Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu. S 28822 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Sími 91-674000 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER1990 Yfirmenn á fiskiskipum og útgerðarmenn ræddust við á stuttum fundi í gær: FFSÍ ÍHUGAR TILBOÐ FRA UTGERDARMONNUM Útvegsmenn gerðu Farmanna- og fiskimannasambandinu tilboð í gær um iausn kjaradeilunnar. Það tekur mið af samningi skip- stjóra og stýrimannafélagsins Bylgjunnar og útvegsmanna á Vestfjörðum. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun og virðast menn vera frekar bjartsýnir á að samkomulag takist fljót- lega. Útgerðarmenn buðu viðsemj- endum sínum svipaðan samning og samningur Bylgjunnar á Vest- fjörðum. í þeim samningi er kom- ið til móts við yfirmenn um að lagfaera olíuverðskalann. Helstu ákvæði samningsins eru þau, að botn tengingar á olíuverði er hækkaður úr 217 dölum í 235 dali, en var í þeim samningi, sem var felldur, 225. Þá er gert ráð fyr- ir því að kauptrygging og kauplið- ir verði innan ramma þjóðarsátt- ar. Samningamenn hittust í Karp- húsinu síðdegis í gær. Var fundur þeirra stuttur og varð það að sam- komulagi að hittast aftur í dag. Haft var eftir Kristjáni Ragnars- syni framkvæmdastjóra LÍÚ í fréttum Ríkisútvarpsins í gær- kvöldi, að hann vonaðist til að hægt yrði að leysa kjaradeiluna í dag. Guðjón A. Kristjánsson forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands sagði í sama frétta- tíma, að hreyfing væri komin á málin og sagðist hann eiga von á því að það gæti leitt til einhvers framhalds. „Útvegsmenn hafa komið til móts við hugmyndir um að breyta þessari olíuverðsteng- ingu. Við viljum hins vegar ná okkar samninganefndarmönnum og formönnum saman til fundar á morgun og ræða þessa stöðu.“ Það bendir því margt til þess að verkfalli yfirmanna sé bægt frá og þar með atvinnuleysi fjölda fisk- vinnslufólks víða um land. Nú hafa fréttir borist af því að starfs- fólk í frystihúsum í Vestmanna- eyjum hefur verið sagt upp störf- um vegna hugsanlegs verkfalls, alls um 400 manns. Þá hefur fisk- vinnslufólki á Neskaupsstað og Eskifirði verið sagt upp störfum af sömu sökum og er búist við því, ef ekki semst fljótlega, að fjöldi fisk- vinnslufyrirtækja fylgi í kjölfarið. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn hefur greint frá, má búast við því, að ef til verkfalls yfir- manna á fiskiskipum kemur, muni um 9000 manns verða at- vinnulausir í jólamánuðinum. Það er því von að margir bíði í spenningi eftir niðurstöðu þess- ara samningaviðræðna. -hs. Viðræður um kröfur Spánverja um veiðiheimildir: Jón Sigurðsson hittir Gonzalez Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra fer utan til Spánar, til við- ræðna við ráðamenn þar um þá kröfu Spánverja, að samning- ar milli EB og EFTA tryggi aðgang að fiskimiðum íslendinga. Eru þessar viðræður tilkomnar vegna þess að Jóni Baldvin Hannibalssyni formanni Alþýðuflokksins var boðið á flokks- þing spænskra jafnaðarmanna. Hann kemst hins vegar ekki og fer því Jón Sigurðsson í hans stað. Spænskir jafnaðarmenn halda af þeirra kröfu, þá væri verið að úti flokkþing sitt dagana 8. til 11. nóv- ember. „Þangað var mér boðið, svo sem siður er í bræðralaginu, en þar sem þetta ber upp á sömu daga og við höfum umræður um skýrslu ut- anríkisráðherra, á ég ekki heiman- gengt. Nú hefur hins vegar verið frá því gengið að viskiptaráðherra fari í minn stað“, sagði Jón Baldvin í samtali við Tímann. Viðskiptaráð- herra mun ná viðræðum við Gonz- alez forsætisráðherra Spánar og ut- anríkisráðherrann, auk þess verður sá sem fer með sjávarútvegsmál Spánverja kvaddur til. Jón Baldvin §agði þennan fund vera fyrst og fremst til þess að skýra út stöðu EFTA/EB viðræðnanna og ræða kröfur Spánverja um veiði- heimildir í íslenskri lögsögu. „Við gerum þeim grein fyrir því hvers vegna þessi krafa er óaðgengileg og ósanngjörn, sem er vegna þess að jafnvægiö í heildarsamningnum er Spánverjum mjög í hag. Þeir fá að sjálfsögðu greiðan aðgang með all- ar sínar iðnaðarvörur á mörkuðum EFTA ríkjanna. Jafnframt hefur verið tekið vel í það að greiða fyrir auknum innflutningi suðrænna matvæla. Þeir virðast ekki hafa átt- að sig á því, að ef íslendingar væru útilokaðir með 78% af sínum vöru- útflutningi, eins og myndi hljótast loka ísland frá samstarfi Evrópu- þjóðanna." Jón taldi þennan fund geta orðið þýðingamikinn, ekki síst á þessum tíma þar sem EB er ekki búið að taka þessar kröfur upp. „Oft á tíð- um er það svo, þegar nálgast samn- ingalok, að persónulegar viðræður æðstu áhrifamanna skila árangri. Það sakar ekki að reyna", sagði hann að lokum. -hs. Heldur þurfti hann að flýta sér inn í Heiðrúnu, verslun ÁTVR við Lyngháls, ökumaður bifreiðarinnar á myndinni. Hann var ekki fýrr farinn inn heldur en að bifreiðin rann sem lelð lá niður eftir bflaplaninu og endaði út í heldur haustlegu tijábeði þar sem öflug girðing stoppaði hana. Timamynd: Áml Bjama Dagsbrúnarmenn taka ákvörðun um það í dag hvar þeir ætli að ávaxta milljónir sínar. SPRON og Landsbankinn eru sagðir koma til greina en aðrir eru sterklega inni í myndinni: Fara Dagsbrúnarsjóðir í Sparisjóð vélstjóra? Búist er við að Dagsbrúnarmenn taki ákvörðun um það í dag hvar þeir aetla að ávaxfa þær milljónir sem þeir tóku út úr íslandsbanka sl. þriðjudag. Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar sagðí að tveir sparisjóðir í Reykja- vík kæmu til greina og einnig Landsbanid íslands. 108 milljón króna ávísunin, sem Guðmundur Ágústsson útibús- stjóri íslandsbanka á Laugavegi 31 afhenti Guðmundi J., var inn- leyst samdægurs í Sparisjóðl Vél- stjóra en Guðmundur J. sagði að það hefði verið gert án alhra skuld- bindinga. Sparisjóður Vélstjóra væri inn í myndinni, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis kæmi lika tíl greina og síðast en ekki síst Landsbanki íslands. Hann sagðist ekM geta í gær sagt hver þeirra yrði fyrir valinu en það myndi koma í ljós í dag. —SE Vestmannaeyjar: Smygl í Klakki Tollverðir í Vestmannaeyjum lögðu í lyrrakvöld hald á mikið magn af smygivarningi í togaranum Klakki VE. Frá þessu var greint í útvarps- fréttum í gær. Togarinn var að koma úr söluferð frá Bremarhaven. Við leit í togaranum fundust tæplega 1300 kfló af kjöti, svína- nauta- og fuglakjöti. Þar voru einnig tveir frystiskápar, tvær uppþvottavélar og ein þvottavél. Kjötið hefur þegar verið brennt svo sem lög gera ráð fyrir. Málið er nú í höndum bæjar- fógetans í Vestmannaeyjum. Taliö er að flestir í áhöfn Klakks tengist mál- mu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.