Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 2. nóvember 1990 Tíminri MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifetofunLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verö í lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Persaflóadeilan Liðnir eru þrír mánuðir frá innrás Iraka í nágranna- ríkið Kúvæt. Þótt ekki skuli úr því dregið, að samúð með smáþjóð sem varð íyrir tilefnislausri árás hafí verið undirrót þeirrar fordæmingar, sem flestar þjóð- ir heims létu í ljós gagnvart írökum þegar á fyrsta degi innrásarinnar, réðu beinar hagsmunaástæður mestu um það hversu Bandaríkjamenn voru skjótir til hemaðarviðbúnaðar á Persaflóasvæðinu og að aðrar þjóðir fylgdu fordæmi þeirra um að ýta á eftir viðskiptabanni á írak með hafnbanni sem í eðli sínu er virk hemaðaraðgerð. Allur þessi hemaðarviðbúnaður að fmmkvæði Bandaríkjamanna, en með stuðningi margra þjóða, þ. á m. Sovétríkjanna og margra Arabaþjóða, hefur verkað eins og umsátur um írak og þá hvorki gengið né rekið um hemaðarúrslit né að viðræður um frið- samlega lausn þessa ástands bæm árangur. Síst af öllu em taldar horfúr á friðsamlegri lausn á þessu þriggja mánaða afmæli átakanna við Persaflóa. Sérstaklega hefur óþol gripið um sig meðal banda- rískra ráðamanna sem lýsir sér hvað helst í orðum Bush forseta síðustu daga sem gefa sterklega í skyn að hann vilji nú knýja ffarn hemaðarlega lausn, þ.e.a.s. hefja opið stríð gegn írökum. Ekki er vafi á að forsetinn á stuðning margra ráðamanna í her og stjómmálum heima fyrir um slíkt árásarstríð. Hins vegar er minni hrifhing hjá forystumönnum annarra þjóða, sem tekið hafa þátt í viðskiptabanninu og stutt það með herliði. Bandaríkjastjóm mun leggja nokk- uð á sig til að ná víðtækri samstöðu um frekari stríðsrekstur, því að varla getur það talist fysilegur kostur fyrir hana að styrjöld við íraka verði algert einkastríð Bandaríkjamanna, þótt svo geti farið. Þótt þess gæti lítið í fréttum íslenskra íjölmiðla bendir margt til þess aða almenningur í Bandaríkj- unum hrífist minna af stríðshugmynd forsetans en orð hans gætu bent til. Miklu fremur er bandaríska þjóðin slegin kvíða við tilhugsunina um væntanlegt eyðimerkurstríð. Nýleg skoðanakönnun á vegum blaðsins Newsweek leiddi í ljós að 69% Bandaríkja- manna hallast að því að forsetinn eigi að sinna betur möguleikanum á samningalausn deilunnar. Hvort sem hægt er að draga víðtækar ályktanir af mótmælum og kröfugöngum sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum gegn hugsanlegu stríði, er það eigi að síður staðreynd að miklar mótmælaaðgerðir hafa átt sér stað. Þar á meðal hefur komið upp virk and- staða meðal ungra hermanna sem neita að hlýða fyr- irskipunum um að vera sendir til Persaflóasvæðisins og reyndar er þegar farið að dæma menn til refsivist- ar fyrir slík agabrot. Málsmetandi menn, eins og Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa lýst trú sinni á að finna megi friðsamlega lausn á deilunni. I þessum hópi er einnig Ramsay Clark, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem er mjög virkur í þessari andstöðu sem formaður Samtaka gegn stríðs- rekstri við Persaflóa. Ef slíkt stríð er Bandaríkja- mönnum neyðarkostur er það öðrum þjóðum enginn ávinningur. GARRI Þar scm umræða um rjúpur og refi fram á Alþingi ls- 5, voru aðdáendur eitthvaö bitastætt ræki á fjönir Al- þingis, þar sem umræða væri ekki flokksbundin en firjáls fyrir alla. Binkum hefur skort afskiptí og um- og þau aö vcra fuilur. Nú hefur ver- ið mælt fyrir frumvarpi á þingi, þar sem möric töglegrar ölvunar undir stýri eru færð úr 0,50 pro miB í einingu í blóð en frumvarpið hcim- ilar. Svo er um marga Íétta öldrykki að efctó sé taJað um rabbarbarasulhi. Flytjendur frumvarpsins bera fyrir sig að fólk megi drekka léttan pil- sner. Þetta er efeki alis kostar rétt Léttur pilsner er áfengur þegar möridn eru sett svona neðariega. Hið sama gildir um messuvín, sem menn sér grein fyrir því að þeir séu of öhi- aðir til að aka bfl. Ekkert er í þessu ágæta frumvarpi um eineygða eða sjóndapra, menn með skert við- eins hægt að stinga niður öðrum fæti. Aö öðru leyti eru flyfjendur drykkju. Einn hinna fiægu þingfor- seta var eitt sinn vidstaddur athöfn á Öxnadalsbeiði vegna nys vegar fýTÍr heiðina. Forsetanum varðreik- að inn í tjald. Þar sat kona og brennhihsflaska á borði. Hún tók forsetann i misgrípum fyrir Bryn- leif Tobíasson, kunnan stórteniplar og sagði: Ert þú þá kominn, Bryn- ieifur Tbbíasson? Forsetanum varð svarafátt, en tók það ráð að grípa a\liv. Urtir án vætu Þannig höfðu rnerni efni á því að viðhalda nokkurri brennivínsæni, þótt þeir væru þmgforsetar. Nú glutrast bestu mál niður á stig rjúpu og refs, og yfiriýsinga um að ur og vegi. Verði fhimvarpið að lög- um fer að ásannast orðtak öku- manns hér í bænum, sem er alltaf hann sest undir stýri, út af því hvemig hinir aka. Vanaviðkvæði hans en Þeir eru fullir þessir and- skotar. Drukkinn er allur skarinn Það kom nefnilega fram við fvrstu umræðu um „þurrkinn“ á þingi, en það þytór réttnefhi á frumvarpinu um 0,25 pro mifl, að fóik má eigin- lega ekkert láta ofan í sig svo það taki eklá áhættu. Alkunna er að Ekki hét hann Brynleifur Auðheyrt var á umræðunum, að þegar frumvarpið kom til umræðu. um arbrot í akstri, Þá má meridiegt að fást við spíritus, og bendir stík viðureign og takmörkun etód til þess að þingmenn viti af öðrum vímugjöfum, sem eru að verða al- gengir og alveg eins hæltulegir í aksbi. Eigi að fara að ræða í alvöru um. að minnka áhættu í akstri af völdum vfmu verður að taka aila út úr sér aftur. Taldi hann þessa að- ferð nægilega tíl að fá 0,25 pro mil! í hióðið. Þessar upplýsingar ieiddu hugann til gamalla og genginna þingforseta, sem aldrei hefðu látið standa sig aö því að spýta kontaki h\’ort sem þeir voru forkelaðir eða ektó. Máttu þelr margar hnútur hafa á sínum dögum fyrir brenrúwns- frá hnútum. aö vimuáhrif, af h\-aða rótum sem þau eru runnin, varði við lög í akstri. Brennivínsdrykkja er að vísu hvimkið og lífshættuleg undir stýri á bfl. En önnur vímuefni eru alveg jafnhættuleg. Þess vegna öil vímuefni með í reikninginn. |1 ; VÍTT OG BREITT ty8S& ISS wl nsiftíg; ;r $ Þeir súpa koníakið sem mega það Meðal vetrarverka Alþingis er að hrista fram úr erminni 130 stjórnarfrumvörp sem boðuð hafa verið. Mun sú afgreiðsla væntan- lega ganga greiðlega og hafa þing- menn nægan tíma til að sinna hugðarefnum sínum og bera fram tillögur og fyrirspurnir sem væn- legar eru til að koma þeim í fjöl- miðlana á stuttu kosningaþingi. Bærilega tókst til með prómillin í blóði ökumanna sem nú er rætt um og ritað, myndað og sent út í ljósvakann. Málið er samið og flutt af þaulvönum fjölmiðlaþing- manni og er árangurinn eftir því. Nú standa þingmenn í pontu og deila um hvort maður eigi að spýta forláta koníaki sem búið er að dreypa á eða renna því niður. Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gefur það húsráð að súpa á koníaki ef kvef- sótt sækir á. Þar með fylgir sú lagatúlkun að það sé lögbrot að aka bfl á eftir, jafnvel þótt veigun- um sé spýtt. Samkvæmt þessu er hægt að var- ast kvef með því að skola munn- inn í koníaki og þarf ekki einu sinni að renna því niður. En þá má maður ekki keyra. Hins vegar er löglegt að aka kvefaður. Gagnlegar refsingar Tveir þingmenn lýstu yfir megn- ustu hneykslan sinni yfir því að á hinu háa Alþingi væri verið að hvetja fólk til að spýta forláta kon- íaki og skýrir Moggi svo frá við- brögðum þeirra. „Ingi Björn Al- bertsson (SA71) var Árna Gunnars- syni sammála í vanþóknun á því að spýta góðu koníaki. Ingi Björn benti þingmönnum á að til væru fleiri refsingar en fangelsisvist, t.d. mætti skylda menn til að sópa göturnar." Hér er greinilega verið að leggja til að það sé refsivert athæfi að spýta koníaki og hvaða viðurlög liggja við því lagabroti. Sannarlega er tími til kominn að löggjafinn fari að hyggja að meiri fjölbreytni í refsingum en nú tíðk- ast, og eru sektir og fangelsisvist helst til einhliða viðurlög. Þessu þjóðþrifamáli hefur ekki verið hreyft opinberlega síðan alvarleg umræða stóð um þá tillögu að setja misyndismenn í rimlabúr og hafa þá til sýnis á Lækjartorgi. Þá var Aiþingi upplýst um að heimildir væru fyrir því að timb- urmenn væru læknaðir með óhóf- legu áti áfengs sælgætis og hefur sá vímugjafi ekki verið talinn með í neyslutöflum Áfengisvarna- nefndar til þessa, og er brýnt að ráða þar bót á, þar sem ástandið er orðið svo alvaríegt að það er kom- ið til kasta Alþingis. Neysia maltöls og messuvíns var einnig til umræðu og er þess að vænta að synódus komi sér saman við æðri máttarvöld um hæfilegan styrkleika blóðs Krists, svo að menn lendi ekki í götusópun fyrir að meðtaka það við altarisgöngur. Ólöglegar altarisgöngur Öll sú háspekilega og siðræna umræða sem fjölmiðlunin hefur eftir þingmönnum um prómillin í blóðinu fylgir í kjölfar lagafum- varps um að leyfilegt prómill verði lækkað um helming svo að löglegt verði að aka bfl. í umfjölluninni er hvergi minnst á að æskilegt væri að bílstjórar haldi sig innan ramma umferðar- laga að neinu öðru leyti en því að hafa ekki drukkið maltöl, bergt á altariskaleiknum, étið áfengis- konfekt eða spýtt koníaki til að varast kvef. Ærið margir ökufantar brjóta óá- talið bókstaflega allar greinar um- ferðarlaganna hvenær sem þeir fara bæjarleið, nema þá að vera ekki með meira en 0,5 prómill af alkóhólmagni í blóðinu. En það kemur löggjafanum eða fram- kvæmdavaldinu ekkert við. Málið er að minnka þetta lög- lega og mælanlega magn niður fyrir altarisgöngustyrkleika og ná sér í rækilega auglýsingu í leiðinni. Það er aðeins ein umræða um þetta brýna málefni búin og eru mikil nefndarstörf og margar umræður eftir enn og gefast góð tækifæri til að brjóta upp á eftir- tektarverðum breytingatillögum, svo sem eins og þeirri að ef mað- ur spýtir messuvíninu á prestinn við altarisgöngu þá sé maður í ökufæru ástandi á eftir. Kirkju- þing verður síðan að ákvarða hvort það telst fullnægjandi sakramenti. En það hefur ávallt verið erfitt að þjóna tveim herr- um og guðslög og mannasetning- ar stangast á. Hins vegar mætti vel setja lög um að bannað sé að spýta kon- íaki sem búið er að súpa. Það gerir hvort sem er sama gagn í prómillmælingum pólitísins, samkvæmt lagaskýringum úr Al- þingi OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.