Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur2. nóvember 1990 Reykjavík Skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavík um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins I Reykjavlk fyrir næstu kosningar til Alþingis fer fram dagana 10. og 11. nóvember nk. Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboöum í skoðanakönnunina. Frambjóðendur geta þeir einir orðið sem hafa kjörgengi til Alþingis og eru skráöir flokksmenn Framsóknarflokksins eða lýsa yfir að þeir fylgi stefnu- skrá hans. Framboðsfrestur ertil 1. nóvember 1990. Kjömefnd getur að framboðsfresti liönum bætl við fólki í framboð í skoð- anakönnunina. I kjörnefnd eiga sæti Jón Sveinsson formaður, Steinþór Þorsteinsson, Helgi S. Guömundsson, Sigrún Sturiudóttir og Anna Kristinsdóttir. Framboðum skal skila skriflega til formanns kjömefndar, Jóns Sveinsson- ar, Heiöarási 8, 110 Reykjavik. Sími 75639. Kjörnefnd. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Reykjanesi verður haldið sunnudaginn 4. nóvember nk. i Veitingahúsinu Glóðinni, Hafnarstræti 62, Keflavík, kl. 10.00. Stjórnin. 21. flokksþing Framsóknarflokksins 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavík, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokks- þingi segir i lögum flokksins eftirfarandi: 7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþinOg fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins verður auglýst síðar. Framsóknarfiokkurinn. Frá SUF. „Flag í fóstur44 Ákveðin hefur verið skemmti- og skoðunarferð Sambands ungra fram- sóknarmanna að .Steingrimsþúfu" 3. nóvember nk. ef næg þátttaka næst. Fariö veröur með rútu frá BSl kl. 14.00. Á leiðinni til baka verður komið við á hótelinu á Selfossi. Þeir sem hafa áhuga á að koma með eru vinsamlega beðnir um að hafa samband viö skrifstofu Framsóknarflokksins, i siðasta lagi föstudaginn 2. nóv. ( slma: 674580 og láta skrá sig. Öllu ungu framsóknarfólki er heimil þátttaka. Þátttökugjald eráætlaö 1500 kr. á mann. Framkvæmdastjórn. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvist verður spiluð að Eyrarvegi 15, þriöjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - Heildarverölaun Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverölaununum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Ámesingar Hin árlega félagsvist Framsóknarfélags Ámessýslu hefst föstudaginn 2. nóvember kl. 21.00 I Aratungu, föstudaginn 9. nóvember I Þjórsárveri og lýkur 23. nóvember að Flúöum. Aðalvinningur, ferð fyrir tvo að verðmæti 80.000,- Allir velkomnir. Stjómin. Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verð- urá staönum. Simi 92-11070. Framsóknarfélögin Létt spjall |||í álaugardegi Kosning á flokksþing - Borgarmál Framsóknarfélag Reykjavlkur efnir til fundar laugardaginn 3. nóv. nk. kl. 10.30 að Höfðabakka 9. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Borgarmál. Framsaga Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Framsóknarfélag Reykjavikur Suöuriand Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að lita inn. I/ O C O Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Listasafn íslands: Yfirlits- sýningu Svavars að Ijúka Yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnason- ar í Listasafni íslands lýkur á sunnudaginn, 4. nóvember. Þessi sýning, sem nú fer að ljúka, er fyrsta yf- irlitssýning á verkum Svavars í 30 ár og sjald- gæft tækifæri til að sjá verk þessa frumkvöð- uls íslenskrar abstraktlistar. Á sýningunni eru verk frá öllum tímabilum á feríi Svavars, það elsta frá 1930 en það yngsta frá 1975-80. í tilkynningu frá Listasafninu er bent á að hér sé um stórviðburð að ræða og á sýning- unni megi sjá fjölda af verkum Svavars sem koma sjaldan eða aldrei fyrir almenningssjón- ir. Þegar hafa um 10.200 manns séð sýninguna, sem telst mjög góð aðsókn. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl 12-18 og er aðgangur ókeyp- is. í fúgustíl, mynd frá 1941 fí ' f fi /'M 1 Hjf \ Félag bókagerðarmanna: Afmælis- hátíð í dag, föstudaginn 2. nóvem- ber, eru tíu ár liðin frá því bókagerðarfélögin þrjú samein- uðust í Félag bókagerðar- manna. Af því tilefni verður opið hús í félagsheimilinu Hverfisgötu 21 Jazz- og dixielandhljómsveit bókagerðarmanna á æfingu í fé- lagsheimilinu. frá kl. 18-20 þar sem bornar verða fram kaffiveitingar, en síðan mun Jazz- og dixieland- hljómsveit FBM, sem eingöngu er skipuð bókagerðarmönnum, halda tónleika í Danshúsinu í Glæsibæ frá kl. 21-23. Að því loknu mun hljómsveit hússins leika með söngvurunum Ragn- ari Bjarnasyni og Ellý Vil- hjáims.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.