Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 16
MttnvzmTTzr&nTiz
1 r 1 . ..■ — 1
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Halnarfiusinu v Tryggvagotu,
3 28822
NISSAN
Réttur bíll á
réttum stað.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Sími 91-674000
o»
I íniinn
MIÐVIKUDAGUR14. NÓVEMBER1990
Gengið út frá mikilli fækkun lántakenda í forsendum útreikninga fyrir húsbréfakerfið:
Um 40% ibúðakaupa án
lántöku á næstu árum
í áætlun félagsmálaráöuneytisins um heildarútgáfu húsbréfa er reikn-
að með að ibúðabyggingum utan félagslega kerfisins og seldum íbúð-
um fækki töluvert og umsóknum um lán ennþá meira. Kaupsamning-
ar vegna notaðra íbúða hafa síðustu árin verið í kringum 4.700 áriega
(og allt upp í 5.000 árið 1987). í áætlun ráðuneytisins fyrir næsta ára-
tug er gert ráð fyrir 4.000 kaupsamningum áriega, hvar af aðeins
2.400 eða 60% verði fjármagnaðar með húsbréfalánum.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráöherra. Henni á hægri hönd er
Grétar J. Guðmundsson og á vinstri hönd eru Bolli Héðinsson og
Már Guðmundsson. Tímamynd: Ami Bjama
Almennar íbúðabyggingar, sem
hafa verið í kringum 1.300 árlega,
eru áætlaðar um 970 á ári næsta
áratuginn, hvar af um 800 verði í
húsbréfakerfinu.
Áætlun fyrir næsta ár gerir þó ráð
fyrir enn færri eða aðeins um 300
nýbyggðum íbúðum utan félagslega
húsnæðiskerfisins, auk 200 íbúða
sem nú þegar eru lánhæfar og bíða
afgreiðslu. Samtals er reiknað með
2.600 húsbréfalánum vegna nýrra
og eldri íbúða á næsta ári.
Fimm þúsunda
biðlistinn „plat“?
Þarna virðist um fá lán að ræða,
þegar auk allra þeirra nýju íbúða-
kaupenda, sem ætla má að hyggi á
íbúðakaup á næsta ári, er einnig
fyrirhugað að vísa öllum þeim
5.500 umsækjendum, sem verið
hafa á biðlista, í húsbréfakerfið. í
ljósi þessa var Grétar Guðmunds-
son, aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra, spurður á hverju áætlun um
aðeins 2.600 húsbréfalán á næsta
ári séu byggðar.
„Varðandi þessa 5.500, sem eru á
biðlista, þá vitum að stórum hluta
þeirra - við vitum að vísu ekki hve
stórum - liggur örugglega ekkert á
að fara í íbúðakaup eða eru ekki f
neinum íbúðakaupahugleiðingum.“
Þetta mat segir Grétar m.a. byggt á
viðtölum við íjölda þessa fólks, sem
hafi verið að hringja og spyrja um
ákvarðanir um lánveitingar til þeirra
úr lánakerfinu frá 1986. Þegar þessu
fólki sé bent á húsbréfakerfið, hafi
margir svarað sem svo: „Okkur ligg-
ur ekkert á“ eða „Ég hef engan
áhuga á því, ég ætla ekki að skipta
um íbúð, nema ég fái lán á 4,5%
vöxtum", eða eitthvað í þessum dúr.
„Við teljum því að stór hluti þess-
ara 5.500 sem bíða fari ekkert endi-
lega í íbúðakaup á næstu mánuðum
eða næsta ári, þó svo að lánakerfið
frá 1986 verði lagt niður.“
Þar fyrir utan kemur svo nýr hóp-
ur á fasteignamarkaðinn á hverju
ári, eða er kannski reiknað með að
íbúðakaupendum fækki verulega
frá því sem verið hefur?
„Ekki endilega að fasteignakaup-
endum muni fækka. En það koma
ekki endilega svo margir nýir inn á
markaðinn sem fara í íbúðakaup á
næsta ári.“
Grétar sagði að þama verði að hafa
í huga að með gamla lánakerfinu
var í raun verið að hvetja fólk til
þess að fara út á fasteignamarkað-
inn fyrr en ella. T.d. námsmenn,
sem farið hafi í biðröðina til þess að
vera öruggir um að komast síðan
inn í þetta hagstæða lánakerfi sem
fólki hafi þama staðið til boða.
Meiríhluti íbúða-
skipta án lána?
Spár fyrir áratuginn byggjast síðan
sem fyrr segir á því að aðeins 60% af
kaupendum notaðra íbúða og 80%
almennra húsbyggjenda sæki um
lán til kaupanna, borið saman við
90-95% íbúðakaupenda á umliðn-
um árum.
,Ástæðan fyrir þessu er sú, að hús-
bréfakerfið er rekið á markaðsvöxt-
um. Við teljum þess vegna, að þegar
fram líða stundir, þá muni þeir, sem
ekki þurfa á slíkum lánum að halda,
ekki sækja um fyrirgreiðslu í eins
miklum mæli og til þessa. Við telj-
um að þeim fari fjölgandi sem ekk-
ert sækjast eftir þessum lánum,
þegar þeir sjá fram á að fá enga
vaxtaniðurgreiðslu og þurfa ekki á
lánum að halda."
Nú má ætla að flestir af þeim
helmingi íbúðakaupenda, sem eru
að kaupa sína fyrstu íbúð, þurfi á
lánafyrirgreiðslu að halda. Er þá að-
eins reiknað með að rúmlega þriðj-
ungur þeirra, sem skipta um íbúð,
sæki um lán til þess?
„Eitthvað í þá áttina."
Hefur fjöldi fólks
tekið lán að óþörfu?
Má þá skilja þetta svo, að fólk hafi í
stórum stfl verið að taka lán að
óþörfu á undanförnum árum?
„Ekki endilega, þótt eitthvað hafi
verið um það,“ sagði Grétar. „En
þarna kemur líka til að húsbréfa-
kerfið hvetur fólk ekki til meiri
íbúðakaupa heldur en það stendur
undir og hefur þörf fyrir. í lánakerf-
inu frá 1986 hins vegar, þá var
dæmigert að maður, sem átti t.d. 8
milljóna kr. skuldlitla íbúð, hann
einfaldlega reiknaði dæmið út og sá
að það borgaði sig beinlínis fyrir
hann að taka lán og kaupa sér 10
milljóna íbúð.
Lán enginn
gróðavegur lengur
Við teljum að þegar vextir eru
orðnir þetta háir, eins og húsbréfa-
kerfið býður upp á, þá mundi slíkur
maður hætta við að taka lán til að
kaupa sér dýrari ibúð, ef hann þarf
þess ekki, þar sem hann hagnast nú
ekki lengur á því.
Með öðrum orðum: Við hvetjum í
rauninni engan lengur til þess að
sækja um lán. Lánakerfið frá 1986
hvatti hins vegar fólk til að sækja
um þessi langtímalán vegna íbúða-
kaupa, oft á tíðum ónauðsynlegra.
Húsbréfakerfið aftur á móti hvetur
fólk til sparnaðar að okkar mati,“
sagði Grétar Guðmundsson.
- HEI
ísland hefur nú afhent formlega tilboð sitt í GATT-viðræðunum um landbúnaðarmál. Jón Baldvin Hannibalsson:
TILBOÐIÐ MARKAR TIMAMOT
INNAN RÍKISSTJÓRNARINNAR
Síðdegis í gær afhenti fastafulltrúi íslands hjá EFTA og GATT,
Kjartan Jóhannsson, formlega tilboð íslensku ríkisstjómarinnar í
GATT-viðræðunum, eða Úrúgvæ-lotunni, eins og umræðumar hafa
veríð kaliaðar og fjalla um landbúnaðarmál. „Tilboðið er þess eðlis,
að ég tei það nokkur tfmamót að það tókst samkomulag um málið
innan ríkisstjómarinnar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra í samtali við Tfmann í gærkvöldi.
Tíminn hefur greint frá því að ís-
lensk stjórnvöld hafa í þessum
GATT-viðræðum verið tilbúin til að
draga úr stuðningi við innanlands-
framleiðslu landbúnaðarafurða um
allt að 25% fram að 1996. Enn-
fremur var ríkisstjórnin tilbúin til
að draga úr útflutningsbótum um
65% fyrir sama tíma. „Nú hefur
það bæst við, að við bjóðumst til
þess að lækka þær áfram í áföngum
með það að markmiði að fella þær
að öllu leyti niður.“
Jón Baldvin sagði einnig að
stjórnvöld séu tilbúin til að gefa
eftir varðandi viðskiptaþáttinn. „í
tilboði okkar bjóðumst við til að
rýmka fyrir innflutningi og draga
úr magntakmörkunum að því er
varðar landbúnaðarafurðir, sem
unnar eru úr mjólk- eða kjötafurð-
um. Auk þess sem tilboðið varðar
einnig innflutt hráefni, ættuð úr
jurta- og dýraríki."
Þetta þýðir, að mati Jón Baldvins,
að í staðinn munu íslendingar
beita jöfnunargjöldum eða tollum
samkvæmt leikreglum GATT, til að
vega upp mun á niðurgreiddu
heimsmarkaðsverði og heima-
markaðsverði. „Þetta tilboð er
náttúrlega bara tilboð. Þannig að
niðurstaðan mun ráðast af því,
hvort og þá hvernig samningar
takast að lokum. Ef við gerum ráð
fyrir því að samkomulag takist, þá
mun það þýða að í staðinn fyrir
bann koma takmarkaðar heimildir
til innflutnings, enda séu undirboð
fyrirbyggð með jöfnunargjöldum.
Stóra undantekningin, sem varðar
íslenska tilboðið, er að í krafti sam-
ræmdra heilbrigðisreglugerða
verður áfram bann á innflutningi á
lifandi dýrum, nýmjólk og hráu
kjöti.“
íslendingar munu vera með sein-
ustu þjóðum til að skila inn form-
Iegu tilboði, en samkomulag tókst
um tilboðið í ríkisstjórninni í gær-
morgun. Tilboðið er með þeim fyr-
irvara að aðrar þjóðir gangi ekki
skemur og því er ekki hægt að slá
neinu föstu um niðurstöðuna.
„Megin tíðindin hér innanlands
eru þau, að ráðherrar Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks og Al-
þýðubandalags hafa náð samkomu-
íagi um tilboð sem mun þýða, ef
samningar takast, grundvallar-
breytingu á því kerfi sem við höf-
um búið við í landbúnaðarstjórnun
á undanförnum árum,“ sagði Jón
að lokum. -hs.