Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 3. nóvember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-7&-91 Norrænar fyrirmyndir Dómsmálaráðherra flytur á Alþingi frumvarp til laga um opinbera réttaraðstoð. Þetta er í annað sinn sem frumvarpið er flutt í þessum búningi, þótt það eigi sér annars aðdraganda sem rekja má langt aftur. Meginhugmyndin að baki þessu frumvarpi er hvorki ný né nýstárleg, en eigi að síður gagnleg til trygg- ingar lagarétti fólks ef vel tekst til. Þjónusta af þessu tagi hefur tíðkast á Norðurlöndum á síðari árum. í fyrstu grein frumvarpsins segir að markmið opin- berrar réttaraðstoðar sé að veita almenningi ráðgjöf á sviði lögfræði og leitast jafnframt við að tryggja, að réttindi einstaklinga glatist ekki sökum lítilla efna. Með þessu er opnuð leið til þess að efnalítið fólk geti leitað til ráðgjafarkerfís, sem nýtur opinberrar fjár- hagsaðstoðar, þ.e.a.s. sú lögfræðiþjónusta sem veitt yrði í þessu kerfi yrði niðurgreidd eftir ákveðnum reglum. Hugsunin á bak við þetta er ekki óskyld því að fólk geti leitað til lækna um ráð um heilsufar sitt að verulegu leyti á kostnað almannasjóða. Þjónust- an er félagslegs eðlis og verður að skoðast í því ljósi. Fram kemur í greinargerð þessa frumvarps að við samningu þess er stuðst við reynslu annars staðar að af Norðurlöndum, ekki síst Danmörku. Er það út af íyrir sig enn eitt dæmið um þá miklu beinu og óbeinu samvinnu sem Norðurlönd hafa haft með sér í hundrað ár eða meira á sviði löggjafarmála, félags- mála og lýðréttinda og er ávöxtur þeirrar skipulögðu samvinnu sem svo auðvelt hefur verið að halda uppi milli Norðurlanda, sem að vísu eru kirfilega sundur- greind í þjóðlönd og málfarssvæði, en eigi að síður menningarheild, sem er borin uppi af sameiginleg- um skilningi á grundvallarþáttum í lífsviðhorfum og þjóðfélagsgerð. Það er engin nýlunda að þetta síist inn í íslenska fé- lags- og mannaréttindalöggjöf og fer náttúrlega þvert á þröngsýnishugmyndir þeirra sem halda að norræn samvinna sé ekki neitt og hafi aldrei skilað neinu í raunhæfum árangri. Má í því sambandi vitna til orða sænska auðfurstans Wallenbergs sem í vik- unni var að opinbera Félagi íslenskra iðnrekenda þekkingu sína á norrænu samstarfi og hélt því nátt- úrlega fram að ekkert hefði gerst í norrænni sam- vinnu af því að þar ber minna á áhrifum lífshugsjóna alþjóðlegs kapitalisma en honum sjálfum þykir hæfa. Um það frumvarp sem hér um ræðir og það réttar- aðstoðarkerfi sem það felur í sér er það frekar að segja, að það er reist á því að starfandi héraðsdóms- og hæstaréttarlögmenn láti þessa þjónustu í té í samræmi við starfssamninga sem þeir geri við dómsmálaráðherra. Það er því ekki ætlunin að setja upp opinberar lögfræðiskrifstofur til þess að veita umrædda lögfræðiþjónustu, heldur semja við einka- reknar lögfræðiskrifstofur. Þannig fara menn einnig að í Danmörku og Noregi og sýnist það góð fyrir- mynd, ef Alþingi vill veita þessari hugmynd brautar- gengi á þeim stutta þingtíma sem fram undan er. Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra benti skýrt á það í ræðu sinni á Fiskiþingi, sem setið hefur undanfarna daga, að sjávarút- vegurinn hefur smám saman unnið sig út úr þeim fjárhags- lega öldudal sem hann var kom- inn í á undanförnum árum. Samkvæmt uppgjöri Þjóðhags- stofnunar á afkomu sjávarút- vegsgreina á árinu 1989 og þeirri spá sem hún gerir um af- komuna á líðandi ári er nú í kringum 1% hagnaður af heild- arrekstri veiða og vinnslu sam- anborið við 2% halla á árinu sem leið. r ________A uppleið í úttekt Þjóðhagsstofnunar kemur fram að afkoma veiða er betri en vinnslunnar, en munur er á afkomu veiða eftir tegund- um veiðiskipa. Enn er halli á fiskvinnslunni talinn um 1%, en fyrir heildarafkomu sjávarút- vegsgreina vinnst sá halli upp með hagnaði af veiðum. Báta- flotinn kemur út með 1% hagn- að, venjulegir togarar með 4% og frystitogarar með 8% ágóða. Þegar þess er gætt að fiskvinnsl- an naut uppbóta úr Verðjöfnun- arsjóði á síðasta ári er afkomu- batinn þar í rauninni meiri. Að sjálfsögðu má finna ýmsar skýringar á batnandi afkomu sjávarútvegsgreina. Markaðsað- stæður og ytri skilyrði hafa breyst rekstrinum í hag, en op- inberar efnahagsaðgerðir ráða þar einnig miklu. Án þeirra hefði sjávarútvegurinn almennt ekki tekið jafnsnarlega við sér og raun ber vitni. Meginefnahags- ráðstafanir ríkisvaldsins undan- farin ár beindust að því að end- urreisa rekstrar- og fjárhags- stöðu sjávarútvegsíyrirtækja, styrkja stöðu þeirra með þeim árangri að þau væru undir það búin að notfæra sér af fullum krafti þær batnandi markaðsað- stæður sem boðist hafa. Þess er að minnast að á árinu 1988 stefndi í óefni um rekstrar- og fjárhagsafkomu sjávarútvegs- greina, sem átti sér sinn aðdrag- anda í síversnandi rekstrarskil- yrðum áranna 1987 og 1988. Þar var um að ræða þann efnahags- lega öldudal sem nú er að baki eins og sjávarútvegsráðherra nefndi. Sveiflur í sjávarútvegi eru síður en svo einsdæmi í íslenskri efna- hagssögu. Þær koma og fara. Eitthvert allsherjarráð við til- veru þeirra verður seint fundið, en eigi að síður krefst íslenskur efnahagsveruleiki þess að í þeim efnum séu stjórnvöld og ráða- menn atvinnugreinanna sífellt á verði. Halldór Ásgrímsson fjall- aði um þetta atriði í fiskiþings- ræðu sinni með tímabærum við- vörunarorðum um að hagsveifl- ur geta sagt til sín hvenær sem er og þeim verður að mæta með virkum aðgerðum sem ekki er aðeins gripið til þegar í óefni er komið, heldur séu þær inn- byggðar í það sveiflukennda hag- kerfi sem íslendingar búa við. Árangur hagstjómar í því sambandi minnti ráðherr- ann á hinn nýja verðjöfnunar- sjóð, sem lögfestur var á síðasta þingi og hefur nú tekið til starfa. Tilgangur sjóðsins er að jafna sveiflur í afkomu sjávarútvegsins þannig að greitt er í sjóðinn þeg- ar markaðsverð fer hækkandi, en greiðslur úr honum koma til þegar markaðsverðið lækkar til mikilla muna og afkoman versn- ar. Verðjöfnunarsjóður er því stjórntæki í eðli sínu, sem óefað er brýn þörf íyrir. Sjávarútvegs- ráðherra gat þess í ræðu sinni að þegar hefðu átt sér stað veruleg- ar greiðslur í sjóðinn sem sann- ar það m.a. að verð sjávarafurða er nú hagstætt og hefur farið hækkandi. Hins vegar lagði Halldór Ás- grímsson ekki síður áherslu á hversu mikilvægt það væri þess- um rekstri sem öðrum að við- halda þeim stöðugleika sem náðst hefur í stjórn efnahags- mála. Þar vísar ráðherrann ekki síst til þeirrar hagstæðu verð- lagsþróunar sem verið hefur að undanförnu og þeirrar samstöðu sem myndast hefur í landinu gegn óheillaáhrifum verðbólgu sem fer langt fram úr því sem er í viðskiptalöndum okkar. Hvað sem efnahagssveiflum líður, sem geta átt sér ýmsar orsakir, er það undirstöðuatriði hagstjórnar að halda verðbólgu í skefjum. Slíkt á ótvírætt við um rekstrarhags- muni útflutningsgreina, en snertir einnig innlendan iðnað og hvers konar framleiðslu og þjónustu til lands og sjávar. Samkeppnishæfni atvinnuveg- anna verður ekki tryggð nema verðbólga sé innan viðráðan- legra marka. Atvinnurekstri verða aldrei sköpuð eðlileg starfsskilyrði nema stöðugleiki sé í verðlagsmálum. Enginn sveiflujöfnunarsjóður eða neins konar millifærslukerfi ræður við að halda útflutnings- og sam- keppnisgreinum gangandi til lengdar í viðvarandi verðbólgu sem ekki er í neinum takti við það sem gerist í markaðs- eða samkeppnislöndum. Verðbólga verður aldrei flutt út til lang- frama, hún leiðir af sér sífelldar gengisfellingar nema atvinnulíf- ið stöðvist og atvinnuleysi og kreppuástand taki við. Þetta er ekki nýr sannleikur, en hins veg- ar ástæða til að ætla að hann sé betur skilinn nú en oft hefur ver- ið hér á landi á síðari áratugum. En þótt með réttu sé talað um að sjávarútvegurinn og hagkerf- ið í heild sé að komast upp úr öldudalnum vantar þó á að því hafi fylgt sá hagvöxtur sem þjóð- in hlýtur að vænta sér og keppa að. í því efni er ekki hægt að láta eins og framtíðin sé albjört og örugg. íslendingar standa enn í þeim sporum að þurfa að gæta vel þess sem áunnist hefur. Þeir þurfa m.a. að hafa fulla biðlund um áframhaldandi rekstrarör- yggi sjávarútvegsgreina, því eitt er að komast upp úr öldudalnum og annað að sigla á sléttum sjó. Síst verður því haldið fram í þessum skrifum að sjávarútvegs- greinarnar standi ekki undir hagvexti íslensks þjóðarbús. Það hafa þær gert hingað til og munu gera framvegis. Menn Hús Ríkisútvarpsins í Reykjav geta ráðslagað um nýjar at- vinnugreinar, en munu þó alltaf komast að sömu niðurstöðu um það, að sjávarútvegur verður um ókomna framtíð burðarás þjóð- arbúsins. Þó er það svo að af- kastagetu fiskislóðanna eru tak- mörk sett eins og við á um allar náttúrlegar auðlindir, þ. á m. hinar lífrænu auðlindir, þótt þær hafi sinn endurnýjunarmátt, þegar skynsamlega er um þær gengið. Þetta kom vel fram í ræðu Hall- dórs Ásgrímssonar þegar hann benti á að allir mikilvægustu fiskstofnar við landið væru full- nýttir um þessar mundir. Hann leyndi því ekki að svo kynni að fara að draga yrði úr veiðum á næstu árum og undir það ætti þjóðin að búa sig. Þetta kann fljótt á litið að benda til þess að þar með sé hagvaxtar- og þróun- arhlutverki sjávarútvegsins lok- ið. Afrakstur fiskimiðanna geri ekki betur en að láta hjakka í sama farinu um afkomu íslend- inga. En nauðsynlegri verndar- stefnu gagnvart fískistofnunum ber hins vegar að svara með því að auka verðmæti sjávaraflans, leggja áherslu á gæði hráefnis- ins, vöruþróun og framsækni í markaðsmálum, eins og sjávar- útvegsráðherra lagði þunga áherslu á. Kröfur framtíðar Halldór Ásgrímsson benti á að fiskneysla í heiminum muni halda áfram að vaxa. Þegar til lengri tíma sé litið ætti verð sjávarafurða að hækka, ekki síst frá hafsvæðum sem hafa þá sér- stöðu að vera að mestu laus við mengun. En það eitt dugir þó ekki, því að markaðir framtíðar- innar munu gera ýmsar aðrar gæðakröfur um fisk og önnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.