Tíminn - 07.11.1990, Qupperneq 10

Tíminn - 07.11.1990, Qupperneq 10
10 Tíminn Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Húsbyggjendur og húsameistarar Með endurheimtri heilsu ætla ég að taka að mér ný verkefni, þótt ég hafi jafnan fengist að hluta úr starfi við þau. Yður býð ég eftirfarandi þjónustu mína: Veiti rekstrarráðgjöf, aðstoð við áætlanagerðir, annast bókhald, launareikninga, skuldaskil, þ.á m. bankaviðskipti, sölu verðbréfa o.m.fl. Fyrst og fremst óska ég eftir sölu nýbygginga yðar með öllum skjalafrágangi. Söluþóknun aðeins 1%. jbwvaécliiA' G&lu Q&uiácw Ármúla 5, IV. hæð, Reykjavík. Sími 679381. Seljendur fasteigna Orðsending til viðskiptavina minna. Gjaldskrá Félags fasteignasala hefir verið til meðferðar hins opinbera, sem okurskrá. Þar er ég ekki meðlimur. Almenn söluþóknun mín er 1% + auglýsinga- kostnaður, en skoðunar- og sýningargjöld innifalin, svo og frágangur allra skjala. Séu miklar tilfærslur með veð- og veðbandslausnir hækkar þóknun í 11/2%. Fasteignasölu mína rek ég undir nafninu HÝBÝLI sf. eignaþjónusta. ý>vwa£lu\ G&íu Q&uww &((BAla\£ttvUbýman»u/cfi> Ármúla 5, IV. hæð, 108 Reykjavík. Sími: 679381. íbúðatilboð vikunnar 2 lúxus íbúðir við Skólavörðuholt. Tveggja herbergja íbúð á 1. hæð og fjögurra herbergja íbúð á 4. hæð, einnig 2ja herbergja íbúð á Lokastíg. Hagkvæmar fjárfestingar og góð kjör. Úrval fasteigna bæði til sölu og leigu. HÝBÝLIsf., Eignaþjónusta. Ármúla 5, IV. hæð, 108 R.vík. Sími: 679381. Upplýsingar um gjaldskrár. /)HÝBÝLI sf„ Eignaþjónusta. Ármúla 5, IV. hæð, 108 R.vík. Sími: 679381. Okeypis HÖNNUN auglýsingar ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 Gódar veislur enda vel! Eftireinn -ei aki neinn Mark Eyskens, utanríkisráðherra Belglu. Áhrifin af hruni kommúnismans Ut er kominn bæklingur cftir Mark Eysk- ens, utanrikisráðherra Belgíu. Hann nefn- ist Frá slökunarstefnu til samkomulags. Áhrifin afhruni kommúnismans. Eyskens skrifaði bæklinginn fym á þessu ári og skiptist hann í þrettán stutta kafla sem heita: Þáttaskil í mannkynssög- unni. Orsakimar fyrir hruni kommúnism- ans. Aðferðafræði einræðis. Aðdráttarafl Vesturlanda. Sjálfsánægjan má ekki ganga úr hófi. Ekki verður aftur snúið ffá perestrojku. Ný stefha um opnun mót austri. Stefhan gagnvart ríkjum Austur- Evrópu sé byggð á samstöðu Vestur-Evr- ópu. Þýskalandsmálin. Stefhan f öryggis- málum. Hið nýja pólitíska landakort Evr- ópu. Samskipti ríkja i norðri og suðri. Ár- ið 1990. Bæklingurinn er 37 blaðsíður, prentað- ur hjá Guðjóni Ó. hf. Þýðingaþjónusta Boga Amars sá um íslenskun hans. Út- gcfandi er Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu. Bækling- urinn fæst í skrifstofú Varðbcrgs, hjá upp- lýsingadeild utanrikisráðuneytisins og í bókaversluninni Bókavörðunni, Hafnar- stræti 4. Myndlist í menntamálaráöuneyti Sl. mánudag hófst myndlistarsýning í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4. Þar sýna tveir myndlistarmenn verk sín, unnin á þessu ári. Guðjón Bjamason sýn- ir um 50 málverk og skúlptúra og Sigríð- ur Rut Hrcinsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Menntamálaráðherra opnaði sýninguna scm mun standa til 5. janúar 1991. Félag eldri borgara Félagsfúndur vcrður haldinn í hinu nýja félagsheimili FEB í Reykjavík og ná- grenni, Hverfisgötu 105, 4. hæð, föstu- daginn 9. nóv. nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Félagsheimili FEB og starfsemi þess í vetur 2. Fjáröflun 3. Önnur mál. Famar verða vikuferðir til Lúxemborg- ar dagana 22.-29. nóv. og 6.-13. des. Nán- ari upplýsingar á skrifstofú félagsins f sfma 28812 og 689912. Evrópubandalagiö Fyrir skömmu kom út ritið Evrópubanda- lagið. Það er fyrsta almenna yfirlitsritið scm út kemur á íslcnsku um samtök og samstarf þeirra 12 þjóða sem að þvf standa. Háskólaútgáfan gefúr bókina út en höfúndur hennar er Gunnar G. Schram prófessor. Kaflar bókarinnar gcfa góða hugmynd um cfni hennar. Þeir em: 1. Hvað er EB? Aðdragandinn að stofnun bandalagsins. 2. Stofnanir EB. Ráðið, framkvæmda- stjómin, þingið og dómstóllinn. 3. Stefiia og starfsemi EB. Frclsin fjög- ur, sjávarútvegs- og landbúnaðarstefúan, iðnaðarmál, peningakerfið, skattamál, samkeppnisreglur, félagsmál, launþega- mál og umhverfismál. 4. Innri markaður EB. Einingarlög Evrópu. Hvað gerist 1992? 5. Samstarf EB og EFTA. Samningar um evrópska efnahagssvæðið (EES). 6. Samskipti íslands og EB. Fríversl- unarsamningurinn og bókun 6. Bókin er skrifúð á léttu og lipru máli og framsetning skýr og glögg. Hún hentar vel stjómendum fýrirtækja og öðrum sem starfs sfns vegna þurfa að kunna nokkur skil á starfi og stefnu EB og þeim helstu viðfangscfnum sem þar em nú á dagskrá. Ritið Evrópubandalagið er 202 bls. að stærð. Einar Bcnediktsson, sendiherra íslands hjá Evrópubandalaginu f Bmssel, ritar formála að bókinni og segir þar m.a.: „Sú bók sem hér er fylgt úr hlaði hefúr að gcyma haldgott yfirlit um Evrópubanda- lagið, stofnskrá þess og þróun samstarfs á þess vegum.“ Hvaö hafa þeir gert viö klarinettuna hans Guöna? er heiti á nýútkomnun hljómdiski sem gcfinn er út af Islenskri tónverkamiðstöð í samvinnu við Rikisútvarpið. Á þessum hljómdiski flytja þau Guðni Franzson klarinettuleikari og Anna Guð- ný Guðmundsdóttir pfanóleikari tónverk eflir nfu íslensk tónskáld. „Ung tónskáld í rigningu" nefnir Guðni þau i bæklingi sem fylgir diskinum en þar segir m.a.: í lok áttunda áratugarins tók að bera á tón- smfðaáhuga hjá nokkmm unglingum á ís- landi. Þeir komu saman, ræddu sameigin- lcgt áhugamál sitt og spáðu f vcrk stóm meistaranna af miklum áhuga. Það varð úr að efnt var til tónlcika vorið 1981 þar sem fluttar vom ýmsar af frumtónsmíðum þeirra sem eiga verk á þcssum hljómdiski undir yfirskriftinni: „Ung tónskáld í rign- ingu“. Höfúndar vcrkanna sem nú cm gefin út em: Atli Ingólfsson, Guðni Franzson, Haukur Tómasson, Hákon Leifsson, Hilmar Þórðarson, Hróðmar I. Sigur- bjömsson, Kjartan Ólafsson, Láms H. Grímsson og Þórólfur Eiríksson. Kór Langholtskirkju er nýkominn hcim frá Finnlandi þar sem hann var fulltrúi íslcnskrar kórmenningar á íslandsviku f Tampcre. Þar kom hann fram með Sinfónfuhljómsveit íslands í hinni nýju og stórglæsilegu tónleikahöll borgarinnar. Einnig söng hann við mcssu f Dómkirkjunni þar sem biskup íslands, herra Ólafúr Skúlason, predikaði og þjón- aði fýrir altari ásamt biskupnum f Tam- pere. Við það tækifæri ffumflutti kórinn nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson sem samið var sérstaklcga af þessu tilcfhi. Auk þess hélt kórinn sjálfstæða tón- leika í Helsinki og Borgá. Efnisskrá þeirra tónleika var alfslensk og einskorðuð við kirkjutónlist. Flest verkin vom samin á siðastliðnum tuttugu árum. Tónlcikamir hófúst á hinu foma tvísöngslagi „Gefðu að móðurmálið mitt“. Útsetningar dr. Ró- berts A. Ottóssonar á gömlum íslenskum sálmalögum fylgdu á eftir og síðan þijú nýrri sálmalög eflir dr. Pál Isólfsson og Þorkel Sigurbjömsson. Eftir Jón Leifs var flutt Requiem er hann samdi f minningu dóttur sinnar scm lést af slysforum. Af núlifandi tónskáldum vom flutt verk cftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgcirsson og Þorkel Sigurbjömsson. Óhætt mun að scgja að kórinn hafi vak- ið mikla athygli og fengið góðar viðtökur. Forráðamenn Tamperehallarinnar létu þcss getið að þctta væri besti kór scm þar hefði staðið á sviðinu. í umsögnum gagn- rýncnda var talað um sérlega fallcgan og ungan hljóm kórsins og fjallað mjög ná- kvæmlcga um verkin, sérstaklcga þau nýrri. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður. Nafn umboðsmanns Helmlll Sfml Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavfk Guðrfður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnffsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elfsabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangl Hólmfrfður Guðmundsd. Fffusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95- 35311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13(austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Friðrik Sigurðsson Höföatúni 4 96-41120 ÓlafsQörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnaflöröur Svanborg Vfglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskrflöröur Berglind Þorgeirsdóttir Svfnaskálahlíð 17 97- 61401 Fáskrúðsflörður Guðbjörg H. Eyþórsd. Hlíðargötu 4 97- 51299 Djúplvogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Vilborg Þórhallsdóttir Laufskógum 19 98-34323 Þorfákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Andrés Ingvason Eyjaseli 7 98-31479 Laugarvatn Halldór Benjamlnsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónfna og Arný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Lýður sýnir fjórtán ollumyndir að þessu sinni. Lýöur sýnir í Gallerí Borg Fimmtudaginn 8. nóv. opnar Lýður Sig- urðsson sýningu á olfumyndum í Gallerí Borg við Austurvöll og stendur sýningin til 20. nóvcmber. Lýður er fæddur 27. mai 1952 að bæn- um Glcrá f Kræklingahlíð við Akureyri. Hann lauk námi ffá GA árið 1970 og ári síðar hóf hann nám f húsgagnasmíði við Iðnskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan haustið 1974. Jafnffamt iðnnámi sótti Lýður kvöldnámskcið í myndlist og nam cinnig í Myndlistarskólanum í Reykjavfk 1982-84 og naut handleiðslu Hrings Jóhanncssonar listmálara. Lýður hcfúr haldið þijár einkasýning- ar, í Gallerí Háhól á Akureyri 1977, Iðn- skólanum á Akureyri 1982 og að Kjar- valsstöðum 1987, auk þcss scm hann hef- ur tekið þátt f fjölmörgum samsýningum á Norðurlandi, sýningu ungra myndlistar- manna að Kjarvalsstöðum 1983 og í Giart í Gautaborg, scm var alþjóðlcg listastefna sem haldin var árið 1989. Lýður sýnir fjórtán olíumyndir að þessu sinni og mætti skilgreina þær sem súrrealískar náttúrulffsmyndir cf þurfa þætti. Sýningin vcrður opnuð klukkan 17.00 á fimmtudag og lýkur á sama tíma þriðjudaginn 20. nóvember. Kvikmynd um vináttu manns og hunds Nk. sunnudag, 11. nóvember kl. 16, verð- ur sovéska kvikmyndin „Hvíti Bim Eymablakkur" sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stfg 10. Þctta er ffæg kvikmynd ffá árinu 1977 og fjallar um tryggð og vináttu manns og hunds — mynd sem dýravinir og ckki síst hundavinir ættu ekki að láta ffam hjá sér fara. Leikstjóri cr Stanislav Rostotskí, cinn kunnasti kvikmyndagerð- armaður Sovétrfkjanna. Myndin er með skýringartextum á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.