Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 14. nóvember 1990 Tíminn 15 IÞROTTIR r Handknattieikur: Gústaf hættur með Framara Gústaf Björnsson er hættur sem þjálfari 1. deildar liðs Fram í handknattleik. Þetta er niður- staða viðræðna stjórnar deildar- innar og Gústafs um síðustu helgi og bein afleiðing af slæmri stöðu liðsins í 1. deildinni. Ekki hefur verið ráðinn þjálfari í stað Gústafs, en unnið er að því máli og til greina kemur að fá er- lendan þjálfara til liðsins. Þorbergur Aðalsteinsson lands- liðsþjálfari mun verða Fram inn- an handar við þjálfun meðan ekki er fundinn arftaki Gústafs. BL Körfuknattleikur-NBA: Enn tapar lið Denver Nuggets Enn heldur lið Denver Nuggets áfram að tapa leikjum í NBA- deildinni og eru tapleikirnir nú orðnir 6 talsins í jafnmörgum leikjum, þrátt fyrir að liðið skor- ar um 140 stig að meðaltali í leik. Portland Trail Blazers er nú eina taplausa liðið í NBA- deildinni, en efstu lið riðlanna eru Boston Celtics, Atlanta Hawks, Dallas Mavericks og Portland Trail Blaz- ers. Úrslitin um helgina urðu þessi: Föstudagur: Chicago Bulls-Boston Celtics ....120-100 Indiana Pacers-Cleveland Cav. ...122-107 Minnesota T.W.-Charlotte Horn. 106- 77 Milwaukee Bucks-Washington B.,,108-100 Dallas Mavericks-Orlando Magic 111- 99 Seattle Supers.-Denver Nugg. ...135-129 Colden State Warr.-Atlanta H.143-128 LA Lakers-Sacramento Kings ..100- 86 Portland Trail BI.-Detroit P..113-101 Laugardagur: Cleveland Caval.-Philadelphia ...140- 88 Miami Heat-Indiana Pacers....120-105 Boston Celtics-N.Jersey Nets.105- 91 Chicago Bulls Charlotte Hom. ...105- 86 SASpurs-Houston Rockets......111-110 Phoenix Suns-Denver Nuggets .173-143 Atlanta Hawks-LAClippers.112- 94 N.Y.Knicks-Sacramento Kings ....93- 88 Golden State W.-Saettle Sup 117-100 Sunnudagur: Minnesota T.W.-Orlando Magic .108- 81 Houston Rockets-Utah Jazz....110- 90 Portland TYail Bl.-LAClipp...138-107 N.Y.Knicks-LALakers..........109-103 Mánudagur: Washington Bullets-NJ.Nets.97- 92 BL Knattspyrna: Mölby fer ekki til Barcelona Samningar um sölu Liverpool á danska landsliðsmanninum Jan Mölby til Barcelona sigldu í strand á mánudag. Barcelona vildi greiða 1,5 milljónir punda fyrir Mölby, en spænska liðinu tókst hvorki að ná samkomulagi við Mölby né Liverpool. Það sem einkum varð til þess að ekki gekk saman var krafa Liverpool að Barcelona greiddi alla upp- hæðina út í hönd við undirrit- un. BL Enginn austur-vestur leikur í Leipzig Ekkert verður úr landsleik Aust- ur- og Vestur-Þýskalands sem fram átti að fara í Leipzig í næstu viku. Ástæðan eru ólæti sem ný- lega hafa orðið í austurhlutan- um, en 18 ára piltur lét lífið og annar særðist, þegar lögreglan hóf skothríð á ólátaseggi. Hugs- anlega verður leikurinn leikinn annars staðar í Þýskalandi, en þessi leikur á að vera síðasti landsleikur þýsku ríkjanna sitt í hvoru lagi. / BL V. Handknattleikur: KR-ingar engin hindrun fyrir háfleyga Víkinga Víkingar unnu sinn 11. sigur í jafn- mörgum leikjum í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Þeir eru því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. í þetta sinn voru það KR-ingar sem máttu sætta sig við tap gegn hinum háfleygu Víking- um, 17-25. Það sem minnisstæð- ast er úr leiknum er afar slök dóm- gæsla þeirra Gunnars Kjartansson- ar og Áma Sverrissonar, en þeir voru áberandi lélegustu menn vall- arins í gærkvöld. Fyrri hálfleikur var jafn iengst af, KR-ingar komust þrívegis yfir, 1-0, 2-1 og 9-8. Víkingar höfðu lengst af 1-3 marka forskot, en í leikhléi var munurinn 2 mörk 12-14. Víkingar gerðu út um leikinn í upphafi síðari háifleiks, náðu fjót- lega 6 marka forystu 14-20 og þann mun náðu KR-ingar ekki að brúa. Reyndar voru KR-ingar 1-2 leik- mönnum færri mestallan síðari Heimasigrar á Sauðárkróki og í Grindavík Tindastóll sigraði Val 77-61 í úrvals- deildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöld. í leikhléi höfðu heimamenn 10 stiga forystu, 45-35.Sverrir Sverrisson var stigahæstur Tindastólsmanna með 23 stig, en hjá Val var Magnús Matthías- son stigahæstur með 15 stig.Grindvík- ingar unnu sinn sjötta sigur í röð í deild- inni í gærkvöld er þeir unnu Þórsara á heimavelli sínum 97-79. Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, voru yfir 60-33 í leikhléi og norðanmenn áttu ekki viöreisnar von í síðari hálfleik. Sturla Örlygsson, þjálfari Þórs, lék ekki með liði sínu í gærkvöld, tók út fyrri leik- inn af tveggja leikja banni sem hann var dæmdur í fyrir skömmu. Sturla verður einnig í banni þegar Þór mætir Val á Ak- ureyri á sunnudag. BL Robin Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason ht Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 hálfleik, vegna brottvísana, og gerði það þeim enn erfiðara um vik. Loka- tölur voru 17-25. Leikmenn létu dómarana mjög fara í taugarnar á sér og tuð kostaði að minnsta kosti tvo KR-inga brottvís- un. Þá fékk Birgir Sigurðsson Vík- ingur að sjá rauða spjaldið skömmu fyrir leikslok, af sömu ástæðu. Víkingsliðið þurfti ekki að sýna neinn stórleik til að leggja KR-inga í gær. Liðið var jafnt að getu, en Birg- ir var þeirra besti maður. Hjá KR voru þeir Sigurður Sveinsson og Konráð Olavsson bestir. Víkingar hafa nú 22 stig í efsta sæti deildarinnar, en KR-ingar hafa 11 stig í 6. sætinu. Eins og áður segir var frammistaða dómaranna, þeirra Gunnars og Árna, mjög slök. Mörkin KR: Konráð 5, Sigurður 4, Guðmundur 4, Páll 2, Björgvin 1 og Willum 1. Víkingur: Trufan 6/4, Árni 6/3, Birgir 5, Guðmundur 3, Bjarki 2, Karl 2 og Dagur 1. BL Jónasson gerði síðasta mark Víkinga í 25-17 sigri liðsins á KR í gærkvöld. Tfmamynd Pjetur vsk.i? w irðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðslan nær til: • Vinnu manna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa. • Vinnu manna við endurbætur eða viðhald á íbúðarhúsnæði. Endurgreiðslu fá þeir sem byggja á eigin kostnað íbúðarhúsnæði sem ætlað ertil sölu eða eigin nota á eigin lóð eða leigulóð. Sækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem lögheimili umsækjandans er. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging íbúðarhúsnæðis til eigin nota. thygli skal vakin á því að um- sækjandi verður að geta lagt fram umbeð- in gögn, t.d. sölureikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil vegna nýbyggingar og verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl o.s.frv. Umsókn skal berast skattstjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Uppgjörstímabil vegna endurbóta eða viðhalds er aldrei styttra en almanaksár. Umsókn skal berast skattstjóra eigi síðar en 15. janúar árið eftir að endurbætur eða viðhald áttu sér stað. Nánari upplýsingar veita RSK og skatt- stjórar um land allt. RSK RÍKISSKATTSTJÓR!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.