Tíminn - 10.11.1990, Page 8
8 Tíminn
Laugardagur 10. nóvember 1990
Laugardagur 10. nóvember 1990
Tíminn 17
Heilbrigðisráðherra segist ekki búast við að heilbrigðisþjónustan
fái stærri hlut af heildarútgjöldum ríkissjóðs í framtíðinni:
Eðlilegt að menn vilji
verja sína sérhagsmuni
Guðmundur Bjamason heilbrigðisráð-
herra hefur undanfamar vikur verið
harðlega gagnrýndur fyrir tillögur sem
hann hefur lagt fram eða viðrað um
spamað og hagræðingu í heilbrigðis-
þjónustunni. Lyfsalar hafa bmgðist
harkalega við tilraunum hans til að
draga úr lyfjakostnaði. Tiliaga heilbrigð-
isráðherra um að koma á fót samstarfs-
ráði sjúkrahúsanna í Reykjavík varð til
þess að nokkrir stjómendur sjúkrahús-
anna boðuðu til blaðamannafundar þar
sem vinnubrögðum ráðherrans var mót-
mælt. í síðustu viku réðst Davíð Odds-
son borgarstjóri að heilbrigðisráðherra
og sakaði hann um að hafa gefið bein fyr-
irmæli um að senda gamalt og veikt fólk
heim af spítölum í sumar í þeim tilgangi
að spara.
Málflutningur borgarstjór-
ans lágkúrulegur
Hverju svarar þú fullyrðingum Davíðs?
„Það er ótrúlegt að borgarstjórinn skuli
geta leyft sér að segja svona nokkuð. Við
í heilbrigðisráðuneytinu höfúm verið að
reyna að gæta hér aðhalds og spamaðar
á öllum sviðum. Við höfum komið þeim
tilmælum til sjúkrahúsanna að þau
reyni að leita allra leiða til að hagræða í
rekstri sínum. Héðan hafa að sjálfsögðu
aldrei farið nein fyrirmæli um að það
eigi að loka einstökum deildum. Ef hægt
er tala um lágkúm í málflutningi, en
borgarstjóri hefur leyft sér að viðhafa
það orð í tengslum við þetta mál, þá
finnst mér þetta vera lágkúrulegt.
Sjúkrastofnanimar fengu í fjárlögum
þessa árs hærri fjárveitingu heldur en í
fyrra. Þá var gert ráð fyrir að stofnanim-
ar skæm niður launaliðinn um 4%, en
úr því var dregið á þessu ári. Staða þeirra
hefði því átt að vera betri í ár. Lokanim-
ar munu að vemlegu leyti stafa af því að
það hefúr ekki tekist að fá starfsfólk til
starfa. Ummæli aðstoðarframkvæmda-
stjóra Borgarspítalans í sumar staðfestir
það.“
Hvaða aðili er það þá sem tekur ákvarð-
anir um lokanir deilda?
„Það em að sjálfsögðu stjómendur spít-
alanna sem taka slíkar ákvarðanir. Ég hef
vissar efasemdir um hversu mikill
spamaður felst í þessum lokunum.
Starfsemi spítalanna fylgir vemlegur
fastur kostnaður og þar að auki sýnir það
sig að sjúkrahúsin hafa veitt bráðaþjón-
ustu og þá tekið sjúklinga inn á þær
deildir sem opnar em, jafnvel inn á
gangana. Það er því ekki óeðlilegt þó
spurt sé: Er ekki óhagræði og auka-
kostnaður af þessu meiri en sparnaður-
inn sem felst í lokun einstakra deilda?
En þetta er mál sem stofnanirnar sjálfar,
stjórnendur þeirra og starfsfólk verða
fyrst og fremst að takast á við og vega
það og meta hvort aðrar sparnaðarleiðir
em ekki virkari en lokanir deilda. Að til-
mæli um lokanir, að ég tali nú ekki um
bein fyrirmæli, séu komnar frá ráðu-
neytinu er alveg fráleitt."
Taldi nauðsynlegt að kveða
skýrar á um verksvið
samstarfsráðsins
Tillaga þín um að setja á stofn sam-
starfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík hef-
ur mætt andstöðu. Fjórir menn sem
sátu í nefnd, sem gerði tillögu um þetta
ráð, héldu fyrir skömmu blaðamanna-
fund þar sem þeir sökuðu þig um að
spilla því samkomulagi sem náðist f
nefndinni.
„Þetta em líka furðuleg ummæli. Um-
ræða um aukið samstarf og verkaskipt-
ingu milli stóm sjúkrahúsanna í Reykja-
vík er ekki ný. Fyrir fáum árum síðan var
komin vel á veg umræða um að sameina
starfsemi Borgarspítala og Landspítala
og ég man ekki betur en þá ættu aðild að
málinu borgarstjórinn í Reykjavík og þá-
verandi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur
Helgadóttir. Við höfum reynt að þróa
þessar hugmyndir og ég held að þetta
eigi enn fullan rétt á sér. Eg er sannfærð-
ur um að með miklu meira samstarfi,
betri og skipulegri verkaskiptingu milli
sjúkrahúsanna og ákveðinni áætiana-
gerð um þróun og fjárfestingar sé hægt
að fá meira fyrir þær fjárveitingar sem
við höfúm úr að spila. Með því móti
mætti jafnvel einnig komast hjá þessum
margumtöluðu og illræmdu lokunum.
Ég setti sérstaka nefnd í þetta í upphafi
árs 1989, sem skoðaði ýmsar tillögur. Úr
þeim upplýsingum, sem nefndin lagði
fram, virtist okkur hér í ráðuneytinu
ljóst að það mætti ná fram spamaði. Þess
vegna vom settar fram hugmyndir við
fjárlagagerðina í haust um að það yrði
komið á fót sérstöku samstarfsráði spít-
alanna sem ætti að fjalla um fjárveiting-
amar til þeirra. Á lokafundi nefndarinn-
ar náðist samkomulag um að koma á fót
slíku ráði. Ég ákvað að fara í öllum meg-
inatriðum að tillögum nefndarinnar, en
hins vegar taldi ég rétt að kveða skýrar á
um verksvið ráðsins, þannig að það
kæmi meira að fjárlagagerðinni og út-
hlutun þeirra fjármuna sem fjárlög veita
til þessa málaflokks á hverjum tíma.
Þama er fyrst og fremst um að ræða
áherslumun. Ég tel að með þeirri
breyttu áherslu, sem ég hef lagt til að
ráðið starfi eftir, verði tillögur ráðsins
um þróunar- og fjárfestingaáætlanir, um
starfslið sjúkrahúsanna og um verka-
skiptingu milli þeirra, miklu nákvæmari
og líklegra að eftir þeim verði farið. Það
er mikilvægt að ráðið hafi vald til að
fylgja eftir tillögum sínum.“
Pólitískt upphlaup
í tengslum við prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins, sem lögð var fram á sama
fúndi og Davíð lagði fram sína bókun, er
talað um að með stofnun samstarfsráðs-
ins sé stigið mikilvægt skref til aukins
samstarfs og hagræðingar innan sjúkra-
húsanna í Reykjavík. í fljótu bragði virð-
ist manni sem það sé ekki mikill mál-
efnaágreiningur á ferðinni.
„Það er alveg rétt og ég held að menn
séu dálítið að gera úlfalda úr mýflugu.
Það er ákaflega lítill mismunur á tillög-
um nefndarinnar um þetta samstarfsráð
og þeim hugmyndum sem ég hef síðan
kynnt. Ég verð að segja að ég skil ekki
þessi hörðu viðbrögð nefndarmanna við
mínum hugmyndum, vegna þess að ég
tek þeirra tillögur nánast orðrétt upp í
mínar hugmyndir. Fullyrðingar þeirra
um að ég hafi misnotað nefndarálitið eru
fráleitar.“
Blandast flokkspólitík að einhverju leyti
inn í þetta mál?
„Maður getur satt að segja ekki séð
hvað annað stendur á bak við þetta. Þeg-
ar borgarstjóri talar um að það sé heil-
brigðisráðherra sem tekur ákvörðun um
að loka stofnunum, er rétt að minna á að
Borgarspítalinn er eini spítalinn sem
lögum samkvæmt er sjúkrahús sveitar-
félags. Borgarstjóm hlýtur að hafa gert
sér grein fyrir að þegar hún gerði kröfu
um að spítalanum yrði haldið utan við,
hlyti hún að bera einhverja ábyrgð á
rekstri spítalans.
Það vildi þannig til að þessi umræða
um samstarfsráðið átti sér stað á meðan
kandídatar í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík þurftu að leita sér að ein-
hverju til að skrifa um. Skrif þeirra og
fleiri, sem um þetta hafa fjallað á síðustu
dögum, hafa einkennst af vanþekkingu
og að sumu leyti af hreinni þröngsýni.
Ég fagna því hins vegar að borgarfulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins skuli telja sam-
starfsráðið mikilvægt skref í átt til auk-
ins samstarfs og hagræðingar innan
sjúkrahúsanna í Reykjavík. Aðalatriðið
er að þessu ráði verði fundin lagaleg
staða.“
Þess er ekki að vænta að
heilbrigðisgeirinn fái stærri
hlut í heildarútgjöldum
ríkissjóðs
Það er einnig andstaða við hugmyndir
þínar í heilbrigðiskerfinu sjálfu. Fram-
kvæmdastjórar Borgarspítala og Landa-
kotsspítala höfðu uppi hörð orð um til-
lögur þínar á áðurnefndum blaða-
mannafrindi. Er ekki erfitt að spara og
hagræða í heilbrigðiskerfinu, þegar það
er gert í andstöðu við starfsfólk og
stjómendur spítalanna?
„Það er nauðsynlegt að um þetta náist
sem best samkomulag við það fólk sem
kemur til með að vinna eftir væntanlegu
skipulagi. Það er nú einu sinni þannig að
hver og einn vill verja sitt starfssvið eða
sinn geira. Ég vil að það komi fram að
þessar hugmyndir um aukið samstarf,
jafnvel sameiningu stofnana, hafa fengið
góðan hljómgmnn meðal forráðamanna
sjúkrastofnana. Á minn fund hafa gengið
forsvarsmenn sjúkrahúsa og læknar og
lýst þeirri skoðun sinni að það væri hægt
að ná fram miklu meiri hagræðingu
með auknu samstarfi og betri stjómun
fjármuna. Við þurfum að nýta þá fjár-
muni, sem varið er til heilbrigðisþjón-
ustunnar, sem best, ekki síst fjárfestingu
í nýjum, dýrum tækjabúnaði. Nú er svo
komið að hið almenna viðhorf er að ekki
verði gengið lengra í skattheimtu og
jafnvel verði að draga úr ríkisútgjöldum,
en sjálfstæðismenn hafa ekki síst verið
talsmenn þess. Það skýtur því skökku við
að sömu menn skuli ávallt bregðast
ókvæða við þegar á að reyna að gæta að-
halds og nýta betur þá fjármuni sem við
höfum til ráðstöfunar. Én undirtónninn
í mínum tillögum er einmitt að nýta bet-
ur þá fjármuni sem eru í heilbrigðis-
þjónustunni og tryggingakerfinu. Þess
er ekki að vænta að heilbrigðismálin fái
mikið stærri hlut en nú er af heildarút-
gjöldum ríkissjóðs."
Menn snúast til vamar
sínum einkahagsmunum
Á síðustu mánuðum hefúr mikið verið
skrifað í blöð um spamað í heilbrigðis-
kerfinu og það er ljóst að sumar tillögur
þínar mæta harðri andstöðu, ekki síst frá
ýmsum starfsmönnum í heilbrigðisstétL
,JMér er það ljóst að í sumum tilfellum
em menn að verja sína einkahagsmuni.
Þær tillögur, sem hafa verið uppi í ráðu-
neytinu og miðað því að nýta betur það fé
sem við höfúm til ráðstöfúnar, koma í
sumum tilfellum beint við pyngju
manna og það er eðlilegt að menn snúist
þá til vamar.
Skrif sumra manna í blöð um heilbrigð-
ismál undanfamar vikur hafa verið með
þeim hætti að maður er hreint orðlaus.
Ég get t.d. nefht grein eftir Guðmund
Hallgrímsson lyfjafræðing í Morgunblað-
ið síðastliðinn laugardag. Guðmundur
situr í lyfjaverðlagsnefnd, tilnefndur af
forvera mínum í heilbrigðisráðuneytinu.
Það er ekkert skrýtið, þó hægt gangi að
koma á spamaði og hagræðingu í heil-
brigðiskerfinu þegar menn vinna með
þeim hætti sem hann gerir.“
í ráðuneytinu em nú til umfjöllunar
mjög róttækar tillögur í lyfjamálum.
„Við höfum mikið rætt lyfjamál, allt frá
því að ég kom hér í ráðuneytið árið 1987.
Á þessu ári hefúr verið gripið til þess að
lækka álagningu á lyf vemlega, en þrátt
fyrir það virðist lyfjakostnaður stöðugt
vaxa. Ástæðan fyrir því að erfiðlega geng-
ur að lækka þennan kostnað er m.a. sú að
við emm að fá inn á markaðinn ný og dýr
lyf. Eitthvað af þessum nýju lyfjum kem-
ur til með að lækka kostnað á öðrum
sviðum og því er ekki einhlítt að horfa á
tölur um aukinn lyfjakostnað. Engu að
síður höfúm við náð vemlegum árangri á
þessu ári og við teljum að það sé hægt að
ná fram enn frekari spamaði með auk-
inni hagræðingu í innflutningi lyfja og
lyfjadreifingu. Nýlega tók sérstök nefnd
til starfa sem á að fara ofan í þessi mál. Ég
hef lagt áherslu á að nefndin reyni að
komast að einhverri niðurstöðu hið allra
fyrsta. Nú er verið að skoða hvort gerlegt
sé og hagkvæmt að stofna eitt lyfjadreif-
ingarfyrirtæki í hlutafélagsformi og þá
með aðild þeirra einstaklinga sem í dag
annast lyfjainnkaup og lyfjadreifingu.
Þetta er hugmynd sem ég tel rétt að
skoða ítarlega, en ég er að sjálfsögðu
einnig reiðubúinn að skoða aðrar hug-
myndir.“
Er framkvæmanlegt að steypa þessu í
eitt fyrirtæki, ef lyfsalar og aðrir þeir sem
að lyfjamálum starfa em hugmyndinni
algerlega andsnúnir?
„Ég vil ekkert um það segja á þessu stigi,
vegna þess að nefndarstarf á ekki að fara
fram undir þrýstingi, að ég tali ekki um
hótunum. Ég vil að,þetta verði skoðað frá
öllum hliðum. Löggjafinn hefur í hendi
sér að breyta lögum um lyfjamál, hvort
sem það er um lyfjainnflutning eða lyfja-
dreifingu. Það form, sem nú ríkir og hef-
ur ríkt um langt skeið, þarf ekki endilega
að vera það eina rétta. Það hefur a.m.k.
verið rætt að undanfömu að þetta form
sé kostnaðarsamt. Verði gerðar gmnd-
vallarbreytingar á skipulaginu, verður
það aldrei gert nema þeim sem eiga í
þessu kerfi fjármuni og hagsmuni verði
bætt það með samkomulagi eða mati.“
Egill Ólafsson
Tímamynd Sverrir Vilhefmsson