Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. nóvember 1990 Tíminn 5 Líklegt að ófeltum áum þættu aöfarir offeitra afkomenda blöskranlegar? 350 tonna „mörfjall“ jc æt ■ æt ™ ■ uí*030 i siaiuriiomm f kringum 350 tonn af kindamör voru grafin í jörð með öðrum sláturúrgangi á þessu hausti. Þrátt fyrir aukna slátursölu nýtist ekki nema um helmingur af mörnum, sem til fellur, til manneld- is og í dýrafóður hér innaniands. Umframmör hefur á undan- förnum árum bræddur og tólgin seld úr landi, aðallega til sápu- gerðar. Markaðsverð fyrir siika dýrafitu hefur lækkað svo að stendur ekki lengur undir kostnaði. Sá kostnaður feist í því að hirða um mörinn í siáturhúsunum, pakka honum inn og frysta, fiutningskostnaði til Hafnarfjarðar, kostnaði við að bræða mör- inn þar og síðan flutningskostnaði til útlanda. „Menn leituöu einfaldlega að ódýrustu lausninni. Því miður hefur verð á dýrafitu á heims- markaði lækkað frá því í fyrra og hefur lðdega ckki um langan aldur verið lægra en nú. Við fengum það hlutverk að finna þá lausn, sem kostaði minnsta peninga. Og hin hiyggilega staðreynd er sú, að ódýrasta lausnin reyndist sú að grafa afgangsmörinn í jörð ásamt öðrum Úrgangi firá sláturhúsun- um,“ sagðí Árni Jóhannsson hjá Búvörudeild Sambandsins. Hann sagði þessa fitu nýtta hér eins og mögulegt er fyrir mann- eldismarkaðinn. Slátursala hafi t.d., sem betur fer, auldst töluvert síöustu tvö árin. Fóðurstöðvar fá Hka þá fitu sem þær þurfa í loð- dýrafóður, en framleiðsla þess hef- ur nú stórum minnkað með fækk- un ioðdýrabúa. Nokkuð er líka not- að í kálfafóður. „Við vorum að leita að ýmsum öðrum notkunarleiöum íyrir þessa fitu, annað hvort til fóðurs ellegar sem orkugjafa, vegna þess að í þessari fitu er töluvert mikil orka. Þær leiðir fundust ekld fyrir þetta haust. E.t.v. finnst slík leið fyrir næsta haust. Þaö er kannski ekki beint skemmtilegt að þurfa að grafa þetta, en það reyndist vera hagkvæmasta lausnin,“ sagði Árni. Til að brenna fitu í þeim tækjum, sem notuð eru hér á landi, þarf hún að vera fljótandi. Til að nota mör sem eldsneyti þyrfti því fyrst að bræða mörinn, sem kostar tölu- verða orku, og síðan að hita fituna upp. Sláturhússtjóri, sem Tíminn ræddi við, sagðist hafa fengið um 6-7 krónur fyrir kílóið af þeirri fitu, sem hann flutti út í fyrra. Það hafi í raun alls ekki staðið undir kostnaði við að hirða um þetta og síðan bræðslukostnaði, sem $é töluverður. Enn lægra verð nú geri það auðvitað ennþá síður. Sú var tíðin að mör var mikils metinn á íslandi, enda ekki nema tiltölulega fáir áratugir síðan „ófeiti“ dró landann til dauða. Nú þegar ofát og offita er orðin ein helsta ástæðan fyrir ótímabærum aldurtila manna í okkar heims- hluta, þarf líklega engan að undra lágt verð og urðun heilla fitufjalla. Ófeitin er hins vegar enn út- breidd og dregur þúsundir bama og fullorðinna til dauða í öðrum heimshlutum. Getur því verið fróðlegt að átta sig á þeirri orku sem urðuð var hér með mörijall- inu í haust. Ekki mun fjarri iagi að það hafi innihaldið um 2.800 milljónir hitaeininga. Mælt í hita- einingum, hefði „fjallið“ því upp- fyllt hitaeiningaþörf meira en milljón hungraðra manna í einn dag. EHegar enst 7.000 einstak- lingum sem hálft fæði í heilt ár. - HEI Hiti í stjórnum Dagsbrúnar og BSRB vegna vaxtahækkunar (slandsbanka: Dagsbrún hyggst endurskoöa eign sína í ísl.banka Stjóm Dagsbrúnar lýsir undmn sinni og hneykslun á þeirri ákvörð- un íslandsbanka að ákveða vaxta- hækkun þá, sem kom til fram- kvæmda í gær, 1. nóvember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Þá var samþykkt á fundi stjórnar BSRB í gær, að lýsa undrun yfir þeirri ákvörðun bankans að hækka vexti. Vaxtahækkunin, sem nú var framkvæmd, nemur tveimur pró- sentum og eru nú algengustu kjör- vextir á óverðtryggðu skuldabréfi 14,25% hjá íslandsbanka. Stjórn BSRB áréttar að hár fjár- magnskostnaður samræmist ekki markmiðum þjóðarsáttar og krefst þess að bankar og fjármálastofnanir færi þegar í stað niður vexti og ann- an íjármagnskostnað. í tilkynningunni frá Dagsbrún seg- ir að hækkunin sé framkvæmd á sama tíma og verkalýðsfélögin leggi sig öll fram um að hindra verð- hækkanir og nýtt verðbólguflóð. Ennfremur segir að enginn þurfi að efa að þessi vaxtahækkun komi fram í hækkuðu verðlagi. íslandsbanki vinni þvert gegn baráttu verkalýðs- félaganna til lækkunar verðlags og gegn efni þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru 1. febrúar sl. Þá segir að stjórn Dagsbrúnar muni leggja það fyrir félagsfund nk. sunnudag, hvort ástæða sé ekki til að Verkamannafé- lagið Dagsbrún endurskoði afstöðu sína til banka er þannig starfa, bæði hvað varðar viðskipti og eignaraðild. —SE Fra Kirkjuþingi í gær. Tímamynd: Ami Bjama Ályktunartillaga um fjármál þjóðkirkjunnar fyrir Kirkjuþingi: Lottóið þrefalt: Stærsti vinning- ur f rá upphafi? Næstkomandi laugardag verður Lottóvinningurinn þrefaldur og búast forráðamenn þess jafnvel við því að þá líti dagsins ljós hæsti vinningur Lottósins frá upphafi. Astæðurnar fyrir því, að menn búast við því, eru helst þær að tvö- faldur vinningur á undan þreföld- um hefur aldrei verið eins stór. Stærsti þrefaldi vinningur til þessa var 16. maí 1987, þegar potturinn var þrefaldur í fyrsta sinn, en þá var fyrsti vinningur 14.786.058 krónur. Tvöfaldi vinningurinn vik- una á undan var 5.828.414 krónur, en nú er hann 5.837.853 krónur. Þar að auki hefur íslensk getspá, sem rekur Lottóið, tekið nýjar auglýsingar í notkun og ættu þæ-r vonandi að glæða söluna. Þá eru mánaðamótin nýliðin og hefur það sýnt sig að þá virðist fólk hafa meira á milli handanna og vonast forráðamenn Lottósins að það auki söluna enn frekar. —SE TEKJUSKERÐINGU HARDLEGA ANDÆFT Kirkjuráð hefur lagt fyrir Kirkjuþing ályktunartillögu þar sem mótmælt er þeirri aðgerð stjórnvalda að skerða sóknar- gjöld, kirkjugarðsgjöld og jöfn- unarsjóð sókna á yfirstandandi fjárlagaári. Segir í tillögunni að um sé að ræða skerðingu á lög- bundnum tekjustofnum kirkj- unnar. „Kirkjuþing mótmælir einnig fyrirhugaðri skerðingu þessara tekjustofna á næsta ári sem boðuð er í frumvarpi til fjárlaga og krefst þess að við þau áform verði hætt,“ segir enn- fremur í ályktun Kirkjuráðs. Þessi ályktun verður síðar lögð fyrir fjárhagsnefnd Kirkjuþings til frekari umfjöllunar. - hs. Kaupfélag Árnesinga 60 ára: Afmælistilboð hjá K.Á. á Selfossi „Það hefur verið mjög mikið að gera í allan dag og vörumar hafa rok- ið út,“ sagði Magnús Jónsson, vöru- hússtjóri Kaupfélags Ámesinga á Selfossi, í gær. Magnús bætti við að menn þyrftu þó ekkert að óttast vömskort í dag, þar sem nýjar vörur kæmu frá Reykjavík eftir þörfum. Kaupfélag Ámesinga varð 60 ára í gær, 1. nóvember, og er þess minnst með fjölbreyttum tilboðum í verslun- um félagsins. í dag, eins og í gær, er gefinn 10% afsláttur í flestum versl- unum KÁ og getur fólk notið slíkra kjara á eftirfarandi stöðum: Selfossi, Laugarvatni, Stokkseyri, Eyrarbakka — en þar tók kaupfélagið við sinni gömlu verslun að nýju í gær — Þor- lákshöfn, Hveragerði, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri og Vestmanna- eyjum. Kaupfélagið hefur gefið út sérstaka afmælisútgáfu KA.-frétta, þar sem greinar um samvinnumál Suður- lands birtast. Þá mun fyrir jólin koma út bók um 60 ára sögu Kaupfélags Ár- nesinga, sem skráð er af Erlingi Brynjólfssyni sagnfræðingi. —khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.