Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur2. nóvember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Halldór Kristjánsson: „MAÐUR AÐ NORÐAN“ Ekki ætla ég mér að hiutast til um það hvemig Sjálfstæðisflokk- urinn raðar mönnum í framboð, enda er prófkjöri hans lokið þeg- ar þessi orð birtast. Annað mál er það að svo má flytja mál að manni fínnist sér nánast skylt að gera athugasemdir við. Svo fór mér þegar ég las framboðsgrein Þuríðar Pálsdóttur í Morgun- blaðinu 24. október. Frúnni verður það alfa og omega hve Reykvíkingar séu réttlausir. f upphafi greinar sinnar segir hún: „Landsmenn búa ekki við jafnan at- kvæðisrétt. í höfuðborginni, þar sem sjálfstæðisstefnan á mestan hljóm- grunn, er vægi atkvæða margfait minna en á landsbyggðinni." Að lokum segir svo frúin: „Reykvíkingar. Atkvæðisréttur okk- ar er mun minni en þeirra sem búa á landsbyggðinni." í miðri messu talar hún svo um að sjálfstæðismenn eigi „aldrei aftur að láta það viðgangast að framagjamir stjómmálamenn með lítið fylgi landsmanna ráðskist hér með líf, heilsu og eignir okkar að eigin geð- þótta“. Nú er það að vísu svo að Reykjavík á ekki nema 18 þingmenn og Reykja- nes 11, svo að þessi kjördæmi vantar 3 menn til að hafa hreinan meiri- hlutaáAlþingi. Samkvæmt minni tilfinningu em t.d. Vestfirðingar hluti af þjóðinni, sérstök deild eða eining innan heild- arinnar. Hins vegar veit ég að um all- ar jarðir eiga höfuðstaðarbúar erfitt með að skilja að útkjálkabúar eigi sér nokkra sérstöðu og nokkum rétt sem sérstök eining. Ég geri ekki ráð fyrir að þýði að ræða það við frú Þur- íði. En vonandi ætti hún að geta skilið að athuguðu máli að ekki hallar sér- staklega á sjálfstæðisstefnuna við skipun Alþingis. Atkvæðin sem ekki nýttust stefnunni í Reykjavík skila þingmönnum í öðmm kjördæmum. Á þessu kjörtímabili em 2305 at- kvæði bak við hvem þingmann Sjálf- stæðisflokksins, 2223 bak við hvem framsóknarmann og 2548 bak við hvem alþýðubandalagsmann. Það er því misskilningur hver sem heldur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi miklu færri menn á þingi en kjörfylgi hans í heild benti til. Og um hvað er frúin að tala þegar hún segir „menn með lítið fylgi landsmanna"? Ég held hún sé það sem kallað er að vaða reyk. Sjálfstæðismenn hafa 82 atkvæðum fleira bak við hvem þingmann en ffamsóknarmenn. En Alþýðubanda- lagið hefúr 243 atkvæðum fleira bak við hvem þingmann en Sjálfstæðis- flokkurinn. Þau kosningalög sem gilda eiga að tryggja það að þingstyrkur flokka verði í samræmi við heildarfylgi þeirra. Yfir hverju er frúin þá að vola? Frúin býsnast yfir því að „maður að norðan“ sé að sldpta sér af heilbrigð- ismálum Reykvíkinga. Mér skilst að hún leggi sérstaka lítilsvirðingu í orðin „maður að norðan“. En það hefur áður átt sér stað að maður að norðan hafi orðið góðum málum í Reykjavík að liði. Það var maður að norðan sem hafði forgöngu um það að leiða Gvendarbrunnavatn í hús Reykvíkinga, svo að þeir hættu að sækja neysluvatn sitt í gömlu pestar- holumar. Seinna hafði hann svo for- göngu um berklavamarlögin, sem urðu forsenda þess að þjóðin sigrað- ist á berklaveikinni. Þessi maður að norðan hét líka Guðmundur. Það var Guðmundur Bjömsson landlæknir. Frúin hallmælir Guðmundi Bjama- syni fyrir tilraunir hans til að reisa skorður við eyðslu í heilbrigðiskerf- inu. En um Ieið og hún lofar meiri þjónustu þar og ýmsum réttarbótum er þó höfúðmál hennar að verja eldri og yngri fyrir eignaupptöku, eins og hún nefnir skattheimtuna. Ekki dettur mér í hug að efast um góðan vilja ffúarinnar og löngun hennar til að hjálpa fólki. Hins vegar efest ég mjög um að hún kunni nóg fyrir sér til að gera kraftaverk, svo sem að reka sjúkrahús án þess að það kosti peninga. Og ég verð að játa að ég sé ekki að hún hafi lagt málefna- legt mat á hugmyndir heilbrigðis- ráðuneytisins um þjónustuna. Ætli það sé ekki byggt á svipaðri þekkingu og fjas hennar um „menn með lítið fylgi landsmanna"? Það fer svona þegar fólk veit ekki um hvað það er að tala. Ólafur Ólafsson landlaeknir: VIRKIR ELLIDAGAR Á ársfundi Evrópudeildar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar í sept- ember 1990 var að venju meðal annars tekið fyrir sérstakt heil- brigðismál til umræðu (technical discussion). Sérfræðingum frá að- ildarlöndum var boðið til tækni- umræðna um skýrslu stofnunar- innar, „Healthy Ageing" - „Heil- brigð öldrun". í skýrslunni komu fram athyglis- verð atriði. Öldrun ber ekki að líta á sem sjúk- dóm heldur sem lífeðlisfræðilegar breytingar. Öidruðum er að vísu hættara við ýmsum sjúkdómum en yngra fólki en með mótaðgerðum, og þá aðallega með því að gera eldra fólki kleift að vera sem lengst virkir þátttakendur í samfélaginu megi draga mjög úr sjúkdómatíðn- inni (Healthy Ageing. Technical re- port WHO, Kaupmannahöfn 1990). í umræðunni var lagður fram fjöldi niðurstaðna er sýndu að 60- 70 ára fólk í dag er mun frískara og hressara en fólk á þessum aldri var fyrir 15-20 árum (Rannsóknir frá Danmörku, Svíþjóð, íslandi, Þýska- landi og Finnlandi). Ennfremur að níu af hverjum tíu á aldrinum 60- 70 ára þurfa lítillar eða engrar að- stoðar við. Aftur á móti er algeng- ara að fólk á þessum aldri hjálpi börnum sínum að koma undir sig fótunum eða styðji þau í „velferðar- vandamálunum" (dönsk rann- sókn). Athyglisvert er að niðurstöður rannsókna í Skandinavíu og Bandaríkjunum hafa leitt í Ijós að skoðanir eldra fólks á eigin heilsu- fari ber oft ekki saman við niður- stöður læknisskoðana. í rannsókn á starfsmönnum tíu iðnfyrirtækja í Skandinavíu meðal þeirra starfs- manna er töldu sig búa við góða heilsu og starfshæfni, álitu læknar að helmingur þeirra væri með verulega minnkandi starfskrafta vegna veikinda. í framhaldi af þessu má benda á að meiri fylgni er á milli skoðana fólks á eigin líðan og ævilengd en milli ævilengdar og niðurstaðna læknis- skoðana. Skýringar á þessu liggja ekki á lausu, en við þekkjum öll fólk sem þrátt fyrir veikindi mætir hvern dag glatt til starfa, hvergi hrætt hjörs í þrá. Eftirlaun við 55 ára aldur í umræðunni kom fram mikil gagnrýni á öldrunarmálastefnu margra vestrænna þjóða. í mörgum iðnríkjum er fólk sett á eftirlaun eða örorku 55-60 ára! Er líkt og kerfisbundið sé unnið að því að eldra fólk setjist sem fyrst í helgan stein og verði óvirk- ir samfélagsþegnar. Yfirleitt fylgja engar áætlanir um endurhæfingu þessum eftirlauna- og örorku- vottorðum sem ætti þó að vera lágmarkskrafa. Á Norðurlöndum er talið að um 2% þeirra, sem eru fjarverandi vegna veikinda, fái greiddar allt að helming þess fjár- magns er fer í greiðslur vegna fjarvista (langtímafjarvista). Þessi kostnaðarliður vegur þungt þeg- ar litið er á heildarútgjöld til heil- brigðismála. Komið hefur í ljós að helming þessa fólks er hægt að endurhæfa til starfa. Þáttur okkar lækna í þessum aðgerðum er ekki hrósverðugur. Menn voru sam- mála um að framangreindar að- gerðir mótuðust mest af ríkjandi efnahagsstefnu, atvinnuleysi o.fl. en ekki af læknisfræðilegum stað- reyndum. Tvennt er það sem veldur áhyggj- um út frá þjóðhagslegu sjónar- miði ef óbreyttri stefnu er fylgt: 1. Fjöldi fólks er gert óvirkt langt fyrir aldur fram og gistir síðan öldrunarstofnanir mun fyrr en ella og eykur þar með kostnað þjóðfélagsins vegna heilbrigðis- og tryggingaþjónustu. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu vex ör- um skrefum. Þar er hlutur öldr- unarþjónustunnar verulegur og vaxandi. Vonandi hugsa stjórn- málamenn um þennan þátt er þeir Ieggja fram sparnaðarkröfu í heilbrigðisþjónustunni. 2. Fólki er vinnur að framleiðslu og þjóðarhag fækkar. Samkvæmt fólksfjöldaspá í Evrópu kemur fram að á árunum 1980-2025 fækkar „vinnufæru fólki" (á aldrin- um 15-59 ára) úr rúmum 60% af heildarmannfjölda í rúm 50% en fólki 60 ára og eldra fjölgar úr um 15% í yfir 30%. Á íslandi er þróun- in ekki eins ör, en þó fækkar „vinnufæru fólki" (á aldrinum 15- 59 ára) en 60 ára og eldra fjölgar úr um 13% í 25% á þessu tímabili. Sveigjanlegur ellilaunaaldur Á fundum var rætt mjög um sveigjanlegan eftirlaunaaldur. Fulltrúar Norðurlanda, þ.á m. ís- lands, og Bretlands voru sam- mála um að sveigjanlegur eftir- launaaldur heyrði til almennra mannréttinda, enda er réttur til starfa staðfestur í mannréttinda- skrá Sameinuðu þjóðanna sem öll Evrópuríki hafa undirritað. Það er engin lausn á þessu máli að sumir atvinnurekendur leyfa ein- hverjum starfsmanna sinna fyrir náð að vinna nokkuð lengur eftir 67 ára aldur. Nú er nokkuð um liðið síðan Alþingi fól ríkisstjórn- inni að skipa nefnd til þess að kanna þetta mál; enn hefur sú nefnd ekki verið skipuð. Menn horfa trúlega í meintan kostnað við slíkar aðgerðir en gera sér ekki grein fyrir að kostnaður heilbrigðisþjónustunnar er vegna óvirkra þegna, en síður vegna þeirra virku. Heimildir: Svanborg, A.: Epidemiology of Ageing. Springer-Verlag N.Y. 1987. Schroll, M. o.fl.: Glucose Tolerance and Chronic Disease. Nordic Conference on ger- ontology 1983. Heikkinen, E.: Health implications of pop- ulation ageing in Europe. World Health Stat. Quarterly 40 1987. Healthy Ageing. Europe/tech. disc. WHO 1990. Continuity of care of the elderly. WHO working group. Copenhagen 1987. Norman, A.: Rights and risks. London cent- er for policy of ageing 1982. í umræðunni var lagður fram fjöldi niðurstaðna er sýndu að 60-70 ára fólk í dag er mun frískara og hressara en fólk á þessum aldri var fyrir 15-20 árum (Rannsóknir frá Danmörku, Svíþjóð, Islandi, Þýskalandi og Finnlandi). Ennfremur að níu af hverjum tíu á aldrinum 60- 70 ára þurfa lítillar eða engrar aðstoðar við. Aftur á móti er algengara að fólk á þessum aldri hjálpi börnum sínum að koma undir sig fótunum eða styðji þau í „velferðarvanda- málunum" (dönsk rannsókn).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.