Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur2. nóvember 1990 DAGBOK Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27, Reykjavík, halda sin árlega basar laugar- daginn 3. nóvembcrkl. 14. Skemmtilegt jólaskraut, handmálaðar silkislæður, kort og nælur, ofnar mottur og dúkar, leikföng, peysur, sokkar, vett- lingar og ýmsir munir úr tré verða á boð- stólum. Feröafélag íslands Föstudagur 2. nóv. kl. 20 Kvöldganga á fullu tungli Gengið um Lækjarbotna og Selfjall í tunglskininu. Áð í Útilegumannahelli. Verð 600 kr., fritt f. böm m. fúllorðnum. Sunnudagur 4. nóv kl. 13. Fjöruskoðun á stórstraumsfjöru Gcngið um Leiruvog og Blikastaðakró. Skemmtileg fjömganga fyrir alla í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Vcrð 800 kr., fritt f. böm m. fullorðnum. Brottför frá Umfcrðarmiðstöðinni, austanmcgin. Munið aðventuferð í Þórsmörk 30. nóv. - 2. dcs. og áramótaferðina 29. dcs.-l. jan. Nú er tækifærið til að gcrast félagi í Ferðafélaginu" Nóvembertilboð til nýrra félagsrnanna Þcir scm skrá sig í Ferðafélagið nú í nóv- cmbcrmánuði og grciða árgjaldið kr. 2.500,- fá að sjálfsögðu árbók 1990 sem fjallar um fjalllcndi Eyjafjarðar að vestan- vcrðu, cn með nóvcmbcrtilboði fá þeir cldri árbók að auki frítt. Hægt cr að velja á milli árbókar 1988, Vörður á vegi, cða árbókar 1985; Þættir um nágrenni Rcykjavíkur. Gott lesefni i skammdcginu. Það fylgja því margir kostir að vcra í Fcrðafélaginu og árbækumar cm góð og vcrðmæt eign. Hringið strax eða komið við á skrifstofúnni Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Opið virka daga frá kl. 9-17. Kvikmyndin „Sjötti júlí“ í MÍR Nk. sunnudag, 4. nóv. kl. 16, verður sov- éska kvikmyndin „Sjötti júlí“ sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10. í kvikmynd þessari er fjallað um þá atburði er gerðust í júlí- mánuði 1918 þegar svokallaðir „vinstri- sósíalistar" i hópi byltingarmanna í Rúss- landi gerðu uppreisn gcgn ráðstjóm Len- ins. Í uppafi myndarinnar era sýnd nokk- ur atriði úr gömlum fréttamyndum, en öll er gcrð myndarinnar með sterkum svip heimildarmyndarinnar þó að lcikin sé. Lcikstjóri er Júrí Karasik, cn höfúndur tökurits með leikstjóra er Mikhaíl Sjatrov, þekkt sovéskt leikskáld. Mcð hlutverk Lenins í myndinni fcr Júrí Kajúrov. Myndin er mcð enskum skýringartextum. Aðgangur ókeypis og öllum hcimill. Kvenfélagasamband Kópavogs heldur markað i Hamraborg 5, 3. hæð, laugardaginn 3. nóv. kl. 10-14. Á boðstól- um verða kökur, fatnaður og blóm. Snorri F. Hilmarsson sýnir í Gallerí Sævars Karls Nú stendur yfir í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Rcykjavík, myndlistarsýn- ing Snorra F. Hilmarssonar. Hann cr fæddur 1965 og lærði lcik- myndagerð við Birmingham Polytcchnic- skólann í Birmingham árin 1986-89. Á sýningunni cm koparristur, món- óþrykk og skúlptúr. „Hver þessara mynda er lítið ævintýri um náttúmna, þá náttúm scm býr í manninum sjálfúm og hann sjálfur býr í. Þær visa til náttúmsagna á borð við álfasögur, tröllasögur og goð- sagnir, þar sem maður og náttúra em ein lifandi hcild. Þetta cr cinfaldur en margræður vemlcik- inn á milli eyma, á bak við augu.“ Sýningin stendur til 16. nóvember og er opin á verslunartíma frá kl. 9-18 á virkum dögum og 10-14 á laugardögum. Kjarvalsstaóir í vestursal stendur yfir sýning á skúlptúr eftir Brynhildi Þorgeirsdóttur. Í austursal stcndur yftr Inúasýning. Sýndir em munir frá menningarheimi eskimóa í Vestur- Alaska. Sýningin er á vegum Menningarmálanefndar Reykja- víkurborgar og Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Kjarvalsstaðir em opnir daglcga frá kl. 11 til 18 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Gönguhrólfar hittast að Hverfisgötu 105 nk. laugardag ld. 10. Ráösfundur l-ráðs ITC á íslandi I-ráð ITC hcldur fyrsta ráðsfúnd vetrarins laugardaginn 3. nóvember nk. i Félags- heimili Kópvogs. Fundur er í umsjá ITC Bjarkarinnar í Reykjavík, umsjónarmaður er Ólöf Ólafs- dóttir. Skráning hefst kl. 9, fúndarsctning kl. 10. Þá er á dagskrá ffæðsla „Hvað er ffam- undan hjá ITC?“ Kristjana Milla Thor- steinsson varaforseti V- svæðis. Eftir hádcgisverðarhlé flytur Ingólfúr Sveinsson erindi sem hann nefnir „Að halda sér upp úr streitunni og þrcytunni". I lokin verður bmgðið á leik með gríni og gamni. Fundarslit kl. 16.30. 1-ráð er eitt þriggja ráða ITC á íslandi. í ráðinu em deildir af Reykjavíkursvæðinu og Vestfjörðum. Björkin, Harpa og Ýr úr Reykjavík, Korpa, Mosfellsbæ, Sunna á ísafirði og Brellur á Patreksfirði. Forseti I-ráðs þetta starfsár er Ingimunda Loflsdóttir, ITC Korpu, Mosfellsbæ. Trúarkerfi Bahá’u’lláh Út cr komin bókin „Trúarkerfi Ba- há’u’lláh" eflir Shoghi Effendi. Bókin er gefin út af Andlegu þjóðarráði Bahá’ía á Islandi. Eðvarð T. Jónsson þýddi bókina. í bókinni dregur höfúndur saman kenn- ingar Bahá’u’lláh, spámanns Bahá’í-trú- arbragðanna, og lýsir því hlutverki sem þeim er ætlað að gegna um ókomna ffam- tíð í sameinuðum og friðsömum hcimi. Hann rekur einnig helstu rökin fyrir því hvers vegna Bahá’í-trúin tclst til þeirra heimstrúarbragða, sem i aldanna rás hafa ofið mcginþráðinn í siðmenningu mann- kynsins og hvemig sú siðmenning muni ná hámarki með stofnsetningu guðlegrar heimsskipunar gmndvallaðri á kenning- um Bahá’u’lláh. Shoghi Effendi ritaði „Trúarkcrfi Ba- há’u’lláh" árið 1934 i borginni Haifa í Israel. Hann hafði þá um þrettán ára skcið gegnt hlutverki „Varðar“ Bahá’í-trúarinn- ar, scm lagði á hcrðar honum þær skyldur að stjóma og skipulcggja starfsemi Ba- há’ía um allan heim. Shoghi Effendi lést í London árið 1957. Hann skildi eflir sig mikinn fjölda rita og bréfa, sem era Ba- há’íum óþijótandi uppspretta leiðbcininga og útskýringa á eðli Bahá’í- trúarinnar. „Trúarkerfi Bahá’u’lláh" er eitt mikilvæg- asta fræðirit hans. Bókin er prentuð í Prcntstofú Guðmund- ar Bcncdiktssonar. TRÚARKERFI BAHÁ'U'LLÁH Sólvangur í Hafnarfiröi Hinn glæsilegi jólabasar Sólvangs verður laugardaginn 3. nóvemberkl. 14 í anddyri Sólvangs. Fallegar jólagjafir o.fl. Allt handunnir munir. Nýlistasafnió Vatnsstfg 3b Sl.laugardag opnaði Anna Líndal mynd- listarsýningu í gtyfjunni í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b. Á sýningunni em offset litógrafiur og rýmisverk unnin úr jarðcfú- um. Anna Líndal stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1981-1986 og ffamhaldsnám f Slade School of Fine Art í London 1987- 1990. Sýningin í Ný- listasafninu er fyrsta einkasýning Önnu en hún hefúr tckið þátt í fjölda samsýn- inga bæði hér heima og erlendis. Sýning- in stendur yfir dagana 27. október til 11. nóvember og safnið er opið alla daga ffá 14-18. Jónína Guðnadóttir í Hafnarborg Jónína Guðnadóttir opnar sýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar laugardaginn 3. nóvember. Á sýningunni verða lágmyndir og skúlp- túrar úr leir og steinsteypu unnir á þessu ári og því síðasta. Þetta er áttunda einkasýning Jónínu auk þess sem hún hefúr tekið þátt í samsýn- ingum bæði innanlands og utan, t.d. á Norðurlöndunum, í Bandaríkjunum og Japan. Jónína var fýrsti deildarkcnnarinn í keramikdeild myndlista- og handíðaskóla íslands og hefúr tekið virkan þátt í félags- störfúm myndlistarmanna. Hún var kjörin formaður Norræna myndlistarbandalags- ins í september sl. Sýningin verður opin alla daga ncma þriðjudaga ffá kl. 14-19 til 18. nóvember. Félag eldri borgara Opið hús verður að Hverfisgötu 105 í dag, fóstudag. Kl. 14 verður spiluð félags- vist, spilað verður heilt kort. Hana nú! Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað ffá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú er allra vcðra von í náttúranni. Vind- amir gnauða og lægðimar koma og fara. í bæjarrölti Hana nú göngum við á hólm við náttúraöflin. Aldrei er mcira gaman en í verstu veðrunum. Kaffitíminn lengist og gangan styttist. En máltækið maður er manns gaman hcldur velli. Stillið vekjara- klukkuna. Verið með. Jólabasar Hringsins verður sunnudaginn 4. nóvember í Fóst- bræðraheimilinu v. Langholtsveg kl. 14. Þar verður á boðstólum mikið af fallegri handavinnu og gómsætum kökum. Baróstrendingafélagió í Reykjavík heldur skcmmtun í Hreyfilshúsinu laugar- daginn 3. nóv. Húsið verður opnað kl. 20.30, skemmtiatriði og dans. mmsm MINNING Siguijóna Eiríka Jónsdóttir Fædd 17. ágúst 1908 Dáin 22. október 1990 Sigurjóna Eiríka Jónsdóttir cr látin. Hún var löngum kcnnd við Kálfárvelli í Stað- arsveit á Snæfcllsnesi, þar scm hún bjó, ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini Niku- lássyni, í tæplcga 40 ár. Hún var fædd á Gilsstöðum í Vatnsdal, Vcstur-Húna- vatnssýslu. Forcldrar hennar voru Sigríð- ur Halldórsdóttir og Jón Ólafsson. Eiríka átti tvær alsystur sem báðar eru á lífi, fimm hálfsystur, scm eru allar látnar, og einn hálfbróður sem dó á bamsaldri. Hún ólst upp f Vatnsdal, í góðu umhverfi og aðstæðum. Rúmlega tvítug kynntist hún eflirlifandi eiginmanni sínum, Þor- steini Nikulássyni. Árið 1929 fluttust þau að Búðum á Snæfcllsnesi til fósturföður Þorsteins sem þar bjó. Þau giflu sig á Búðum 1930. Ungu hjónin keyptu jörðina Kálfárvelli í Staðarsveit árið 1934. Þar var svo til eng- inn húsakostur fyrir. Þau hófúst handa við að byggja íbúðarhús og skepnuhús á Kálf- árvöllum og var það ærið starf. Þctta tókst þeim, sem var mikið þrckvirki á þcssum áram, þar scm handaflið var allsráðandi. Á Kálfárvöllum bjuggu þau samfcllt í nær 40 ár. Húsakostur og ræktun þar var mcð myndarbrag. Þrátt fyrir crfiðlcika búnaðist þcim vel, enda samhcnt og vel vcrki farin. Þau cignuðust sjö mannvænlcg böm, fimm dætur og tvo syni. Þau cra Margrét, gifl Bjaraa Vilmundi Jónssyni, Guð- mundur, kvæntur Þórcyju Hjaltadóttur, Jón, kvæntur Bcncdiktu Þórðardóltur, Hulda, gift Hjamari Bech, Sigrún, gift Ingva Eiríkssyni, Ása Jóna, gift Walter Borgarssyni og Alda, gift Sigurði Hclga- syni. Bamabömin cra 21 og bamabama- bömin 9. Það er því stór fjölskylduhópur Eiríku og Þorsteins á Kálfárvöllum. Eiríka á Kálfárvöllum var frekar dul i umgengni við ókunnuga, cn hlý í fasi við þá scm áttu vináttu hennar. Fjölskylda hcnnar var henni allt. Þess nutu böm hennar og bamaböm í ríkum mæli. Árið 1973 urðu þáttaskil í lífi þeirra hjóna. Þau tóku þá ákvörðun að sclja Kálfárvelli og fluttu í Gcrðahrepp á Suð- umesjum. Þau byggðu ibúðarhús að Val- braut 9 í Garðinum og í apríl 1974 var nýja heimilið tilbúið og flutt var inn. Þar hafa þau átt heimili síðan. Þorsteinn stundaði vinnu á Keflavíkurflugvclli. í Garðinum vora þau í mciri tcngslum við böm sin og bamaböm og höfðu af þvi mikið yndi. Síðari ár átti Eiríka við vanheilsu að stríða. Hún lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 22.10. sl. Minningarathöfn um Eiríku er í Útskálakirkju í dag, föstudag. Hún verður jarðsett að Búðum á Snæfellsnesi nk. laugardag. Þaðan sér heim að Kálfárvöll- um og Jökullinn blasir við. Ég flyt Þorsteini og fjölskyldunni hug- heilar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þeim minninguna um Sigurjónu Eiríku Jónsdóttur. Alexander Stefánsson + Ástkær eiginmaður minn Halldór Benediktsson frá Fjalli lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 29. október. Jarðarförin auglýst síðar,- Þóra Þorkelsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.