Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 14. nóvember 1990
Tímirm
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin I Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason
SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavfk. Sfml: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Heimsverslun með búvörur
Alþjóðasamtök um svokallað almennt samkomulag
um tolla og viðskipti (GATT) hafa að undanförnu
haldið stranga fundi í Genf um það viðfangsefni sitt,
hvernig vinna skuli að því að gera viðskipti með
landbúnaðarvörur sem frjálsust landa milli og
hvernig og hversu langt eigi að ganga í því að af-
nema opinberan stuðning við landbúnað.
GATT-samtökin eru afar víðtæk, ná til flestra ríkja
heims og breiða sig yfir mestöll heimsviðskiptin. í
þessum samtökum skerast allar línur hinna flóknu
hagsmuna heimsverslunar og framleiðslukerfa á öll-
um sviðum og hvergi kemur betur í ljós en í þessum
samtökum hversu vandasamt það er að greiða úr
markaðshindrunum án þess að það leiði til hrotta-
skapar gagnvart hagsmunum, afkomu og félagslegri
stöðu þeirra sem öfgafull markaðshyggja hlýtur að
leiða til, ef henni er komið á með offorsi.
Allt kemur þetta vel fram í viðræðunum um frjáls
viðskipti með landbúnaðarvörur og afnám styrkja-
stefnu í landbúnaðarmálum. í þessum viðræðum
slær saman hagsmunum og viðhorfum Evrópu-
bandalagsins annars vegar og Bandaríkjanna hins
vegar. Þrátt fyrir alkunn áhrif markaðsboðskaparins
á meginstefnu Evrópubandalagsins er það eigi að
síður stefna þess að halda uppi sjálfstæðum land-
búnaði og styrkja landbúnaðarframleiðsluna. Þessi
viðhorf eru einnig ríkjandi í ýmsum öðrum kapital-
ískum löndum, ekki síst Japan, og í velferðarþjóðfé-
lögum sem byggjast á markaðsbúskap eins og er á
Norðurlöndum, þ.á m. íslandi. Hér er því um alþjóð-
leg viðhorf að ræða og við alþjóðlegt vandamál að
glíma þegar tekist er á um heimsverslun með land-
búnaðarvörur. Vandi íslenskrar landbúnaðarstefnu
er í höfuðatriðum ekkert sérstakur, heldur náskyld-
ur þeim vanda sem við er glímt í flestum öðrum
vestrænum og norrænum ríkjum.
Bandaríkjamenn gagnrýna harðlega styrkjastefnu
Evrópuþjóða og gera stórar kröfur á hendur þeim
um lækkun framlaga til landbúnaðar til þess að auð-
velda verslun með bandarískt kjöt og korn og aðrar
búvörur sínar landa milli. í þessu efni hafa Banda-
ríkjamenn ekki úr háum söðli að detta. Komið hefur
fram í greinum Hauks Halldórssonar og Gunnars
Guðbjartssonar í Tímanum að „í Bandaríkjunum er
korn greitt niður í miklum mæli bæði fyrir innlenda
notendur þess og líka í sölu á erlendum markaði.
Þannig greiða þeir niður alla kjötframleiðslu sína og
margar aðrar vörur. Þessu formi vilja þeir fá að halda
áfram þrátt fyrir kröfur þeirra til annarra þjóða um
að draga úr eða fella niður allan stuðning við sinn
landbúnað. Af þessu leiðir að EB-lönd eru miklu
tregari að fallast á niðurfellingu eða samdrátt í sín-
um mikla stuðningi við landbúnaðinn.“
íslensk stjórnvöld eru aðilar að þessum GATT-við-
ræðum og uppi hugmyndir innan ríkisstjórnarinnar
að bjóðast til að lækka framlög til landbúnaðar hér á
landi í síst minna mæli en gerist í EB-löndum. Slík-
ar hugmyndir eru umdeildar og engin ástæða til að
halda þeim fram í því andrúmslofti sem ríkir innan
GARRI lilllll
Á tímum aukinna kvenréttinda
ætti að Uggja í augum uppi, að
konur eru ígildi Jcarimanna tii
flestra verka og gott betri við sum
verk, þar sem karlmenn eru ekk-
ert nema þumalfingur. Þetta rétt-
dæmi giidir alls staðar nema þar
sem konur taka sjálfar af skaríð
og víkja sér undan að sinna verk-
um, sem þó samkvæmt eðli máis-
ins henta þeim betur en kari-
mönnum. Þetta kom í ljós alveg
nýveríð, þegar ákveðinn var
breyttur opnunartími niðurgraf-
inna snyrtiheihergja við JBanka-
stræti, sem hafa orðið margrí
manneskjunni líknarstaður á erf-
iðleikastund á iíðnum áiatugum.
ltugmyndin var að hafa þessar
snyrtingar opnar fram á nóttina
og Bggja til þess angjjósar ástæð-
ur„ Um helgar er miðbærinn þétt-
skipaður fóiki. Og þegar snyrtiað-
staðan er iokuð í Bankastræti
verða Austurstræti og hliðargötur
að taka við salemisþörflnni og
þykir það eðlilega sfæmur kostur.
Stöö 2 fór á vettvang í fréttatíma
tii að kanna þessi mál í Banka-
stræti. Fréttamaður sagði viö sai-
emisvörð: Þiö emð að færa út kví-
amar, Brynjólfur? Átti hann þar
bæði við lengri opnunartíma og
eflaust lfka hitt, að konur verða að
nota karíasnyrtinguna vegna þess
að engin kona treystir sér til gæta
snyrtingar kvenna hinum megin
götunnar á nóttunni.
Kaupmenn
vaða eiginn
Viðeigandi stofnanir Reykjavík-
urborgar taka ákvarðanir um opn-
unartfma snyrtinga við Banka-
strætl Þær vinna hægt eins og
aðrar kansellístofnanir og hlaupa
ekki af sér tæmar f neinn máli.
Hægiætlð skapar þeim virðulcik á
meöan Austurstræti býr við það
virðlngarfeysi að vera notað sem
aimenningssaiemi á hejgamótt-
um, eða frá FöstudagskvöJdi til
sunnudagsmorguns. Auövitað
hefði átt fyrir löngu að vera búið
að npna snyrtíaðstöðuna við
Bankastræti um nætur, svo aidrei
hefði þurft til þcss að koma að
virðulegir kaupmenn þyrftu aö
vaða elginn að og frá búðardyrum
sínum. Þá hefðl eflaust aldrel
þurft tíl þess að koma, að ungHng-
ar, ölmóðir og f spreng, hrytu rúð-
ur f örvæntíngu sinni í hinum
dým búðum, þar sem stumpasir-
sið og hálsbindin gieðja augað.
Kaupmenn vaða að vísu í ýmsu,
en þeim hefði eflaust veríð annað
kærara cn vaða elg helgamóttanna
að morgni mánudags á undan-
fðmum árum. Kanscilíborgarinn-
ar þurfa hlns vegar sinn tíma til
að taka ákvarðanir. Og loks þegar
þær hafa verið teknar kemur í
Ijós, að gæsiukonur fyrirflnnast
engar, sem vilja taka að sér nætur-
vorsiu á kvennasnyrtingunni í
Bankastræti.
Er sóknin að bresta?
Von er að spurt sé: Hvað er að
óttast? Engar skýringar hafa feng-
borg eins og Rcvkjavik þarf marg-
an vanda að leysa. En vandamál-
inu sem hér er tfl umræðu hefur
ekid áðtir verið gaumur gefinn -
þ,e„ næturvörslu við Bankastræti.
Það eru raunar viðbrigði eftir
hetjuiega baráttu kvenna fyrir að
verða ígildi karia, að heyra því
haldið fram að gæslukonur fáist
ekki tii að standa vörö í Banka-
strætí um nætur, Kannski ígildis-
sóknin ætU að hresta þama.
Engir Hund-Tyrkir
em veröur t Hiótu l,ra«öi M
hvað ber að óttast við næturvörsiu
f Bankastræti. Ekki er annaö vitað
en konur fari alira sinna ferða á
Austurstræli og taki fullan þátt i
þeirri ötigieðl, sem þar á sér stað
án þess að verða fyrir meiri
skrokkskjóðum en gengur og ger-
Ist Næturverði í Bankastræti ætti
því ekki að vera hætta búin í neð-
anjarðarbyrginu. Sé starfið á hinn
bóginn talið hættulegt væri eðli-
iegt að á því yrðu gefnar skýring-
ar. Að því gefnu að búast megi við
líkamsárásum getur borgarkans-
eHíið séð tíl þess að gæslukonum-
ar fái bnúajám og annan búnað tíl
að geta varist. En ákvörðunin má
sér næturvörsiu á kvennasnyrt-
ingunnL Á meðan engin fæst
verða konur að notast við karla-
snyrtinguna. 1 fréttatíma Stöðvar
2, þar sem kvíarnar vora á dag-
skrá, var ekki svo að sjá, að vörð-
urinn væri tiltakaniega þústaður
af næturgestum. Hann var raunar
á sér flnna, þótt hann yrði jaftx-
framt því að taka á móti körlum,
að sinna konum á þessum stað —
um stundarsakir, eða þangað tii
horgarkanscllíið leysir málið. í
arkanselhlnu bent á, að óþarfl er
að búa gæslukonur út eins og Rík-
harð Ljónshjarta í krossferð, þótt
þær þurfl kannski að verja sig.
Fólk fer á þessar snyrtingar í Öðr-
um erindagerðum en beijast eins
og Hund-Tyrkír, en það voru Arab-
ar eitl sinn kaiiaðir. Garri
P.S, Ástæða er tiJ að íeiðrétta
uppbaf tiJvltnaðrar Ijóðlínu eftír
Matthías Jochumson í Garra-
þættí í gær. Rétt er upphaflð
svona: Líkt og út úr eldi... Sami
■■ víttog breittí, r
Eftirsótt sæti og mannauð
Fresta varð fúndum á Alþingi í fyrra-
dag vegna þess að ekki var hægt að
afgreiða mál vegna manneklu í þing-
sölum. Forseti sameinaðs þings hef-
ur samið við deildarforseta að hnika
til fundahaldi til að freista þess að ná
að afgreiða mál að þinglegum hætti.
Samkvæmt blaðafréttum í gær voru
gerðar ítrekaðar tilraunir til að ná
saman þingmönnum til að greiða at-
kvæði um fleiri en eitt mál og
glumdi Alþingishúsið f bjölluspili,
sem einatt er undanfari atkvæða-
greiðslu. En allt kom fyrir ekki, sama
þótt starfsmenn þingsins hringdu í
skrifstofúr þingmanna, því nú hafa
allir þingmenn sérstakar skrifstofur í
nágrannabyggðum þinghússins, Al-
þingi var óstarfhæft.
Þingforseti þrumaði yfir tómum
stólunum, að þessu ófremdarástandi
yrði að linna og einhvern tíma
seinna í vetur munu formenn þing-
flokkanna geta lesið þau tilmæli í Al-
þingistíðindum, að gott væri nú ef
þeir gætu fengiö samflokksmenn
sína á Alþingi til aö sinna einföldustu
skyldustörfum sínum þegar þeirra er
þörf í þingsölum.
Þetta er gömul saga og ný og þykir
víst ekki tiltökumál.
Fyrirhöfn og efndir
Það undarlega við það hve illa
gengur stundum að halda þing-
mönnum að störfúm sínum og hve
áfjáðir þeir eru að vera einhvers stað-
ar allt annars staðar í vinnutímanum
en á vinnustað, er hve hart þeir
ganga fram í að komast á þetta sama
þing og hljóta þar seturétt.
Mikið er lagt í sölurnar til að hljóta
útnefningu til þess eins að komast á
flokkslistana og þar í „Örugg sæti.“
Sumir telja ekki eftir sér að verja
milijónum af eigin fé og vina sinna
til að auglýsa upp ágæti sitt og ótví-
ræða hæfileika til þingmennsku.
f þessi framboð til þess eins að kom-
ast í framboð er eytt ómældri vinnu,
fé og tíma. Vinir, vandamenn og að-
dáendur eru virkjaðir til að vinna á
kosningaskrifstofum prófkjaranna
og skrifa lofgreinar í blöðin um hvers
vegna einmitt þessi frambjóðandi á
erindi á Alþingi, hvað hann er dug-
legur í félagsmálavafstri og hve
miklu hann hefur áorkað í héraði og
hvers má af honum vænta á Alþingi.
Þó er ekki kunnugt um að neinn
lofgreinahöfundur hafi gengið svo
langt að lofa því fyrir hönd síns fram-
bjóðanda að hann heiti því að mæta í
vinnunni þegar til þeirra kasta kem-
ur, ekki einu sinni að viðkomandi
heiti því að tefja ekki störf Alþingis
með óhóflegum fjarvistum, þegar
ekki er til þess ætlast að menn hafi
annað fyrir stafni en að rétta upp
hönd eða láta það vera.
Einstaklingshyggja í
öndvegi
Nú á haustmánuðum er sá tími að
valdir eru frambjóðendur á lista
stjómmálaflokkanna. Þá bregður svo
við að streðið á milli flokkanna
gleymist en hin eiginlega stjórn-
málabarátta í landinu verður innan
flokka þar sem bræöur berjast og
systumar eru líka farnar að lumbra á
þeim og hver annarri.
í andrúmslofti þessarar eitruðu
stjómmálabaráttu innan flokkanna
vottar varla fyrir áróðri með neinu
málefni. Enginn hefur aðra stefnu en
annar og því eru engin kosningalof-
orð gefin.
Munurinn á frambjóðendum er því
ekki stjómmálalegs eðlis, heldur að-
eins hvers kyns þeir eru, hve gamlir,
menntun og starf og í hvaða héraði í
kjördæminu frambjóðandinn býr.
Enginn þarf að fúrða sig á þótt kosn-
ingabarátta af þessu tagi sé yfirleitt,
eða alltaf, óttalega vandræðaleg. I
þingræðisríkjum er það nefnilega
hefð að kjósendur velja á milli flokka
og frambjóðenda samkvæmt stefnu-
skrá þeirra og hver er hugur þeirra til
aðskiljanlegra mála og hvað þeir
munu Ieggja til við úrlausn þeirra.
íprófkjörum og skoðanakönnunum
á íslandi, eða hvað þetta allt er kallað,
vottar ekki fyrir neinum af þeim for-
sendum sem gerir kosningar að und-
irstöðu fúlltrúalýðræðisins.
Hér er verið að kjósa persónur en
ekki málefni, enda er stefnuskrá allra
frambjóðenda í sama flokki eins, og
minnir fyrirbærið einna helst á kosn-
ingar í kommúnistaríkjum, á meðan
þau voru og hétu.
Oft veldur hatrömm barátta milli
samherja flokkum þeirra skaða þegar
þeir sjást ekki fyrir í baráttuaðferð-
um. Prófkjör og barátta um frama
milli einstaklinga, sem í raun eiga
samleið,- á kannski alls ekki við á Is-
landi, og er það engin nýstárleg skoð-
un.
En skrýtið er það hve mikið menn
vilja á sig leggja til að komast á þing,
en lítið til að sitja þar. Mætti eitthvað
af öllum fyrirganginum við framboð
og kosningar einnig ná til þingstarfa
þegar þangað er komið. OÓ