Tíminn - 01.11.1990, Side 11
Fimmtudagur 1. nóvember 1990
Tíminn 11
Tíu daga æfingar á viðbrögðum við náttúruógn á SV-horninu fyrirhugaðar í lok nóvember:
Sviðsettar náttúruham-
farir daglega kl 15:00
Frá 29. nóvember nk. til 8. desember, eða í 10 daga, munu á hverj-
um degi verða æfð viðbrögð við hugsanlegum náttúruhamförum á
höfuðborgarsvæðinu og á Suðumesjum. Þessi umfangsmikla æfing
fer fram í tilefni þess að í ár hófst alþjóðlegur áratugur Sameinuðu
þjóðanna um varnir gegn náttúmhamförum.
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
jóni Petersen, framkvæmdastjóra
Almannavarna ríkisins, verður fyrir-
komulag æfingarinnar þannig að
fyrir kl. 15:00 daglega fá almanna-
varnanefndir á svæðinu senda for-
skrift að náttúruógninni, atburðum
tengdum henni og afleiðingum
þeirra. Fyrir hádegi næsta dag eiga
nefndirnar síðan að vera búnar að
vinna úr upplýsingunum og til-
kynna Almannavörnum ríkisins um
úrlausnir sínar. Þær „ógnanir" sem
almannavarnanefndirnar þurfa að
fást við verða sumar hverjar þess
eðlis að nauðsynlegt verður fyrir
nefndirnar að fela stofnunum eða
öðrum aðilum í sveitarfélaginu að
vinna úr og skilgreina ástandið áður
en endanlegum úrlausnum á vand-
anum er skilað til Almannavarna
ríkisins.
í upplýsingunum frá Guðjóni Pet-
ersen segir meðal annars: ,/Efingin
krefst þess að á þessum 10 dögum
mæti almannavarnanefnd (eða stað-
genglar þeirra nefndarmanna sem
forfallaðir eru eins og yrði í raun-
verulegum atburðum) í stjórnarað-
setri sínu kl. 16:00 dag hvern og taki
afstöðu til atburðarásarinnar, með
því að kanna getu og styrk sveitarfé-
lagsins til að leysa þau vandamál
sem atburðirnir krefjast, ákveða
hvernig staðið verði að viðbrögðum
og senda Almannavörnum ríkisins
skýrslu sína innan áðurgreindra
tímamarka.
Á sama hátt krefst hún þess að
stofnanir og fyrirtæki, sem fá sendar
Kaupfélag Eyfirðinga:
SIS mun annast
vöruflutningana
Undirritaður hefur verið samningur
milli Kaupfélags Eyflrðinga og
Skipadeiidar Sambandsins, sem
kveður á um að frá 1. nóvember nk.
annist Skipadeildin alla vöruflutn-
inga KEA. Skipadeild Sambandsins
átti lægsta tilboðið í þessa flutninga
þegar þeir voru boðnir út fyrr í
haust, en ails buðu 19 aðilar í flutn-
ingana.
Skipadeildin bauð bæði í land- og
sjóflutninga. Árleg flutningaþörf KEA
og samstarfsfyrirtækja er um 10 þús-
und tonn, og talið er að flytja megi
a.m.k. þriðjung þess með skipum.
Skipadeildin mun til að byrja með
nota hluta af bifreiðum í eigu KEA.
Samkomulag varð um að Skipadeild-
in reki umrædda bifreiðastarfsemi að
mestum hluta á Akureyri. Vörumót-
takan á Akureyri verður áfram í húsi
Bifreiðaafgreiðslu KEA á Oddeyri, en í
Reykjavík hjá Landflutningum. Þess
ber að geta að auk flutninga fýrir KEA
mun Skipadeildin annast flutninga
fyrir önnur fyrirtæki og einstaklinga.
Daglegar ferðir flutningabíla verða
bæði frá Akureyri og Reykjavík. Skip á
vegum Skipadeildar koma til Akur-
eyrar hvem mánudag, og lesta þau í
Reykjavík á miðvikudögum.
hiá-akureyri.
upplýsingar um atburðarásina
ásamt tilkynningum um afleiðingar,
verði í sambandi við stjórnstöð Al-
mannavarna og skilgreini hvernig
þau leysa aðsteðjandi vandamál og
neyð sem sviðsett verða í æfing-
unni.“
Ljóst má vera að þær náttúruógnir
sem settar verða á svið verða sem
líkastar raunveruleikanum og kost-
ur er enda hafa Almannavarnir ríkis-
ins fengið utanaðkomandi sérfræð-
inga, þá Pál Imsland jarðfræðing og
Will H. Perry, fyrrum forstöðumann
almannavarna í Contra Costa Co-
unty í Kaliforníu, til að útbúa for-
skriftir atburðarásarinnar. Starfs-
menn Almannavarna ríkisins og al-
mannavarnaráð munu sjálfir ekki
vita fyrirfram einstök atriði atburða-
rásarinannar, frekar en aðrir sem
taka þátt í æfingunni.
Tilgangur æfingar sem þessarar er
að finna út hvernig viðkomandi
sveitarfélög eru í stakk búin til að
bregðast við náttúruógnun með
Þingsályktun um landgræðslu og skögrækt:
Bændur taki beinan
þatt i skogræktinm
Margrct Frímannsdóttir alþingis- um eins og Landgræðslu ríkisins nýja skipulag í sér meira eftirlit
maður hefur lagt fram þingsálykt- og Skógrækt ríkisins til bænda. með framkvæmdum og árangri
unartillögu um að Alþingi skori á Verði þessi leið farin vinnst einstakra aðgerða. Orðrétt segir í
landbúnaðarráðherra að kanna margt að áliti flutningsmanns til- greinargerðinni: „Það fyrirkomu-
möguieika á að auka þátt bænda í lögunnar. í fyrsta lagi væri verið lag sem nú er unnið eftir er með
landgræðslu- og skógræktarstarfi að virkja fleiri aðila en áður í land- þeim hætti að sami aðili metur
með því að þeir taki að sér vericefni græðslu- og gróðurbótastarfí um þörfina fyrir verkefni, skipuleggur
sem núna eru unnin af ríkisstofn- leið og atvinnulíf yrðí sfyrkt um aðgerðir, vinnur verldð og dæmir
unum. Hllagan gerir jafnframt ráð landið. í öðru lagi mundi breyting- síðan sjálfur um árangurinn.“
fyrir að ráðherra beiti sér fyrir in leiða til aukins skilnings á Þá telur flutningsmaður að bein
nauðsynlegum lagabreytingum í ræktunarstarfínu, sérstaklega aðild bænda að ræktunarstarflnu
þessu skyni. meðal þeirra sem nýta iandið. í muni draga úr þeirri togstreitu
í greinargerð með tiilögunni seg- þriðja lagi yrði ræktunarstarfið sem óneitanlega hefur átt sér stað
ir að nauðsynlegt sé að styrkja bú- markvissara og öflugra. Áhersla á milli bænda og þeírra sem vinna
setu til sveita. Ein leið tU þess sé yrðí lögð á áætlanagerð og skýrar að gróðurvemdarmálum.
að færa verkefni frá ríkisstofnun- verklýsingar og auk þess fæli þetta -EÓ
Guöjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavama ríkisins.
markvissum og skipulögðum hætti fara í viðbrögðum, enda er um að
og læra af henni hvað betur mætti ræða fjölmennasta svæði landsins.
SHÍ VILL LAUSN
Á KJARADEILUM
Stúdentaráð Háskóla fslands hef-
ur sent íjármálaráðherra bréf þar
sem skorað er á stjómvöld aö
leysa kjaradeilur stundakennara
og segir að ef málið leysist ekki
fljótt geti kennsla viö Háskóla ís-
lands farið meira eða minna úr
skorðum eftir áramót.
f bréflnu kemur fram að þær
áhyggjur sem SHÍ hafði um að
stundakennsla félli niður í ein-
staka námskeiðum, væru á rökum
reistar. Þvl nú hefðu a.m.k. Félag
háskóiamenntaðra hjúkmnar-
fræðinga, Félag íslenskra sjúkra-
þjálfara og Sálfræðingafélag fs-
lands bæst í hóp Félags íslenskra
náttúmfræðinga og hvatt félags-
menn sína til að taka ekki að sér
stundakennslu eftir ákveðinn
tíma. En þessi félög hafa sam-
þykkt að hætta stundakennslu eft-
ir 1. nóvember og L janúar nk.
Því bendir SHÍ á að stór hluti af
kennslu við Háskólann væri
stundakennsla og gæti því nám við
Háskóla íslands lamast ef þetta
yrði aimennara, aukþess sem deil-
ur sem þessar bitnuðu á þeim sem
síst skyldi, þ.e. nemendum. SHÍ
ítrekar í bréfinu áskoranir sínar til
sfjómvalda um að leysa málið áð-
ur en frekari óþægindi hljótast af
málinu fyrir stúdenta við Háskóla
íslands. GEÓ
Starfsgreinar kynna matargerð:
Matarteiti í
,JHatur er menning“ er yflrskrift
kynningar sem haldin er í dag,
fimmtudag, og á morgun föstudag í
Kringlunni. Matarteitið fer þannig
fram að starfsgreinar raða sér eftir
jarðhæð Kringlunnar. Stendur
kynningin yfír milli kl. 13.00 og
19.00 báða dagana og verður margt
um uppákomur.
Kynningin verður formlega sett kl.
16.00 í dag með sviðsettu brúð-
kaupi. Af öðrum uppákomum má
nefna að báða dagana blanda bar-
þjónar áfengislaus hanastél við sér-
stakan bar og kl 15:30 í dag bragða
lögregluþjónar á hanastélunum
ylVaustvekjandi^^jjSjálfum^Guð^
Kringlunni
jóni“. Klukkan 17:15 báða dagana
verður höggvin út klakasfytta. Hótel
og veitingahús í Reykjavík sýna út-
stillingar á köldum réttum báða
dagana.
Matarteitið er kynning á störfum
nokkurra starfsgreina innan matar-
geirans svokallaða. Þetta er því ekki
sölusýning heldur kynning þar sem
almenningi er gefinn kostur á að
fylgjast með fagfólki að störfum og
kynnast matarmenningu nútímans.
Að matarteitinu standa fjórar
starfsstéttir: framreiðslumenn, kjöt-
iðnaðarmenn, bakarar og mat-
reiðslumenn.
—GEÓ
Gatnadeild Kópavogskaupstaðar tilkynnir:
Ný umferðarljós
Ný umferðarljós hafa verið sett upp
á gatnamótum Nýbýlavegar og
Birkigrundar (Hjallabrekku).
Kveikt verður á þeim formlega í
dag, fimmtudaginn 1. nóvember.
Ljós þessi eru tímastýrð og sam-
stilít við umferðarljós á gatnamót-
um Nýbýlavegar / Túnbrekku og Ný-
býlavegar / Dalbrekku. Ljósin verða
umferðarstýrð frá Laufbrekku og
Birkigrund, hnappar eru fyrir gang-
andi vegfarendur sem leið eiga yfir
Nýbýlaveg. Frá kl 01:00 til 07:00
verða ljósin látin blikka gulu og gild-
ir þá biðskylda á Birkigrund og
Hjallabrekku. -GEÖ