Tíminn - 01.11.1990, Síða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 1. nóvember 1990
Varaflugvöllur
verði á Akureyri
Flugráð hefur samþykkt að Akureyrarflugvöllur verði varaflugvöllur
fyrir millilandaflug þar til uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar lýkur.
Samkvæmt áætlun á uppbyggingu hans að ljúka árið 1992. Ýmsar
lagfæringar þarf að gera til þess að Akureyrarflugvöllur geti þjónað
þessu hlutverki, auk þess sem auka þarf tækjakost vallarins, og fjölga
starfsmönnum til þess að hægt sé að hafa vakt á Akureyrarflugvelli
allan sólarhringinn.
Gert er ráð fyrir að verja þurfi 60-
70 milljónum í framkvæmdir, auk
rekstrarkostnaöar, til þess að Akur-
eyrarflugvöllur geti þjónað sem
varaflugvöllur.
Rúnar Sigmundsson, umdæmis-
stjóri Flugmálastjórnar á Akureyri,
segir að ráða þurfi a.m.k. 3 flugum-
ferðarstjóra og 3-4 flugvallareftir-
litsmenn ef af þessu verður. Þá vant-
ar einnig nýjan snjóblásara og „flug-
brautarsóp", og einnig þarf að bæta
við 6-7 stæðum fyrir flugvélar.
Rúnar segir að þrátt fyrir samþykkt
flugráðs sé ekki í sjónmáli að Akur-
eyrarflugvöllur þjóni þessu nýja
hlutverki á næstu mánuðum. Málið
á eftir að fá umfjöllun í samgöngu-
ráðuneytinu og fjármálaráðuneyt-
inu. Hljóti það skjóta afgreiðslu þar
á samt eftir að fá tækin og það er
talsverður afgreiðslufrestur á þeim.
Það verður því varla íyrr en næsta
vor eða sumar sem Akureyrarflug-
völlur verður tilbúinn til þess að
þjóna sem varaflugvöllur, ef það
hlýtur samþykki fjárveitingavalds-
ins, sagði Rúnar Sigmundsson að
lokum. hiá-Akureyri.
Þing S.I.B.S. haldið í Reykjalundi:
Komið á fót lungnavernd
innan vébanda sambandsins
75 þingfulltrúar voru saman-
komnir á 27. þingi S.Í.B.S sem hald-
ið var á Reykjalundi dagana 13-14.
október sl. Eru það nokkru fleiri en
undanfarin ár en meðlimum hinna
ýmsu deilda sambandsins hefur
fjölgað talsvert síðustu ár. S.Í.B.S.
var stofnað í október 1938 og er
þannig 52 ára um þessar mundir.
Á þinginu voru gerðar 16 sam-
þykktir. M.a. var samþykkt að innan
vébanda sambandsins verði komið á
fót lungnavernd, starfsemi sem miði
að alhliða fræðslu um reykingar,
mengun og holla lífshætti, auk þess
sem leitast verði við að fyrirbyggja
lungnasjúkdóma og koma fórnar-
lömbum þeirra til hjálpar fyrr á
sjúkdómsferlinum en til þessa hefur
verið hægt. Þá beinir þingið þeim
eindregnu tilmælum til ráðherra
umhverfismála og til veðurstofu-
stjóra að þeir beiti sér fyrir því að
talning á frjókornum í andrúmsloft-
inu verði tekin sem fastur liður í
starfsemi Veðurstofu íslands. Þingið
mótmælir harðlega lokunum deilda
á sjúkrastofnunum, m.a. Vífilsstaða-
spítala og Landspítala. Lokanir þess-
ar hafa valdið miklum vandræðum
Saga Akureyrar
Fyrsta bindið
að koma út
Um miðjan nóvember kemur á
markaðinn fyrsta bindið af „Sögu
Akureyrar", rituð af Jóni Hjaltasyni
sagnfræðingi. Þessa dagana er verið
að leggja síðustu hönd á verkið hjá
Prentverki Odds Björnssonar á Ak-
ureyri. Bókin verður prentuð í 2000
eintökum, og verður seld bæði í
áskrift og í verslunum. Gert er ráð
fýrir að Saga Akureyrar verði a.m.k.
3 bindi.
Ákveðið var að ráðast í ritun Sögu
Akureyrar á 125 ára afmæli Akureyr-
arbæjar. Jón Hjaltason sagnfræðing-
ur var ráðinn til verksins og hóf
hann störf 1. september 1987.
í fyrsta bindi bókarinnar er varpað
ljósi á sögu Akureyrar frá landnáms-
öld og allt til ársins 1862, þegar Ak-
ureyri fékk kaupstaðarréttindi öðru
sinni. Bókin skiptist í þrjá megin-
hluta. Fyrsti hlutinn nær frá land-
námsöld og fram til þess tíma að Ak-
ureyri fékk kaupstaðarréttindi í fyrra
sinnið árið 1786. Verkið spannar þó
meira en sögu Akureyrar, því sagt er
frá landnámi Helga magra í Eyjafirði
og þróun byggðar upp frá því. Annar
hluti bókarinnar fjallar um margvís-
legar hremmingar kaupmanna, deil-
ur um kaupstaðarlóðir á Akureyri og
aðdraganda þess að Akureyri breytt-
ist úr kaupstað í höndlunarstað.
Þriðji hlutinn fjallar um tímabilið
1836 til 1862, en í ágúst það ár fékk
Akureyri kaupstaðarréttindi að nýju.
Greint er frá brauðstriti og mannlífi
á Akureyri á þessum árum, og þróun
byggðar svo eitthvað sé nefnt. Einn-
ig eru gerð skil fjölda einstaklinga,
sem öðrum fremur settu svip sinn á
þetta tímabil.
Annað bindi verksins er væntanlegt
á markaðinn árið 1992, og fjallar um
tímabilið frá 1862 til 1940, og þriðja
bindið fjallar um tímabilið frá 1940
til vorra daga.
Sendur hefur verið kynningarbæk-
lingur á öll heimili á Akureyri og
víðar. Bæklingurinn hefur að geyma
upplýsingar um bókina og áskriftar-
seðil þar sem bókin er boðin til
kaups á 5.350 krónur, staðgreiðslu-
verð 5.000 krónur.
og skapað ófremdarástand í heil-
brigðisþjónustunni. Þingið skorar á
ríkisstjórn íslands og alþingismenn
að banna með öllu reykingar í flug-
vélum, jafnt innanlandsflugi sem á
alþjóðlegum leiðum íslenskra flug-
véla.
Á vegum S.Í.B.S. er rekin margvís-
leg starfsemi, þ. á m. má nefna
Vinnuheimilið að Reykjalundi, en
þar er rekin öflug endurhæfingar-
starfsemi á landsvísu með plássi fyr-
ir 165 vistmenn, og Múlalund sem
er framleiðslufyrirtæki og vinnu-
staður ætlaður fötluðu fólki, sá
stærsti sinnar tegundar hér á landi.
í samvinnu við Rauða krossdeild
Reykjavíkur og Samtök aldraðra í
Reykjavík stendur S.Í.B.S að rekstri
Múlabæjar, sem er dagvist fýrir aldr-
aða, og Hlíðabæjar þar sem rekin er
dagvist fyrir alzheimersjúklinga.
Ásamt Hjartavernd í Reykjavík og
Landsamtökum hjartasjúklinga er
S.Í.B.S stofnaðili að HL-stöðinni í
Reykjavík, þjálfunarstöð fyrir
hjarta- og lungnasjúklinga. Innan
skamms mun hefjast starfsemi HL-
stöðvar á Akureyri en að stofnun
hennar standa S.Í.B.S., Landsamtök
hjartasjúklinga og Hjartavernd.
S.Í.B.S. hefur átt aðild að Öryrkja-
bandalagi íslands frá stofnun þess
árið 1961. Þá á S.Í.B.S hlutdeild í
Medic Alert, alþjóðlegu viðvörunar-
og upplýsingakerfi sem eykur öryggi
sjúkra manna. khg.
firði án þess að þekkja soguna um móðurina sem missti böm sín í
fossinn iyrir u.þ.b. tveimur öldum. Móðirin braut síðan niður steinbrú
sem var yfir fossinn til að forða öðrum frá sömu öriögum. bað er því
athyglisvert, að þegar myndin er skoðuð grannt má sjá hvemig
hægri gljúfurbarmurinn myndar útlfnur móðurinnar þar sem hún
horfirffossinn.
Sérstæð málverkasýning í Hlaðvarpanum:
ísland málað með
kínverskri aðferð
Laugardaginn 3. nóvember nk.
verður sérstæð málverkasýning
kínverska listmálarans Lu Hong
opnuð í Hlaðvarpanum Vestur-
götu 4 í Reykjavík.
Lu Hong er 34 ára gömul og
hefur lagt stund á myndlist frá
unga aldri. Hún er útskrifuð úr
Kínverska listaháskólanum í
Peking, æðsta myndlistarskóla
Kínverja, árlð 1985 eftir fjög-
urra ára nám. Sérgrein hennar
var bnversk landslagsmálun.
Lu Honge kynntist tslensku
námsfólki í Tokyo í fyrra og sl.
vor kom hún til íslands og hef-
ur síðan málað íslenska náttúru
með málunaraðferðum hinnar
kínversku landslagsmálaralist-
ar.
Sýning Lu Hong stendur til
28. nóvember nk.
Öldrunarráð íslands ályktar:
BÆTA ÞARF AÐSTOÐU
ALDRAÐRA SJÚKLINGA
Stjóm öldrunarráðs íslands fagnar
því að gerð hafi verið athugun og út-
tekt á húsnæðisþörf aldraðra að frum-
kvæði félagsmáiaráðherra. En bendir
þó á að eftirtalin atriði beri að hafa í
huga þegar lagt er út í aðgerðir þær
sem starfshópurinn sem sá um þessa
athugun lagði til.
í íyrsta lagi að skortur á hjúkrunar-
rými og öldrunarlækningum er til-
Skattsvik amál fái h raðari mál smeðferð
Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur lagt fyrir rík- isstjórnina tillögur sem miða að því að minnka skriffinsku f skattakerfmu og flýta afgreiðslu mála. Tillögumar gera m.a. ráð fyrir að nefndum sem fjalla um skattamál með einum eða öðrum hættí verðí fækkað og ríkisskatta- nefnd verði styrkt. Þessar tillÖgur verða nánar ræddar í ríkisstjóminni síðar og einnig eiga þingflokkamir eftir að fá þær til umfjöliunar. Hliðstæðar tillögur vom lagðar fram til kynn- ingar á sfðasta þingi. Starfsmenn í fjármálaráðuneyt- inu kváðust ekki geta gefið nánari upplýsingar um einstÖk efnisat- riði tillagnanna. Þær eru enn til umræðu og búast má við að þær taki breytingum áður en þær verða lagðar fram á Alþingi, en stefnt er að gera það á næstu vikum. Margsinnis hefur verið kvartað undan því að langan tíma taki að afgreiða kærur vegna skattsvika og úrskurðamál af ýmsum toga. Með tillögum fjármálaráðherra á að reyna að breyta þessu. -EÓ
finnanlegur. Stjóm Öldrunarráðsins
segir að þessir tveir þættir séu ótvírætt
tengdir þar sem stór hluti þeirra fáu
rýma sem eru á öldrunarlækninga-
deildum eru upptekin af hjúkmnar-
sjúklingum.
í öðm lagi er að vemlegur skortur sé
á heimaþjónustu þeirri, sem kveðið er
á um í lögum um málefni aldraðra, sé
sinnt sem skyldi. Gildir það jafnt um
heimilishjálp sem heimahjúkmn.
Einnig var gagnrýnt harðlega á aðal-
fundi Öldmnarráðs íslands, sem hald-
in var sjötta þ.m., að fjármunir þeir
sem innheimtir em í þágu aldraðra
skuli ekki skila sér í framkvæmdasjóð
aldraðra, eins og lög gera ráð fyrir. En
þetta kemur fram í ályktun sem ráðið
sendi frá sér fyrir nokkm —GEÓ