyndafræði og hugtaka á
þjóðtunguna og þær breytingar
sem verða á fornum hugtökum
fyrir kristin áhrif. Tökuorðum
fjölgar eftir því sem hinn nýi siður
festi rætur.
Bókagerðin var að langmestu
leyti bundin „scriptoria“ klaustr-
anna og að nokkru hirðum keisara
og fursta. Biblían, heilagramanna
sögur, biskupasögur og síðar upp-
skriftir latneskra texta voru höfuð-
viðfangsefnin. Veraldlegur skáld-
skapur og konungasögur, sagn-
fræði og annálar koma síðar. Skrá-
setning laganna og kirkjulaganna
varð brýn nauðsyn þegar ófriðar-
báli ármiðalda lauk og siðmenn-
ingarafl kirkjunnar mátti sín ein-
hvers.
Höfundar skilgreina eða leitast
við að skilgreina þáttaskilin milli
munnmennta og bókmennta sem
eiga sér stað á mismunandi löng-
um tíma og þótt hluti munn-
mennta kæmist á bók, þá lifðu
sögur í munnlegri geymd um ald-
ir.
f lokabindinu er fjallað um aðals-
menntir, klerklegar menntir á síð-
miðöldum og borgaramenntir og
upphaf frum-húmanismans.
Pharaoh’s Dream eftir Robert
Harrison er saga meðvitundarinn-
ar. Höfundurinn telur, að sú saga
felist í sögum, fabúlum og goð-
sögnum allt frá Gilgamesh-sögn-
unum og til Prousts. Höfundur
telur að þessi saga búi í sögunum
um heima magíunnar og uppkomu
einstaklingshyggjunnar. Maðurinn
uppgötvar nýja sjálfsmynd í goð-
sögunni, í Gilgamesh og Biblíunni
(Gamla Testamentinu). Harrison
gerir hlut miðaldabókmenntanna
mikinn, Dante og Chaucer, Bjólfs-
kviða og Eddurnar, stöðugt nýjar
og nýjar myndir. Og hann heldur
áfram til fullkomnari sjálfsmyndar
um endurreisnina, um rómantík-
ina til Stendhals og Henrýs James
og til hinnar fullkomnu sjálfsvit-
undar í Proust.
Bókmenntasaga sjálfsvitundar-
innar til að öðlast fyllri meðvitund
og kafa niður í undirdjúpin án þess
að glatast. „Þekktu sjálfan þig.“
Höfundurinn er mjög hugkvæmur
og stundum nær skáldskapurinn
undirtökunum og fræðimaðurinn
verður að lina tökin, en þessvegna
og einmitt þessvegna verður bókin
skemmtileg og íhugunarverð.
Höfundur er fæddur í Baltimore
en býr nú í London. Fyrri bækur
hans, „Eccentric Spaces" og „Deli-
berate Regression“, hlutu lofsam-
lega dóma gagnrýnenda. Áhugi
hans á bókmenntum kviknaði við
rannsóknir hans og nám í bygg-
ingarlist. Hann kennir við Lista-
skóla St. Martins í London.
Siglaugur Brynleifsson.
BÓKMENNTIR