Tíminn - 07.11.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 07.11.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn ' V /i - V . I' ' > ,' ■ • \C/l ’ ')'i Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Forsaetisráðherra vill að vextir á lánum Byggingasjöðs ríkisins verði hækkaðir: Hver áaðbc >rga fyrir gjaldþrot ingasjc >ðs? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti því yfir á þingi í fyrrakvöld að hann teldi rétt að hækka sem fyrst vexti af lánum Byggingasjóðs ríkisins, svo að koma megi í veg fyrir gjaldþrot sjóðsins. Kvennalistinn og Sjálfstæðisflokkurínn hafa þegar lýst yfir stuðningi við þessa leið. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir þessar hugmyndir fráleitar. Steingrímur Hermannsson sagð- um málið næðist á næstu vikum í stjórnarflokkunum. Tíminn leitaði álits hjá aðilum vinnumarkaðarins á þeirri hug- mynd að bjarga Byggingasjóðnum með vaxtahækkun. „Þetta eru fráleitar hugmyndir. Ég hélt nú sannast sagna að þeir sem þessum málum hafa ráðið á undan- förnum árum teldu sig hafa gert nóg gagnvart því fólk sem Ienti í hremmíngum vegna hávaxtastefnu undangenginna ára. Fólk hefur lagt sín plön og gert sínar áætlanir í samræmi við gefnar stærðir. Að fara að breyta þeim núna er gjörsamlega út í hött“, sagði Ögmundur Jónas- son formaður BSRB. „Við höfum verið þeirrar skoðunar að það hafi verið mjög mikil mistök að láta muninn á vöxtum tekinna og veittra lán byggingasjóðanna vaxa svona úr hófi fram. Þegar þetta ist ekki telja að hækkun vaxta á lán- um Byggingasjóðs ríkisins komi til með að hafa áhrif á vexti á almenn- um markaði. „Vextir hjá Bygginga- sjóðnum eru langt fyrir neðan aðra vexti. Hins vegar viðurkenni ég að þetta þýðir auknar greiðslur fyrir þá, sem eru með þessi lán, og það kann vel að vera að verkalýðshreyf- ingin geri athugasemdir við þetta. Þá verða menn líka að horfast í augu við hvað á að gera við þetta kerfi. Vilja menn hækka skatta svo að ríkissjóður geti greitt þessa skuld? Ég tel að hækkun vaxtanna sé miklu skynsamlegri leið.“ Steingrímur sagði hugsanlegt að farin yrði sú leið að hækka vextina í nokkrum skrefum. Hann sagði að málið í heild yrði rætt við aðila vinnumarkaðarins. Forsætisráð- herra sagðist vona að samkomulag húsnæðiskerfi var formað á árinu 1986 var munurinn um 1,5%. Frá þeim tíma hækkuðu vextir mikið og stjómmálamennirnir heyktust á því að láta útlánavextina fylgja með. Það er einasti vegurinn í þessu að þeir borgi sem njóti. Það er hins vegar mikill ábyrgðarhlutur að hafa látið þennan vanda vaxa með þeim hætti sem orðið er. Það er einfalt mál nú að standa og gapa yfir því að þetta sé gjaldþrota kerfi," sagði Þór- arinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ. Þórarinn er ósáttur við yfirlýsing- ar stjórnmálamanna að ekki sé hægt að ganga frá þessu máli með- an núgildandi kjarasamningar eru í gildi. „Þjóðarsáttin hefur ekkert með Byggingasjóð ríkisins að gera. Ráðherrar eru annað slagið að gefa yfirlýsingar um eitt og annað sem ekki sé hægt að gera á meðan þjóð- arsáttin er í gildi. Það er mikill mis- skilningur að þeir geti gert þetta og hitt þegar svokölluð þjóðarsátt er búin. Þeir koma ekki til með að hafa rýmri stöðu til að gera vitleys- una þá,“ sagði Þórarinn. -EÓ Flugleiðir munu sækja um hækkun á fargjöldum þrátt fyrir 600 milljón ^króna hagnað á fyrstu 8 mánuðum ársins. Einar Sigurðsson: Ohjákvæmilegt að biðja um hækkun Þrátt fyrir rúmlega 600 milljón króna hagnað af heildarstarfsemi Flugleiða fyrstu 8 mánuði ársins má búast við að félagið sæki um hækk- un fargjalda í kjölfar þess að helstu flugfélög innan IATA hafa samþykkt að hækka fargjöld. Flugfélögin hafa samþykkt að hækka fargjöld í far- þegaflugi um 4-8% og 3-7% í frakt- flugi og er ástæðan sögð hækkaður eldsneytiskostnaður vegna Persa- flóadeilunnar. Hækkanir Flugleiða verða þó líklega í lægri kantinum. Rekstrarhagnaður félagsins kemur fram í endurskoðuðu uppgjöri fé- lagsins. Þetta mun vera í fýrsta sinn sem félagið gerir endurskoðað upp- gjör eftir fýrstu 8 mánuði ársins og beinn samanburður við fýrri ár ligg- ur því ekki fyrir. Ljóst þykir að hér er um mun betri afkomu að ræða en í fýrra. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að það væri óhjá- kvæmilegt að biðja um hækkun núna, en menn hefðu skilning á því að nú væri í gangi þjóðarsátt og því yrði farið mjög varlega í allar ákvarð- anir. Einar sagði að ekki væri búið að sækja um hækkun og þeir myndu skoða það mjög gaumgæfilega hvað þeir þyrftu mikla hækkun áður en sótt verður um. Hann sagði að eins og staða fýrirtækisins væri í dag, þrátt fýrir þennan hagnað, þá þyrfti að sækja um einhverja hækkun vegna mikillar skuldsetningar vegna kaupa á nýja flugflotanum. Nýi flot- inn væri samt sem áður forsendan fýrir því að hagnaður náðist. „Ef við hefðum ekki keypt nýja flotann þá hefðum við örugglega ekki grætt á þessum tíma. Þá hefði enginn orðað það að við ættum ekki að sækja um hækkun núna“, sagði Einar. Hann sagði að til þess að Iosa félagið út úr þeim skuldum sem það væri í núna, þýddi ekkert annað en að reka félagið með hagnaði. „Við náum aldrei 600 milljón króna hagnaði yfir árið þar sem síðustu mánuðirnir verða reknir með tapi, en við náum vonandi ein- hverjum hagnaði", sagði Einar. —SE Sinfóníuhljómsveit Islands: Pólsk tjáning á rauðum tónleikum Aðrir tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar fslands í rauðri tónleikaröð verða í Háskólabíói n.k. fimmtudag og hefjast kl. 20.00. Á efnisskránni verða þrjú verk. Verkin eru Euryanthe, forleik- ur eftir Carl Maria von Weber, Píanókonsert nr. 1 eftir Freder- ick Chopin og að lokum Sinfón- ía í d-moll eftir César Franck. Einleikari verður Waldemar Malicki og hljómsveitarstjóri Jan Krenz. Fastráðnu fólki í frystihúsum á Eskifirði og Neskaupsstað hefur verið sagt upp störfum vegna yfirvofandi verkfalls: Nærri 250 manns gætu misst vinnu sína á Neskaupsstaó Fastráðnu starfsfólki í fiskvinnslu á Neskaupsstað og Eskifiröi hefur þegar verið sagt upp störfum vegna yfirvofandi verkfalls fiskimanna. Reiknað er með að fleiri atvinnurek- endur fýlgi í kjölfarið í þessari viku og segi upp starfsfólki, en uppsagn- arfrestur er fjórar vikur. Tíminn greindi frá því í gær að fjöldi manns muni koma til með að missa vinnu sína á öllu landinu ef til verkfalls Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands kemur, en það er boðað hinn 20. nóvember n.k. Þegar hafa borist fréttir af tilkynningum um uppsagnir á nokkrum stöðum og eru flestir sammála um að þeim eigi eftir að fjölga í vikulokin, en segja þarf upp fastráðnu starfsfólki með fjögurra vikna fyrirvara eins og áður sagði. Slíkar fjöldauppsagnir, ef til kæmi, myndu koma verst niður á smærri byggðalögum úti á landi þar sem þorri vinnuaflsins tengist sjáv- arútvegi á einn eða annan hátt. „Öllum, sem koma nálægt fiski, hefur verið sagt upp störfum frá og með 3. desember", sagði Sigfinnur Karlsson formaður verkalýðsfélags- ins á Neskaupsstað, en þar hefur fastráðnu fólki í frystihúsum verið sagt upp störfum vegna yfirvofandi verkfalls farmanna og fiskimanna. „Ef við tökum sjómennina líka inn í þetta, sem verður sjálfsagt sagt upp líka þó ekki sé búið að því, þá gæti þetta orðið á bilinu 200 til 250 manns sem verða atvinnulaus hér á Neskaupsstað. Það er ekki mjög upp- örvandi ástand svona síðustu dagana fyrir jól“, sagði Sigfinnur. Þá hefur verkafólki í frystihúsi, loðnuverksmiðju og saltfiskverkun einnig verið sagt upp störfum á Eski- firði. „Það er ljóst að þessu fólki er öllu stefnt inn á atvinnuleysisbæt- ur“, sagði Hrafnkell A. Jónsson for- maður verkalýðsfélagsins á Eskifirði. „Það eru eitthvað á annað hundrað manns sem missa vinnuna beint. Ég geri ráð fýrir því að síðan stoppi önn- ur vinnsla hér, þannig að ég á von á því að á þriðja hundrað landverka- fólks komi til með að missa vinnu sína. Síðan missa undirmenn á skip- um einnig vinnuna". Hrafnkell sagði að svo væri að sjá að vinnuveitendur ætluðu að búa mönnum sérlega in- dæl jól. Hann sagðist ekki hafa heyrt um uppsagnir á fleiri stöðum en Neskaupsstað og Eskifirði, en átti ekki von á öðru en slíkt yrði gert víða annars staðar. -hs. Gunnarshólmi. Ríkisskip: Sækir um hækkun á gjaldskrá 10O ára afmæli búnaðarfélags Skipaútgerð ríkisins hefur óskað eftir því við samgönguráðuneytið að fá leyfi til hækkunar á farmgjöldum. Er sú beiðni fýrst og fremst til kom- in vegna hækkana á olíuverði. Stein- grímur J. Sigfússon samgönguráð- herra sagði ómögulegt annað en að taka tillit til þeirra óhjákvæmilegu útgjalda, sem af eldsneytishækkun- um leiðir, en reynt yrði að halda hækkunum í lágmarki. Skipaútgerðin mun hafa sótt um 9% hækkun á farmgjöld, en sam- kvæmt heimildum Tímans er ekki búist við að ráðuneytið samþykki svo mikla hækkun. -hs. 100 ára afmæli Búnaðarfélags Aust- ur-Landeyja verður minnst með kaffisamsæti í Gunnarshólma föstu- daginn 16. nóvember n.k. Árið 1890 var Búnaðarfélag Austur- Landeyja stofnað. Fyrstu starfsárin voru aðalverkefnin að skrá jarðabæt- ur, en fljótlega fór félagið að huga að kaupum á jarðvinnslutækjum til þess að gera bændum kleift að stækka tún sín, sem brýn nauðsyn var. Þá sinnti félagið margvíslegum framfaramálum í sveitinni, svo sem vegamálum, raforkumálum, búfjár- rækt o.fl. Árið 1947 stofnaði Búnaðarfélagið Ræktunarsamband í samvinnu við nágrannabúnaðarfélög, með kaup- um á stórvirkum ræktunarvélum og er það starfrækt enn í dag. Jafnframt rekur Búnaðarfélagið tækjaleigu með tækjum sem ekki þurfa að vera í eigu einstakra bænda og hefur það gefist mjög vel. Búnaðarfélagið hefur verið vett- vangur umræðna um hagsmunamál bænda. Stjórn félagsins skipa nú: Kristján Ágústsson, Hólmum, Elvar Eyvindsson, Skíðabakka og Ragnar Guðlaugsson, Guðnastöðum. Allir núverandi og burtfluttir Aust- ur-Landeyingar eru velkomnir í kaffisamsætið. khg.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.