Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.11.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. lióvémber 1990 Tíminn 15 i:- LTÓYVLL3: „Martröðin“ mætt til Islands! Það verður heldur betur tekið á því á morgun í Reiðhöllinni í Víðidal, þegar 6 af sterkustu ’ mönnum heims reyna með sér í kraftakeppninni Kraftur ‘90. Keppnin er í senn einstaklings- og liðakeppni. Fyrir íslands- hönd keppa þeir Hjalti Úrsus Arnason og Magnús Ver Magnússon, fyrír Brét- land keppa þeir Adrian Smith og Jamie Reeus og fyrir Bandaríkin keppa Bill Kazmaier og O.D. Wil- son. O.D. Wilson, eða „Martröðin" eins og hann er kallaður, er tveir metrar á hæð og yfir 200 kg á þyngd. Hann er margfaldur heimsmeistari í krftlyftingum. Bill Kazmaier og Jamie Reeus hafa báðir hampað tit- ilinum sterkasti maður heims. Keppnisgreinar eru 25 kg stein- kast, lýsistunnuhleðsla, hjólböru- akstur, rafgeymalyfta, krafthleðsla, sekkjadráttur og hlaup og tré- Keppnistímabilið í NBA- deildinni hefst í dag: Phoenix og Utah mætast í Tokyo í dag hefst keppnistímabilið í bandarísku NBA-atvinnumanna- deildinni í körfuknattleik. Tólf leik- ir eru á dagskrá í fyrstu umferð sem leikin er aðfaranótt laugardags að ísl. tíma. í Metropolitan höllinni í Tokyo í Japan mætast Phoenix Suns og Útah Jazz, liðin mætast öðru sinni á morgun, laugardag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarísk atvinnumanna- lið leika utan Bandaríkjanna leiki á sínu reglulega keppnistímabili. Keppnistímabilið í NBA-deiIdinni er bæði langt og strangt. Leikið verður án hléa til 21. apríl. Eftir það tekur við úrslitakeppni 16 liða, en alls leika 27 lið í deildinni. Engin ný lið bætast í hópinn í ár, en sú breyting hefur verið gerð á riðla- skipan að Orlando Magic, sem lék í miðriðli austurdeildarinnar á síð- asta keppnistímabili, hefur skipti við Charlotte Hornets sem lék í mið- vesturriðli vesturdeildarinnar. BL Isienskar getraunir: Tvær beinar útsendingar íslenskir sjóvarpsáhorfendur fá heldur betur innsýn í ensku knatt- spymuna um helgina, því tvær beinar útsendingar yerða á dagskrá Ríkissjónvarpsins. Á laugardag kl. 15.00 verður leikur Chelsea og As- ton Villa sýndur, en á sunnudag eru það Tottenham og Liverpool sem eigast við. Sá leikur hefst einnig kl. 15.00. Þrefaldi potturinn í íslenskum get- raunum gekk út sl. laugardag. Það var hópurinn FJARKARNIR á Siglu- firði sem hreppti hnossið. BOND-hópurinn hefur örugga for- ystu í HAUSTLEIK ‘90, hefur 86 stig. Næstir koma hóparnir MAGIC-TIPP og 2x6 með 82 stig. Morgunblaðið leiðir fjölmiðla- keppnina, hefur 60 stig. Tíminn hef- ur 54 stig. Bretar hafa breytt klukkunni hjá sér yfir á vetrartíma og því seinkar lokun sölukerfis íslenskra getrauna til kl. 14.55. Vegna þrengsla á íþróttasíðunni í dag er ekki hægt að birta fjölmiðla- spána né stöðurnar í 1. og 2. deild. Spá Tímans er þessi: 22X, 12X, 111, 22X. BL drumbalyfta. Skyldi þeim Hjalta og Magnúsi takast að vinna enn einn sigurinn á þessum köppum eða fara gestirnir með sigur af hólmi? Keppnin hefst kl. 17.00 á morgun laugardag í Reiðhöllinni í Víðidal. BL Opnub hafa verib ný bílastæbi vib Alþingisreit meb abkomu frá Tjarnargötu. Gjaldskylda alla virka daqa frá kl. 07:30 til 18:30. Frítt er á kvöldin og um helgar. Gjald fyrir lyrstu klukkustund er 30 krónur og 10 krónur lyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur eftir það. ]. Komiö aö bílastæöi. Ytið á hnapp við innkeyrsluhlibið, takið vib miða og geymib. 2. Bílinn sóttur. Gengið ab mibaaflesara. Setjio miðann í mibaraufina, uppsett gjald greitt,þú færb mibann aftur. 3. Ekib frá bílastæbi. Akib af stæbi ab útaksturshlibi. Setjib mibann í mibaraufina, hlibib opnast. Þú hefur 10 mínútur til þess ab aka út. Ef lengri tími líður frá greiðslu miða, opnast úthlið ekki og borqa þarf meira. Sé vibdvöl á stæbi skemmri en 5 mínútur þarf ekki að setja miba í miðaaflesara ábur en ekib er af stæbinu. Ath. Þó frítt sé á stæbib , á kvöldin og um helgar, þarf samt að setja miba í mibaaflesara og þá birtist "0 kr." á skjá og þú færb mibann aftur, sem gilair fyrir útaksturshlib. Á reitum merktir A eru 60 gjaldskyld bílastæbi til almennra nota alla virka daga frá kl. 07:30 til 18:30. Reitur B er sérstaklega merktur Alþingi. Reitir merktir A eru hins vegar opnir almenningi á kvöldin og um helgar og þá er frítt í stæbin. BILASTÆpASJOÐUR REYKJAVIKUR SKULATUNI 2. SÍMAR: 21242 OG 18720 BILANAVAKT, SÍMI 27311, UTAN VINNUTÍMA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.