Tíminn - 14.11.1990, Side 5
Miðvikudagur 14. rióvember 1990
Tíminn 5
—r Islenskur loðdýrastofn er lélegur og verkun skinnanna er í mörgum tilfellum ábótavant:
Islensk loðdýraskinn
eru slæm markaðsvara
íslensk loðdýraskinn eru t mörgum tilfellum svo Iéleg vara að vart
hefur orðið við tregðu erlendra uppboðsfyrirtækja til að setja þau á
markað. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sambands ís-
lenskra loðdýraræktenda, sem haldinn var í Reykjavík í gær.
Það verð sem fæst fyrir íslensk ioð-
dýraskinn á erlendum mörkuðum er
miklu lægra en það verð sem loð-
dýrabændur á Norðurlöndunum fá. í
ár fengust að meðaltali 82 danskar
krónur fýrir íslenskt minkaskinn,
105 dkr. fengust fyrir danskt skinn,
95 dkr. fýrir norskt, 92 dkr. fyrir
sænskt og 90 dkr. fýrir finnskt.
Minkaskinn lækkuðu um ríflega
30% í ár frá fýrra ári. Fyrir íslenskt
refaskinn fengust að meðaltali 140
dkr., 204 dkr. fýrir finnskt refaskinn,
199 dkr. fýrir norskt, 190 dkr. fýrir
danskt og 155 dkr. fýrir sænskt.
Lágt verð á íslenskum skinnum á
sér eðlilegar skýringar. Loðdýra-
ræktin byggðist hratt upp hér á landi
og bændur neyddust þess vegna til
að kaupa og setja á léleg lífdýr, sem
gáfu af sér léleg skinn. Árið 1983
voru flutt inn dönsk lífdýr og þau
geymd í einangrunarstöðinni á
Möðruvöllum meðan gengið var úr
skugga um heilbrigði þeirra. Þegar
dýrin voru flutt inn til landsins var
gífurleg eftirspurn eftir dýrum í
Danmörku og því fengu íslendingar
ekki eins góð dýr og vonir stóðu til.
Kynbætur á fslenskum loðdýrum
hafa því gengið hægt. Bent hefur
verið á að mikið kynbótastarf hefur
átt sér stað á allra síðustu árum þeg-
ar bændur hafa dregið saman búskap
vegna lækkandi skinnaverðs og farg-
að lélegustu dýrunum.
Loðdýrabændur gera sér ljósa grein
fýrir því að þeir eni með lélegan
stofn. Á aðalfundinum kom fram til-
laga um að kaupa strax í haust dönsk
lífdýr. Þar mun nú vera hægt að fá
lífdýr í hæsta gæðaflokki á viðráðan-
legu verði. Hins vegar er talið að erf-
itt geti orðið að útvega tilskilin leyfi
áður en þessum dýrum verður farg-
að. Auk þess er fjármagn ekki á
lausu.
Annað atriði, sem veldur því að ís-
lensk loðdýraskinn eru í litlu uppá-
haldi hjá erlendum skinnakaup-
mönnum, er léleg verkun skinn-
anna. Það hefur tekið nokkurn tíma
fýrir íslenska loðdýrabændur að
komast upp á lag með að verka
skinnin. Á aðalfundinum var bent á
að margir kynnu alls ekki réttu
handtökin við þetta vandasama verk.
Loðdýrabændur hafa hug á að reyna
að bæta úr þessu og á aðalfundinum
var rætt um að koma á skinnaeftir-
liti. Peningaleysi veldur því að illa
gengur að koma slíku eftirliti á. Á
Lyfjarisi færir út kvíarnar og haslar sér völl í mat og
hreinlæti. Ottó B. Jónsson, framkvæmdastjóri Delta:
Lyfjamarkaðurinn lítill,
þurfum meiri fjölbreytni
Lyfjainnflutningsfyrirtækið Phar-
maco hf. hefur yfirtekið rekstur
laxeldisstöðvarinnar Laxalindar.
Ekki er langt síðan að Pharmaco
keypti fyrirtækið íslensk matvæli.
Auk þess hefur Pharmaco gert
kaupsamninga við Norðurstjöm-
una um flskvinnslu- og niðursuðu-
verksmiðjuhluta fyrirtækisins ekki
alls fýrir löngu.
Þá stendur lyfjafyrirtækið Delta hf. í
kaupsamningum um stærsta fram-
leiðslufyrirtæki landsins í hreinlæt-
isvörum, Sápugerðina Frigg hf. í
Sænski pilturinn, sem lést í Vest-
mannaeyjum fýrir helgi, var kominn
á sjúkrahús um 40 mínútum eftir að
hringt var fyrst á sjúkrahúsið, sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar í
Vestmannaeyjum. Drengurinn, sem
var 19 ára, lést á föstudaginn, en
ekki sunnudaginn eins og fram kom
í blaðinu í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Vestmannaeyjum var
hringt í lækni þar um kl. 12.10 eftir
hádegi á föstudag, og þá bað læknir-
inn viðkomandi aðila að lýsa fýrir
sér þessum veikindum og á lýsing-
unni skildist lækninum að þarna
væri ekki alvara á ferðinni. „En
drengurinn sem hringdi varð eitt-
hvað ósáttur við lækninn og skellti á
hann símanum. Síðan hringdi önn-
ur manneskja frá verbúðunum á
sjúkrahúsið og bað um sjúkrabif-
reið, en var þá bent á að hringja á
lögregluna, því þeir sæju um sjúkra-
bílinn.“ Það varð úr að stúlkan, sem
er á símanum hjá sjúkrahúsinu,
samþykkti að hringja á sjúkrabifreið
og gerði það um kl. 12.27. Lögregl-
an var komin að verbúðinni kl.
12.35 og á sjúkrahúsið var maður-
Garðabæ. Þess má geta að Phar-
maco hf. á meirihlutann í Delta hf.,
en fyrirtækin eru með aðskilinn
rekstur.
„Við keyptum íslensk matvæli fýr-
ir nokkru síðan og höfum hugsað
okkur að hasla okkur völl á mat-
vælasviðinu. Með því að yfirtaka
rekstur Laxalindar erum við bara að
tryggja hráefni handa íslenskum
matvælum. íslensk matvæli hafa
verið fyrst og fremst í úrvinnslu á
laxi, bæði reykingu og að grafa lax.
Jafnframt hafa þau séð um pökkun
inn kominn um kl. 12.50. Drengur-
inn lést um þremur klukkutímum
síðar.
í samtali við lögregluna í Vest-
mannaeyjum kom einnig fram að
um væri að ræða nokkuð langa stiga
sem lögreglan varð að fara upp til að
sækja sjúklinginn, því hann hefði
verið staddur í herbergi á efstu hæð
í fiskverkunarhúsinu og að þessi
tímasetning sé ekkert óeðlileg.
Einnig að það sé alls ekki óeðlilegt
að Iæknar vilji fá sjúklinga til sín á
sjúkrahúsið.
Eins og fram hefur komið í fréttum
vann Svíinn við fiskverkun í Eyjum
og hafði gert það um mánaðartíma.
Hann hafði unnið tólf tíma vakt á
fimmtudeginum, en ekki komið til
vinnu á föstudeginum, því hann
kenndi nokkurs slappleika. Um kl.
9.30 vitjuðu samstarfsmenn hans að
nýju og var hann þá orðinn mikið
veikur, með útbrot um allan líkam-
ann. Félagar hans héldu í fýrstu að
hann væri með mislinga, en um há-
degið fóru þau að leita aðstoðar
læknis með fýrrnefndum afleiðing-
um.
—GEÓ
á nýjum fiski frá Lindarlaxi og fs-
landslaxi undanfarið,“ sagði Sindri
Sindrason, framkvæmdastjóri
Pharmaco, er hann var spurður um
þessi viðskipti.
Lindarlax er nú til gjaldþrotameð-
ferðar, en Laxalind, sem er félag
veðkröfuhafa í Lindarlaxi, yfirtók
þrotabúið og þar með rekstur eldis-
stöðvarinnar.
„Pharmaco er að reyna að koma
undir sig fleiri stoðum. Við höfum
lítinn markað fýrir lyf og menn vilja
helst ekki eiga allt undir heilbrigð-
isráðuneytinu og þeim opinberu
starfsmönnum sem þar ráða ferð-
inni,“ sagði Sindri er hann var
spurður um ástæður fjárfesting-
anna.
„Ég á von á að gengið verði frá
kaupum einhverja næstu daga, en
eins og staðan er í dag er ekki búið
að ganga frá neinum samningum,"
sagði Ottó B. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Delta hf., í gær um
kaup fýrirtækisins á Sápugerðinni
Frigg. ,Ætlum við séum ekki bara
að breyta aðeins til og fara að
stunda heiðarlegan atvinnurekst-
ur,“ sagði Ottó um umsvif fyrirtækj-
anna tveggja. Hann bætti við að
jafnan væri fjallað um lyfjafýrirtæki
og gróða af þeim í neikvæðri merk-
ingu. „Við ætlum okkur að lifa í
framtíðinni og það er ekki þar með
sagt að við lifum á lyfjabransanum.
Þess vegna erum við að fikra okkur
á fleiri svið og Frigg liggur mjög ná-
lægt okkur, þar sem bæði fyrirtækin
eru í efnaiðnaði," sagði Ottó að lok-
um. —khg.
Eigendur lyfiarisans Pharmaco
renna þessa dagana fleiri stoðum
undir starfsemi sína og hafa að
undanfömu verið, eða eru í þann
veginn að kaupa fýrírtæki í
matvæla- og hreinlætisvöm-
framleiðslu. Efst em aðalstöðvar
Pharmaco, þá íslensk matvæli,
Laxalind, Norðurstjaman
og Frigg.
Tlmamyndir Pjetur
SJÚKRABÍLLINN
KOM EKKIOF SEINT
fundinum var bent á að virkasta eft-
irlitið, hvað þetta varðar, væri ef
maður, sem kynni til verka, ferðaðist
milli bænda og „tæki menn í land-
helgi“, eins og einn fundarmanna
orðaði það, þ.e. benti þeim á þau
mistök sem þeir væru að gera.
Fjárhagserfiðleikar loðdýrabænda
voru mikið ræddir á fundinum og
gerðar voru ýmsar ályktanir, sem
miða að því að létta skuldabyrði loð-
dýrabænda. M.a. var samþykkt til-
laga þar sem því er beint til Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins að af-
skrifa allt að 50% lána loðdýra-
bænda, en margir telja að ekki verði
komist hjá því að afskrifa þessi lán,
því bændur geti alls ekki greitt þau
upp. Fram kom að staða Stofnlána-
deildar er slæm. Um fjórða hver
króna, sem stofnunin veltir, fer til
loðdýrabænda.
Mikil óvissa ríkir um hve margir
bændur halda áfram loðdýrabúskap,
en þessa dagana eru bændur að
slátra dýrum. í dag eru starfandi 129
loðdýrabú. Þau voru 164 um síðustu
áramót. Flest voru búin 249. -EÓ