Tíminn - 10.11.1990, Page 5
Laugardagur 10. nóvember 1990
Tíminn 5
Eru greiðslustöðvanir notaðar til að koma eignum út úr gjaldþrota búum?
150 GJALDÞROT
Á EINU BRETTI
í Lögbirtingablaðinu hafa að undanfornu verið auglýstir óvenju margir
gjaldþrotsúrskurðir. í tveimur síðustu blöðum voru Ld. feldir nærri 150
úrskurðir. Engar eignir komu fram í langflestum þessara gjaldþrota.
Engar eignir koma fram í nærri
90% af þeim gjaldþrotaúrskurðum
sem felldir eru. í sumum tilfellum
er vitað, áður en beiðni um gjald-
þrot er lögð fram, að engar eignir
eru til í búinu. Út úr slíkum málum
kemur ekkert nema kostnaður fyrir
ríkissjóð. Með nýju frumvarpi um
gjaldþrotaskipti o.fl. er vonast til að
þessum ónauðsynlegu gjaldþrotaúr-
skurðum fækki, en þar er gert ráð
fyrir að sá sem óskar eftir gjaldþroti
greiði kostnað af skiptum.
Eygló Halldórsdóttir ábyrgðarmað-
ur Lögbirtingablaðsins sagðist ekki
hafa tölu yfir þá úrskurði sem felldir
hafa verið á þessu ári. Hún sagðist
hins vegar vita að þeim hefði sífellt
farið fjölgandi síðustu ár. Hún sagði
margar skýringar vera á þessu. Ein
væri sú að aukin harka hefði færst í
mál af þessu tagi. Málum væri fylgt
eftir og ekki látið staðar numið fyrr
en allar leiðir til að innheimta skuld
væru reyndar. Málafjöldinn endur-
speglaði einnig að einhverju leyti
efnahagsástand undangenginna ára.
Eygló sagði ekki fara hjá því að í
vissum tilfellum læðist að sá grunur
að á bak við gjaldþrotin stæði ein-
hvers konar „pappírsleikfimi" eins
og hún kallaði það. Dæmi væri um
að lögð væri fram beiðni um gjald-
þrot á menn sem þegar hafa verið
úrskurðaðir gjaldþrota. Hún sagði
að ábyrgð lánastofriana væri nokkur
í slíkum tilfellum, því að menn sem
úrskurðaðir hafa verið gjaldþrota
ættu ekki lögum samkvæmt að geta
útvegað sér lán skömmu eftir að
gjaldþrotaúrskurður hefur verið
felldur, en dæmi eru um slíkt.
í greinargerð með frumvarpi um
gjaldþrotaskipti o.fl. er talað um að
greiðslustöðvanir hafi verið misnot-
aðar í nokkrum mæli. Eygló sagði
engan vafa leika á að greiðslustöðv-
anir hefðu verið misnotaðar og þá
einkum á þann hátt að reyna að
koma eignum út úr gjaldþrota búi.
Hún sagði að í mörgum tilfellum
væri grundvöllur fyrir að krefjast
riftun þegar um slíkar aðgerðir væri
að ræða, en það kostaði hins vegar
að fara yrði með málið fyrir dóm-
stóla. í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að miklu betur verði fylgst með fyr-
irtækjum meðan á greiðslustöðvun
þeirra stendur svo að lánardrottn-
um verði ekki unnið tjón. -EÓ
Friðjón
Þórðarson
hættir þing-
mennsku
Friðjón Þórðarson tilkynnti á
fundi með sjálfstæöismönnum
í Dalasýslu að hann mundi ekki
gefa kost á sér fyrir næstu Al-
þingiskosningar.
Friðjón Þórðarson var í efsta
sæti á lista sjáifstæðismanna í
Vesturlandskjördæmi fyrir síð-
ustu kosningar og var kjörinn
2. þingmaður kjördæmisins.
Friðjón hefur verið þingmaður
Vesturlandskjördæmis síðan
1967 og var m.a. Dóms- og
Idrkjumálaráðherra í ríkisstjóm
Gunnars Thoroddsens fró 8.
febrúar 1980 til 26. maí 1983.
khg.
Á myndinni sjáum við Ólaf Jón Ásgelrsson (standandi) og Hjalta Gunnlaugsson, starfsmenn útvarpsstöðvar-
innar Alfa fm-102,9. Tfmamynd: Pjetur
Alfa fm-102,9 hefur útsendingar
Alfa fm-102,9 hóf reglubundnar
útsendingar í gær í húsnæði
stöðvarinnar að Bfldshöfða 8. Sent
verður út alla virka daga frá kl.
8.45 til 17.00 en engar útsending-
ar verða um helgar. Undirbúning-
ur sem staðið hefur yfír í nokkra
mánuði er nú að mestu lokið en
m.a. voru sendar út tilraunasend-
ingar allar virka daga í október-
mánuði.
Það er Kristileg fjölmiðlun hf. sem
stendur að útvarpsstöðinni og við
formlega opnun í gær kl. 8.45 flutti
Halldór S. Gröndal, sóknarprestur
og formaður Kristilegrar fjölmiöl-
unar hf„ ávarp. í ávarpinu kom
m.a. fram að fyrirtækið Kristileg
fjölmiðlun hf. var stofnað 10. mars
s.l. og söfnuðust strax 164 hlutir.
Hluthafar koma úr mörgum kristn-
um samfélögum, ásamt íslensku
þjóðkirkjunni.
Tveir fastráðnir starfsmenn munu
starfa á stöðinni, Ólafur Jón Ás-
geirssonar, sem annast fjármála-
stjórn, alla tölvuvinnslu og skrif-
stofustörf og Hjalti Gunnlaugsson
tónlistarmaður, sem annast tækni-
störf, upptöku dagskrár, ásamt
fleiri störfum. Margir einstaklingar
munu síðan vinna í sjálfboðavinnu
að dagskrárgerð stöðvarinnar.
Halldór sagði einnig í ávarpi sínu
að tilgangur Kristilegrar fjölmiðl-
unar hf. væri að breiða út kristinn
boðskap og veita þekkingu á orði
Guðs. Útvarpsrekstur væri aðeins
fyrsta skrefið og síðar, hafði Hall-
dór trú á, fylgdi kristileg sjónvarps-
stöð.
khg.
Flugleiðir:
Nýja hlutaféð
þegar uppselt
Hluthafar Flugleiða nýttu sér for-
kaupsrétt sinn að öllu nýju hlutafé í
fyrirtækinu í hlutafjáraukningu,
sem ákveðin var fyrir tveimur vik-
um. Fjöldi minni og stærri hluthafa
vildi auka hlutdeild sína í fyrirtæk-
inu frá því sem var og eftirspurn
hluthafa var því meiri en framboð
nýrra hluta.
Allir hluthafar eiga rétt á að kaupa
í hlutfalli við eign sína í félaginu.
Hluthafar eiga síðan forkaupsrétt á
því sem þá er óselt. Þegar liggja fyr-
ir beiðnir frá þeim sem þannig vilja
auka hlutdeild sína. Vegna umfram-
eftirspurnar er ekki hægt að verða
að fuílu við óskum þeirra sem vildu
kaupa meira en sem nam hlutdeild
þeirra í hlutafjáraukningunni. í
hlutafjárútboðinu voru boðnir út
hlutir að nafnvirði 331 milljón
króna. Fyrir það greiddu hluthafar
rúmlega 728 milljónir króna því
gengi bréfa í félaginu er 2.2.
Búist er við að stjórn Flugleiða fari
fram á við aðalfund félagsins að
hlutaféð verði aukið enn frekar á
næsta ári. Hluthafar í Flugleiðum
eru í dag 3755. Stærsti hluthafi er
Eimskip hf. -EÓ
Vestmannaeyjum:
Þrjú alvarleg umferðar-
slys á skömmum tíma
Þrjú alvarieg umferðarslys hafa aðist af hjólin og á bfl með þeim
orðið á skömmum tíma í Vest- afleiðingum að hjálmurinn sem
mannaeyjum. Að sögn lögregl- hann var með á höfðinu sprakk og
unnar í Eyjum hafa þeir Íengi ver- bflinn dældaðist mikið. Hjálmur-
ið lausir við alvarleg slys þangað inn er talinn hafa bjargað piltin-
til þessi bylgja kom nú. Piltur um um. Þá var ekið á sex ára gamlan
tvítugt beið bana í mótorhjóla- dreng á Kirkjuvegi í fyrrakvöld.
slysi fyrir hálfum mánuði og síð- Hann slasaðist aivariega, m.a.
astliðin mánudag lenti annar pílt- lærbrotnaði hann og handleggs-
ur á mótorhjóli í árekstri og kast- brotnaði. —-SE
Vinnudeilusjóður BSRB fundar í næstu viku um hvort taka eigi peninga sjóðsins úr íslandsbanka:
SNÝR VERKALÝÐSHREYFING-
IN BAKINU í ÍSLANDSBANKA?
Vaxandi þrýstings hefur gætt innan
BSRB að Vinnudeilusjóður féiagsins
taki út þær upphæðir sem hann
geymir inni á reikningum í íslands-
banka. Stjóm Vinnudeilusjóðsins er
skipuð öðrum en þeim sem sitja í
stjóm BSRB og óháð henni. Boðað
hefur verið til fundar í stjóminni í
næstu viku þar sem ákvörðun verður
tekin um það hvort innistæður sjóðs-
ins, sem nema rúmum 50 milljón-
um, verði teknar út úr bankanum.
Hafsteinn Guðmundsson, gjaldkeri
stjórnar sjóðsins, sagði að ákveðinn
þrýstingur hefði verið á stjórnina
vegna stefnu stjórnar BSRB í vaxta-
hækkunarmálum íslandsbanka. Að-
spurður hvort sjóðurinn tapaði ekki
einhverjum vaxtatekjum ef pening-
arnir yrðu teknir út sagði Hafsteinn
að þeir horfðu á þetta í stærra sam-
hengi heldur en bara með tilliti til
vaxtanna. „Ef það er hægt að þrýsta
eitthvað á með þessu og styrkja
heildarsamtökin og forystu BSRB þá
held ég að hálft prósent til eða frá
breyti ekki öllu málinu", sagði Haf-
steinn. Hann sagðist halda að það
yrði meiri skellur fyrir íslandsbanka
að missa þetta út, því þó þetta væri
ekki stórt þá viti maður ekki hver
þróunin verði. „Ég held að það sé
óhætt að segja að það sé almenn
óánægja með þetta í verkalýðshreyf-
ingunni", sagði Hafsteinn. Vinnu-
deilusjóðurinn var upphaflega lagður
inn í Alþýðubankann sem breytist
ásamt nokkrum öðrum bönkum í ís-
landsbanka. Hafsteinn sagðist halda,
þó að hann þekkti það ekki vel, að
mikill hluti af peningum verkalýðs-
hreyfingarinnar hefði verið í Alþýðu-
bankanum. Aðspurður hvort pening-
ar hreyfingarinnar færu þá ekki að
streyma út úr íslandsbanka sagði
Hafsteinn að hann gæti ekki talað
nema fyrir sjálfan sig. „En ég held að
þetta hljóti að vera í skoðun í þeim
félögum eða samböndum sem vilja
hafa einhverra hagsmuna að gæta í
þessari þjóðarsátt og menn verða að
skoða þetta í víðara samhengi", sagði
Hafsteinn. Og hann sagði að á fund-
inum í næstu viku yrði það gert
gaumgæfilega og farið ofan í saum-
ana á því hvort hlutverk bankans
hefði eitthvað breyst. „Það eru nægir
bankar til, eins og þar stendur", sagði
Hafsteinn að lokum.
—SE