Tíminn - 08.11.1990, Side 7
nni.Tii f S
Tíminn 7
i w.i.u.'ini 3 ’i í-sbutni.T.i-f
Fimmtudagur 8. nóvember 1990
Þórarinn Þórarinsson:
Island má ekki einangr-
ast með Vestur-Evrópu
Talsvert ber nú á þeim ugg, að vegna sérstöðu íslands sem ey-
lands fjarri öðrum þjóðum kunni það að einangrast. Þetta er m.a.
fært fram af þeim, sem vilja að ísland innlimist í hið nýja stór-
ríki í Vestur-Evrópu, sem marga forystumenn E.B. dreymir um
að stofna. Þessir menn gera sér ekki ljóst, að f þessu er einmitt
fólgin mesta einangrunarhættan frá öðrum Iöndum en þeim sem
eru í E.B., ef ísland lokast innan tollmúra bandalagsins. Sú ein-
angrun gæti ekki aðeins orðið viðskiptaleg og efnahagsleg, held-
ur ekki síður menningarleg. íslendingar verða að gera sér Ijóst,
að Vestur-Evrópa er ekki nema lítill hluti af heiminum.
Sumarið 1939 komu hingað til
lands tveir helstu stjórnmálamenn
Dana, Stauning og Christmas Möll-
er. Það var þá ljóst, að íslendingar
myndu segja upp sambandslögun-
um. Þeir Stauning og Christmas
Möller voru ekki að ráðleggja ís-
lendingum að halda sambandslög-
unum áfram, það var þeim ekkert
kappsmál að þau giltu til frambúð-
ar. Hinsvegar vildu þeir að íslend-
ingar héldu áfram konungssam-
bandinu, en til þess náðu sam-
bandslögin ekki. Um líkt leyti kom
hingað frá Danmörku Sveinn
Bjömsson, sem var sendiherra ís-
lands þar. Tilgangur ferðarinnar
var að halda útvarpserindi, þar sem
íslendingar voru varaðir við að
rjúfa konungssambandið, þar sem
það væri bylting sem hefði enga
stoð í Iögum.
Stauning og Christmas Möller
snem ánægðir heim, því að kon-
ungssambandið var þá vinsælt á ís-
landi. Eftir heimkomuna sagði Sta-
uning, að hann hefði aðeins hitt
einn stjórnmálamann á íslandi,
sem vildi slíta alveg sambandi við
Danmörku og stofna lýðveldi. Þessi
maður var Jónas Jónsson, sem þá
var formaður Framsóknarflokks-
ins.
Jónas skrifaði grein í Tímann
um viðræður þeirra Staunings.
Greininni lauk með þessum orð-
um:
„Norðurlandaþjóðimar á megin-
landinu óttast stundum að einbú-
inn í Atlantshafi kunni að villast
burt frá frændum sínum. Sá ótti er
tilefnislaus. Bönd frændsemi og
uppruna eru sterk og raunar órjúf-
anleg. íslendingar finna vel, hve
sterk eru frændsemis- og menn-
ingarböndin, sem tengja þá við
Norðurlönd. En þeir kunna að
meta uppruna sinn og læra af
langri reynslu. Þeir vita að frelsið
er þeim jafn nauðsynlegt og lífs-
loftið heilbrigðum manni. En eyjan
hvíta liggur mitt í hinu mikla út-
hafi, Evrópa er á aðra hönd og Am-
eríka á hina. íslenzka þjóðin mun á
ókomnum árum og öldum bæði
kunna skil á uppruna sínum og
minnast þeirra mörgu andlegu
tengsla, sem tengja hana við þau
lönd, sem landnámsmennirnir
komu frá. En íslendingar munu
líka minnast þess, að þeir fundu
Vínland hið góða, og það er nábúi
þeirra í vesturátt. Yfir höfin á báðar
hendur munu íslendingar vilja
tengja þúsund þræði frelsis og
gagnkvæmra menningaráhrifa."
(Tíminn, 29. júlí 1939).
Þegar þetta var skrifað vofði síð-
ari heimsstyrjöldin yfir. Jónas taldi
það líklega afleiðingu hennar, að
ísland yrði að hefja nánari tengsl
við Bandaríkin. Síðsumars 1938 fór
hann í alllangt ferðalag til Banda-
ríkjanna og Kanada. Hann reyndist
raunsær, því að heimsstyrjöldin
leiddi til náinnar samvinnu íslands
við Bandaríkin. Hún hefur haldist
síðan, en af hálfu íslendinga hefur
það jafnan verið áréttað, að þeir
vildu vera sjálfstæðir og geta haft
samvinnu við allar þjóðir. Þetta
áréttuðu þeir eftir styrjöldina með
því að taka aftur upp sambandið við
Norðurlönd og aðrar Evrópuþjóðir,
án þess þó að slíta tengslin við
Bandaríkin. Segja má að utanríkis-
stefna íslendinga hafi verið orðuð
best í Sóleyjarkvæði Einars Bene-
diktssonar, þegar hann segir um
Sóley:
Áttvís á tvennar álfustrendur,
einbýl, jafnvíg á báðar hendur,
situr hún hafsins höfuðmið.
Nú virðast vera vegamót, hvað
þessa afstöðu varðar. I Vestur-Evr-
ópu er að rísa upp nýtt stórveldi
Nú virðast vera
vegamót, hvað þessa
afstöðu varðar.
(Vestur-Evrópu er að
rísa upp nýtt stórveldi
Þjóðverja, Breta og
Frakka sem gerir ís-
landi þann kost að inn-
limast í þetta nýja ríki
og afsala sér
fullveldi sínu.
Þjóðverja, Breta og Frakka sem
gerir íslandi þann kost að innlim-
ast í þetta nýja ríki og afsala sér
fullveldi sínu. Þeir sem vinna að
þessari ríkishugmynd, vilja gera
það að vamarbandalagi, sem slíti
að mestu tengsli við Bandaríkin og
gegni því hlutverki sem NATO hef-
ur nú. Þetta gæti þýtt, að ísland
yrði að slíta tengsli við Bandaríkin,
ekki aðeins í öryggismálum, heldur
einnig í viðskiptamálum, því að oft
hefur legið við viðskiptastyrjöld
milli Efnahagsbandalagsins og
Bandaríkjanna.
Við þessu eiga íslendingar ekki
nema eitt svar. ísland vill ekki ein-
angrast með hinu nýja ríki eða öðr-
um ríkjum. í viðskiptamálum,
efnahagsmálum og menningar-
málum vill ísland vera jafnvígt á
báðar hendur. Það vill vera sjálf-
stætt og fulivalda ríki og njóta
þeirrar sérstöðu sinnar að vera
óháð öllum landamærum, en sú
sérstaða hefur tryggt það að þeir
eiga þúsund ára gamalt tungumál
og fornbókmenntir, sem þjóðin les
enn eftir mörg hundruð ár.
íslendingar geta vel skilið þá af-
stöðu Vestur-Evrópuþjóða að vilja
sameinast um málefni Evrópu.
Vegna legu landsins og annarrar
sérstöðu á ísiand ekki heima þar.
Það vill halda við tengslum til vest-
urs ekki síður en til austurs. Og
þau vamaðarorð geta þeir gefið
Evrópuþjóðum að þær slíti tengsl-
in við Bandaríkin. Tvívegis hafa
Bandaríkin orðið að koma Evrópu-
þjóðum til hjálpar. Evrópuþjóðirn-
ar mega ekki láta þá sögu endur-
taka sig í þriðja sinn. Þær eiga
heldur að stefna að víðtækri vest-
rænni samvinnu í stað einangraðr-
ar evrópskrar samvinnu.
Þótt Framsóknarflokkurinn taki
afstöðu gegn innlimun íslands í
hið nýja ríki er það síður en svo
sprottið af andúð á Evrópu. Fram-
sóknarmenn vilja hafa góða sam-
vinnu við Evrópubandalagið á
grundvelli þess fríverslunarsamn-
ings, sem nú er á milli þess og ís-
lands og gerður var af ríkisstjóm
þar sem framsóknarmenn áttu
bæði forsætisráðherra og utanrík-
isráðherra.
Á slíkum gmndvelli getur ísland
haft gott samstarf við Evrópu-
bandalagið, án þess að einangrast
með því.
Snjólaug Guðmundsdóttir:
NÆG ATVINNA KVENNA ER FOR-
SENDA BYGGÐAR UM ALLT LAND
Forsenda fyrir sjálfstæði hverrar þjóðar er að hún varðveiti þá
menningu sem þróast hefur með henni. íslendingar státa af glæst-
um bókmenntaarfi sem þeir hafa lagt mikla rækt við. Það gleymist
hins vegar oft að þjóðin byggir menningu sína ekki síður á þeirri
verkmennt sem hefur þróast í aldanna rás og að mikilvægt er að
hlúa að hinum verklega þætti menningarinnar og varðveita hann.
Konur hafa gegnt og gegna enn í
dag mikilvægu hlutverki við varð-
veislu menningarinnar. Þær hafa átt
stóran þátt í að ferja þjóðlegan fróð-
leik, þekkingu og verkkunnáttu frá
einni kynslóð til annarrar.
Heimilisiðnaðar-
ráðgjafar
í leitinni að nýjum störfum hefur
Kvennalistinn margoft bent á að
smáiðnaður af ýmsu tagi er vænleg-
ur kostur, ekki síst fyrir konur. Ein
tegund smáiðnaðar er heimilisiðn-
aður sem byggir bæði á íslenskri
verkmennt og hráefni sem til fellur
á heimilunum eða finnst úti í nátt-
úrunni. Með auknum straumi ferða-
manna, bæði íslenskra og erlendra,
eykst þörfin fyrir vandaða handunna
muni og minjagripi.
Við höfum nú lagt fram tillögu til
þingsályktunar á Alþingi um heimil-
isiðnaðarráðgjafa þar sem lagt er til
að forsætisráðherra verði falið að
stofna embætti heimilisiðnaðarráð-
gjafa til starfa á landsbyggðinni.
Laun og annar kostnaður vegna
starfsins verði greiddur úr ríkis-
sjóði. Verkefni ráðgjafans verði m.a.
að kanna stöðu heimilisiðnaðar og
minjagripagerðar á landsbyggðinni,
að leggja sérstaka áherslu á vinnslu
íslensku ullarinnar með því að
standa að tóvinnunámskeiðum og
að veita faglega ráðgjöf með því að
Það skiptir sköpum
um framtíð byggðanna
að átak sé gert
í atvinnumálum kvenna
á landsbyggðinni.
Ef konurnar hafa ekki
atvinnu leita þær annað
og karlar fylgja á eftir.
efna til námskeiða þar sem kunn-
áttufólk leiðbeinir um rétt vinnu-
brögð og handtök við gamla heimil-
isiðnaðinn og mikilvægi þess að
nota hráefni sem er sérstakt fyrir ís-
land. Markmiðið með flutningi þess-
arar tillögu er tvíþætt: Annars vegar
að veita sköpunarþránni útrás um
leið og þjóðfélagsleg verkmennt
varðveitist, hins vegar að skapa ný
atvinnutækifæri á landsbyggðinni.
Komum til móts við
þarfir kvenna
Um árabil starfaði heimilisiðnaðar-
ráðunautur á vegum Búnaðarfélags
íslands sem vann ómetanlegt starf.
Húsmæðraskólarnir unnu einnig
gagnmerkt starf við handmenntir en
síðan flestir þeirra voru lagðir af ef
engin stofnun á vegum hins opin-
bera sem sinnir þessu starfi sem
skyldi.
Nú eru orðin þau þáttaskil vegna
breyttra heimilishátta og fólksfæðar
á heimilum að verkkunnáttan berst
ekki lengur sjálfkrafa milli kynslóða.
Það skiptir því sköpum að þessi þátt-
ur menningarinnar glatist ekki og
einhver aðili hafi það hlutverk að
hann varðveitist og þróist áfram.
Kvennalistinn vill með þessari til-
Snjólaug Guðmundsdóttir.
lögu benda á mikilvægi þessa þáttar
en ekki síður hitt að þessa kunnáttu
og þekkingu má nýta til atvinnu-
sköpunar um land allt.
Vegna samdráttar í landbúnaði er
nú þegar umtalsvert atvinnuleysi í
sveitum og fyrirsjáanlegt að það
muni enn aukast ef ekki verða
fundnar nýjar leiðir til atvinnusköp-
unar. Kannanir hafa sýnt að margar
konur í sveitum komast oft ekki frá
heimilum sínum til vinnu, en þær
vilja og þurfa atvinnu sem styrkir
tekjuöflun fjölskyldunnar. Atvinnu
sem þær geta stundað heima og gef-
ur möguleika á sveigjanlegum
vinnutíma. Heimilisiðnaður sem at-
vinnugrein uppfyllir mætavel þessar
þarfir sveitakvenna.
Framtíð byggðar í húfi
Það skiptir sköpum um framtíð
byggðanna að átak sé gert í atvinnu-
málum kvenna á landsbyggðinni. Ef
konurnar hafa ekki atvinnu leita
þær annað og karlar fýlgja á eftir.
Þróunin hefur orðið þessi í ná-
grannalöndunum og hún verður og
er nú þegar orðin sú sama hér á
landi. Landsbyggðin þarf á allri
þeirri atvinnu að halda sem völ er á.
Þær hugmyndir sem upp koma um
atvinnu jafnt stórar sem smáar þarf
að athuga og reynist hugmynd
raunhæf þarf að koma henni f fram-
kvæmd með ráðgjöf og fjármagni.
Kvennalistakonur telja ráðningu
heimilisiðnaðarráðgjafa eina af
þeim leiðum sem vænlegt er að fara
til að virkja sköpunarþörf fólks og
leiðbeina því við að koma hugmynd-
um sínum í framkvæmd eftir farvegi
sem byggir á þjóðlegri verkkunn-
áttu.